Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 9
Visir Föstudagur 12. mai 1972. 9 Skapgerð barns og velgengni mótast fyrsta órið I IIMIMl H SÍÐAIM H Umsjón: Edda Andrésdóttir Foreldrar geta hjálpað börnum sínum til þess að þeim gangi betur að ganga hinn langa og bugðótta veg lífsins. Það hefur verið sannað, að það hefur mjög slæm áhrif á barn, ef það hefur ekki nægt samband við fullorðna, á meðan það er enn á fyrstu árunum. En langflestir foreldrar hafa litla sem enga hug- mynd um, hvað lítið barn í raun og veru getur gert og hvað virkilega fer fram í því. Jafnvel þeir foreldrar, sem hvað mest og bezt fylgjast með því. Flestir lita á ungbörn sem eitthvað brothætt, sem ekki má snerta og verður að fara mjög varlega með. 1 augum sumra er barn ekki annað en einhver hlutur, sem verður að gefa að borða og athuga að liði vel i vöggunni sinni. En ungbarn getur i rauninni miklu meira en nokkur móðir eða fabir getur imyndað sér. Foreldrar geta hjálpað barni sinu mikið með þvi hreint og beint að „tala” við það og taka eftir hinum ýmsu merkjum og hreyfingum þess og reyna eftir fremsta megni að svara þeim. 1 Danmörku hafa farið fram ýmsar rannsóknir á ungbörnum og meðferð þeirra, og sálfræð- ingurinn Ruth Iversen komst að þeirri niðurstöðu, að skapgerð barnsins og velgengni þess siðar á lifsleiðinni mótaðist fyrsta æviárið. Meira samband Ruth Iversen mælir með miklu meira og nánara sam- bandi milli foreldranna og svo aftur læknanna, sálfræðinganna og jafnvel þeirra nemenda, sem stunda nám i sálfræði. Fyrstu tvö árin þarf sérstaklega að fylgjast vel með börnunum, táknum þeirra og merkjum og öllu þvi, sem þau eru að reyna að segja og gera. Það hefði heldur áreiðanlega ekki slæm áhrif, ef sálfræðingar og foreldrar hefðu það mikið samband, að þeir gætu komið saman og rætt um framför og þroska barnsins. Það gæti komið sér mjög vel fyrir báða aðila. Og Ruth heldur áfram: Það hefur góð áhrif á barnið, að foreldrarnir umgangist það mikið og að það finni sem oftast einhverja snertingu, og það þarf vist heldur ekki að fara mörgum orðum um það, hve miklu betra og skemmtilegra það er fyrir foreldrana sjálfa. Fyrsta brosið og vísir að máli Flestir eiga erfitt með að trúa þvi, að ungbarn byrji að brosa, meðan það er aðeins 4 vikna gamalt. En Ruth Iversen heldur þvi fram, að það eigi sér stað. Barnið brosir oft, ef talað er við það, og brosið sést bezt i kring- um augun. Og ekki er nóg með það, að það brosi fjögurra vikna heldur er strax kominn visir að máli, er það er tveggja mánaða gamalt. Barnið hlustar með stórum undrunaraugum á fólkið allt i kringum sig tala, og það fer að mynda óskiljanleg hljóð. Þess vegna er það svo mikil- vægt að tala nógu mikið við það á þessum aldri, löngu áður en það fer að geta myndað rétt orð. Mjög fljótt fer barnið að hafa þörf fyrir einhvern fullorðinn, einhvern sem það finnur frið og öryggi hjá. Allir, jafnt fullorðnir sem börn, hafa þörf fyrir „ein- hvern til þess að halla sér að”. Þess vegna er það hættulegt, að barn umgangist stöðugt heilan hóp af fólki, en komist aldrei i fast og stöðugt samband við eina manneskju. Við þær mæður, sem ekki geta sinnt börnum sinum sem skyldi, þurfa að vinna úti allan daginn eða annað, segir Ruth Iversen: Þvi fleiri timum, sem þið eyðið með börnum ykkar fyrsta árið, þvi betur munið þið ná saman seinna, og þvi nánara verður sambandið einnig siðar meir. Það nægir ekki, að barnið finni ást og umhyggju, sem verður jú vissulega að fyrirfinnast. Að tala við barnið og láta það finna snertingu er miklu betra en að láta það hafa litrikt og fallegt leikfang. Og þar sem allar mæður og allir feður óska þess að hafa náið samband við börn sin, veltur á miklu, að það sé nógu strax eftir aö einstaklingurinn liturdagsinsljós. -EA Nú eru það snjáðar, víðar gallabuxur Sumartizkan er með hinu fjörlegasta móti i ár, köflótt, röndótt, og skærir litir. Þannig vilja tizkufrömuðirnir hafa stúlkurnar klæddar á götunum i sumar. En Þjóðverjarnir eru ekkert að hugsa um skæru litina, er þeir koma með sinar hugmyndir, nú eru það bara khaki—buxur og buxur, sem þeirkalla „yfir-allt”. Það ætti eflaustekki að verða svo erfitt að útvega sér svona buxur. Leita aðeins vel inni i skáp hjá afa og vita, hvort hann lumar ekki á einhverjum gömlum frá þvi fyrr á árum. C/> !> hringiö, skrifið, komiö...... og fariö í úrvalsferö til Mallorca FERÐASKR/FSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.