Vísir


Vísir - 12.05.1972, Qupperneq 13

Vísir - 12.05.1972, Qupperneq 13
Visir Föstudagur 12. mai 1972. 13 JOHN WAYNE var einn þeirra þriggja, sem fóru með aðalhlutverkin i kvik- mynd, sem nýverið var verið að gera „vesturfrá”. Myndin ber heitið „Komdu til Alaska”, og er sagt, að það hafi verið kostað til hennar jafnmörgum dollurum og Bandaríkjamenn gáfu Rússum fyrir Alaska árið 1867: 600 millj- ónir islenzkra króna. SOV ÉZK-ÍSLENZKA VINATTUFÉLAGIÐ er til i Moskvu. Það hélt nýverið stjórnarfund i Vináttuhúsí borgarinnar. Formaður félags- ins, Sergei Stúdéntski, vara- sjávarútvegsmálaráðherra Sovétrikjanna, sagði þar fundar- mönnum frá nýafstaðinni ís- landsför sinni. A fundinum gerð- ist það lika, að áhöfn fiskileitar- og visindaskipsins Persei-3 var tekin i félagið sem hópmeðlimur. Heimahöfn skipsins er Múr- mansk, en starfssvæði þess er aðallega Atlanzhaf, og það leitar oft hafnar á Islandi. Striplingar auka ferðamannastrauminn Ferðamálaspekúlantar i Tyrk- landi hafa nú fundið nýtt ráð til að örva aðsókn ferðamanna inn i landið. Hyggjast þeir nú setja upp nektarnýlendur og telja, að það verði til mikils yndisauka fyrir erlenda gesti. Það væri kannski athugandi fyrir Ferðamál-okkar okkar að kanna möguleikana á þessu hugmyndafóstri þeirra Tyrkjanna, með ferðamanna- strauminn i huga. Dýragarður í bíl Maður nokkur i Astraliu keypti sér nýlega bil, sem ekki er i frá- sögur færandi. En billinn var dá- litið sérstæður og ekki eins og venjulegir bilar eru yfirleitt, þvi það var engu likara en dýragarð- ar i Astraliu hefðu sett upp útibú i þessum bil. 1 aftursætinu fann manngarmurinn heljarmikla eiturslöngu, og i vélinni hafði rottukvikindi hreiðrað um sig! Ekki fylgir það sögunni, hvort maðurinn hélt áfram að safna dýrategundum i bilinn og auka tjöibreytnina, en eittfivað hefur Ekið á Benediktu prinsessu Járnbrautarlest ók nýverið um koll sjálfa Benediktu prinsessu. Sem betur fer varð hún ekki fyrir öðru hnjaski en þvi, að nælon- sokkar hennar eyðilögðust. Það var nefnilega aðeins um að ræða leikfangalest á barnaleikvelli i þessu tilviki. TWIGGY fyrrum ljósmyndafyrirsæta, en nú kvikmyndastjarna eftir leik sinn i söngvamyndinni „The Boy Friend” er nú þegar tekin til við að leika i annarri kvikmynd sinni. Nafnhennarer „Gotta Sing Gotta Dance” og er eins og nafnið bend- ir til dans- og söngvamynd. GIGI stærsti köttur veraldar (vó 21 kiló), er dáinn, 12 ára að aldri. 1 siðustu viku hætti hann að geta borðað, og á endanum varð eig- andi hans, Anna Clark, Englandi, að láta aflifa hann, Þegar Gigi var upp á sitt bezta, fór frú Clark oft og iðulega með hann i göngu- ferðir. Þá var hún tilneydd að hafa hann i bandi — hann var svo gjarn á að elta uppi hundana, sem á vegi þeirra urðu. ANITA EKBERG hefur mælt orð af vörum til blaða- manna. 1 viðtali við þýzkan blaðamann sagði hún: — Það voru persónutöfrar minir, sem gerðu mig fræga, ekki stærð brjósta minna. hann orðið hvumsa við. Þóroddur Guðmundsson formaður Fél. ísl. rit- höfunda. Þóroddur Guðmundsson var kjörinn formaður i Félagi isl. rit- höfunda á dögunum, en Guðmundur Danielsson baðst eindregið undan endurkjöri. Er- lendur Jónsson er ritari, Jenna Jensdóttir gjaldkeri og Ragnar Þorsteinsson meðstjórnandi, en auk þeirra á Indriði G. Þorsteins- son sæti i stjórninni. Matthias Johannessen flutti á fundinum skýrslu um störf Rithöfundasam- bands tslands. Samþykkt var að gera dr. Richard Beck heiðurs- félaga. Aðalfundarstörfum lauk ekki á fundinum og var ákveðið að boða til framhaldsaðalfundar. Styrkið fátækar mæður með kaupum mæðra- blómsins Mæðrastyrksnefnd hefur um margra ára skeið haft 10 vikna sumardvöl á sumri hverju fyrir 50 mæður, — þeim að kostnaðar- lausu. Er hætt við, að margar eldri konur mundu ella ekki eiga kost á hvild á fögrum stað fjarri amstri og áhyggjum. Er þetta eitt af verkefnum nefndarinnar. A sunnudaginn munu mæðrablómin afhent sölubörnum I öllum barna- skólum borgarinnar og i anddyri Laugarásbiós og skrifstofu nefndarinnar að Njálsgötu 3. An efa munu allar fjölskyldur ljá málefninu lið eins og um mörg undanfarin ár. Nýtt tækniþjónustufirma Rétt fyrir áramót hóf starfsemi sina i Reykjavik fyrirtækið Stýring hf„ en stofnendur eru Leó M. Jónsson, vélfræðingur og Guðmundur Ingólfsson rekstrar- tæknifræðingur. Fyrirtækið mun bjóða þjónustu þeim, sem vilja aukna og bætta hagræðingu og skipulagningu fyrirtækja. Segja stofnendur fyrirtækisins að oft megi auka afköst iðnfyrirtækja verulega með skipulagi fram- leiðsluþátta, og hefur jafnvel tekizt að tvöfalda framleiðslu- magn án þess að vinnuálag starfsmanna hafi aukizt. Þá vinnur Stýring upp hvetjandi launakerfi eða bónus til að nota við framleiðslu. Skrifstofa fyrir- tækisins er að Laugavegi 178. Heppin, — prófin eru aö baki hjá þeim Meðan þessi kátu skólabörn frá Kirkjubæjarklaustri voru að slappa af eftir prófin i mikilli Reykjavikurreisu, voru milli 15 og 16 þúsund Reykjavikurbörn og unglingar að búa sig undir próf, eða þá að taka próf. Eflaust munu margir stynja þungan, þvi vart getur meiri kross en blessuð prófin. Ungmennin frá Kirkju- bæjarklaustri voru 24 talsins og komu i fylgd séra Sigurjóns Einarssonar, sóknarprests og formanns skólanefndarinnar. Skoðuðu þau merkisstaði i Reykjavik, Þjóöminjasafnið m.a., Sædýrasafniö i Hafnafirði og svo vildu þau fá að sjá, hvernig dagblað yrði til, og skoðuðu ritstjórn Visis og prentsmiðju Blaðaprents. Hér fylgjast þau með hvernig fyrirsögn verður til. Vesturberg veröur nú Vesturhólar. Hús með númerin 201 til 223 við Vesturberg i Breiðholti III munu nú breyta um nafn. Framvegis heitir gatan Vesturhólar með númerin frá 1 til 23. Bygginganefnd Reykjavikur- borgar samþykkti tillögu, sem fram kom frá Geirharði Þor- steinssyni, arkitekt um þetta efni. SLANK PR0TRIM losar yður við mörg kg. á fáum dögum, meö þvi að það sé drukkið hrært út i einu glasi af mjólk eða un- danrennu fyrir eða i stað máltiðar. Og um leið og þér grennið yður nærið þér likamann á nauðsynlegum efnum. PRO TRIM-slanker sérlega mettandi og nærandi. Höfum einnig eggjahvitu- auðugt styrkiefni fyrir iþróttafólk. 'Sendist i póstkröfu. Verð kr. 300,— hver dós. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga opið kl. 10.00 —20.30, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 5—20.30 — laugardaga kl. 10—16.30. Heilsuræktarstofa Eddu — Skipholti 21 (Nóatúns- megin).

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.