Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 7
Visir — Laugardagur 13. mai 1972
7
cTVLenningarmál
Stefán Edelstein skrifar um tónlist:
Vatn og eldur
Sá fágæti atburður gerð-
ist á síðustu tónleikum Sl,
að einleikari með hljóm-
sveitinni var hvorki píanó-
leikari né fiðluleikari. óbó-
leikarinn Sidney Sutcliffe
frá Bretlandi lék einleiks-
hlutverkin í óbókonsertum
eftir Alan Rawsthorne,
brezkt tónskáld, og
Domenico Cimarosa.
Sutcliffe er feikigóður óbóleik-
ari, sem getur módelerað hljóð-
færið allt frá finum grönnum tóni
i breiðan og saddan tón. Lék hann
áf mikilli snilli og við fádæma
góðar undirtektir áheyrenda.
Bohdan Wodiczko
Tónsmið Rawslhornes er ekki
sérlega áhugaverð, mjög hefð-
bundinn „modernismi”, en þó i
heild áheyrileg. Cimarosa virtist
falla betur að eyrum tónleika-
gesta.
Á undan þessum tveimur verk-
um var fluttur konsert i d-moll
eftir Vivaldi/Bach. Var þetta einn
af hinum mörgu konsertum
Vivaldis, sem meistari Bach
hafði umskrifað. Einhverjir
kunna að hafa undrazt, hve mikill
framúrstefnumaður þessi Bach
hafi verið miðað við þá tima, sem
hann var uppi á, þvi þarna var
sneiðin þykkt smurð: Básúnur,
horn, fagott, trompet, hörpur og
meira að segja slagverk. Þetta
var sýnilega handbragð einhvers
annars en Bachs, einhver heldur
ósmekklegur, deli sem gleymzt
hefur að nefna i efnisskránni. Var
þetta i einu og öllu óþverraleg út-
setning, og hefði verið nær að
jazza eða poppa barokkmeistar-
ana almennilega i staðinn fyrir
þennan vanskapnað.
Eftir hlé kom vatn og eldur:
Gosbrunnar Rómaborgar eftir
Respighi og Eldfuglinn eftir
Stravinsky. Bæði verkin voru eins
og sniðin fyrir stjórnanda kvölds-
ins, Bohdan Wodiczko. Hin róm-
antiska gosbrunnatónsmið er
prýðilegt verkefni handa Sí, hér
verða stjórnandi og hljómsveit að
beita sér vel, ef ekki á að verða úr
vatnsgutl. Tókst flutningur vel.
Eldfuglinn er þannig verk, að
það hlýtur að hrifa jafnvel
ómúsikalskan mann. Það er synd,
að við getum ekki flutt þessa stór-
kostlegu balletta Stravinskýs á
sviði hér. En með góðu hug-
myndaflugi er hægt að imynda
sér dansinn, hver hlustandi fyrir
sig. Flutningur slikra verka er
bezta æfing, sem hugsazt getur
fyrir Sl, og hér gerir hún ótrúlega
Sidney Sutcliffe.
góða hluti. Wodiczko er hér einnig
i essinu sinu, harður glæsileiki
Stravinskýs, snarpir rýtmar og
impúlsivar sprengingar komust
vel til skila.
Ef marka má undirtektir
áheyrenda vilja þeir meira af
sliku, meiri Stravinský, Bartók
og önnur „klassisk” tónskáld 20.
aldarinnar.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 68. 70. og 71. tbl. Lögbirtingablaðs 1971 á
Langagerði 118, þingl. eign Einars Gunnars Ásgeirssonar
fer fram eftir kröfu Jóhanns Ragnarssonar hrl. á eigninni
sjáifri, miðvikudag 17. mai 1972, kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var f 68.70. og 71. tbl. Lögbirtingablaðs 1971 á
hluta i Mosgerði 11, þingl. eign Eiinar Þórðardóttur fer
fram eftir kröfu Jóhanns Ragnarssonar hrl., á eigninni
sjálfri, miðvikudag 17. mai 1972, kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á Gcitlandi 17, þingl. eign Hilmars Stein-
grímssonar fer fram á eigninni sjáifri, miðvikudag 17.
mai 1972, kl. 13.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 8.9. og 12. tbl. Lögbirtingablaðs 1971 á C-
götu 1, Blesugróf, þingl. eign Þorfinns óia Tryggvasonar
fer fram eftir kröfu Jóns E. Ragnarssonar hdl., á eigninni
sjáifri, miðvikudag 17. mai 1972, kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið I Reykja vik.
Nauðungaruppboð
sem augiýst var i 49. 50. 52.tölubiaði Lögbirtingablaðsins
1971 á eigninni Vikurbraut 11, Grindavik þingiesin eign
Emelíu Böðvarsdóttur og Valgerðar Lárusdóttur fer fram
eftir kröfu Landsbanka tslands á eigninni sjáifri miðviku-
daginn 17. 5. 1972 kl. 5.00 e.h.
Sýslumaðurinn I Gullbringu- og Kjósarsýsiu •
Stefán Edelstein skrifar um tónlist:
ímyndunarafl oa
vandvirkni
Oft fer svo, að svokallað-
ir „smærri” tónlistarvið-
burðir drukkna i flóði
stórra tónleika. Litlu við-
burðirnir verða í kyrrþey,
án auglýsinga. Yfirleitt á
það líka bezt við. Slíkir tón-
leikar gera ekki tilkall til
annars en vera þeim til
ánægju sem eru við þá
riðnir. En stundum kemur
það fyrir að „smáviðburð-
ur" verðskuldar meiri at-
hygli en svokallaður „stór-
viðburður" vegna þess að
hann sýnir nýjar leiðir eða
erá annan hátt merkilegur
frá menningarlegu eða
uppeldislegu sjónarmiði.
Kirkjutónleika sem haldn-
ir voru i kirju óháða safn-
aðarins á sunnudag má tvimæla-
laust telja til slikra atburða.
Hér var ekki flutt stórverk,
enginn þekktur kór söng og at-
vinnuhljóðfæraleikarar komu
ekki heldur fram. Flytjendur
voru barnakór Hliðaskóla,
stúlknakór skólans, hljóðfæra-
leikarar úr hópi nemenda i Tón-
listarskólanum, en orgelleikari
var Elinborg Loftsdóttir. Stjórn-
endur voru Guðrún Þor
steinsdóttir sem stjórnaði barna-
kórnumlogGuðmundur Emilsson
sem stjórnaði stúlknakórnum og
hljóðfæraleikurum. Auk þeirra
komu fram einsöngvarar úr hópi
nemenda i stúlknakórnum og
kennara við Hliðaskóla.
Guðrún Þorsteinsdóttir hefur
unnið mikið og gott starf með
barnakór sinum i Hliðaskóla, og
söng kórinn ágætlega.
Guðmundur Emilsson er tón-
listarkennari við unglingadeildir
Hliðaskóla og austur á Laugar-
vatni þar sem hann kennir við
ýmsa skóla. Hann afsannar þá
hefðbundu skoðun að tónlist og
söngur sé nánast aukagrein i
skyldunámsskólunum sem eng-
inn nemandi hafi gaman af. Hitt
sannar hann: að það eru vinnu-
brögð kennarans, hvernig hlut-
irnir eru framkvæmdir, sem
ákvarða hvernig nemendur taka
við efninu, hvort þeir afneita þvi
sem leiðinlegu eða hvort þeir fást
til að leggja tima og vinnu i tón-
listiná.
Guðmundi Emilssyni virðist
hafa tekizt það sem maður býst
sizt við: að skapa lifandi áhuga
nemenda i unglingadeildum á
tónlist og fá ennfremur kennara
skólans til samstarfs við þá i tón
listarflutningi. Til að koma sliku i
kring verða menn að vera hug-
sjónamenn, gæddir imyndunar-
afli og gera háar kröfur, og þeir
verða að vera færir tónlistar-
menn.
Guðmundur fer ekki troðnar
slóðir. Verkefnaval var næsta
óvenjulegt fyrir skólakór: mið-
aldatónlist, klassisk tónlist, nú-
timatónlist og negrasálmar (i út
setningu stjórnandans) auk
tveggja frumsaminna laga. Kór-
inn og einsöngvarar stóðu sig með
mikilli prýði, stúlkurnar sungu
hreint, músikalskt, með skýrum
textaframburði, og allt utanað,
latinu sem islenzku.
Þeir sem sáu nokkra unglinga
úr Hliðaskólanum flytja „hljóð-
smiði” eftir sjálfa sig i „Stund-
inni okkar” i sjónvarpinu fyrir
nokkrum vikum munu ekki undr-
ast. Hér var sami kennari að
verki.
Meðan til eru hugmyndarikir
og vandvirkir tónlistarkennarar
sem koma nemendum unglinga-
stigsins i snertingu við tónlist og
kenna þeim að leggja að sér til að
öðlast hlutdeild i henni — á með-
an er enn von til þess að tónlist
verði ekki óvinsælasta skóla-
greinin til frambúðar.
Breiðholtsprestakall
Séra Páll Pálsson umsækjandi Breiðholts-
prestakalls heldur guðsþjónustu i Bú-
staðakirkju, sunnudaginn 14. mai kl. 11
fyrir hádegi.
Safnaðarnefnd.
SKOLATANNLÆKNAR
Nokkra tannlækna vantar frá l.september
1972 til starfa við tannlækningar i barna-
skólum Reykjavikur. Vinnutimi og launa-
kjör samkv. samningi Reykjavikurborgar
við skölatannlækna. Nánari upplýsingar
gefur yfirskólatannlæknir, simi 25709.
Umsóknir sendist skrifstofu Heilsu-
verndarstöðvarinnar Barónsstig 47
Reykjavik fyrir 31. þ.m.
Heilsuverndarstöð Reykjavikur.
D AUGfflég hvili ' fc H.
® með gleraugumfni IWilr
Austurstræti 20. Sími 14456