Vísir


Vísir - 15.05.1972, Qupperneq 2

Vísir - 15.05.1972, Qupperneq 2
2 Visir — Mánudagur 15. mai 1972 risDtsm-- Væruð þér hlynnt(ur) þvi að umferð i Austur- stræti yrði takmörkuð eingöngu fyrir fótgang- andi vegfai’endur? Sigurhjörg Björnsdóttir, húsmóO- ir: Ég hugsa að það væri ágætt, i minnsta kosti yfir háannatima verzlananna. En ég held ég vildi ekki láta takmarka þetta alveg við fótgangandi fólk. llalldór l'orsteinsson, starfsmað- ur hjá Kikisskip: Já, alveg tvi- mælalaust. Það ætti löngu að vera búið að þvi, Jafnvel við Lauga- veginn lfka eða hluta af honum. Þetta er orðið alltof þröngt fyrir bæði bila og menn. *•'<»>* Ingvi Sveinsson, starfsmaður hjá Strauinsvik: Eg myndi telja það mjög æskilegt. Það yrði örugg- lega miklu þægilegra að hafa enga bilaumferð hér i Austur- stræti. ■ms Bergur Þorvaldsson, verzlunar- maður: Já. Þvi er ég alveg hlynntur. Það mætti jafnvel tak- marka Bankastræti lika við fót- gangandi vegfarendur. Hanna Skagfjörð, húsntóðir: Nei. Þetta er svo mikill miðdepill. Bilarnir verða lika að njóta sin hér i Austurstræti, eins og fót- gangandi fólk. Helga Þóra Þórisdóttir, andi.: Nei. Alls ekki. Það gaman að keyra stræti á kvöldin, þótt btun að takmarka ,,r litið. Q Ein stórkostlegasta skák sögunnar, svona eftir á Skókin um „Ég er hræddur um, aö Fischer hafi lagt svo hart aö sér i baráttunni um pen- ingana, aö hann geti svo ekkert, þegar hann á að tefla viö Spasskí". Þannig fórust bandarískum út- varpsmanni orð. Skákin á undan skákinni, slagurinn um verðlaun og viöurgern- ing, hefur ætlaö lifandi að drepa þá, sem i honum hafa staöið ekki að undan- skildum blaöamönnunum, svo aö ekki sé minnzt á skáksambandsmenn og Freystein. Flestum þeim flökrar viö öllu, er viðkem- ur þessu ,, Fischersmá li" og heföu margt gefið fyrir að hafa sloppið við þá lífs- reynslu. En samt er þessi „skák" einhver hin stór- kostlegasta, svona eftir á. Við höfum þvi fengið snjallan skopteiknara, Atla Magnússon, til að varpa ljósi á málið og förum yfir leikina i þeirri skák, sem væntanlega verða sigildir og mætti kalla „Fischersbyrjun”. Hugmyndaauðugir menn lögöu til, að lsland réðist i stórræði og gerði tilboð i einvigi um heims- meistaratitil, og þótti flestum fásinna. Hagstæð já, já, nei, nei stefna Skáksambandsmenn dreymdi stórt um einhverjar alþjóðlegar listir. Var lagt fram mikið tilboð og Freysteinn sendur með það. Keyndist það vera hið þriðja hæsta. 4. janúar var bent á pólitiska kosti tslands i þessu tafli stór- veldanna, fyrir sakir já, já, nei, nei stefnu rikisstjórnar landsins i utanrikismálum. 5. janúar sagðist Freysteinn vera bundinn þagnarheiti. 6. janúar sagðist FIDE hafa sent athugasemdir tslendinga athugasemdalaust til Fischers og Spasskis. tslendingar sögðust telja það lagabrot, ef FIDE ætlaði að fara að semja á eigin spýtur um sjón- varp. 7. janúar vildi dr. Euwe þó ekki taka mark á röksemdum tslend- inga, og sagði hann, að þetta væri nú „prinsipspurning”. Freysteinn itrekaði, að FIDE hefði leyst hann undan þagnar- skyldu, með skeyti. 12. janúar sagði Guðmundur G. Þórarinsson, að tslendingar hefðu sent skeyti i ýmsar áttir. 17. janúar töldu skáksam- bandsmenn likur til, að við gæt- um fengið einvigið, ef við treyst- um okkur til að halda það i sum- ar, en litlar likur til, að við treyst- um okkur til að halda það i sum- ar. Spasski hafði valið Reykjavik. Bandariska stöðin ABC fékk þá áhuga á að sjónvarpa frá fslandi, og hætti FIDE samstundis við að hirða sjónvarpsgróðann. 20. janúar taldi hægri hönd h’ischers, Edmondson, að ekki kæmi til greina að fresta einvig- inu. Skáksambandið sendi honum skeyti og sagðist ekki geta haldið einvigið i júnilok. En 26. janúar fór að kvisast, að við mundum treysta okkur til að halda einvigið i júnilok. Ferðamálaráð mælti gegn þvi. 27. janúar voru ýmsir islenzkir aðilar að kanna, hvað það mundi kosta, ef fá ætti hótelskip. Niður- stöður lágu ekki fyrir um það. °úff" haft eftir Fischer nadette Devlin boðaði komu 1 tslands. jbrúar komu hins vegar Fischer og Edmondson til Reykjavikur og kiktu á borgina yfirleitt. „Púff” var haft eftir Fischer i blaðaviðtali. F'ischer komst naumlega undan ljósmyndara Visis hinn 4. feb. „tsland er oröið heitara”, sagði Edmondson. Sagðist hann þekkja mann á Keflavikurflugvelli, sem heföi „bowling” (keiluspil). 63% tslendinga veðjuðu á Fischer og 12% á Spasski, 25% óákveðnir, flestir mát. 10. febrúar ræddi Visir við dr. Euwe um að einviginu yröi skipt. „Hér gengur orðrómur um það”, sagði dr. Euwe. Frestur Fischers og Spasskis rann út á miðnætti 10., og neitaði Fischer tslandi. 12. feb. sagðist dr. Euwe vilja helminginn i Reykjavik. Sama sagði hann daginn eftir. Guð- mundur taldi þetta einhverja ódýrustu fjárfestingu, sem sér kæmi i hug. Dr. Euwe skipti einviginu, fyrri hluti i Belgrad, og Rússar mót- mæltu, vildu helzt allt á tslandi. 22. feb. spurðu menn, Hvort Kina-stöðin yrði lausnin og fengin sjónvarpssendingastöðin, sem Nixon haföi með til Peking. 25. feb. fréttist, að timaritið Time teldi Fischer „ekki reiðan i raun og veru”. Leikkonan Britt Ekland kom til Keflavikur 25. feb„ en ballgestir dönsuöu án Bernadettu 18. - 19. marz. En aðfaranótt þess 20. urðu Júgóslavar að bakka fyrir sókn Guðmundar G. Þórarinssonar og ganga að seinustu tillögum ts- lendinga. Júgóslavar báðu um leynd. Undirbúningur hafinn. Samgöngumálaráðherra var skrifað og óskað eftir útgáfu á sérstöku frímerki i tilefni einvig- isins. 22. marz. Fischer neitar að tefla hér nema hann fái meira fé. Varaforseti FIDE sagði yfirlýs- ingu Fischers vera einkamál skáksambandsins bandariska. 25. marz var sagt, aö skaða- bótakröfur á hendur Fischers gætu orðið margar milljónir, ef honum væri alvara. Ekki tryggt, að sólin komi upp 29. marz sætti Guðmundur sig ekki við nauðungarsamninga. Edmondson lét þess getið 4. april, að hann gæti „ekki tryggt, að sólin kæmi upp”. Fischer var talinn fallinn frá kröfum sinum 5. april, eftir að Júgóslavar höfðu afturkallaö til- boð sitt um að halda einvigið, og hafði Fischer þá haft upp úr krafsinu að losna við Júgóslaviu, sem hann vildi þó vist helzt’tefla i. Blákalt nei Júgóslaviu barst 6. april. A þriðja hundrað skákmið- ar voru þá pantaðir i Reykjavik. 12. april kom mjög til greina, að Reykjavik héldi allt einvigið. Bólusóttin i Júgóslaviu var nefnd sem þáttur i málinu. 15. april var sagt, að tslending- ar væru andvaralausir gagnvart jarðskjálftahættu. t maibyrjun fréttist af skák- rannsóknum Fischers og Frey- steins og upp úr þvi gaf Fischer skákina. — HH.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.