Vísir - 15.05.1972, Side 15
Vísir — Mánudagur 15. mai 1972
15
bama-
Hann er höfuðverkur
verndamefndarínnar
— og hefur skjal upp á það!
,,Er ástandiö raunverulega
svona slæmt hér, þegar um er að
ræða nauðsynjamál barna?”
,,Já, þvi miður. Þaðer óhæfa að
þjóðfélagið skuli fara meö
komandi kynslóðir eins og gert
er. Ef svo heldur áfram sem nú
horfir, þá leiðum við þúsundir
ungmenna út i glæpamennsku og
eiturlyf janotkun. f uppeldis-
stofnunum eru hjá okkur 65.000
börn, og það kostar okkur yfir
þrjá milljarða (danskra) króna á
ári. Kostnaðurinn á barn i
heimavistarskóla er kr. 45.000
(danskra) á ári af almannafé. Á
unglingaheimili getur kostnaður-
inn farið upp i kr. 80.000 á ári.
Kostnaðurinn á einkaheimili
getur verið kr. 12.000 til 15.000. Er
þaö ekki betra, bæði fyrir börnin
og fyrir þjóðfélagið?”
Mjög erfitt að fá áheyrn
„Þetta hljóta yfirvöldin að vita,
er það ekki?”
„Littu bara á þessi 500 mál sem
ég er með hér. Þau fjalla nærri öll
um það, að börn séu flutt nauðug
af heimili eða úr fjölskyldunni.
Hugsaðu þér, ef það tækist að
opna augu yfirvaldanna fyrirþvi,
að það getur borgað sig að verja
fé til þess að afstýra þessum
hlutum, að hjálpa foreldrum, sem
kannski ráða ekki við börn sin —
áður en það er um seinan.”
„Er nokkur sem nennir að
hlusta á þig?”
„Það hefur verið mjög erfitt að
fá áheyrn, en nú litur loks út fyrir
að æ fleiri stjórnmálamenn geri
sér grein fyrir þvi, að endurskoða
þarf rækilega barnaverndarlögin.
Harnaverndarnefndirnar eru
einnig orðnar jákvæðari gagn-
vart okkur.”
„Samt hefur ekki skort á
niðrandi ummæli um þig?”
„Það er af þvi að ég er
óhræddur við að láta i ljós
skoðanir minar. 1 fyrstunni héldu
menn eflaust að ég væri bara aö
rifast, en æ fleiri sannfærast um
að við reynum að athuga málin
frá öllum hliöum áöur en við
æskjum fundar við yfirvöldin. t
Landssambandinu „Börnin og
þjóðfélagið” eru nærri 600 félags-
menn, og allir hafa lent i málum
við ýmsar barnaverndarnefndir.
Þegar stjórnin fer á stúfana til að
ræða við fólk, þá biðjum viö það
um að segja okkur alla söguna,
svo að hægt sé aö koma á
trúnaðartrausti milli okkar. Við
hvetjum fólk t.d. til að segja
okkur frá þvi hvort börnin hafi
e.t.v. gerzt einum of fingralöng,
eða hvort foreldrarnir séu um of
gefin fyrir flöskuna. Við verðum
að þekkja alla söguna áður en
lengra er haldið, þvi að annars
eigum við á hættu að fá ofanigjöf
með þvi að barnaverndarnefndin
visi okkur frá og segist vera
bundin þagnarskyldu. Þaö er
alltaf betra aö geta svaraö þvi, aö
við þekkjum allt máliö fyrir-
fram".
„Hvernig stendur á þvi að þú
lætur þig svo miklu varða um
erfiðleika annarra?”
„Það er vegna þess að ég hef
sjálfur lent i þeim. Foreldrar
minir skildu á fjórða áratug
aldarinnar og árið 1951 varð ég
bæklaður er ég datt af vagni og
fékk áverka á bak. Þetta olli mér
fjárhagserfiðleikum og barna-
verndarnefnd tók af okkur mörg
af börnunum.
Neita að segja hvar hún
er niðurkomin.
Við eigum sex börn, þar á
meðal er 19 ára dóttir, sem við
höfum ekki séð siðan 1967. Okkur
er neitað um að vita hvar henni
var komið fyrir. Hún var látin i
fóstur án samþykkis konu
minnar, og þess vegna fór ég að
beita mér fyrir þvi, að börn séu
ekki tekin af foreldrum nema
mjög alvarlegar ástæður séu
fyrir hendi. Og ef það gerist,
verður að vera tryggt að þau
lendi á stað, þar sem þau fá raun-
verulegt tækifæri til aö verða
að heilbrigðu ungu fólki. Þetta
gerist hvorki i heimavistarskóla
né á unglingastofnun. Þau eru allt
of mörg dæmin, sem sanna það.
Við munum berjast áfram, við
erum svo bjartsýnir að við trúum
þvi, að allir muni sjá það, einn
góðan veðurdag, aö við höfum á
réttu a.ð standa."
ICORONA
Þetta er jakkinn sem auglýsingafólki okkar
finnst glæsilegastur.
Látið það ekki blekkja yður. í búðinni
er heilmikið úrval af mynztrum og litum.
Komið því og veljið þann jakka,
sem yður sjálfum finnst fallegastur.
Það skiptir mestu máli.
Hann er höfuðverkur barna-
verndarnefndar. Og hann hefur
meira að segja skjal upp á það.
Öryrkinn Eigil Kaas, 47 ára
gamall. Iiefur i fórum sinum
ljósrit af brefi frá forstöðu-
mönnum Barnaverndarnefndar
Kaupmannahafnar, BUV, þar
sem segir m.a.: „Barnaverndar-
nefnd þekkir vel Eigil Kaas (og
ekki að góðu )". Bréfiö var ekki
honum ætlað, en það er samt
geymt hjá honum, ásamt skjölum
um ca. 500 barnavcrndarmál, að
heimili hans í litlu raðhúsi i
bænum Brönshöj.
Eigil Kaas er formaöur Lands
sambandsins „Börnin og þjóð-
félagið”. Hann skiptir sér af öllu
er varðar barnavernd.
Gegnir hann sama hlutverki i
barnavernd eins og Knud
Johansen i dýraverndinni, eða
vill hann aöeins komast i blöðin?
Strax eftir að úrslit i barna-
verndarmáli eru kunngerö,
hefur Eigil Kaas látið i ljós álit
sitt viö dagblöðin, annaö hvort
með bréfum eða viðtölum.
Hann á i sifelldum viðtölum við
yfirvöld, kemur á framfæri mót-
mælum við stjórnmálamenn og
heldur fundi með þeim sem
stjórna félagsmálum.
„Hefur þú tekjur, Eigil, af
starfi þinu, með þvi að láta
ógæfusama foreldra borga?
65.000 börn á stofnunum
„Nei, þvert á móti verð ég að
leggja út peninga til að halda fé-
laginu starfandi, en það er mér
ánægja. Ég hef engin laun sem
formaður, en ég uppsker laun min
þegar ég sé hvernig foreldrar
lifna við er þeir fá hjálp, þótt þeir
hafi áður verið taugaveiklaðir
vesalingar. Það ber raunveru-
lega árangur að kvarta, þegar
yfirvöldin hafa fært sér laga-
þekkingu sina i nyt, án þess að
hirða um hinar mannlegu hliðar.
Eigil Kaas.