Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 1
II Hœsningjaháttur" 62. árg. — Föstudagur 16. júnl 1972—134. tbl. „Þetta fólk hlýtur að vera meira en litið tjullað", segir Þorsteinn Thorarensen I föstu- dagsgrein sinni i dag. Þar tekur hann fyrir þær gerðir manna, sem hann álitur að hafi gengið i göngunni móti her i landi á dögunum. Þarna eru þrjár manngerðir segir Þorsteinn. t fyrsta lagi fólk nærri nazisma i þjóðernisrembingi. t öðru lagi rennur saman i gönguna hundingjaháttur þeirra, sem enn trúa á rússnesk sovézk sósialistisk heimsyfirráð og I þriðja lagi kemur svo hæsningjahátturinn. Sjábls.6 „Þá snobbast maður með húfuna um bœinn" Sjá viðtal við nýstúdenta á bls. 3 Ekki enn á lygnum sjó t leiðaranum i dag er f jall- að urii velgengni þjóðarinnar i þau 28 ár, sem lýðveldið hefur staðið. Þar segir m.a.: ,,Um leið og við hugsum með ánægju til þessara framfara verðum við líka að velta fyr- ir okkur þeirri ónotalegu hugsun, að tæpir þrir áratug- ir eru alltof skammur reynslutimi. Voldugri riki hafa risið upp og hrunið á lengri tima án þess að skilja eftir sig nokkur spor. Við er- um langt frá þvi að vera koniin út á lygnan sjó sem sjálfstæð þjóð." Sjá bls. 6 Hœstir — og líka beztir „Hvaða vit er I þvi að moka upp sem mestum smá- lestafjölda af fiskinum, til þess eins að gera úr honum 3. flokks vöru eða gúanó?," ér spurning, sem leitað hefur á æ fleiri við sjávarsiðuna á undanförnum árum. En á vertiðinni, sem leið, brá svo við, að margir hinn- a. aflahæstu báta voru jafn- framt með bezta nýtingu og mestu gæðin. Þar ber hæst Helgu Guð- mundsdóttur og Þórsnesið, sem bæði fóru f 1. fl. yfir 70%. Siá nánar á bls. 8 Guð Mýtur að vera ítalskur Þetta hraut upp úr Edgar Kaplan ritstjóra Bridge World, þegar hann hafði horft upp á ttali spila algjör- lega villulausan leik. i Bridgeþættinum i blaðinu i dag er m.a. fjallað um þennan leik. Sjá bls. 10 Skriðdrekar sprengdir Sjáfréttbls.5 Flugfreyjur lama SAS Sjá bls. 5 Hundruð búa í Reykjavík borga skattinn úti á landi „Þeir skipta hundruðum sem búa hér I Reykjavík en eiga lög- heimili á öðrum stöðum og borga þvi engin gjöld til borgarinnar. Sumir eiga meira segja hús hérna og börnískóla" sagði Jónas Hall- grimsson á Manntalsskrifstof- unni f samtali við Visi. Það hefur löngum verið vitað :m mál að borgaryfirvöld eru ekki alls kostar ánægð með aö veita fólki allskonar þjónustu en verða siðan að horfa á eftir sköttum þess vestur, norður eða austur á land. Margt af þessu fólki hefur miklar tekjur en hefur séð sér hag i þvi að flytja ekki lögheimili sitt hingað, þar sem gjöld eru mun lægri i þeirra heimasveit. ,,Við gerum við og við „razziur" i þessum málum og siðustu fjögur árin hefur veriö reynt að taka þessi mál föstum tökum" sagði Jónas. „Þegar fólk hefur verið hér búsett i 2—3 ár án þess að breyta um lögheimili sendum við þvi kurteislega beiðni um að kippa málinu i lag. Ef sú beiðni ber ekki árangur gerumst við aðgangsharðari og þegar allt annað þrýtur förum við fram á að • fá viðkomandi dæmdan inn á þjóðskrá hér. Þaö sér hver maður að ekki er hægt aö una þvi að maður sem skráður er heimilis- fastur t.d. norður i Skagafirði búi hér árum saman, eigi hér hús, bil, og börn bæöi i barna- og fram- haldsskólum og borgi ekkert fyrir þá þjónustu sem borgin veitir honum." En manntalsskrifstofan er sem sagt farin að taka máliö alvar- legri tökum og fylgist náið meö hve lengi fólk starfar hér án þess að skipta um Iögheímili. Hins vegar er það þannig, að maöur sem vinnur hjá varnaliðinu á Keflavikurflugvelli eða verktök- um þess, getur átt lögheimili hvar sem er á landinu og er það lögum samkvæmt. Sveitarfélög úti á landi reyna lika að gæta þess að utansveitar- menn flytji lögheimili sitt til við- komandi staða, eftir að þeir hafa dvalið þar ákveðið árabil og þannig er skattborgarinn alls staðar eftirsóttur. -SG Á morgun fagnar þjóðin 28 ára afmæli lýðveldis. (Ljósmynd: Mats Wibe Lund) Dapurlegt útlit með þjóðhótíðarveður Veðrið i morgun hefur verið hálf uggvænlegt, skúrir og élja- gangur, en þjóðhátiðarveðrið virðist ætla að verða nokkuð skárra, að þvi er þeir spá á Veðurstofunni, þó að það verði samt ekki eins og bezt yrði á kosið. Spáin er- norðaustlæg átt og fremur kalt verður i veðri, þó er ekki útlit fyrir rigningu hér i höfuðborginni, þó að sennilega verði úrkoma einhvers staðar annars staðar á landinu, en við á suðvesturhorninu sleppum. En búast má við vætu er liða fer á kvöldið, en almenningur lætur það eflaust ekki á sig fá, heldur dansar og hoppar um allar götur og öll torg. t dag er annars spáð skúra- veðri, mjög svipuðu þvi sem verið hefur i morgun. Fremur kalt er hér i höfuðborginni, ekki nema 6 stiga hiti i morgun, en heitast á landinu var á Dalatanga þar sem var 12 stiga hiti snemma i morg- un. Og hlýjast er á austfjörðun- um, sólskin og bjartviðri. —EA Nýi ríkisborgarinn skilur ekki málið S\á baksíðu og bls. 11 um lok Listahátíðar og Ashkenaiý Ljósastaurarnir ofsóttir af ökumönnum Ljósastaurarnir i Reykjavik hafa ekki átt sjö dagana sæia fyr- ir umferðinni undanfarið, og hafa bilar, vélhljól og hin ýmsu farartæki ekki legið á liði sínu við að höggva skörð i raðir þeirra. Frá áramótum og fram til 1. júni s.l. hafði verið keyrt á 34 ljósastaura, og bara i þessari viku hafa bætzt við þrir. — t fyrra voru það um það bil 100 ljósa- staurar, sem þannig urðu fyrir barðinu á ökumönnum, en um 70 þeirra fengust bættir, og nam tjón þeirra 70 að verðmæti um kr. 800 þús. (Minnsta tjón var kr. 2000 en það stærsta kr. 35 þús.) — Af þeim 34, sem skemmdir hafa ver- ið á þessu ári, hafa Rafmagns- veitur Reykjavikur nú þegajr fengið fullar bætur fyrir 18, en það voru um kr. 190 þús. að verð- mæti. Svo einkennilega vill til, að fjöldi tjóna á ljósastaurum vegna árekstra er mjög svipaður þeim, sem vélgröfur valda á jarð- strengjakerfi Rafmagnsveitunn- ar. 1 fyrra urðu 90 slikar skemmdir, þar sem tjónið nam samtals um kr. 900 þúsund, en fram að 1. júni núna höfðu vél- gröfur vaidið þannig spjöllum 34 sinnum — alveg upp á tölu jafnoft og árekstrar hafa orðið við ljósa- staura. —GP Öll þjoðin TQQHQr og ösjn við vínbúðirnar er hafin „Dagurinn i dag verður væntanlega með mestu söludög- um ársins, ég á von á þvi að mikið verði að gera — erillinn er raunar byrjaður, geröi það um leið og við opnuðum i morgun", sagði verzlunarstjóri i einni af vínbúð- um ATVR, er Visir ræddi við hann i morgun. Og það þarf vist enginn að ganga að þvi gruflandi, að ófáar krónur munu renna i rikiskass- ann i dag gegnum sölubúðir Afengiseinkasölunnar. Lögregluvörður hefur undan- farna daga verið við allar áfengisútsölurnar, þar-eð ung- lingar eiga vanda til að ganga á vit Bakkusar á þjóðhátiðardag- inn. „Og það er svo sem allt eðlilegt við það, að áfengiskaup manna séu stór i sniðum fyrir 17. júni" sagði verzlunarstjórinn, ,,þenn. dag júblerar jú öll þjóðin. Og svo eru það nú stúdentáveizlurnar". Nú vill svo vel til, að þjóð- hátiðardaginn ber upp á laugar- dag, þannig að margur ætlar sér eflaust að hafa svolitið forskot á sælunni — þegar vinnu lýkur i dag, er hætt við að sumir fari að gær st i glös. Við skulum bara ná i þjóðhátiðin verði ekki að eini>i ..brennivinshálið". ~GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.