Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 11
VISIR. Föstudagur 16. júni 1972 11 Listahátíð slitið í Höfða í gœrkvöldi: ## Nú skil ég neitt ## — sagði Ashkenazi með nýja íslenzka vegabréfið upp á vasann, þegar borgarstjóri hóf rœðu sína á íslenzku Með hófi i móttökusal borg- arstjórnar Reykjavíkur i gær- kvöldi um kl. 11 lauk Listahátiö i Reykjavik, — aðeins standa enn málverkasýningar, svo á sjón- varp og útvarp eftir að sýna og láta heyra það sem þar gerðist, fyrir þá sem ekki gátu fylgzt með iillu þvi sem þar var á boðstólum. Það var sannkölluð stemning meðal veizlugesta og það var ekki sizt þvi að þakka að heimsstjarna i menningarheiminum, Vladimir Ashkenazy gekk til veizlunnar sem islenzkur rikisborgari með islenzkt vegabréf upp á vasann. Borgarstjóri sagði m.a. i ræðu sinni: „Ég vona að Ashkenazy verði hreykinn af að bera islenzkt vegabréf vitt um lönd. og sjái ekki eftir ákvörðun sinni", og óskaöi um leið honum, konu hans og börnum hamingju og vel- gengni i framtiðinni. Borgarstjóri sagði og i ræðu sinni að listahátið fyrir 1974 hlyti að verða undirbúin þegar frá og með deginum á_ morgun, svo vel hefði tilraunin gefizt. Meðal gestanna i Höfða i gær voru þau hjón Andre Previn, kona hans Mia Farrow, André Watts og ýmsir þeir sem staðið hafa að Listahátiðinni miklu undanfarna daga. Þegar borgarstjóri hóf að tala á islenzku snéri Ashkenazy sér kiminn á svip að Previn og sagði i hálfum hljóðum: ,,Nú skil ég bara ekki neitt." Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, ávarpaði samkvæmið og kvað það skyldu sina að hlaða Ashkenazy ýmsum borgarlegum skyldum, þar sem hann væri nú orðinn islenzkur þegn. Kvaðst hann vilja gera Ashkenazy að „Sendiherra Islands i hinum mikla lýðveldi listarinnar". Fór ráðherra viður- kenningarorðum um listamann- inn og framlag hans til Lista- hátiðarinnar, sem hann hefði gert að veruleika með þvi að nota áhrif sin til að útvega hina fær- ustu listamenn. Var Ashkenazy og konu hans færð að gjöf bók mikil, teikningar úr ferð Paul Gaimard um island. „Ég er bara eins og eftir tiu konserta", varð listamanninum svo að orði, þegar hann þakkaði fyrir sig, og benti um leið á að hann liti fremur á Listahátiðina miklu sem geysimikla vinnu hinna nýju landa sinna en sitt afrek. -JBP ,,Nú verður þú sendiherra tslands i lýðveldi listarinnarJ' Borgarstjóri, Ashkenazý, Þórunn og mennta- málaráðherra skeggræða. Vladimir og Þórunn virða fyrir sér gjöf rfkisstjórnarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.