Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1972, Blaðsíða 2
VÍSIR. Föstudagur 16. júnl 1972 VÍSIR SPTR: Er snobb að fara á lista- hátið? Gunnlaug Gunnlaugsdóttir, fóstra: Nei, ekki held ég það. Það er auðvitað nauðsynlegt að fólk hafi áhuga fyrir þvi sem það fer að sjá, þó sumir fari af þvi það er fint. Guömundur t. Guðmundsson, fyrrv. rafs'uöúm.: Eg veil það ekki. Ég er alveg utan við þetta. Ætli það sé ekki hálfgert snobb i og með. Jakob Magnússon, matsveinn: Nei. Það er ekki snobb að sjá og heyra frægt fólk. Ég fór t.d. i Bú- staðakirkju að hlusta á Nóaflóðið og haföi mjög gaman af. Geir Gestsson, „stigamaður": Ja, ég skal ekki segja. Jú er það ekki snobb að fara bara til að sjá frægt fólk, en ekki vegna áhuga á list? Nanna G uðm undsdótt ir, húsmóöir: Nei. Mér finnst sjálf- sagt að allir fari á listahátið, þó svo að ég hafi ekki gefið mér tima til þess, þvi miður. „Nýi miðbœrinn í Kópavogi — nafli alheimsins,#: NÚ Á KÓPAVOGUR EKKILENGUR AÐ VERA SVEFNBÆR EINGÖNGU Nýr og glæsilegur miðbær var að velta út af teikniborðunum þeirra skipulagsmanna i Kópa- vogi i gær. — Og nú tekur við framkvæmdin á nýstárlegum hugmyndum um miðbæ, sem þarna á að risa á næstu 5 árum eða svo, meira og minna yfir- byggðar verzlunar-, veitinga- og þjónustuhúsagötur. „Þetta er mjög sérstætt verk- efni, sem varla væri hægt að fá •annars staðar en i Kópavogi, nema þar sem um alveg nýjan kaupstað væri að ræða", sögðu þeir arkitektarnir, Skúli H. Norðdal og Óli Þórðarson, en hugmynd Óla vann verðlaun i samkeppni um nýjan miðbæ, sem þarna verður unninn frá rótum, sem er mjög óvenjulegt. Það er svæðið kringum Gjána svonefndu, sem verður að miðbæ, og Gjáin sjálf verður notuð til að tengja bæjarhlutana saman með þvi að byggja yfir hana. Það er greinilegt á öllu að Kópavogur sættir sig ekki lengur við að vera svefnbær Reykjavik- ur, en það hefur kaupstaðurinn verið frá stofnun fyrir 17 árum. „Landnemarnir hér bjuggu við litil þægindi" sagði Guttormur Sigurbjörnsson, forseti bæjar- stjórnar við blaðamenn i gær og nefndi ýmis dæmi um það, t.d. fengust engin frimerki keypt i Kópavogi þar til fyrir örfáum árum! „Samt má segja að Kópavogur sé einskonar „nafli alheimsins", — miðbær Stór- Reykjavikur", sagði forsetinn, en á Stór-Reykjavikurkortinu er Kópavogur miðdepillinn, og i 6 kilómetra radius út frá hinum nýja miðbæ Kópavogs búa 110-115 þús. manns. "Guttormur kvaðst vona að framkvæmdum rikisins við Gjána lyki senn, enda hefðu mikil óþægindi skapast af fram- kvæmdunum, sem vonandi tækju styttri tima en bygging Hall- grimskirkju. Aðalskipulag Kópavogs er gert með tilliti til 20-25 þús. manna byggðar, en ekki miðað við ákveðið ártal eins og gert var i Reykjavik. Björgvin Sæmundsson, bæjar- stjóri sagði að i skipulagi miðbæj- ar Kópavogs væri áherzla lögð á mikið og fjölbreytt mannlif, svo og að Kópavogur verði sjálfstætt samfélag en ekki einungis svefn bær annars sveitarfélags. „Við skipuleggjum fyrir okkur sjálfa, Skúli H. Norðdahl og Óli Þórðarson, arkitektar, ásamt Birni Einars- syni, forstöðumanni Upplýsingastofunnar og Ólafi Gunnarssyni bæjar- verkfræðingi, við líkan af miðbæ Kópavogs. um. Hér á að vera lifandi og ið- andi mannlif allan daginn og helzt ekki til að toga fólk frá öðrum sveitarfélögum, enda þótt við vit- um að margir muni i framtiðinni koma hingað til okkar, og margir úr Kópavogi, halda áfram að stunda sin viðskipti á öðrum stöð- 1. Akstur frá Reykjavík suöur I Kópavog, — undir brúna, gegnum Gjána og framhjá henni 2 Verzlun- arhús, sem þegar eru risin við Alfhólsveginn. 3. Kópavogsbíó og félagsheimilið. 4. Heilsuverndarstbð sein er i byggingu. 5. A þessu torgi verður miðstöð strætisvagna I allar áttir, en viö enda þess markaðs- torg. (i. Hér á að byrja á byggingum ibúða og verzlana, mjög llklega strax á þessu ári. allan sólarhringinn", sagði Björgvin. 1 nýja miðbænum er reiknað með sérverzlunum ýmis konar, alls konar þjónustugrein- um, bióum, leikhúsi, kaffistofum, veitingahúsum og hóteli ásamt opinberum stofnunum. Lögð er áherzla á að flæma ekki ibúa burtu úr Miðbænum. Þar á að reisa íbúðir, flestar fremur litlar, en þó af öllum stærðum. Er vonast til að fyrsti áfanginn verði einmitt að reisa litlar ibúðir i ibúðasamstæðu við Álfhólsveg beint á móti skipulagsskrifstofu Kópavogskaupstaðar. Er vonast til að framkvæmdir hefjist þegar i ár, en vonast er eftir að einn aðili taki að sér aö byggja, eða sarntök manna. Nýi Kópavogsmiðbærinn verö- ur jafnstór, eða e.t.v. aðeins stærri en það sem við höfum kall- að Miðbæ i Reykjavik, þ.e. frá Aðalstræti að Stjórnarráði og frá höfn og að Tjörn. Verzlunarhverf- ið verður friðað af bilaumferð að mestu, en fótgangandi eiga að finna þar öryggi og frið. Svæði þetta er 8,6 hektarar, en með frið- uðu svæði umhverfis Kópavogs- kirkju er svæðið alls 17.7 hektar- ar. Kópavogsbúum hefur nú verið kynnt þessi risavöxnu framtiðar- áform bæjarins, pésar með ut- skýringum sendir heim til hverr- ar fjölskyldu. Allt mun þetta kosta hundruð milljóna, og þeir bjartsýnustu reikna ekki meö að Miðbærinn eða hugmyndirnar um hann, verði orðnar að veruleika fyrr en i fyrsta lagi eftir 5 ár, þ.e. sa hiutinn sem nú er farið að vinna að, austar Gjárinnar. Kváðust forráðamenn bæjarins hafa orðið varir við áhuga nú þeg- ar hjá ýmsum fyrirtækjum að taka þátt i þessu fyrirtæki, og nú er að vita hvernig til tekst með framhaldið. — JBP— LESENDUR HAFA ORDID Dagný Jóhannsdó11 i r, verzlunark.: Nei. Má ekki fólk fara þangað sem það langar? Eg hef ekki farið á listahátið, hef ekki haft efni á þvi. Tónlistorskot Tónlistaráhugakona hringdi og gagnrýndi skrif Visis um tónlist. Hún sagði iii.a.: „Ég veit, að margir eru óánægðir með tónlistar- gagnrýnina i Visi, að þvi er varðar listahátlðina. Stefán Edelstein rökstuddi sina dóma, en nýi gagnrýnandinn virðist aðeins reyna að vera sniðugur. Hann er með óábyrgt glens og jafnvel með skæting i garð hljómlistarmannanna. Fullyrðingar hans standa einar sér án nokkurs rökstuðnings, eru eins og skot út i bláinn. Þar að auki efast ég um, að hann hafi þekkingu til að taka heimsfræga listamenn á hné sér og fara um þá miður loflegum orðum. Þessi skrif finnst mér ekki vera i anda annarrar listagagnrýni i blaðinu." Mótmœlagöngur og Njarðvík Ég get nú ekki orða bundist yfir þátttöku Njarðar P. Njarðvlk I Keflavlkurgöngunni á sunnudag- inn. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur, að maður i okkar þjónustu, þ.e. I útvarpsráði og það meira að segja formaður þess, skuli leyfa sér að skipta sér af svona máluin. Hvernig er þaö, á hann ekki að vera hlutlaus i pólitik? Er það ekki nóg að hann komi fram i út- varpi og sjónvarpi einu sinni til tvisvar i viku, þó hann fari ekki að troða sér inn i mótmælagöngur og útisamkomur? í<;g kunni að meta gömlu kommunistana, Sig- fiis og Einar, en ekki svona stráka eins og Njörð P. Njarðvik. Sjálfstæðiskona I vesturbænum Hvenœr verður eitthvað gert? Sigurður Gislason simar: „Eiginlega fannst mér fyrir- sögnin á baksiðu Visis, Hryllilegt — Ægilegt, passa betur við það sem var á forsiðu, þetta ljóta um- ferðarslys. Einu sinni var dóms- málaráðherra i kurteisislegum útvarpsþætti að segja okkur að „eitthvað yrði að gera" i þessu mikla vandamáli, umferðarmál- unum. Mig langar til að spyrja ráðherra, hvað hefur verið gert og hvað á að gera? Þaö er ægilegt til að vita að fólk skuli alltaf þurfa að eiga von a stórslysum hvar sem er. Eitthvað þarf að gera, og það meira en litið. Það er t.d. full þörf á að koma i veg fyrir að 17 ára unglingar aki ekki um a' kraftmestu ökutækjunum á veg- unum. Þeir ættu ekki að hafa próf á 300 hestafla bilvélar. ökuprófin þeirra ættu lika að gilda i mun styttri tima." Að kveikja í björtu G.A. simar: „tJtlendingar dásama mikið okkar björtu sumarnætur og tala eflaust mikið um þær þegar heim kemur. Þess vegna finnst mér leiðinlegt að sjá þegar götuljósin eru látin loga um hábjarta sumarnóttina, eins og nú virðist vera gert. Er ekki hægt að koma I veg fyrir aö þetta haldi áfram, en byrja að kveikja aftur þegar fer að húma? Hjá Rafmagnsveitunni fengum við þær upplýsingar, að það væri sjálfvirkur ljósnemi sem réði þvi hvenær kviknaði og slokknaði á Ijósunum, og ef logaði á næturnar væri það vegna þess að birtu- magnið væri einfaldlega ekki nægilegt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.