Alþýðublaðið - 06.09.1963, Page 2

Alþýðublaðið - 06.09.1963, Page 2
ISitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áD) og Benedikt Gröndal,—Aðstoöarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — AÖsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðfíins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 6 mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Nöfn afbrotamannct Framhald af 1. síðu. Lögreglmmi, er mikill vandi á höndum. Það er ekki hennar hlutverk að dæma, en birting nafna er oft þyngsti dómurinn. Þess vegna þarf að íhuga, hvort ekki er unnt að setja ákveðnar reglur um þessi mál, reglur, sem gangi jafnt yfir alla. í öðrum löndum er algengt, að birt séu nöfn manna og myndir, er þeir eru handteknir og ákærð ir. Við verðum að ákveða, hvort þetta skuli gert hér, eða ekki. önnur leið er sú, að birta engin nöfn, fyrri en dómur hefur verið upp kveðinn. Því fylg ir sá galli, að dómar ganga löngu eftir að afbrotið var framið, þegar það er að miklu leyti gleymt. Hvert afbrot íeiðir til sögusagna, þar sem sak- lausir menn eru oft á tíðum bendlaðir við mál, sem þeir hafa hvergi komið nærri. Ef nöfn eru ekki birt, getur þetta „réttarfar almannaróms“ orðið mun verra en ella. Islendingar hafa til skamms tíma búið við til- tölulega friðsamlegt þjóðfélag, enda þótt ýms al- varleg afbrot hafi komið fyrir. Hefur ríkt sterk tilhneyging til að fela þessi mál og segja sem minnzt um þau opinberlega. ísland er til dæmis eitt þeirra fáu landa, þar sem aldrei er sagt frá sjálfsmorð- um, ef hjá því verður komizt. Nú virðast þjóðfélagshættir vera að breytast, svo að ekki sé unnt að halda áfram þessari gömlu þagnarstefnu. Er þá bezt að skapa sem réttlátastar reglur um birtingu frétta af afbrotum og um birt- ingu nafna afbrotamanna. Lögreglan vinnur mjög gott starf, en hæpið er að ætla henni að ákveða birtingu nafna án þess að hún hafi fastar reglur til að fara eftir. Enn frá- leitara er að ætla dagblöðunum að meta hverju sinni, hvort birta eigi nöfn. Það er tillaga Alþýðublaðsins, að þetta mál verði tekið til íhugunar á æðstu stöðum og reynt er víðfrægt fyrir gæði Það fæst nú í flestum verzlunum á íslandi og er afgreitt í heildsölu frá Áfengisverzlun ríkisins. ao de olotme Köinarvatnið frá 4711 í Köln að setja um það fastar reglur, svo að þjóðin viti afdráttarlaust, hvers vegna nöfn sumra afbrota- manna eru birt, en önrmr ekki. Ensk fataeíni Nýkomið fallegt úrval af vönduðum enskum fataefnum. \ Mikil verðlækkun vegna tollalækkana. OPINBERIR STARFSMENN fengru nýlega gífurlegar kauphækk anir, ekki þó allir, aðeins þeir hclztu, láglaunamcnnirnir hafa fengið minnst. Það á að borga vel fyrir „sérþekkingu", ekki fyrir „Iægri“ verkin. Væri ekki bezt að I'eggja þau störf alveg niður, af nema alla dyraverði, alla ræst- ingamenn, aöstoðarmcnn og þar fram eftir götunum? „Sérfræðing- arnir“, hinir lærðu, gætu tekið þau störf að sér í eftirvinnu, þaö er aö segja ef þeir kunna þá að ræsta gólf og ganga, að skrúfa peru í lampa, aö gera viö, það sem aflaga fer. BILH) M3LLI ÞEIRRA, sem taka laun fyrir vinnu sína, er að breikka til mikilla muna. Það var ekki að því stefnt. Það var stefnt í þveröfuga átt. Það var alltaf mið að að því, að þeir, sem lagt höfðu á sig langt og erfitt nám, skyldu njóta þess að náminu loknu. En það var ekki ætlast til þess, að sá i ,,lærði“ fengi fjörutíu prósent ■ kauphækkun, en sá „ólærði“ um leið fimm prósent. BÆNDUR SITJA á stórfundi í Ilöyinni. Vitanlega gera þeir kröf ur í samræmi við umhverfl sitt. Sal'arkynnin eru glæsileg. Höllin hefu'r kostað á annað' hund raö milljónir — og er enn alls ekki lokið. Nú veröur að framlengja gjaldið frá bændunum, sem síðan er Iagt á landbúnaðarvörurnar svo að hægt verði að reka Höllina, standa undir vöxtunum hver svo sem tekur að sér að greiða afborg anirnar. KRÖFUR BÆNDANNA eru sannarlega ekki neinar Dagsbrún- arverkamannakröfur. Þeir heimta nú 30-40% hækkun afurðaverðs. Þeir miða vitanlega við opinbera starfsmenn. Það munu fleiri gera. — „Þessi fékk þetta, ég verð að fá þetta.‘, þannig eru rökin fyrir aukningu verðbólgunnar — og þannig hafa þau alltaf verið. En þetta endar ekki nema á einn veg. Það er ekki vinsælt að segja þetta Það er eins og óboðinn gestur ryðjist inm í glæsipartí á hæðinni og hrópi, að það sé kviknað í kjall aranum. ÞAÐ ER ELDUR í KJALLAR- ANUM, en dansað og drukkið á hæðinni. Það nær ekki nokkurri átt að loka augunum fyrir þessu. — Ég sá einu sinni kunnan mann sitjandi undir réttarvegg drukk- inn. Hann reif sundur peninga- seðla og henti frá sér. Ég horfði á þetta þrumu lostinn. ■ I VH) SITJUM VID að tæta í sundur verðmætin. — Sérfræðing ur minn í æðri fjármálum, hann er ekki einn af leiðtogunum, en dugnaðarvargur samt, sagði viS Framhald á 12. síðu. 2 6. sept: 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.