Alþýðublaðið - 06.09.1963, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.09.1963, Qupperneq 4
PÉTUR PÉTURSSON, FORSTJÓRI INNKAUPASTOFNUNAR RÍKISINS Innkaupastofnun ríkisins hefur aukið starf- semi sína verulega á síðustu árum og þar með spaifað ríki og sveitarfélögum stórfé. Var velta stofnunarinnar árið 1959 alls 12,3 milljónir, en komst í fyrra upp í 84,5 milljónir og var í júlílok þetta ár komin upp í 84 milljónir. Pétur Péturs- son, forstjóri Innkaupastofnunarinnar, flutti er- indi um starfsemina á nýafstöðnu bingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga, og birtir Alþýðublaðið hér meginhluta þess erindis, þar sem Pétur gerir grein fyrir eðli opinberrar innkaupastarfsemi og segir nokkuð frá þeirri reynslu, sem fengizt hefur hér á landi síðustu ár. ÞAÐ eru eldd nema 20-30 ár síðan innkaupavandamál kom- usí alvarlega á dagskrá bæði í Norður-Ameríku og Evrópu. Á þessum tímum sérhæfingar á öllum sviðum var auðvitað, að sérhæft fólk á sviði inn- kaupa yrði einnig til. Stór iðn- aðarfyrirtæki fundu fljótt, eft- ir að sjálfvirkni véla kom til sögunnar, að hagkvæm inn- kaup eru undirstaða reksturs- ins ásamt góðu skipulagi. Ein- stök ríki og stærri borgir, — einkum í Bandaríkjunum og Kanada, hafa á undanförnum árum eflt og endurskipulagt innkaupastarfsemi sína. Grund vallarorsökin fyrir þessari starfsemi þar er, að sameigin- leg innkaup geri mögulegt að nýta samkeppni seljenda til hins ítrasta, t. d. með útboðs- fyrirkomulagi, þar sem allir hæfir bjóðendur koma til greina, og svo hitt, að á þenn- an hátt sé hægt að' sérþjálfa fólk, sem hefur engin önnur verkefni að hugsa um og getur einbeitt sér að því einu, að gera hagkvæm innkaup. Hér á landi hefur fram á síðustu ár inukaupastarfsemi opinberra aðila, ríkisstofnana, bæjarstofnana og sveitafélaga verið g.jörsamlega cskipulögð. Hver aðili hefur gert sín inn- kaup sjálfur, aúðvitað eftir beztu getu og oft fengið þau hagkvæmustu kjör, sem hægt var að fá, en stundum líka keypt samkvæmt venju, sem hafði sKapazt, eða af handa- hófi, sem cðlilegt er. Stundum hafa menn, sem eru í allt öðr- um aðalstörfum, innkaupin sem eins konar viðbótarstarf, sem þeir verða að inna af hendi og þá er Iiætt viö að mörg krónan fjúki, sem von- legt er. Þetta er skipulagsleysi á hæsta stigi. A siðustu fimm árum eða svo hefur þó orðið talsverð breyting á. Reykjavíkurborg hefur endurskipulagt innkaupa stefnu sína myndarlega, og er það áreiðanlega orðin mjög vel skipulögð stofnun undir öruggri forustu Valgarðs Briem með fnllum stuðningi borgar- stjóra. — Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar hefur einn- ig með útboð á verkum og verkaskiptingu að gera, sem eðlilegt er, því auðvitað er þar um innkaup að ræða. Eg veit, að Reykjavíkurborg hef- ur sparað margar krónur fyr- ir íbúa sína með þessari starf- semi. Innkaupastofnun ríkisins er líka verið að endurskipuleggja, svo að hún. þjóni því hlutverki, sem henni er ætlað. Hér er um mikið verkefni að ræða, sem hlýtur að taka nokkur ár. — Stofnanir ríkisins eru marg- ar og skilja misjafnlega vel þýðingu sameiginlegra inn- kaupa. Sumar hafa lengi haft tiltekinn innkaupahátt og vilja ógjarnan breyta til. Sumar telja jgfnvel, að hér sé um aukakostnað að ræða, en að því kem ég síðar. Loks er mikið af framkvæmdum, sem gerðar eru á vegum bæjar- eða sveita félaga, en ríkið greiðir hluta af, strax eða síðar, svo sem allir þekkja. Má þar nefna hafnarframkvæmdir, skóla- byggingar, félagsheimili o. fl. Er því ljóst, að það er gífur- legt verkcfni að skipuleggja öll þessi innkaup; en að það verði gert, er ekki aðeins hags munamál ríkisins, lieldur oft og tíðum sveitafélaganna líka, enda fara hagsmunir beggja saman í fjölmörgum tilfellum. AÐ SPARA FÉ GJALD- ENDA. Höfuðatriðið á fyrsta stigi er. að allir hlutaðeigendnr skilji fyllilega hvert hluíverk- ið er, sem sé, að spara krónur gjaldendanna, að kaupa vörur og þjónustu á hagstæðasta verði, sem hægt er að fá, af þeim gæðum, sem tiltekin eru, eftir útboðum, sem gefa öllum hæfum bjóðendum jafna mögu leika til að selja. Þessi starf- seini á auðvitað ekkert skylt við neins konar þjóðnýtingu, eins og sumir virðast halda. Þetta er þjónustustarfsemi við stofnanir ríkisins og við syeita félög að vissu marki. í þessu sambandi langar mig til að minnast á ummæli, sem Þórar- inn skólastjóri Þórarinsson á Eiðum viðhafði í bréfi til Inn- kaupastofnunar rikisins um sl. áramót: Þórarinn segir: „Þá þakka ég alla fyrir- greiðslu á árinu, sem hefur verið ómetanleg og vart hugsanlegt að sjá um bygg- ingu stórhýsis svo langt út á landi og fjarri höfuðstaðn- um, ef ekki nytl við stofn- unar eins og Innkaupastofn- unar ríkisins.” Sá, sem svona skrifar, skilur tilgang starfseminnar. Pétur Pétursson. Eg vil þá víkja að starfsemi Innkaupastofnunar rikisins eins og hún er nú, framtíðar- áformum og loks mun ég ræða nokkuð um það, hvort hugsan- legt sé, að bæjar- og sveitar- félng geti notfært sér betur starfsemina. Innkaupastofnun ríkisins er rekin samkvæmt lögum nr. 72 frá 5. júní 1947. Ný reglugerð var sctt um stofnunina 22.. septembcr 1959. Þar segir svo í 4. grein: ,,Innkaupastofnunin annast innkaup fyrir allar stofnanir, sem reknar eru fyrir reikning ríkissjógs að öllu eða einhverju leyti, eða hafa með höndnm sérstakar framkvæmdir sem kostaðar eru eða styrktar ver»lega af ríkissjóði. Ber stofnunum þessum að láta Inn- kaupastofnunina annast inn- kaup sín. Ráðherra getnr þó heimilað undanþágur, enda liggi fyrir umsögn forstjóra Innkaupastofnunarinnar. Ákvæði þessi taka þó ekki til innkaupa, sem einkasölum ríkisins eru falin samkvæmt lögum.” Samkvæmt þessu er það laga leg skylda allra ríkisstofnana og þeirra aðila, sem hafa með höndnm framkvæmdir á veg- um ríkisins, að fela Innkaupa- stofnuninni að annast um inn- kaup fyrir sig, og stofnuninni ber að annast þá fyrirgrelðslu. Hins vegar hef ég ekki talið bað he'llavænlega aðferð, að beita lagaákvæðum til þess að koma á hinum sameiginlegu innkaunum. Eg hef talið far- sælla að leitast við að ná sam- vinnu við stofnauirnar og reyna að láta forstöðumennina sjálfa finna, að þessi þjónusta sé hagkvæm fyrir stofnanir\ þeirra. Þetta er að vísu seinleg aðferð, en hún gerir samstarf- ið ánægjulegra og miklu traustara. Hér er um opinbera starfsemi að ræða, og þar af leiðandi eru öll skjöl og papp- írar til sýnis, bæði fyrir kaup- endur og seljendur að svo miklu leyti, sem það kemur við þeirra málum. Ef nokkur opinber starfsemi þarf að fara fram fyrir opnum tjöldum, þá eru það vissulega innkaup á vörum og þjónustu. Nóg er tortryggnin samt í garð þeirra, sem fást við opinber mál. Eins og ég nefndi áðan, er starfsemin fyrst og fremst hjón”sta við aðrar stofnanir. í stað þess að hver stofnun hafi sérstaka innkaupadcild, sameinast þær allar á^einum stað. í stað margra inn- kaunaaðila er einn innkaupaað- ili. í stað tiltölulega lítils vöru magns fyrir hverja stofnun, verður vörumagnið mikið og seljendur þar af leiðandi á- hugasamari. Sem dæmi má nefna, að þeg- ar asfalt var boðið út fyrir rík- ið, Reykjavíkurborg og nokkra bæi sameiginlega, lækkaði verðið strax um 15% eingöngu vegna aukinnar samkeppni á alþjóðamarkaði, af því að magn iö var umtalsvert. íslenzkir umboðsmenn töpuðu engu af sínum umboðslaunum. Þetta er beinn gróði í lækkuðu erlendu inukaupsverði. HRAÐVAXANDI UM- SETNING. Umsetning Innkaupastofnun- ar' ríkisins hefur aukizt vcru- lega á síðustu árum. Árið 1959 var. umsetningin 12,3 milljón- ir, 1960 44 milljónir, 1961 55 milljónir, 1962 84,5 milljónir og í júlílok í ár 84 milljónir. Má segja, að þetta sé þróun í rétta átt, en samt er ég sannfærður um, að stofnnnin annast ekki enn nema 30-40% af heildarinnkanpum ríkisins. Eg er hins vegar bjartsýnn á, að nú séu að verða þáttaskil og að framvegis verði það tal- ið sjálfsagt, að Innliaupastoín- unin annist öll viðskipti á veg- um ríkisins. Stofnunin hefur vegna auk- innar umsetnjngar getað lækk- að þóknun sina verulega. Af Iangmestu magninu eru tekin 1-2% af heildarverðmæti vör- unnar. Á sumar smásendingar eru hins vegar tekin 3%, þeg- ar um er að ræða pantanir f.vrir nokkur hundruð krónur. Tilkostnaður er oft í aðalatrið- um svipaður, hvort sem pönt- un er lítil eða stór. Stofnunin á samkvæmt lögum að taka þóknun, sem nægir fyrir til- kostnaði. Með aukinni um- setningu er hægt að lækka þóknunina, því tilkostnaður eykst auðvitað ekkl svipað eins mikið og aukin umsetning. — Pantanafjöldinn er mjög mik- ill og vaxandi. Það er eitt af verkefnum okkar, að reyna að minnka skriffinnsku við hverja pöntun. Vinna við hverja pönt- un er auðvitað minni hjá okk- ur heldur en vera mundi hjá hverri stofnun fyrir sig. Það er hægt að sameina margt, sem annars væri gert af mörg- um aðilum. í Innkaupastofnuninni er haldin gjaldskrá yfir seljendur einstakra vörutegunda, bæði innlenda umboðsmenn og er- Iendar verksmiðjur, sem ekki hafa sér umboðsmenn. Allir hafa Ieyfi .til að komast á þessa spjaldskrá, sem teljast hæfir bjóðendur og hafa um- boð fyrir þekktar verksmiðjur. Þegar ákveðið er að kaupa ein- hverja vörutegund, er teknisk lýsing og útboðsgögn send út eftir spjaldskránni, opnnnar- tími ákveðinn og bjóðendmn boðið að vera viðstöddum. Þá liggja fyrir í stofnuninni á aðgengilegan hátt upplýsing- ar um verð og gæði ótal vöru- tegunda. Ætti að vera mikils virði fyrir innkaupaaðila, hvort sem er ríkisstofnun cða sveitar félag, að hafa slíkar upplýs- ingar á einum stað, heldur en að þurfa að fara á milli margra hugsanlegra seljenda. Á því leikur enginn vafi, að útboðs- fyrirkomulagið býður mesta mögulcika til að fá hagstætt verð tiltekinnar vöru. Oft er þó ekki hægt að koma útboð- um við, og þá tökum við upp samninga við seljandann. Gef- ur auga leið, að við stöndum þar betur að vígi með fyrir- liggjandi upplýsingar um heimsmarkað vörunnar o. fl., heldur en cinstakur innkaupa- aðili getur gert. Þriðja atriðið og það, sem sízt má gleyma, er verðmætis- athugun (value-analysis), þ. e. að meta bæði tæknilega og á Framhald á 13. síðu. 4 6. sept. 1963 — ALÞÝÖUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.