Alþýðublaðið - 06.09.1963, Page 7

Alþýðublaðið - 06.09.1963, Page 7
BANDARÍSKUM PIPAR- SVEINUM FJÖLGAR ÖRT SIFELLT fleiri bandarískir karl menn „pipra“, þ.e. velja sér hlut- skipti ungkarlsins. Er það álit sér fræðinga, að sú muni þróunin enn um hríð. Árið 1960 var fimmti hver bandariskur karlmaður ó- kvæntur, alls 18 milljónir. Áður en næsta ár er á enda runnið er talið, að þessi tala verði orðin 20 milljónir. Árið 197.5 álíta fróð- Vansköpuð börn THALIDOMIDHARMSAGAN í Evrópu hefur nú vakið athygli japanskra lækna og í því sam- bandi hafa þar í landi farið fram víðtækar rannsóknir á því, hverj ar ástæður geti yfirleitt leitt til þess að börn fæðist vansköpuð. Hafa vísindamennirnir komizt að mörgum og merkilegum niðurstöð um í þessu efni. Japönsku læknarnir vekja á því athygli, að vansköpun sé alls ekki „tilviljun“ ein í samfélagi nútím ans. Mæðurnar lifa nú á dögum undir- mikilli andlegri pressu og margar þeirra neyta margvíslegra deyfilyfja og nautnameðala. Hversu mörg vanþroska börn fæðast árlega í Japan? Ennþá hef ur það að vísu ekki verið rannsak að nákvæmlega en læknar telja það um 2%. Dr. Kazuo Baba, góð- kunnur læknir í Tókíó, hefur haft með 15.000 tilfelli vanþroskaðra barna að gera, — þar af 0,1% með ytri líkamsgalla en hinn hlut ann með galla á innri líffærum, svo sem í heila, hjarta. o. sv. frv. Hvað svo sem hver segir, verð ur ekki lengur gengið fram hjá þeirri staðreynd, að því er jap- önsku læknarnir segja, að fjöldi vanskapaðra barna fer vaxandi. Og hverju er það að kenna? 10 % stafar af erfðagöllum, hitt af ytri aðstæðum, segja vísindamenn irnir. Dr. Yukata Moriyana frá Sjúkra húsi Háskólans í Tókíó hefur skip að ástæðunum fyrir vansköpun í eftirtalda 5 flokka: 1. RÖNTGEN. — Margt bendir til þess að röntgen meðferð geti valdið vansköpun barna. Ber flest um læknum saman um það, að ljósameðferð geti haft illar afleið ingar fyrir barnshafandi konur, a. m.k. fyrstu vikur meðgöngutim- ans. Afleiðingar geislanna geta komið fram í of litlum heila, of stuttuin handleggjum og fótum og fleiru. Af 30 þunguðum könum, sem urðu fyrir geislavirkni í Nagasaki árið 1945 eignuðust 13 eðlileg böm, 7 barnanna fæddust andvana og þau, sem eftir voru fæddust vansköpuð. 2. LYF. — Tilraunir á dýrum hafa sýnt og sannað, að lyf eins og antibiotika, kinin, nikótín, krabbameinsmeðöl, o. fl. geta vald ið vansköpun. Fjöldi vanskapaðra barna er talinn munu vaxa með aukinni notkun þessara lyfja. 3. HORMÓNAGJAFIR. — Kon ur, sem hafa fengið of stóra skammta af córtison eignast oft vansköpuð börn. Kona, sem hafðl fengið of stóran skammt af pro- gesteron, eignaðist barn, sem var hermafrodit (viðrini). 4. TOXOPLASMOSI. — Sníkjudýr, sem lifir í hundum og köttum veldur oft vansköpun, þeg- ar það flýkt yfir í mannslíkama. Toxoplasmosi hefur fyrst og fremst skemmandi áhrif á tauga- kerfið. Vírussjúkdómar eins og til dæmis rauðir hundar geta haft sömu skaðvænu áhrifin. 5. SPENNA. — Ástralskur læknir, hefur um tíu ára skeið reynt að koma fólki í skilning um, að móðir, sem verður fyrir and.- legu áfalli á meðgöngutímanum, eða lifir í mikilli taugaspennu, eigi á hættu að fæða vanskapað barn. í Japan hefur þessi kenning verið reynd með tilraunadýrum. Þar voru kvendýr látin búa við mik- inn hávaða á meðgöngutímanum og það kom í ljós, þegar afkvæmin fæddust að þau voru stórlega van- sköpuð. Á læknaráðstefnu í Osaka á þessu ári ræddu japanskir læknar um tvö tilfelli, þar sem börn fæddust með samvaxna fingur. Mæðurnar höfðu ekki fengið thali domid. Loks komst það upp að á heimilum beggja mæðranna höfðu verið örðugleikar á meðan mæð- „SLEEPING PARTNERS“ kallar Enskurinn þessa sér- kennilegu ljósmynd, sem væri tilvalin uppistaða í lista verk. Tumi, fjögurra ára, og Kátur, sjö vikna, hafa efnt til sameiginfegrar ferðar inn í draumheima. I>eir una sér vel hlið við hlið jafnt í svefni sem vöku. KUNNUR argentínskur stjórn- málamaður Luis Miguel hefur skorað lækni nokkurn, Lopez að nafni, á hólm fyrir meiðandi um- mæli í sinn garð. Læknirínn ráð- lagði öllum þeim sjúklingum sín- um_ er þjáðust af svefnleysi, að hlusta á ræður Luis Miguel. Kvað æknirinn þær óbrigðult svefnmeð al og þessu reiddist Miguel að von jm. urnar gengu með börnin. Til þess ara félagslegu orsaka átti vansköp un barnanna rætur að rekja. „Það er hræðilegt áfall fyrir foreldra að fá að vita að barnið þeirra muni sennilega fæðast van- skapað“, segir dr. Suruga læknir í Tókíó. „En í guðanna bænum látið ekki hugfallast. Læknavísind I in eru svo háþróuð, að það er hægt að koma í veg fyrir margvíslega vansköpun, aðeins ef læknishjólp ar er leitað í tíma.“ Síðastliðið sumar skar Suruga upp barn á fyrsta mánuði. Það hafði meðfæddan hjartagallá og vóg við aðgerðina aðeins 2.800 grömm. Samt sem áður heppnað- ist uppskurðurinn og barnið er nú að öllu leyti heilbrigt eins og önn ur böm. Nú er komið á daginn, að orsak ir til vansköpunar barna eru í flest um tilfellum geislun eða óæskileg lyfjaneyzla. —- „Þess vegna skyldu þessar mæður fara algjörlega að læknisráði á meðan á meðgöngu- tíma stendur" segir Suruga. „Annars kann að fára illa.“ Grín eða hvað? í BANDARÍSKUM blöðum er æ oftar stungið upp á Lauris Nor- stad fyrrverandi hershöfðingja NATO sem næsta forsetaefni bandarískra repúblikana. Margir eru orðnir leiðir á togstreitunni milli Rockefellers og Goldwaters og vilja ,,smúla“ Lauris þar á milli. Þegar hefur verið komið á fót hreyfingu með kjörorðinu „Laur- is for President“ og einnig hafa verið gerð spjöld í líkingu við gömlu „I like Ike“ spjöldin. Á nýju spjöldunum stendur „I love Lauris“. , ir menn, að bandarískir pipar- sveinar verði orðnir 24 milljónir. Fyrra hámarki náði fjöldi bandarískra piparsveina árið 1940. þá voru þeir 19,3 milljónir. Eftir stríðið varð meira um hjónabönd og þá fækkaði piparsveinunum að sama skapi. Árið 1952 voru þeir aðeins 15,4 milljónir. Frá því 1952 hefur svo banda- rískum piparsveinum fjölgað jafnt og þétt. Það er einkum Alaska, sem talið er griðland piparsvein anna og þangað renna ungu stúlk. urnar hýru auga. Þar eru 421 karl maður á móti 100 ógiftum stúlk- HIROHITO Japanskeisari segir, að það valdi sér miklum áhyggj- um að hann hafi ekki unnið ær- legt handtak síðustu sextíu árin. Japanskeisari er nú sextíu og tveggja ára gamall og menn velta því fyrir sér hvað á daga hans hafi. tírifið fyrstu tvö árin. BLÖKKUMANNARITHÖF- UNDURINN James Baldwin er nd mjög umtalaður í Bandaríkjunum fyrir síðuStu bók sína, skáldsög- una Another country. Bók hans þykir mjög athyglis- verð og spá blöðin þessum unga blökkumanni miklum frama sem rithöfundi. * TÓLF gerðir hárvatna eru mest notaðar í Þýzkalandi um þessar mundir. Við rannsókn á þeim, sem efnt var til að tilhlutan neytenda samtakanna, reyndist a.m.k. eitt þeirra mjög skaðlegt. Reyndist þriðjungur þess klóróform, sem er hættulegt heilsu fólks. Hin ellefu fengu meðmæli en voru talin of dýr. Föstudagur 6. september 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréltir 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16,30 Veð- m-fregnir. ________ Tónl. — 17.00 Fréttir. — Endurt. tónlistarefni). 18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 Efst á baugi (Björgvin Guðmundsson og Tómas Karlsson). 20.30 Monique Haas leikur á píanó perlúdíur eftir Debussy. 20.50 Erindi: Um innflutning platna og fræöflun (Hákon Bjarnason skógræktarst j óri). 21.10 Frá tónlistarhátíðinni í Schwetzingen í maí s. L: Divertimento- fyrir strengjasveit, eftir Josef Starzer. — Kammerhljómsveit- •jn í Miinchen leikur. Stjórnandi: Hans Stadlmair. 21.30 Útvarpssagan: „Herfjötur“ eítir Dagmar Edquis; X. (Guðjón Guðjónsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Dularilmur" eftir Kelley Ross; XII. (Halldóra Gunnarsdóttir). 22.30 Menn og músik: X. þáttur. Mendelssohn. (Ólafur Ragnar Grímsson). 23.15 Dagskrárlok. HIN SlÐAN ALÞÝÐUBLAOIÐ — 6. sept 1963 'J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.