Alþýðublaðið - 06.09.1963, Síða 15

Alþýðublaðið - 06.09.1963, Síða 15
þess undursamlega lífs, sem skurðlækningarnar hafa beint honum að. Skiljið þér, hvað ég er að fara? Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja. Ég var rétt að því komin að segja, að gagnstætt við kæru leysislegan og hálfvolgan stuðn ing yfirhjúkrunarkonunnar var þarna kominn maður með hug- sjónir, að vísu furðulegar næst um ævintýralegar, en hvílíkur eldmóður hvílík ákveðni var í svip hans og orðum: Ég fékk skyndilega löngun til að hjálpa honum til að draumar hans rætt ust, að standa við hllð hans í þessari ævintýralegu herferð. Ég kinkaði kolli án þess að geta mælt orð frá vörum, — hann fór ofan af borðinu og sneri sér að næstu bókahillu. Þér verðið að þagga niður í mér, ef að ég gleymi mér, sagði hann ákveðið. Ég óttast, að ég kunni að tala til eilífðar, ef ég fæ einhvern til að hlusta á mig. En mig langar til að þér vitið, að ég hef einlægan áhuga á starfi yðar og ég mun ekki unna mér nokkurrar hvíldar fyrr en við höfum komið hér upp glæsi legra bókasafni en nokkurn dreymir um í dag. Ég tók eftir því á göngu minni um deildir sjúkrahússins, að hvergi hanga neinar myndir á veggjunum. Mörg sjúkrahús eru í sambandi við myndasöfn — hvers vegna ekki Redstones? Rauði Krossinn hefur á sínum vegum dágott myndasafn, þar sem unnt er að fá lánaðar myndir til ákveðins tíma. ' Þessum myndum má skipta á milli deildanna og breyta síðan um eftir vild þar til fengnar eru nýjar myndir en þessum skilað. Gætuð þér ekki komið upp myndasafni í sam- bandi við bókasafnið? Ég verð að minnast á þetta við yfir- hjúkrunarkonuna, — ef þér fall- izt á það. Vitið þér, — hann veitti mér ekkert tækifæri til að láta í ljósi álit mitt, — að ég hafði sjúklinga á fátækraspítala í Lundúnum ekki alls fyrir löngu. Iíún var eins og skugg- inn af sjálfri sér af barneighum, striti og óendanlegu stríði við fátækt og eymd. Þegar hún kom var hún svo illa farinn, að við. gerðum okklir litlar vonir um að geta bjargað hcnni. Við lögð um hana inn og vikum saman lá hún rúmföst og tjöld voru dreg in fyrir hvíluna nótt sem dag. Einhver sjúkrunarlcona, — ég vissi aldrei hver, — fékk þá liugmynd að taka eina mynd- ina af deildinni og hengja hana upp á tjaldið fyrir framan augu konunnar Yfirhjúkrunarkonunni var ekki um þetta tiltæki,--auð vitað var ekki kveðið á um neitt slíkt í reglum sjúkrahússins, en sem betur fer lét hún þetta líða um dal og hól. Konan lá þarna viku eftir viku og virtist ekk- ert af því vita, sem gerðist í kringum hana. Myndin var eftir Constable, — þér þekkið það kannski, — aðeins falleg frið- sæl sumarmynd einhvers staðar utan úr sveit, — akrarnir græn- ir,- himinninn blár með hvítum skýjahnoðrum, — eintómur frið ur og sæla. Ég hresstist smátt og smátt og þér megið trúa því, að okkur létti. Yfirhjúkrunarkonan var yfir sig hrifin af árangrin- um og þegar konan átti að fara heim baðst hún leyfis að fá að tala við yfirhjúkrunarkonuna. Yf irhjúkrunarkonan bjóst við þakk læti og því um líku, — hún vissi því ekki, hvaðan á sig stóð veðr ið, þegar konan sagði blátt á- fram: Ég varð að láta mér batna til þess að gá að því, hvort að það væri til slíkur friður í heim- inum. Ég hafði aldrei neina trú á því, að ég væri þama sjálf, en allan þann tíma, sem ég lá rúmföst, allan tímann fannst mér eins og ég væri úti á ólg- andi hafi alein á aumum fleka __ en aldrei missti ég samt sjón ar af myndinni, frú, — og ég lét aldrei af að áminna sjálfa mig: Milly litla, — sagði ég, — einhvers staðar er strönd, þar sem er friður og ró. Þú verður bara að sjá það sjálf, — og gef- ast ekki upp. Og ég gafst ekki upp, yfirhjúkrunarkona. Nú stendur ekki á öðru en ég fari og sjái þetta með eigin augum. — Og gerði hún það? Yfirhjúkrunarkonan fór með vesalings konuna út á land í henn ar eigin bíl, sagði hann hægt. Hún var mesta merkiskona. Hún sagði, að vesalings konan hafi grátið höfgum tárum, þegar hún steig út úr bílnum og starði á landslag, sem líktist þvf, sem myndin sýndi. Getið þér trúað því, sagði hún við yfirhjúkrun- arkonuna, að þetta hefur alltaf verið hérna, án þess að ég hefði hugmynd um! Þetta er næstum þvi eins fallegt og myndin, finnst yður það ekki? Einhver barði að dyrum og hjúkrunarkona kom í gættina. Hún roðnaði eilítið, þegar hún sá lækninn. Yfirhjúkrunarkonan bað mig HtWWWOMMMWMWWIWMIW að finna yður, herra, sagði hún feimnislega. Hún bíður eftir yð- ur í kvikmyndasalnum. Hann leit til mín með skelmis svip á andlitinu: — Þama sjáið þér, sagði hann. Þér verðið, að halda aftur af mér! — Svona fer alltaf, ef ég kemst á stað. Allt í lagi, hjúkrunarkona. Ég kem strax. Þér vísið veginn. Ég er ennþá ókunnugur hérna. Nú .... þegar hann var far- inn andaði ég djúpt eins og ég væri að koma inn úr stormi. Hann er auðvitað viti sínu fjær, hugsaði ég með mér, en hann er vingjarnlegur og fullur af eld- móði hins áhugasama manns. Hann er af allt öðru sauðahúsi en þeir læknar, sem hingað til hafa lagt leið sína á Redstones. Auðvitað mundi starf mitt marg faldast, ef yfirhjúkrunarkonan tæki tillögur hans til greina, — en það yrði gaman að vinna með slíkum hugsjónamanni! Án þess að gera mér á nokk um hátt Ijóst, hvað fyrir mér vakti, stóð ég á fætur og gekk að litla speglinum, sem ég hafði komið fyrir í horninu, þar sem ofurlítið bil var á milli hillna Ég stóð þarna og starði gagnrýn in á spegilmynd mína og lék mér að því að reyna að sjá sjálfa mig sömu augum og herra Masters. Mér flaug í hug, að það hefði verið gaman, ef mér hefði gefizt tóm til að púðra á mér nefið og renna greiðu í gegnum hárið á mér; ég strauk hendinni yfir úfinn kollinn án sérstakrar hrifn ingar. Ég var því fegin, að yfir- hjúkrunarkonan hafði ráðið mér til að klæðast fjólubláum slopp í vinnunni svo að ég líktist hjúkr unarkonunum, — en ljósfjólu- blátt fer reglulega vel við dökk brúnt hár og húðlit minn. Þessi litur er miskunnsamur við vesa linga eins og mig, sem hafa rauð leitan blæ á hárinu og hættir til að fá freknur. En fjölskyldan hef ur reyndar aldrei viljað fallast á, að ég hefði kastaníubrúnt hár, — koparrautt og gulrótalitur“, — það eru orðin, sem þau nota. Pabbi sagði, að ég hlyti að sækja þetta til lauga-langa-ömmu, því að allt frá hennar dögum hefði' enginn orðið rauðhærður í ætt- inni. Ég hef aldrei komizt að neinni niðurstöðu í því efni hvers vegna þessi ósköp þurftu endilega að dynja á mér. Ég hef aðeins erft eitt af mörgum fögr um einkennum móður minnar, — það er blágræni augnaliturinn, sem ég held, að sjaldan fylgi rauðu hári. Augnahárin eru ekki skollituð, — sem betur fer heldur kaffibrún. Enginn gæti látið sér detta í hug að kalla mig fallega, — ekki einu sinni snotra, en Peter segir: Þú ert indæl, elskan. — Þannig var persónan, sem Master læknir hréif með eldmóði sínum, því í sannleika sagt var ég frá mér numin af hrifnlngu. Þegar ég fór heim um kvöldið var enn slagveður, svo að ég var fegnari en frá megi segja, að sjá bíldrusluna hans Peters fyrir ut an hliðið. Ég var líka dauðfegin að sjá framan í heittelskað and- lit hans, því að ég var uppgefin eftir erfiði dagsins og ég fremur féll en settist í sætið við hlið hans. Við horfðum bara hvort á annað um -stund, — elsku Peter svo hár og grannur eilíflega eins og að vaxa upp úr öllum sínum fötum og í þörf fyrir að fá sér ný, — Peter með grófan dökk an hárlubbann, risavaxnar hend- ur og fætur og drengjalegt bros, — ó, hvað ég elskaði hann. Að hlaupa á móti Peter var eins og að hlaupa heim eftir langan erfiðan skóladag. Hvað svo sem námið var skemmtilegt og kenn arinn elskulegur var tilhugsunin um það að hitta Peter við hlið- ið, það, sem lýsti upp tilveru mína. Halló, skvísa!, — sagði hann blíðlega. — Ertu með? — Þegar þú ert búinn að kyssa mig, sagði ég glaðlega og við hölluðum okkur hvort að öðru og kysstumst. Á leiðinni nið ur hæðina skýrði ég honum frá öllum atburðum dagsins frá nýja lækninum og hugsjónum hans, — frá öllu. Ég dró ekkert undan — orðin streymdu frá vörum mér eins og óstöðvandi árstraum ur, þótt ég vissi, að Peter mundi vinza úr það, sem honum sýnd- ist, — hitt færi inn um annað eyrað og út um hitt. Ég kærði mig kollótta. Hann komst ekki að fyrr en við vorum komin niður í þorpið. Hann stöðvaði bílinn því að við áttum skammt eftir heim og við kveiktum okkur í sígarettum. Hann sagði mér allt, sem gerzt hafði á bílaverkstæð- inu, þar sem hann vann. Það var ágætur staður, og Peter hafði í lengri tíma gert sér vonir um, að yfirmaður hans mundi inn- an tíðar bjóða honum að ganga irm í fyrirtækið. Peter elskar bíla eins og sumir elska hross. Hann gælir við bíla eins og menn gæla við gæðinga, og þegar hann hand leikur nýtt dekk er eins og hann strjúki ástmey sinni yfir hárið. Ég man, að hann sagði, að það hefði verið mikið að gera þenn an dag og það hefði verið komið inn með nýjan Bentley til við- gerðar. En þetta var ekki það, sem ég ætlaði að segja þér, Shirley, sagði hann skyndilega og kastaði sígarettunni út um gluggann. — Ég er með dálítið óvenjulegt á prjónunum. Manstu eftir þess- um Johnny fiðluleikara, sem þú varst að tala um fyrir nokkrum vikum? — Hvað nú, sagði ég hlæjandi. Auðvitað man ég eftir honum. Hvers vegna spyrðu? Segðu mér nú ekki að hann hafi komið á öíla verkstæðið í dag? Bíddu við, — það kom þangað náungi frá Messengers, — þú. veizt þessum stað í Thornley, þar sem seldir eru leikhúsmiðar og því um líkt. Jæja, hann sagði John Phipps, svo að ég heyrði, að allt væri upppantað fyrsta kvöldið, — en svo sagði hann, — en ef þú, John getur gert við bílinn minn í snatri slcal ég láta þig hafa tvo miða, sem verið var að skila. Hvað segðirðu um það? Hann brosti ánægður og teygði úr fótunum eins og framast var unnt í þessum litla bíl. Þú. veizt, hvernig John er. Hann spurði, hvað í ósköpunum hann ætti að gera við aðgöngumiða á tónleika. Láttu þá koma, ef þú vilt, sagði hann við náungann. Ég finn einhvern, sem vill fara, — það er ég viss um. Ég skal gera við bílinn þinn á meðan þú sækir þá, — hafðu engar áhyggj úr. — Nú, og hvað svo? —;jÉg. vissi ekki, hvað hann var að fara, — eða réttara sagt, — þorði ekki að koma með neinar getgátur. Pétur tók í hendina á mér. spurði hann. Mér fannst hjartað an á tónleikana á inorgun? _____ — Ef ég ’fæ þessa miða, Shir- ley, — eigum við þá að fara sam ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. sept. 1363 J.5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.