Vísir - 14.08.1972, Side 5

Vísir - 14.08.1972, Side 5
Visir Mánudagur 14. ágúst 1972' í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLOND UMSJÓN: HAUKUR HELGASON Time segir: Nixon œtlar nú að fórna Thieu — fyrir samninga — tillaga um tvœr stjórnir í S-Víetnam Nixon ætlar að leggja fram víðtækar tillögur um Vietnam, sem gerir „ Norður-Víetnömum mögulegt að losna við Thieu forseta Suður--. Víetnam," segir tímaritið Time i gær. Timaritið segir, að enn sé leyndarmál hvað farið hafi á milli Henry Kissingers og aðal- samningamanns N-Vietnama, Le Duc Tho, er Kissinger fór með leynd til Parisar fyrir skömmu. „Þetta er eins konar daður”, var þó haft eftir einum embættis- manni Nixons. Time segir, að ,,N-Vietnamar hafi sýnt nægilegan áhuga á vopnahléi og málamiðlun”, til þess að bandarisk stjórnvöld hafi farið að leita viðtækari grund- vallar málamiðlunar, sem gefi N- Vietnömum vonir um að koma Thieu frá i framtiðinni. N-Vietnamar setji það skilyrði fyrir samningum, að Thieu verði vikið. Bandarikjamenn séu hins vegar að leita formúlu, sem geri þeim kleift að fara frá Vietnam með her sinn, en láti stjórnir i Hanoi og Saigon um að finna stjórnmálalega lausn. Banda- rikjamenn vilji ekki „vinna skit- verkin fyrir Norður-Vietnama” en gefa þeim þó vonir um að geta unnið „skitverkin" segir i Time. Timaritið segir, að siðustu til- lögur Bandarikjamanna gangi út á, að tvær rikisstjórnir verði i Suður-Vietnam og hafi önnur yfirráð yfir svæðum, sem and- kommúnistar halda nú, en hin væri yfir svæðum, er kommún- istar ráða. Hin siðarnefnda yrði þá kommúnistastjórn, en slikt ástand yrði til bráðabirgða og gert ráð fyrir samningum milli þessara stjórna. Ennfremur yrði hernaðarað- stoð Bandarikjanna við stjórn Suður-Vie t n am eingöngu „varnarvopn”, sem mundi i reyndinni neyða Thieu forseta til að segja af sér, að sögn timarits- ins. Hermdarverkum IRA hefur fœkkað mjög — síðan Bretar tóku virki þeirra — en óttast nýja öldu Mikiö hefur dregið úr hermdarverkum á Noröur- irlandi, siðan brezki herinn tók virki skæruliða fyrir tveimur vikum, að sögn brezka hersins. Talsmaður hersins segir, að tölur fyrir þessar tvær vikur sýni að sprengingum hafi fækkað um helming og skotárásum um þrjá fjórðu hluta. Herinn hefur einnig fundið mikið magn riffla og skamm- byssa, mörg þúsund skot og 13 þúsund pund af sprengjuefni, eft- ir að hann tók virki IRA i London- derry og Belfast. „Vegna meira svigrúms, sem herinn hefur,” sagði talsmaöur- inn,” var einn af foringjum IRA handtekinn i gær. Terence Clarke, sem hafði farið huldu höfði, var handtekinn i rómversk- kaþólsku hverfi i Belfast. Clarke, 21, árs, á að koma fyrir rétt i dag, og verður hann ákærð- ur fyrir að hafa brotizt út úr fang- elsi i fyrra, en þá komust margir IRA-menn undan. IRA hótar að myrða for- ystumenn jafnaðarmanna. Hermenn segjast hafa hæft leyniskyttu i bardögum i Belfast. Eélagar hans drógu manninn brott, eftir að hann féll, að sögn hersins. Þrátt fyrir minni athafnir IRA að undanförnu óttast herinn, að hreyfing muni gangast fyrir „sprengjuhrið” tilað spilla fyrir fundi stjórnmálaflokka um framtið Norður-Irlands. Lögreglan telur, að IRA muni ekki sitja auðum höndum, þegar ráðstefna flokkanna verður, sem William Whitelaw ráðherra hefur boðað 25.-27. september. Forystumenn kaþólks-sinnaða jafnaðarmannaflokksins stað- festa, að þeim hafi verið hótað illu. IRA hóti að myrða þá og „kenna mótmælendum um morð- in”, er sagt. IRA mislikar, að flokkurinn hefurrætt við Whitelaw ráðherra. Tímanna tókn Kinkennandi fyrir limann cru vandamál þcirra lugþúsunda, scm l'erðast „á þumal- fingrinum". Margt þarf á sig að lcggja til að fá vinátlu ökumanna, cins og þcssi stúlka gcrir, þcgar luín málar á l'ótlcgginn „nice”, „vingjarnlcgur”. Þeir gerast nú gamlir í Hanoi Norður-Vietnam er algerlega undir stjórn fárra gamalla kommdnista, sem hafa helgað sig „frelsisstriði” til að sameina Vietnam, segja bandariskir em- bættismcnn. Duan, 65 ára formaður kommúnistaflokksins siðan 19(i0, er sagöur vera aöalpersón- an i samvirkri forystu kommún- istaflokksins og frumkvöðull innrásarinnar i Suður-Vietnam. (iögn. sem safnað hefur verið Le Duan, höfuðpaurinn. um breytingar á stefnu stjórnarinnar i Hanoi, gefa til kynna, að breytingarnar hafi verið á sviði aöferöa fremur en að gefizt hafi vcrið upp við til- raunir til sigurs i Suður — Vietnam. Kissinger sagði i júni, að endurskoðun væri á döfinni i Hanoi, en ekki hefur það komið l'rani i viðræðunum i Paris að minnsta kosti ekki opinberlega. Niu menn æðsta ráösins i Norður-Vietnam eru sagöir vcra atvinnuflokksmenn sföan upp úr 1930, þegar aðalmark- miðið var að reka Frakka úr landinu. Meðalaldur þeirra er sem næst 02 ár. Engir nýir menn liafa komiö i æðsta ráðið siðan 1900, en um það leyti var breytt stefnunni og bardagar hófust að inarki i Suður-Vietnam. Le Duan liefur orðið aðalleið- toginn, siðan Ho Chi Minh iézt árið 1909. Hann hefur hvergi nærri sömu yfirburði og Ho yfir félaga sina. Aðrir þekktir foringjar eru Nguyen Giap, 00 ára hermála- ráðherrann sem varð heims- frægur fyrir sigurinn yfir Frökkum, og Le Duc Tho, 02ja ára, samningamaður i Paris. Verra en í Þýzkalandi í stríðslok ## Nefndarmenn alþjóðlegrar nefndar lýsa afleiðingum loftórósanna í N-Víetnam Tyeir Frakkar i alþjóð- legri rannsóknarnefnd, sem hefur verið i Norður- Víetnam, segja, að enginn vafi sé á, að Bandaríkja- menn séu visvitandi að sprengja áveitukerfi landsins. I nefndinni er meðal annars Ramsey C’lark, fyrrum dóms- málaráðherra Bandrikjanna. „Mér kom persónulega á óvart, hve viðtækar visindalegar sann- anir við gátum fundið um málið”, segir Yves Lacoste, samkvæmt AP-frétt. „.Aðeins litill hluti, kannski um tiu af hundraði, af þessum sprengingum geta verið af tilvilj- un”, segir hann. Margir mikil- va'gustu staðir i áveitukerfinu hefðu orðið fyrir sprengjum. Bandaríkjastjórn segir, að þaö sé einungis tilviljun, ef sprengjur hadi áveitukerfi, flóðgarða og slikt. Oft hafi Noröur-Vietnamar hernaðarmannvirki á eða i grennd flóðgarða, og þvi komi fyrir, að sprengjur hæfi þá. Danskur þingmaður, Frode •Jacobsen, segir i sjónvarpsvið- tali, að loftárásir Bandarikja- manna á Norður-Vietnam séu „alger ógn”. „Það sem ég sá i Norður-Vietnam”, segir hann, „er verra en þaö, sem ég sá i Þýzkalandi árið 1945”. Jakobsen er þingmaður jafn* aðarmannaflokksins. Hann kom til Danmerkur i gær eftir ferð um , N-Vietnam með alþjóðlegu nefnd- inni. Jakobsen segir, að stjórn Bandarikjanna hafi ekki aðeins „þagað heldur sagt ósatt um loft- árásirnar á áveitukerfi N-Viet- nam”. Hann kveðst hafa séð af- leiðingar 50 sprengja, sem féllu „kerfisbundið” á einni milu áveituskurða og flóðgarða. Rotterdam: Stríð gegn tyrkn- eskum verkamönnum Þrjátiu manns, þar af 10 tyrkneskir verkamenn, hafa veriö handteknir i Rotterdam eftir götubar- daga milli tyrkneskra verkamanna og ungra Hollendinga. Til margra götubardaga kom i fyrri viku, eftir að ibúar verka- mannabúða höfðu kvartað yfir ágengni verkamanna frá Tyrk- landi. Reiðir Rotterdambúar réð- ust siðan inn i ibúðir Tyrkja og köstuðu húsgögnum út á götu. Lögreglan horfði á en aðhafðist ekkert „vegna manneklu”, að sögn. Rúmlega tvö hundruð Tyrkir, karlar, konur og börn, fóru i gær kröfugöngu til aðalræðismanns Tyrklands. Hann ráðlagði fólkinu að fara friðsamlega til skála sinna og treysta á hollenzku lög- regluna. Hins vegar mættu hópar, sem lögreglan kallar „unga bófa”, Tyrkjum á heimleiðinni og réðust á þá með bareflum og grjótkasti. Lögreglan skarst nú i leikinn. Æskumenn þessir réðust þá á lögreglu, en hún hafði betur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.