Vísir - 14.08.1972, Side 8

Vísir - 14.08.1972, Side 8
8 Visir Mánudagur 14. ágúst 1972 ! t! t IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK 2 Kennarastöður eru lausar til umsóknar: 1. Aðalkennslugrein: Efnafræði 2. ” Bókfærsla Æskilegar aukakennslugreinar: Reikningur og enska. Umsóknir um stöðurnar sendist til Menntamálaráðuneytisins eða Iðnskólans i Reykjavik sem allra fyrst. — Umsóknar- eyðublöð fást á ofangreindum stöðum. Skólastjóri. Frá vöggu til grafar Fallegar skreytingar Blómvendir I miklu úrvali. Daglega ný blóm Mikið úrval af nýjum vörum. — Gjórið svo vel að lita inn. Sendum um allan bæ GLÆSIBÆ, simi 23523. Hœttulegur leikur Það var eftirvænting á bryggj- unni, þegar Akraborgin lagði að i Reykjavik eftir hádegið á laugardaginn, en þá biðu knatt- spyrnuunnendur þess að komast upp á Akranes til að horfa á Fram leika þar við heimamenn. Okkur fannst þó fullmikil fifldirfska þessara ungu manna, sem stukku út í skipið áður en það hafði lagzt að. I óðagotinu gat óhapp gerzt, og erfitt hefði reynzt að koma i veg fyrir slys, þvi skipið var að leggjast upp að bakkanum með öllum sinum þunga. Nýtt millilandaskip Nýtt skip hefur bætzt i milli- landaflota Islendinga ,,Vestri”, 299 brúttólesta skip frá Fredriks- havn, aðeins 7 ára gamalt. ,,Það eru skip af þessari stærð, sem okkur hefur helzt skort, þvi að þau henta miklu betur til þess að sækja litla farma á smá- hafnirnar”, sagði eigandinn, Jón Franklin, þegar blaðamaður Visis hitti hann um borð i Vestra um helgina. Jón Franklin hefur undanfarið gert út annað skip, ,,Suðri”, einnig til millilandasiglinga. Vestri, sem i Fredrikshavn bar nafnið „Bella Trix”, lestar um 550 tonna farm og mun á næstunni sigla með fiskimjöl til Englands. Gert er ráð fyrir, að honum sigli 7 manna áhöfn, en skipstjóri verður Valsteinn Guðjónsson. — GP Sprengisandur vinsæll Liklega hafa þúsundir manna haldið norður eða norðan eftir Sprengisandi i sumar. Úr Bárðardal koma þær frettir að umferð um sandinn hafi verið mikil. Og nú hefur Noðurleið auglýst áætlunarferðir þessa leið, sem er mjög skemmtileg og óvenjuleg. Þá á umferðin eftir að vaxa enn að mun. Tímanna tákn ,,Sá sem fékk lánað tafliðmitt fyrir einu ári, er vinsamlegast beðinn að skila þvi strax”. Þannig auglýsir hinn kunni skiðakappi Birgir Guðlaugsson i Sigfirðingi á dögunum. Það er timanna tákn þetta meö taflið. Allir sitja yfir skák i fritimanum, sama hvort sólin skin i heiði, eða rigning og súld grúfir yfir. Myndin, sem þessu fylgir var tekin á menningar- legasta útimóti verzlunar- mannahelgarinnar, mótinu i Galtalækjarskógi. Þar var taflið tekið fram eins og annars staðar. HÚSGAGHAVERZLUN 6U9MUNDAR 6UDMUNDSS0NAR Þetta vinsœla sófasett hefur verið uppselt — en er nú fóanlegt aftur C0MM0DA (Hið þægilega) Sótasettið. sem hannað er í samræmi við kröfur dagsins í dag. Formfagurt og sérstaklega pægilegt. Eina sófasettið á markaðinum, sem hefur tvo púða i baki. - COMMODA (Hið þægilega) hefur nýstárlega lausn'á slitflötum: Það er hægt að snúa þeim öllum, svo að þeir endast helmingi lengur, sem er einkar hentugt með armstykkin C0MM0DA (Hið þægilega) er aðeins til sölu á einum stað. - Greiðist á tveimur árum. SKEIFAN15 SIMI82898 Komið og skoðið það er fleira að sió

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.