Vísir - 14.08.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 14.08.1972, Blaðsíða 11
Landsliðsvörnin keflvíska réð ekki við landsliðsframlínuna — og Vestmannaeyingar unnu sinn stœrsta sigur í sumar á laugardaginn 6-1 í Eyjum Kristján Sigurgeirsson (nr. 6) skoraöi fyrsta mark IBV. Landsliðsframlina Vest- mannaeyja lék landsliðs- vörn Keflvikinga grátt i 1. deildarleiknum í Eyjum á laugardaginn og áður en yfir lauk hafði ÍBV skorað sex mörk gegn einu marki iBK og unnið sinn stærsta sigur á sumrinu, auk þess sem úrslitin voru nokkur sárabót fyrirtapið í úrslita- leik islandsmótsins sl. haust. Vestmannaeyingar hófu leikinn af miklum krafti, en Keflvikingar tóku djarflega á móti i fyrstu, en virtust svo dofna, þegar Kristján Sigurgeirsson skoraði á áttundu min. fyrsta mark tBV — gott mark eftir skalla frá Haraldi Júliussyni. tBK fékk tækifæri til að jafna á 14.min, þegar Karl Hermanns- son skaut framhjá, og siðan fékk liðið tvö horn, sém ekkert varð úr. En Vestmannaeyingar voru i ham. A 24. min. gaf Ásgeir Sigur- vinsson fyrir og örn Óskarsson skallaði fallega i mark — og á sömu min. skoraði Tómas Páls- son eftir skalla frá Erni, en Guðjóni Finnbogasyni, dómara, fannst eitthvað athugavert við markið og dæmdi það af. En Tómas lét ekki biða lengi eftir þriðja markinu og á 28 min. lék hann upp völlinn, framhjá Guðna Kjartanssyni og spyrnti á markið frá vitateig. Knötturinn lenti i bláhorninu vinstra megin, óverjandi. 3-0. Vestmannaeyingar sóttu stanz- laust og i eitt sinn — eða á 31 min. reyndi Grétar Magnússon að verjast á þann hátt að senda háan bolta frá vitateig að eigin marki, en Þorsteinn Ólafsson fraus i markinu og boltinn datt i markið. Á 34. min skoraði Ásgeir fimmta mark fBV —■ lék glæsi- legan einleik framhjá Einari Gunnarssyni og Guðna — og átti siðan hörkuskot á mark. Þorsteinn sleikti boltann með fingurgómunum en tókst ekki að verja. Þrátt fyrir, að hann fékk mörg mörk á sig átti hann oft mjög góðar tilraunir til varnar og varöi vel. Eftir þessi ósköp fyrir Kefl- vikinga sóttu þeir nokkuð um tima — en þetta var ekki þeirra dagur, og þeir skutu annað hvort framhjá eða varnarmenn IBV, sem unnu mun betur saman en áður i sumar, hreinsuðu frá. Þó hefði Hörður Ragnarsson átt að geta lagað stöðuna aðeins á 40. min.. þegar hann uppgötvaði að hann stóð einn og óvaldaður með boltann rétt innan vitateigs — þó með bakið i markið, snéri sér við, og skaut vel á markið, en Arsæli Sveinssyni tókst að verja. Eftir hlé kom Friðrik Ragnars- son inn á hjá Keflvikingum i stað Steinars Jóhannssonar, og virtist mönnum furðulegt, að Friðrik skyldi ekki íeika allan leikinn, þvi hann reyndist fjörugasti íeik- maður tBK i siðari hálfleik. Keflvíkingar gerðu örvæntingarfullar tilraunir til að jafna eitthvað metin framan af hálfleiknum, en uppskeran var engin og svo á 20 min. með enn einu þrumuskoti sjötta mark tBV — knötturinn lenti i slá og inn, Loks á 25. min. tókst Kefí- vikingum að finna leiðina i mark tBV. Þar var Friðrik að verki eftir varnarmistök tBV. Loka- kafla leiksins voru Vestmanna- eyingar ákveðnari, en fleiri urðu ekki mörkin. Keflvikingar voru frekar daufir i þessum leik og réð vörn liðsins ekkert við hina ungu og fljótu framlinumenn tBV. Samstaða tBV-liðsins hefur sennilega aldrei verið meiri i sumar, sérstaklega hjá vörninni, en miðjumenn liðsins voru lakastir. Beztu menn liðsins voru Örn, Tómas og Ásgeir, sem áttu allir glæsilegan leik, Ólafur Friðfinnsson og Arsæll i markinu. Hjá IBK voru Hörður og Friðrik Ragnarssynir beztir, og Þorsteinn i markinu, þrátt fyrir nokkuð mörg mörk. Ólafur Júliusson átti góða spretti, en hvarf svo alveg á milli, en Jón Ólafur komst vel frá leiknum i heild. Dómari var Guðjón Finnboga- son frá 'Akranesi og dæmdi nokkuö vel og veður var gott, sólskin i fyrri hálfleik en smá kaldi af austri. GS Ólafsvíkur- Víkingarnir í úrslit! Ungmennafélagið Vikingur i ólafsvik er komið i úrsiit i 3. (Icildarkeppninni — i fyrsta skipti, sem félagið tekur þátt i dcildakeppninni. Á laugardaginn léku Ólafsvik- ur-Vikingarnir við Strandamenn i Ólafsvik og sigruðu með 5-1 og tryggðu sér þar meö sigur i B- riðli 3. deildar. Mörk þeirra skor- uðu Atli Alexanderson tvö, Guð- mundur Gunnarsson tvö, og Frið- áll'ur Karlsson eitt. Leikurinn var lieldur stórkallalegur, en Óli Ol- sen dæmdi vel. IR bikarmeistari í frjálsum íþróttum í fyrsta sinn IR varö bikarmeistari i fyrsta sinn i Bikarkeppni FRi, sem að visu er ekki lokiö enn því stangarstökk- inu var frestaö vegna veð- urs. Endanleg úrslit uröu þessi: ÍR 131 stig UMSK H2 sfig KR 106 stig Ármann 100 stig HSK 80 stig KR vann þessa keppni fyrstu fimm skiptin, en í fyrra vann Ungmennasam- band Kjalarnesþings, sem aö mestu leyti er skipaö Kopavogsfólki og nokkrum Garöhreppingum. Og nú sigrar ÍR i fyrsta sinn, og það með glæsibrag. Tómas Pálsson, á miðri mynd, lék framhjá Karli og Guðna og skoraði þriðja mark ÍBV. Ljósmynd Guðm. Sigfússon. stöng og 3-2 kom á markatöfluna. En -Akurnesingum tókst ekki að jafna, þrátt fyrir sæmilegar til- raunir, og i lokin munaði sáralitlu að Elmar bætti við marki fyrir Fram. Hann lék einn upp frá miðju — brauzt inn i vitateiginn, en Hörður hirti knöttinn af tám hans. Já, Framliðið er gott lið á is- lenzkan mælikvarða, leikmenn eins og Ásgeir, Elmar og Mar- teinn eru ekki á hverju strái, og sennil. verðskuldar það nú Is- landsmeistaratitilinn öðrum lið- um fremur. Þaðer okkar jafnasta lið — ekki veikur hlekkur. Karl- mannlegar voru viðureignir Mar- teins og Teits i þessum leik og gekk á ýmsu milli þessara skemmtilegu leikmanna. Teitur varbeztur Skagamanna, Eyleifur góður meðan hann var heill, Karl leikinn og duglegur i meira lagi — og Jón Alfreðsson og Þröstur voru sterkir. Sem sagt allt annað Skagalið, en lék i Reykjavik ‘fyrr i vikunni. Magnús Pétursson dæmdi leik- inn mjög roggsamlega — ekkert smáatriði fór framhjá honum — en vissulega notaði hann flautuna of mikið. Góður dómari þarf ekki aö leika neitt aðalhlutverk. Til þess eru leikmenn. — hsim. steel power heildsala - smása/a HELLESENS RAFHLÖÐUR .’Z\vz r£'3*2 rz ■%r i>2 2rz-*x- 4.■£ RAFT/EKJADEILD HAFNARSTRÆTI 2 • REYKJAVIK • SIMI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.