Vísir - 14.08.1972, Page 14
Dœma
4 leiki!
tslenzkir dómarar munu
dæma fjóra lciki i Evrópu-
keppni i haust — i þessum
fjóruin leikjum veröur is-
lenzkt dómaratrió. Leikirnir
eru Tottenham-Lyn i London
i U EKA-bikarkeppninni.
Ilvidövre, Kaupmannahöfn-
HIK. Finnlandi i Kaup-
mannahöfn. og irska liöiö
Cork gegn annaö hvort Kýp-
ur-liði eöa tyrkncsku. islend-
ingarnir dæma báöa leiki
C'ork, sem háöir veröa á ir-
landi.
Það var enginn olympíu-
svipur ó Bikarkeppninni
^ — og árangurinn
yfirleitt frekar
slakur
Visir Mánudagur 14. ágúst 1972
Þau minna sannarlega
ekki hið minnsta á
Olympiuleikana, sem
framundan eru „afrekin" á
bikarkeppni Frjálsíþrótta-
sambandsins um helgina.
Árangur varð afskaplega
rýr á flestum sviðum og
góöa veðrið á laugardag-
inn virtist jafnvel ekki
megna að breyta neinu þar
um.
Kannski vakti það mesta at-
hyglina að Jón Þ. Ólafsson sem
flestir héldu heillum horfinn
mætti þarna og vippaði sér yfir 2
metra eins og að drekka vatn.
Þar með færði hann ÍR-liðinu
verðmæt stig, sem áttu sinn þátt i
að vinna að yfirburðasigri ÍR,
sem varð Bikarmeistari i frjáls-
um iþróttum i ár.
,,Þetta er hægt”, sagði Jón eftir
keppnina, ,,mæta æfingalaus og
stökkva 2 metra, það sama og
maður gerði i fullri æfingu mót
eftir mót. Þaö er enginn vafi á að
aðstaðan er allt önnur i hástökk-
inu eftir að malbikið var lagt”.
Margir gamlir kappar aðrir
voru drifnir fram i dagsljósið til
að safna stigum, en ekki náðu
þeir þó að sýna neitt á borð við
Jón Þ., sem eflaust hefði veriö
nálægt OL-lágmarki, eða hefði
e.t.v. náð þvi, ef hann hefði byrj-
að æfingar strax i vor.
En við töluðum um Olympiu-
leika, — það er þvi ekki úr vegi að
lita nánar á árangur Olympiufar-
anna fjögurra, sem unnu sigra i 8
greinum i mótinu.
Bjarni Stefánsson vann 200
metrana á 22,3 sek og 100 metr-
ana i bullandi meðvindi á 10,6 i
hörkukeppni við Sigurð Jónsson,
sem hljóp á 10,7 sek. Þá var
Bjarni i sveit KR, sem vann 1000
metra boðhlaupið 4.í>2'.0.4.5, og
4x100 metrunum sem KR vann á
43.5 sek.
Þorsteinn Þorsteinsson átti
keppinaut i 800 metrunum þar
sem Ágúst Ásgeirsson var. Þor-
steinn sigraði þó örugglega á
1.53.1, Agúst hljóp á 1.55.6 og er
mjög vaxandi hlaupari, sem hlýt-
ur að setja markið á næstu
Olympiuleika. Þorsteinn var
einnig sigurvegari i 1500 metrun-
um. ’en timinn var svipaður hinu
slæma veðri, 4.16.8 min. Þor-
steinn hljóp með KR-sveitinni i
1000 metra boðhlaupinu.
Erlendur Valdimarsson tók
þátt i þrem kastgreinum og vann i
öllum. Kúlunni varpaði hann
15.45, en Guðmundur Hermanns-
son var i röðum áhorfenda. ,,Vit-
anlega er ég sár yfir að komast
ekki með til MUnchen" sagði
Guðmundur, sem undanfarin ár
hefur æft allt að 5 sinnum i viku til
að ná sem beztum árangri, en
kannski hefði verið betra að
keppa að fararstjóraembætti?
Þar eru þó mun færri um hvern
farmiða. Sleggjunni kastaði Er-
lendur svo 56.12 metra og i rokinu
i gær sveif kringlan 56.92.
Þá er það loks fjórði OL-farinn i
frjálsum, Lára Sveinsdóttir, sem
sigraöi i hástökkinu á aðeins 1.55
m stökki. — en hvað geröist svo
þegar hún reyndi við 1.60 metra?
Hún hljópþrivegis undir rána og
gerði ógilt. Slikt má ekki henda i
MUnchen, þvi þessi hæð ætti ekki
áð þurfa að hræða Láru. 1 lang-
stökkinu vann Lára á 5.44, en
Hafdis Ingimarsdóttir stökk 5,33.
1 100 m grindahlaupi sigraði Lára
á 15.2 sek.
Sem sagt. alls ekki glæsilegur
árangur okkar beztu manna.
Kannski vakti það mestar vonir,
þegar spjótið flaug úr hendi
Eliasar Sveinssonar i 62.62. Þar
vantaði þó enn 4.38 metra til að
bæta nær aldarfjórðungs gamalt
met Jóels Sigurðssonar. Stefán
Jóhannsson kastaði 59.40. Þessir
ungu menn ættu nú að taka sig til
og æfa spjótkast eingöngu með
það i huga að komast yfir 70
metra strikið.
í langstökkinu var sentimetra-
strið i algleymingi, og Ólafur
Guðmundsson varð að sjá Friðrik
Þór sigra með 6,99, en stökk sjálf-
ur 6.98 metra. Friðrik vann svo
þristökkið með 14.63 metra
stökki. Helgi Hauksson stökk
14.09, en meðvindur var mikill,
svo mikill að stangarstökks-
keppni varð að fresta um sinn.
Lengri hlaupin voru hlaupin á
hinu alkunna islenzka „Maraþon-
tempói”. — Halldór Guðbjörns-
son vann i 3000 metrunum á 9.17.4
og Ágúst Ásgeirsson vann 5 kiló-
metrana á 16.41.8 á ægimiklum
endaspretti siðustu 3-400 metr-
ana, — virtist eiga nóg eftir. Ein-
hvern tima veröa langhlauparar
að fara að hlaupa upp á góðan
tima, ekki fáfengileg gullverð-
laun, sem eru jafnvel ekki úr
gulli? Loks er að geta 110 metra
grindahlaupsins, sem Borgþór
Magnússon vann á 15.2 sek i með-
vindi.
Ingunn Einarsdóttir vann svo
spretthlaupin hjá konunum, 100
metrana á 12,7, sek, og 200
metrana á 26,3 sek. Sigrún
Sveinsdóttir veitti henni
skemmtilega keppni i báðum
hlaupunum, hljóp á 12.8 og 26.5.
Hinsvegar tókst Sigrúnu að sigra
Ingunni i 400 metrunum á 61.0,
hálfri sek. betri tima en hjá
Ingunni.
Spjótkast vann Arndis Björns-
dóttir með yfirburðum, kastaði
37.73, Gunnþórunn Geirsdóttir
vann kúluvarpið með 9.95 metr-
um, kringlukastið Kristjana Guð-
mundsdóttir með 30.62 m. Ár-
mannsveit vann 4x100 metra boð-
hlaupið. — JBP —
„Fljótasti maður heims", Valery
Borsov, Sovétrikjunum, er kom-
inn til Munchen og þar hefur fólk
þyrpzt að honum til að fá eigin-
handaráritun.
Appeal Tannkrem
-er rautt
Tannkrem og munnskolun samtímis.
Appeal Tanrvkrem
Colgate-Appeal - nýtt fluor-tannkrem, sem gerir tennurnar
hvitar og hressir um leið allan munninn með nýju móti.
Rautt og gegnsætt.
Tannkrem af alveg nýrri gerð - hreinsar munninn, einnig
þar sem burstinn nær ekki til.
Bragðið?
Ferskt og hressandi, svo að unun er að vera nálægt þeim,
sem nota Colgate-Appeal að staöaldri.
Colgate-Appeal treystir vináttuböndin.
Colgate-Appeal. Tannkrem og munnskolun samtímis.
Sigurlið ÍRi bikarkeppninni. Ljósmynd BB.