Vísir


Vísir - 26.08.1972, Qupperneq 2

Vísir - 26.08.1972, Qupperneq 2
2 Visir Laugardagur 26. ágúst 1972 TÍSB SPIB: Finnst yöur rétt aö Land- helgisgæzlan bæti hval- veiðiskipunum við varð- skipaflotann þegar þorska- striðið hefst’, Svanborg Pórmundsdóttir, hús- móðir: Ég hef svo litið hugsað út i þessi mál. Jú er ekki sjálfsagt að allir hjálpi til og þvi ekki að bæta nokkrum skipum við varöskipin. Páll Kristjánsson, verkamaður: Já. Mér finnst alveg sjálfsagt að sýna eins mikla vörn og mögulegt er . Sólrún Jónsdóttir, nemandi: Já, já. Ætli við verðum ekki að reyna að verja okkur eins og hægt er. Arni Sverrisson.nemandi: Ja, ég veit það nú eiginlega ekki. Það má kannski reyna það af þvi að það eru byssur á hvalbátunum, Við verðum minnsta kosti að gera eitthvað. Guðjón Klemenzson, læknir: Þaö er vel athugandi Annars er um að gera að láta togarana aldrei hafa frið, þá gefast Bretar upp að lokum. Tryggvi Björnsson, bóndi: Ég veit ekki. Ætli það sé ekki til- gangslaust. Verðum við ekki bara aðreyna að fara samninga- leiðina og leysa málið þannig? Brúin yfir Hvalfjörð „Allt er reyndar enn á rann- sóknarstigi hvað viðvíkur brú- argerð og vcgarstæði i Hval- firðinum, en mjög liklega verður það vegaleiðin frá Kattarhöfða yfir á Þyrilsnes sem brúuð verður”, sagði Sig- l'ús örn Sigfússon, deildar- verkfræðingur, i viðtali við blaðið i morgun. „Annars er varla hægt að tala um brú i þessu tilfelli, brúin yröi ekki mikið stærri en sú sem er nú innst i hotninum yfir Botnsá. Ilitt yrðu allt uppfyllingar, og er nú verið aö vinna að könnun á þessum stað.” Mundi vegurinn þá tengj- ast liparítnámu Sementsverk- smiðjunnar, og yrði þetta 6 km stytting. Stytting kemur ekki til með að verða meiri, en gæti hugsanlega orðið styttri. En veriðer að kanna hve mikið af lausum lögum er i botninum, en framkvæmdirnar geta jafnvel haft i för með sér slæmar afleiöingar i sam- bandi við lax. Vegurinn yrði fyrst lagður út i Þyrilsey en frá höfðanum og þangað er einn kilómetri. Þó hefur ekki verið ákveöið hvort vegurinn muni lenda þar, hann gæti jafnvel lent fyrir innan. Yfir Brynjudalsvog yrði vegur gerður frá svonefndum Einbúa yfir i Múlafjall. Brú sem kæmi i sjálfum Botninum yrði að sjálfsögðu að vera nokkuð há, eða um 4 1/2-5 metrar yfir sjó. Þessar framkvæmdir yrðu mjög kostnaðarsamar, en ekki sagði Sigfús örn að hægt væri að segja nokkuð um það á þessu stigi málsins, þótt upp- hæö hafi auðvitað verið slegið fram. 4 menn vinna nú við boranir og rannsóknir á þessu svæði og 2 eftirlitsmenn eru þarna einnig staddir. Áætlun verður að vera tilbúin snemma á næsta ári að þvi er Sigfús örn sagði.en ekkert verður gert i sjálfum Botninum fyrr en árið 1974. Framkvæmdum við Brynjudalsveg yrði hins vegar að vera lokið sumrinu áður. — EA Könnun á áfengis- neyzlu unglinga ,,Ég er reglulega ánægð með það hvernig þessi könnun hefur gengið. Við sendum út 500 spurningalista til unglinga og höfum fengið tæp 78% aftur, sem má telja reglulega gott”, sagði Hildigunnur ólafsdóttir, afbrotafræðingur i viötali við blaðið, en Hildigunnur hefur gert könnun á áfengisvanda- máli unglinga og sendi hún út spurningalista til unglinga hér i Kcykjavik. Könnunin fór i gang i mai- mánuði siðastliðnum og voru þeir spurningalistar semkomu, allir komnir inn i júni. Könnunin er gerð á unglingum fæddum á árunum 1955-1958, og voru þeir valdir af handhófi eftir fæðing- arskrá. „Svörin á listinum virðast mjög góð og greinileg, og þau fengu sérstakt pláss þar sem gátu skrifað eigin athugasemd- ir, og það hafa þau notað sér vel", sagði Hildigunnur ennfremur. Með þessari könnun er verið að grennslast eftir áfengisneyzlu meöal unglinga, hve hún er útbreidd.og hvenær neyzlan virðist vera mest. Eru spurningar mjög persónulegar, að þvi er Hildigunnur sagði, en þær eru 60 á tölu. ,,Það tekur sinn tima að fá niðurstöður úr þessari könnun, en sá sem vinnur úr töflunum er Asmundur Jakobsson. Að sjálf- sögðu er ekki komin nein endan- leg lausn á áfengisvandamálinu með þessari könnun og hún er of litil til þess að hægtsé að segja með vissu iivað beri að gera.” —EA BEKKJARKERFIÐ FELLT NIÐUR í MH Menntaskólarnir hefjast óvenju snemma að þessu sinni . Menntaskólinn í Hamrahlíð verður settur annan september en Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Tjörnina byrja um miðjan september. Ekki er um lengingu á námstima að ræöa þar sem skólarnir munu hætta þeim mun fyrr á vorin. Menntaskólinn i Hamrahlið er aðtaka upp nýtt námsfyrirkomu- lag sem nefnist áfangakerfi og hefur það i för með sér, að hið hefðbundna bekkjarkerfi verður fellt niður. Guðmundur Arnlaugsson rekt- or sagði i viðtali i morgun, að áfangakerfið væri i raun og veru áframhald á valfrelsi þvi sem heföi rikt. Bekkjarkerfið verði lagt niður i fyrsta og öðrum bekk skólans en i stað þss verður námsefni skipt niöur i áfanga og lýkur nemandinn áföngum i eins mörgum greinum og honum er fært. Náminu lýkur, þegar viss- um fjölda áfanga er lokið. Sá sem ekki stenzt áfanga i einni grein fer i sama áfanga aftur Próf verða eftir hvern áfanga tvisvar á ári. Fjórði bekkur mun ljúka hinu hefðbundna stúdentsprófi i vor og hið sama mun gilda fyrir þriöja. Skólinn byrjar svo snemma til þess að hægt sé að skipta vetrin- um i tvær jafnlangar annir og jólafriið notist til að undirbua seinni önnina. Þegar þetta kerfi verður komið af stað mun skólanum ljúka snemma i mai. 1 hinum menntaskólunum er einnig veriö að jafna annirnar, en bekkjarfyrirkomulagið er þar enn sem komið er. — SB — Klippa á víra landhelgisbrjóta Arni Gislason úr San-gcrði hringdi: ..1 fréttum af landhelgismálinu að undanförnu hefur komið upp kvittur um það, að brezkir hyggist ganga þannig frá tog- urum sinum, að landhelgisgæzl- unni verði erfitt um uppgöngu á skip þeirra. Mér þykir rétt að vekja athygli landhelgisgæzlunnar okkar á þvi, að það er sko ekki nokkur nauö- syn á þvi að þvælast um borð i þessa kláfa. Það er til mjög einfalt ráð og aðferð til þess að klippa á togara- virana hjá þessum skipum, og til þess þurfa varðskipin ekki annað en sigla aftur fyrir landhelgis- brjótana — yfir virana. (Ég skal með ánægju útbúa fyrir þá klipp- urnar, ef þeir vilja) — Þeir þurfa aldrei að stiga um borð. Þetta yrði lika áreiðanlega áhrifarikasta meðalið, þvi að hver botnvarpa kostar þá varla minna en tvær milljónir króna, og tvær slikar klippingar mundu áreiðanlega duga til þess aö gera þá alveg afhuga öllu brölti hér á okkar miðum”. Við komum þessari hugmynd fyrir þig á framfæri Arni, en okkur minnir, aö þeir á Mariu Júliu á sinum tima hafi gripiö til hennar i þorskastriöinu ’58 Þeir voru með sióða i eftirdragi og drógu yfir togvirana hjá Bretunum, ef okkur minnir rétt, og fyrir vikið óttuðust brezku landhelgisbrjótarnir hana mest af öllum varðskipunum. HRINGIÐ [ SÍMA 86611 KL13-15

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.