Vísir - 26.08.1972, Page 7

Vísir - 26.08.1972, Page 7
Visir Laugardagur 26. ágúst 1972 7 Sænsku þjóðbúningarnir eru margir og fjölbreyttir, en i Svi- þjóð er algengt að fólk safni þjóðbúningum frá ýmsum héruðum, eins og sumir safna frimerkjum. Sænska smiðajárnið er mjög fallegt og vandað. Langflestar vörurnar á sýningunni eru með „gæðastimpli” sem þýðir að þær hafa verið reyndar af gæða- eftirliti og staðist allar kröfur. Hér fá börnin að spreyta sig á vefnaðinum Guðrún Baldvinsdóttir heitir þessi stúlka, sem er að byrja á renningnum, sem vonandi verður orðinn langur og fallegur þegar sýningunni Iýkur. Ingrid Arlenborg sýnir okkur hvernig Lappar vinna fallegustu hluti úr þunnum trjáberki. Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Sænskur heimilisiðnaður verður næstu tvær vikurnar kynntur tslendingum i Norræna húsinu og er það i fyrsta sinn sem slik sýning er haldin utan Sviþjóðar. Landssamband sænskra heimilisiðnaðarfélaga er geysilega vel skipulagt og afkastamikið, og framleiðir útflutningsvörur fyrir yfir 30 inillj. sænskra króna árlega. Innan þess eru um 50 félaga- samtök sem eru í senn hugsjónasamtök til eflingar og varðveizlu sænsks heimilis- iðnaðar, og vezlunarf . tæki sem njóta mikillar virðingar innan Sviþjóðar og utan. Það er Norræna húsið og Heimilisiðnaðarfélag tslands sem hefur boðið sænsku lands- samtökunum að halda sýninguna hér á landi Það leynir sér ekki, þegar gengið er um þessa sýningu, að sænskur heimilisiðnaður er mjög þróaður og innan hans hafa fjöldamargar listgreinar dafnað og náð mikilli fullkomnun. Nægir þar að nefna sænskan vefnað,_ útskurð, smiðajárnsvinnu og tágavinnu. Reynt er að leggja áherzlu á að halda einkennum hvers héraðs og viðhalda hinum fornu vinnu- brögðum. Auk þess er mikil nýsköpun i heimilisiðnaðinum og reynt er jafnframt þvi, sem gömlum handbrögðum er haldið, að koma með ný munstur og fyrir- myndir. Einkunnarorð sænsks heimilisiðnaðar er: Erfða- venja nýsköpun — gæði. Þessi sýning, sem hingað er komin, er sölusýning og eru allir hlutirnir til sölu, nema þjóð- búningarnir en þá er hægt að panta að utan. Ekki tókst forstöðukonum fyrir þessari sýningu að fá neina „tolla- ivilnun” á þessum vörum hér og eru þær með allt að 100% tollum. Ingrid Arlenborg, frkst. heimilisiðnaðarfélagsins i Gautaborg, hefur haft veg og vanda með uppsetningu sýningarinnar, og er ekki hægt að segja annað en að það hafi tekizt með mikilli prýði. erf ðavenja — nýsköpun—gœði Þessi fallegi hani og fjölskylda hans eru unnin úr björk i héraðinu Kaimar f Sviþjóð. Ljósm. A.M.) Sýningin er ákaflega smekkleg og falleg . Þarna er meðal annars hægt að sjá hvernig unnið er úr þunnum trjáberki i Lappalandi. Vefstóll er einnig fyrir börnin og fá þau að spreyta sig. Ingrid sagði i stuttu spjalli við blaðið að hugmyndin að þessari sýningu hefði kviknað er islenzkur heimilisiðnaður var sýndur i Gautaborg. „Nú ætlum við að reyna að hafa alltaf islenzkan heimilisiðnað til sölu i verzlun heim ilisiðnaðar- félagsins i Gautaborg, og siðan væntanlega viöar i Sviþjóð.” Islenzki heimilisiðnaðurinn er mjög fallegur, einkum ullar- vörurnar, sem ég held að tslendingar eigi að leggja sér- staka áherzlu á. „Gætu Islendingar ekki selt meira til útlanda af þessum vörum?” „Jú það gætu þeir áreiðan- lega, einkum af ullinni, sem virðist vera komin hvað lengst”. sagði Ingrid. Gerður Hjörleifsdóttir, hjá tslenzkum Heimilisiðnaði sagði blaðinu að tslendingar gætu margt lært af þessari sýningu. ■ „Fyrst og fremst sér maður af þessum vörum, að höfuð- áherzla er lögð á vandvirkni og handverkið er hafið til vegs og virðingar”. „Hvað getum við Islendingar gert til þess að ná sömu gæðum i okkar vörum?” „Sviar veita miklu meiri styrki til himilisiðnaðar en viö, en við þurfum fyrst og fremst að fá fleiri leiðbeinendur, sem geta ferðzt um landið og kynnt heimilisiðnað” sagði Gerður. Sýningin verður opnuð i dag og opin daglega frá 14.00 - 22.00 til 10. september.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.