Vísir - 25.09.1972, Qupperneq 2
2
Visir Mánudagur 25. september 1972.
vimsm:
Ætlið þér að sjóða slátur nú
i haust?
Agústa Wium, húsmóöir: Já.eins
og ég geri alltaf. Ég er nú búin að
sjóða slátur i 40 ár og aldrei fallið
úr eitt ár.
Stcinvör Sigurðardóttir, húsmóð-
ir: Já, eins og iðulega ætla ég að
sjóða slátur núna. Ég er búin að
gera það siðan ég fór að búa og
held þvi áfram eins lengi og ég
get.
Valdis Danielsdóttir, húsmóðir:
Ja, ég hugsa það. Ég hef oft soðið
slátur — býst við ég geri það núna
i haust.
Stcingerður Þorsteinsdóttir, hús-
móðir: Ég er nú hrædd um það.
Búin að gera það i fjöldamörg ár.
Ætli maður sjóði ekki svona 25
slátur núna.
Málfriöur Einarsdóttir, hús-
móðir: Já, já. Ég ætla að sjóða
slátur núna eins og ég hef gert
undanfarin 10 ár eöa svo.
Hólmfriður Þorsteinsdóttir, hús-
móðir: Nei. Ekki i Reykjavik.
Gerði það meðan ég bjó uppi i
sveit, en ekki nún'a eftir að ég
fluttist suður.
600 vélritaðar síður um efnahagsvandann:
Fjögurra milljarða viðskiptahalli
— Slœm staða ríkissjóðs —
Gjaldeyrisstaða betri en spáð
,, Viðskipta jöfnuður
verður ef til vill ekki
alveg jafn óhagstæður i
ár og spáð var, en þó má
gera ráð fyrir 4000-4500
milljón króna halla á
árinu. 1 fyrra var hallinn
um 4000 milljónir,”
sagði Jón Sigurðsson
hagfræðingur formaður
efnahagsnefndar rikis-
stjórnarinnar.
„Staða rikissjóðs gagnvart
Seðlabankanum, sem gefur
nokkuð góða hugmynd um þróun
mála, hefur verið mjög slæm.
Þess ber að gæta, að staðan er
breytileg eftir árstima, og mun
hún vafalaust eiga eftir að batna
nokkuð á siðasta ársfjórðungi,”
sagði Jón Sigurðsson. Hann
nefndi, að rikissjóður fær mestan
hluta tekna sinna i lok ársins, og
nú koma fram áhrif tilfærslu á
skatttekjum frá sveitarfélögum
til rikisins, og hækkun skatt-
greiðslna á siðari hluta ársins,
sem styrkir stöðuna miðað við
fyrri hluta ársins.
10% minnkun sjávar-
vöruframleiðslu
Jón sagði, að efnahagsmálin
væru mjög i deiglunni einmitt
þessa daga, þegar skera yrði úr
um vandamál sjávarútvegsins,
nýtt fiskverð verði ákveðið og
verðjöfnunarsjóði sett ný ákvæði
frá 1. október. Aflatregðan ylli, að
framleiðsla sjávarútvegs hefði
minnkað um 10% til ágústloka,
fyrir utan loðnu.
Innflutningur hefði hins vegar
ekki vaxið eins mikið og spáð
hefði verið. Gjaldeyrisstaðan
hefði versnað talsvert fyrstu
mánuði ársins, en siðan verið
stöðug, en þar skiptu lán mestu.
Þess vegna mundi gjaldeyris-
staðan sennilega ekki versna jafn
mikið og spáð hafði verið. Rýrnun
gjaldeyrisstöðunnar yrði hugsan-
Hvað kostuðu
Olympíuleikarnir
okkur?
R. Sigtryggsson simar:
„Þá eru ólympiufararnir
komnir heim aftur heilu og
höldnu og urðu allir þvi fegnir. Ég
ætla ekki að fjölyrða neitt um
frammistöðu þeirra þar. Hún
hefur sjálfsagt verið eins og búizt
var við fyrirfram. En það er
tvennt sem ég vil aðeins drepa á.
Hið fyrra er það, að um likt
leyti og leikarnir fóru fram var
einnig keppt á „heimsmeistara-
móti öldunga” þar sem okkar
ágæti kúluvarpari Guðmundur
Hermannsson sigraði með glæsi-
brag. Á þetta afrek hefur litið
verið minnzt i islenzkum fjöl
miðlum, þótt ekki hafi skort pláss
i þessu húsi skal vandinn leystur. Hús Framkvæmdastofnunar við Rauðarárstfg
lega 1000-1200 milljónum minni en
spár höfðu gert ráð fyrir snemma
á árinu.
Nefndin hefur safnað gögnum
um ástandiö i efnahagsmálum og
horfur, alls upp á 600 blöð. Nefnd-
inni er falið aö hafa samráð við
fulltrúa vinnumarkaðarins, og
hún hefur ritað Alþýðusambandi
tslands og Vinnuveitendasam-
þegar sagt var frá þvi, að íslend-
ingar hafi ekki orðið siðastir i
öllum greinum á Olympiu-
leikunum. Mér finnst Guð-
mundur eiga það fullkomlega
skilið að vakin sé meiri athygli á
sigri hans en ósigri annarra.
Hitt atriðið er kostnaðurinn við
þátttöku okkar i Olympiu-
leikunum. Þar sem þangað var
farið með almennum stuðningi
landsmanna og rikisins, finnst
mér ekki nema sjálfsagt að gerö
grein fyrir þvi opinberlega
hvað kostnaðurinn var mikill og
vona ég að það verði gert hið
fyrsta. Maður sér svo sem ekki
eftir þeim peningum sem ég og
mitt fólk spanderuðum i kaup á
happdrættismiðum, en það er
alltaf skemmtilegra að vita
bandi Islands og beðið þessi sam-
tök aö tilnefna fulltrúa til við
ræðna. Samtökin hafa enn ekki
gert það.
Fjárlagafrumvarp i
byrjun þings
Fjárlagafrum varp mun
væntanlega koma fram strax i
hvaða gagn happdrættismiða-
salan gerði.”
Ósanngjörn
innheimta
Bœjarsímans
Gamall simnotandi skrifar:
Hvers vegna er krafizt fullra
afnotagjalda af sima, sem lagður
er inn til geymslu hjá Bæjarsim-
anum i þvi tilfelli, að flutt er milli
húsa, og ennfremur tekið sérstakt
flútningsgjald, kr. 4.400,-.
Að krefjast fulls afnotagjalds af
sima, sem er i geymslu er auð-
vitað ósanngirni af hæstu gráðu,
og flutningsgjald að upphæð kr.
4.400,- fyrir sima hjá viðskipta-
upphafi þings nú, og drög að
framkvæmdaáætlun rfkisins
skömmu siðar. Af þessu væri
fengur við úrlausn efnahags-
vandamálanna. Jón kvaðst ekki
geta fullyrt, hvenær nefndin
skilaði niðurstöðum, en það
verður að minnsta kosti að vera
timanlega fyrir áramót.
—HH
manni, sem búinn er að vera sim-
notandi áratugum saman er
sömuleiðis okurgjald, sem þekk-
ist hvergi i neinu hinna v^strænu
rikja, sem við þekkjum til. Það
skal tekið fram, að þetta eru lög-
fest gjöld, en spurningin er
einungis um það hve óréttlát þau
eru og fjarri öllum venjulegum
viðskiptamáta.
Afsláttur mætti, að skaðlausu
fyrir Bæjarsimann, koma til af
öðru gjaldanna, flutningsgjaldinu
eða afnotagjaldi fyrir sima, sem
er lagður til geymslu i nokkra
mánuði vegna flutnings i hús-
næði, sem beðið er eftir, t.d.
vegna breytinga.
Hvernig er það annars með af-
slátt afnotagjalda starfsfólks
Bæjarsimans, og hvernig er hann
tilkominn? Eða er afsláttur
gefinn fleiri starfshópum i þjón-
ustu hins opinbera? Eiga hinir
almennu simnotendur að greiða
afnotagjöld fyrir starfsfólk
Bæjarsimans? Þetta er hliðstætt
þvi, að starfsfólk rikisbankanna
fengi t.d. hærri vexti af almenrr
um bankabókum en almenningur,
en það tiðkast auðvitað ekki. Það
er ekki furða, þótt ýmsar Rikis-
stofnanir þurfi að hækka verð á
þjónustu sinni, ef starfsfólkið,
sem oft skiftir tugum getur notið
ókeypis þjónustu á ákveðnum
liðum þeirra. Það heyrist litið um
slikar ivilnanir þegar starfshópar
hins opinbera gera kröfur um
hærra kaup.
Rökstuddar skýringar óskast
sem fyrst frá viðkomandi aðilum.