Vísir - 25.09.1972, Page 9
Visir Mánudagur 25. september 1972.
9
Er erfitt að
koma sér á fætur?
Tómas markakóngur
Umsjón:
Hallur Símonarson
Um knattspyrnu var varla aö
ræða — Mel'avöllurinn var miklu
likari sundlaug en knattspyrnu-
velli og ekki bætti úr hávaðarok
og rigning,
Jafntefli varð i leiknum 1-1 og
var það kannski sanngjarnt i
þessum ósköpum. Ingvar Elisson
skoraði mark Vals i leiknum —
Kristinn Jörundsson jafnaði fyrir
Fram.
Eftir leikinn afhenti formaður
KSl, Albert Guðmundsson sigur-
vegurunum verðlaun — lét gull-
verðlaunapening með borða i
islenzku fánalitunum um háls
Islandsmeistaranna, en silfur-
verðlaun til Vestmannaeyinga.
Vegna kalsans voru fáir við-
staddir þá merku athöfn, örfáir i
stúkunni, þegar merkustu verð-
laun i islenzkri knattspyrnu voru
afhent. Þannig getur haustveörið
stundum leikið okkur og leitt til
þess að vita, aö eftir allt erfiði
sumarsins eyðileggur veður og
vindar lokaathöfnina.
Tómas Pálsson, Vest-
mannaeyjum, varö
markakóngur 1. deildar
1972 og hlaut þvi fyrstur
bikar þann, sem Fær-
eyingar gáfu til minning-
ar um Ragnar Lárusson,
hinn merka forustumann,
sem svo lengi átti sæti í
stjórn KSi og Fram.
Eftir leik Fram og Vals á
laugardag afhenti Albert Guð-
mundsson, formaður KSÍ, Tóm-
asi Ragnarsbikarinn og mynd-
ina hér að neðan tók BB við það
tækifæri. 1 baksýn sjást nýbak-
aðir lslandsmeistarar Fram
klappa Tómasi lof i lófa.
Markahæstu leikmennirnir i
1. deildinni urðu þessir.
Tómas Pálsson, ÍBV 15
Eyleifur Hafsteinss. ÍA 11
Ingi Björn Albertss. Val 11
Steinar Jóhannsson, ÍBK 9
Atli Þór Héðinsson, KR 8
Erlendur Magnúss. Fram 8
Teitur Þórðarson, ÍA 8
Kristinn Jörundsson Fram 7
Hörður Ragnarsson, ÍBK 7
Marteinn Geirsson, Fram 6-
Orn Óskarsson, ÍBV 6
Alexander Jóhanness. Val, • 5
Ásgeir Sigurvinss., ÍBV 5
Elmar Geirsson, Fram 4
Óskar Valtýsson, ÍBV 4
Þór Hreiðarson, Bblik 4
Auk þeirra leikmanna is-
landsmeistaranna, sem nefndir
eru i upptalningunni hér á und-
an, skoruðu þessir leikmenn
fyrir Fram. Ásgeir Eliasson 2,
Eggert Steingrimsson 2, Simon
Kristjánsson 1, Sigurbergur
Sigsteinsson 1 og Gunnar Guð-
mundsson 1.
Kr. 645,00
tslandsmeistarar Fram 1972. Baldur Scheving, fvrirltei, sem er eini leikmaðurinn, sem lék einnig með Fram 1962, jþegar fél. bar siðast sigur
úr býtum i islandsmótinu, er með bikarinn lengst til vinstri — en i efri' röð til hægri er Guðmundur Jónsson, hinn góðkunni þjálfari liðsins, sem
einnig var þjálfari Fram 1962. Ljósm BB.
Íslandsmeistararnir
taplausir allt mótið!
Þá er um að gera að hafa góða vekjaraklukku.
Kr. 635,00 Við höfum nú ágætis úrval af fallegum klukkum
á hagstæðu verði. Komið og veljið vekjaraklukku
sem hringir mátulega hátt og auðvelt er að stoppa.
Kr. 756,00
Mikið úrval Vedette eldhúskiukkur,
Wherle stofuklukkur, Pierpont úr,
og ýmsar tegundir skartgripa.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
klukkur
Laugavegi 3 - Simi 13540
Óskar Kjartansson gullsmiður Valdimar Ingimarsson úrsmiður
Kr. 605,00
— Fram og Valur
jafntefli í síðasta
leik 1. deildar
íslandsmeistarar
Fram i knattspyrnunni
1972 fóru ósigraðir
gegnum alla fjórtán
leikina i 1. deild og unnu
þvi fágætt afrek — voru
fjórum stigum á undan
næsta íiði i mótinu,
sigruðu i átta leikjum
og gerðu jafntefli i sex.
Það hefur skeð fyrr, að
lið hafi ekki tapað leik i
deiidinni og i fyrsta
skipti sem tvöfalda um-
ferðin var tekin upp
unnu KR-ingar það ótrú-
lega afrek að sigra i
öllum leikjum sinum
1959.
En það dregur ekki úr afreki
Fram, sem sýndi sig gegnum allt
mótið að vera öruggasta lið okkar
i dag, og keppnin er nú jafnari og
betri en var fyrir fjórtán árum og
■ leikir fleiri.
Siðasti leikur tslandsmótsins
var háður á Melavellinum á
laugardag við beint hroðalegar
aðstæður. En þar sem leikur
Fram og Vals skipti engu máli
um úrslit mótsins var hann látinn
fara fram — enda álagið nú orðið
svo mikið, að það verður næstum
að leika þó það sé ekki hægt!!!
Lokastaðan
í 1 . deild!
Lokastaðan i 1. dcildar-
keppninni 1972 var þannig:
Fram 14 8 6 0 33-17 22
ÍBV 14 7 4 3 37-22 18
Akran. 14 7 1 6 24-22 15
Keflav. 14 5 5 4 26-24 15
Valur 14 3 7 4 20-22 13
Bblik 14 5 3 6 16-24 13
KR 14 4 2 8 17-26 10
Vik. 14 2 2 10 8-23 6