Vísir - 09.10.1972, Side 1
NORÐURLANDAMET ÍSLENDINGS
Gústav Agnarsson, tvitugur
menntaskólanemi, setti á
laugardag nýtt Noröurlandamet
unglinga i lyftingum i þungavigt
— og setti einnig islandsmet —
lyfti samtais HOO kg. i tviþraut.
Vestmannaeyingar, Keflvik-
ingar, Valsmenn og FH-ingar
leika i undanúrslitum Bikar-
keppni KSÍ eftir sigra i bikar-
leikjum helgarinnar. Reykja-
víkurmeistarar Vals i handbolta
áttu i erfiðleikum I gærkvöldi og
i ensku knattspyrnunni var
Aian Ball rekinn af velli.
Sjá iþróttir bls. 11, 12,
13, og 14.
02. árg. — Mánudagur 9. október 1972. — 230. tbl.
Islendingar á
hœlum á enskum
Þrátt fyrir heldur erfiðan
róður i siöustu umferðunum
á Oly mpiuskákmótinu i
Skopje er islenzka sveitin þó
alveg á hælum efstu sveitar-
innar i 2.riðli. England er
með 27.5 vinninga og bið-
skák, en ísland hefur 26.5
vinninga og tvær biðskákir
og i 3ja sæti er Kanada meö
26 vinninga. t níundu umferð
tapaði island fyrir Kanada,
gerði jafntefli við Filipseyjar
i þeirri tiundu, en stendur
höllum fæti gegn Noregi i 11.
umferð, sem tefld var I gær-
kvöldi. —Sjá nánar iþróttir i
opnu.
Hinn sameiginlegi
óvinur Bandaríkja-
manna og Rússa
Rússar og Bandarikjamenn
eru hinar kuldalegu and-
stæður á jarðarkringlunni
okkar. Þeir eru óvinir, strið-
andi aðilar, sem eiga sér þó ■
sameiginlegan óvin, sem
hugsanlega gæti orðið til
þess að sameina þessi tvö
stórveldi til átaka gegn óvin-
inum. — Sjá bls. 6.
Vandrœðaforeldrar
eðavandrœðabörn?
Lögreglustjórinn i C'amden
County i New Jersey i
Bandarikjunum hefur
kunnuglegt nafn, Joe
Walcott, en hann var fyrrum
heimsmeistari i þungavigt.
Ilann hefur ýmsar athyglis-
verðar skoðanir á vanda-
málunum sem fyrir hann eru
lögð daglega. Eru börn sem
lenda upp á kant við lögin
vandræðabörn, — eða eiga
þau bara vandræðaforeldra?
— Sjá bls. 17.
Barnið þrasar
— Mamma, má ég fara i
strigaskóna?
— Nei, farðu heldur i stig-
vélin, þvi það rignir svo
mikið.
— Ég vil ekki fara i þessi
ljótu stigvél.. Hver
kannast ekki við það, þegar
börnin taka upp á þvi að
þrasa við foreldrana. Og
hvað hafa sérfræðingar svo
um þetta „þras" að segjá. —
Sjá INN-siðuna á bls. 9.
Tíu ára og
tók forystuna
Það er talsvert útbreidd
skoðun hér á landi að enginn
komist áfram i viðskiptum
nema með þvi að niða aðra,
niður, pota sér áfram með
braski og svindli. En þetta
þarf alls ekki að vera svona
og er svona sjaldnast. Fyrir
tiu árum stofnuðu tveir
félagar með sér samtök um
að opna búð. í dag er búðin
þcirra flutt úr „koti i höll” og
er sú stærsta á íslandi i sinni
grein — Sjá bls. 2.
Lusitania flutti vopn
— segir brezkur
höfundur um mesta
sjóskaðann
SJA BLS5
— dauðaleit gerð að ungum manni, sem Kvarf frá félögum við björgunarœfingar
Olafur Valur Sigurðsson, stýrimaður á þyrlu landhelgisgæzlunnar er hér að ráðfæra sig við Tryggva Pál Friðriksson, formann hjálpar-
sveitar skáta (Ljósm. Visis BG)
treysti Sighvatur sér ekki áfram
yfir fjallið. Hann snéri heldur
við, og fékk vanan mann meö sér
að fylgja sér niður af f jallinu. En
á einum stað á leiðinni var
full glæfralegt yfirferðar loft-
hræddum manni, og treysti Sig-
hvatur sér alls ekki framaf. Sá þá
fylgdarmaður hans ekki annáð
ráð vænna, en fara sjálfur niður
og sækja félagana, sem þar biðu,
til að aðstoða.
Skildu þeir þar á brúninni, en er
hinn hafði náð I hjálpina, og hún
kom upp á fjallsbrún aftur, var
Sighvatur hvergi sjáanlegur,
hvert sem litið var. Þegar
stundarlöng leit bar ekki
árangur, var neyðarkall sent út
til annarra meðlima sveitar-
innar.
t gærkvöldi var svo hafin af
fullum krafti skipulögð neyðar-
leit og i alla nótt gengu skátar
um Esju að leita Sighvatar. Þrátt
fyrir aðstoð sporhunds virtist
leitin engan árangur ætla að bera,
og hafði liðsauki verið kvaddur
til i morgun, þegar menn loks
komu auga á hinn týnda uppi i
fjallinu um kl. hálfellefu i
morgun. —GP
Hundrað manna leitar-
sveitir skáta og björgunar-
sveitir hafa leitað frá því i
gærkvöldi 29 ára gamals
manns, Sighvats Birgis
Emilssonar, semtýndist
uppi á Esju síðdegis i gær.
En rétt um kl. hálfellefu
i morgun fannst maðurinn
heillá húfi, staddurefstupp
á Esju á stað, sem nefndur
er Þverfellshorn.
Sáu þá leitarmenn til hans úr
fjarska, og gáfú honum merki
með blysum. Héldu þeir siðan upp
til þess að sækja hann. Voru þeir
ekki komnir niður af fjallinu ,
þegar blaðið fór i prentun.
Þegar Hjálparsveit skáta fór i
æfingarferð upp á Esju i gær var
Sighvatur með i ferðinni sem
byrjandi og viðvaningur, en
honum lék hugur á þvi að slást i
lið með hjálparsveitinni.
En gangan upp á Esju var erfið
óvönum manni, og þegar skáta-
flokkurinn var kominn upp á fjall,
VAR HEILL A HUFI EFTIR
KALDSAMA NÓTT Á ESJU
BÖRN MEÐ HRÍFUR í MILLJONA
KRÓNA LAGFÆRINGUM VIÐ
BREIÐHOLTSBLOKKIRNAR
— Sjó frétt um skaðabótamól gegn
Framkvœmdanefnd byggingaócetlunar
Ófullkomin bilastæöi, eld-
gildrur, hriplek húsþök, sigin
parketgólf, móðugler og fjöldi
sprunginna ofna. Alla þessa
galla hafa ibúar fimm Fram-
kvæmdanefndarblokka gert
árangurslausar eða-litlar til-
raunir til að fá bætta. Nú eru
bráðum liðin fjögur ár frá þvi
flutt var inn i fyrstu blokkirnar
og allur kröfuréttur ibúanna að
fvrnast, en ibúarnir hafa verið
hunzaðir við beiðni um fund
með Félagsmálaráði i marga
mánuði. Þolinmæðin er þvi að
verða á þrotum og í blaðinu i
dag skýra þeir einn þátt kröfu-
máls sins, lóðarmálin, en mat
opinberra aðila leiðir i Ijós, að
enn á eftir að kosta nokkrum
milljónum til framkvæmda
áður en Framkvæmdanefndin
geti talizt hafa lokið að fullu
þeim frágangi, sem henni ber
sainkvæmt afsali.
- BLS. 3
Skemmdarverk
í Sundlaugum
Einhverjir sund-
laugavandalar óðu
uppi um helgina og
gerðu mikinn usla i
Sundlaugunum i
Laugardalnum og i
Sundlaug Vesturbæjar.
Hvort heldur hér var
um að ræða mann eða
menn i peningaleit, —
eða svona heita anti-
trimmara, var ekki vit-
að i morgun. Enginn
hafði verið handtekinn
vegna innbrotanna. En
á innbrotsstöðunum
var ótrúlegt um að lit-
aSt—SJÁ BAKSÍÐUNA