Vísir - 09.10.1972, Síða 7

Vísir - 09.10.1972, Síða 7
ViSIR. Mánudagur 9. október 1972 7 ERFIÐLEIKAR SEX ÁRA BARNSINS Sex ára barn breytist bæði andlega og líkam- lega. Barnið missir framtennurnar og bústni barnamaginn hverfur. Barnið er mjög sjálfs- öruggt, en þolir enga gagnrýni. Allt lendir á móðurinni, sem er næst og verst —en allra bezt. Umsjón: Edda Andrésdóttir — Mamma, má ég fara i strigaskóna? — Nei, farftu heidur i stigvélin þvi það rignir svo mikið. — Ég vil ekki fara i þessu ljótu gömlu stigvél, ég ætla að fara i strigaskónum. — En littu út vinur minn, þá geturðu séð... — Það rignir ekki neitt, ég fer vist i strigaskónum. — Þú verður votur i fæturna, góði minn. — bla bla, bla, mér kemur ekkert við það sem þú segir! — Það kemur ekki til mála að þú farir út öðru visi en i stig- vélum, svo tölum við ekki meira um það. — Ég fer þá bara ekkert út. Jú annars, kannski fcr ég eitthvað langt i burtu, þaö er svo leiðin- legt hérna... Barnið er sex ára, það er að breytast bæði andlega og likam- lega. Likaminn breytist, barnamaginn hverfur og barnið missir framtennurnar. Barnið er óskaplega sjálfsöruggt, en það þolir ekki nokkra gagnrýni. Aðall erfiðleikarnir bitna þó á móðurinni, sem er næst og verst — en þó allra bezt. Barnið er að vaxa og það er komið á þroskaaldur. Það vill ekki láta stjórna sér og helzt kýs það að vera óháð foreldrum sinum. Þessi timi kemur allt i einu eins og allur þroskatimi eða breytingaskeið, stormur eftir rólegan lygnan tima. Breytingarnar, sem eiga sér stað á likamanum, það að barnið vex og er ekki lengur litið og með smábarnavöxt, hefur sálræn áhrif. Barnið er stöðugt á iði. Það getur ekki setið „ eins og manneskja” á stólnum, heldur ruggar honum fram og aftur, hálf liggur ef til vill með fæturna úti á gólfi og með höfuð og axlir á stólnum. Ruggar sér i stólnum svo hann riðar á tveimur fótum, hangir fram yfir borðið, eða jafnvel liggur á gólfinu i vandræða- gangi sinum. Barnið virðist eiga erfitt með sig á allan hátt og það er erfitt fyrir það að leysa ýmis verkefni, sem það gat á auð- veldan hátt áður fyrr. Svo sem að hneppa fötum sinum, reima skóna, og þegar barnið skrifar, nagar það pennann eða blýantinn og kvartar undan þreytu i hendinni við skriftirnar. Þegar illa gengur, rifur það jafnvel pappirana i reiði sinni. Um leið og tennurnar fara að losna hefjast ýmis tilbrigði og geiflur með munninn. Barnið vill hafa eitthvað til þess að naga, og það fer stundum að naga neglurnar eða sjúga fingurinn, en margir foreldrar verða órólegir vegna þessa og telja jafnvel eitthvað alvarlegt að. Svar sálfræðinga við öllu þvi sem virðist angra barnið á þessu skeiði, er það, að breytingar i likama sex ára barns eru ekki þaðeina, heldur einnig breytingar andlega. Fyrir hálfu ári siðan var barnið svo vingjarnlegt, heimakært, samvinnuþýtt og rólegt. Nú er það orðið hávaðasamt, þrjózkt, tilætlunarsamt og frekt. Það reiðist systkinum sinum út af smámunum, hlýðir heizt ekki foreldrunum, þolir enga gagnrýni og vill helzt láta allt snúast um sig. sama tima og önnur börn og þau vilja eiga allt eins og önnur' börn. Þau fara að velta fyrir sér fortið og framtið. Þau spyrja hvar þau hafi upphaflega verið, áður en þau urðu til og spurn- ingar þeirra eru oft þannig, að ógreiðlegt er að svara þeim. „Þegar þú og pabbi voruð litil”. „Þegarég var agnarlitið barn”. „Þegar ég verð stór”, eru tiðar setningar. Annan daginn eiga þau það þó til að klúðra málinu og setning- um, hlæja og fiflast, og láta sér fátt um það finnast, sem þau höföu gifurlegan áhuga á daginn áður. Þarna kannast for- eldrarnir ef til vill viö eitthvað frá sinni eigin bernsku. Sjálfsöryggi barnsins virðist gifurlegt. Það getur kannski viðurkennt að það sé ekki alveg fært um að binda rétta slaufu á skóinn sinn, en það dregur ekki I efa að það gæti vel gengið yfir örmjóan streng sem liggur á milli hárra skýjakljúfa, ef það aðeins reyndi. Foreldrunum verður barnið oft áhyggjuefni, og þau veigra sér við að hugsa þá hugsun til enda, að barnið er að byrja i skóla. En yfirleitt er ástæðulaus sá kviði, þvi að þegar barnið hefur skólagöngu sina tekur annar heimur við. Nú snýst allt um skólann, skólafélagana og kenn- arann, og svo námið heima. Og þessi timi tekureinnig enda eins og allur annar timi. Barniö er ekki alltaf sex ára, það kemst fljótt yfir það timaskeið, sem getur verið þeim erfitt og skrit- ið, það er aðeins að þroskast. — EA. Jafn erfiöur aldur og önn- ur þroskaskeið. Foreldrarnir lenda i vandræðum með barnið, og þau skilja alls ekki hvað að þvi gengur, eða hvaða breytingar eru að eiga sér stað, þvi að það vill oft verða svo, að þessi erfiði aldur barnanna gleymist, en betur er munað eftir unglinga- skeiðinu og svo yfirgangs- aldrinum siðar meir. En þessi aldur barnanna er jafnmikið breytingaskeið. En á milli hinna erfiðu daga, er barnið vill helzt ráða sér sjálft, koma dagar, þar sem það kýs helzt að vera litið barn. Það vill sitja i kjöltu einhvers, hafa fingurinn uppi i sér og láta ein- hvern hlúa að sér. Oftast er það móðirin, sem á i mestu erfið- leikunum með barnið. Hún er númer eitt i þess augum i flestum tilfellum. Það kemur fyrst til hennar ef eitthvað amar að, og hún er einnig sú fyrsta sem barnið lyftir höndinni upp á móti. Fyrir einhverjum óvið- komandi aðilum ber það ekki nokkra virðingu. Slikir hafa ekki nokkurt leyfi til þess að setja neitt út á það sem barnið aðhefst, það segir þá aðeins: „Þú ræður ekki yfir mér.” Faðirinn er allt i einu farinn að verða langtum stærra númer i augum barnsins en hann hefur verið hingað til og það er oft auðveldara fyrir hann að um- gangast það. Barnið hefur mjög mikinn áhuga á þvi sem faðirinn eraðgera.vill gjarnan vera með honum alls staðar og fer að segja við leikfélaga sina eða aðra: „Þetta segir hann pabbi minn og það er rétt.” Slikt gildir jafnt um stúlkur og pilta. Sex ára barn á ekki i erfiðleik- um með að eignast leikfélaga, en á þessum aldri á það sjaldn- ast nokkurn fastan leikfélaga, heldur getur það verið litill hóp- ur barna, sem skiptast nokkurn veginn á að vera saman dag hvern. En á þessum tima fer þó að myndast nokkurs konar stöðumunur barnanna i leik- félagahópnum. Barnið verður annað hvort sérstaklega vinsælt meðal hinna, eða það verður eitt af þeim börnum, sem kýs heldur að draga sig i hlé, sem stundum vill verða til þess að það er ekkj, leitað til þeirra með hlutina og þau verða nokkurs konar „núll” i hópnum. SJÁLFSÖRYGGI ÁHRIFAGIRNI ÍHUGUN. Mörg sex ára börn hafa gam- an af að grúska í ýmsu, svo sem orðum tölustöfum og setningum sem þau skilja ekki en vilja þó fá skýringu á. Þau fara að fá áhuga á peningum, en verðmæti og gildi þeirra skiptir þau ekki nokkru máli. Sama máli gegnir um klukkuna. Hún vekur mik- inn áhuga þeirra, hún er þeim oft óskiljanleg, og það er ekki hægt að ætlast til þess af þeim að þau geti alltaf verið stundvis, jafnvel þótt þau þekki nokkurn veginn á hana. Barnið er oft ógætið og það ætti ekki að fá að vera eitt á hjóli á mikilli um- ferðargötu. Matarlyst þeirra virðist breytast dag frá degi. Annan daginn ræðst það á mat- inn eins og hungraður úlfur. Næsta dag snertir það varla við matnum. Annað hvort likar barninu vel við matinn eða þvi likar illa við hann. Og það er ekkert að fara i felur með slikt, borðhald þeirra er oft mjög hávaðasamt. Klænaðurinn er farinn að skipta þau máli, og þau eru óskaplega áhirfagjörn. Þau vilja klæða sig eins og önnur börn, þau vilja fara að sofa á

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.