Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 09.10.1972, Blaðsíða 13
\ Knötturinn i marki Vals — en mark var ekki dæmt vegna rangs innkasts löngu áöur. Ljósmynd BB Valsmenn „flióta" undanúrslit í Eyjum var notaður til að dœma jöfnunarmark af þeim innkastið hafði boltinn gengið tals- undanúrslitin að þessu sinni. vert á milli manna eða þar til Teitur Satt að segja verður það að teljast Þórðarson skoraði laglegt mark. Úr lélegt að sjá ekki góða knattspyrnu um þvi dómarinn hafði ekki tekið eftir þetta leyti árs, þegar lið eiga með veikburða tilburðum linuvarðarins réttu að vera i sinni beztu æfingu. strax virtist „brotið” sannarlega Skilyrðiigærvorumeðágætum, veður fyrnt. gott og völlurinn prýðilegur. Sagt er að En þetta nægði. Skagamenn áttu liðin séu mörg hætt æfingum að mestu sæmilegar tilraunir til að jafna, eða jafnvel öllu fyrir mánuði siðan. einkum var Teitur Þórðarson drjúgur Getur þetta verið sanngjarnt gagnvart og átti lofsverð skot, sem dugðu þó hinum tryggu áhorfendum, sem enn ekki til að skila Skagamönnum i horfa á knattspyrnu? — JBP— undanúrslitum gegn Vest- mannaeyingum i Eyjum. Verða þeir létt bráð fyrir Eyjaskeggja, ef ekki verður tekið betur á en verið hefur að undanförnu, þarsem liðin hafa „flotið i gegn" á hreint óskiljaniegan hátt. „Þreyta", emja leikmenn liðanna. „En eftir hvað eru menn svona þreyttir", spyrja áhorfendur, sem geta ómögulega séð neina ástæðu til þreytu hjá liðunum. Reyndar geta Valsmenn aðallega þakkað þeim Hermanni Gunnarssyni, sem aftur er með liðinu eftir meiðsli, Þóri Jónssyni og Jóhannesi Eðvalds- syni fyrir sigurinn. Hermann er stöðugt hættulegur leikmaður, og þeir eru ekki margir leikirnir, sem hann skorar ekki i eitt eða fleiri mörk, eða ógnar þá verulega Hermann skoraði fyrsta mark leiks ins gegn Akranesi nokkuð snemma i leiknum eftir allgóða sókn Valsmanna. Það verður þó að telja liðunum til hróss frá fyrri leikjum, þegar Vals- menn og Skagamenn unnu heppnis- sigra gegn 2. deildarliðunum Þrótti og Teitur Þórðarson var sókndjarfastur leikmanna Akraness. Hér sækir hann að Sigurði Dagssyni, sem slegið hefur knöttinn frá marki. Ljósm. BB. íslenzka skáksveitin á Olympiumótinu hefur ekki beint verið sigursæl í siðustu umferðunum i Skopje, en er þó alveg á liælum efstu sveitar- innar, i öðrum riðli, Ivnglands, eftir ellefu umferðir. England er með 27.5 vinninga og biðskák, island er með 2(».5 og tvær biðskákir, sem ekki standa vel, Kanada er i 3ja sæti með 2(1 og biðskák og siðan kemur ísrael með 25 vinninga og biðskák og einn leik ótefldan — við Albani. I gærkvöldi tefldi Island við Noreg og lauk tveimur skákum. Jón Kristjánsson vann Wibe og hefur hlotið 10.5 vinninga i 15 skákum og er við aö hljóta alþjóð- legan meistaratitil út á frammi- stöðu sina. Hins vegar tapaði Jónas Þorvaldsson fyrir Svein Johannesen, en tvær skákir fóru i bið. Þetta var 11. umferðin. 1 niundu umferð tapaði Island fyrir Kanada 1.5-2.5, og i þeirri tiundu gerði sveitin jafntefli viö Filips- 12 Línuvörður mœtti ekki, áhorfendur biðu í 30 mínútur eftir leiknum Flinhver óánægja og kergja virðist vera yfir dómaraliðinu okkar þessa dagana. Raddir eru uppi um óánægju vegna skipan al- þjóðadómaramálanna og cinhvers annars. Hvað um það, i gær mætti einn af þessum hofðingjum ekki til leiks Vals og Skaga- manna á Melavellinum. Guðmundur Sigurbjörns- son átti að vera linuvörður i lciknum, — en mætli ekki, hver sem ástæðan nú annars var. Bardúsið við að leita að nýjum linuverði ásamt þvi að útvega honum réttan bún- ing, varð þess valdandi að áhorfendur urðu að biða I 2(1 minútur eftir að leikur hæfist. Svona framkoma er vita- skuld óafsakanleg með öllu og sc það rctt að linuvörður þcssi hafi áður gcrzt sekur um að mæta ekki til bnðaðs lciks — þá væri rétt að gefa lionum fri. Að sögn Jóns Magnússnnar, formanns mótanefndar hafði afboðun ekki boriz.t frá linuvcrðinum. —.1BP— VÍSIR. Mánudagur 9. október 1972. VÍSIR. Mánudagur 9. október 1972. iQrTlUcluxdJ Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer FÁST HJÁ OKKUR Fatnaóur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar um víöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæóaeftirliti. AUSTURSTRÆTI w Olympíuskákmótið í Skopje Island á hœlum enskra í 2. riðli Sovétríkin hafa orðið góða forustu i 1. riðli Gústav Agnarsson, hinn tvitugi menntaskölanemi, setti é laugardag nýtt Noröurlandamet unglinga í tviþraut i þungavigt. Hann náöi mjög athyglisverðum árangri —samtals 300 kg. í snörun lyfti hann 132.5 kg., sem er nýtt Islandsmet, en sjálfur átti hann eldra metið 127.5 kg og er það til dæmis mun betra en óskar Sigurpálsson hefur náð. 1 jafnhendingu lyfti Gústaf 167.5 kg. og þvi samtals 300 kg, og ekki var vitað i gær, að betri árangur hafi náðst i unglingaflokki á Norðurlöndum, en staöfesting á þvi mun fást frá sænska lyftinga- sambandinu i dag. Þessi árangur Gústavs er enn athyglisverðari fyrir þá sök, að keppnin fór fram i KR-húsinu við afar lélegar aðstæður. Gústaf hefði þarna náð milli 470-480 kg. i þriþraut, en sem kunnugt er hefur pressan veriö felld út. Norðurlandamet í þungavigtinni! eyjar 2-2.1 biðskák, sem þar varð i stöðunni 2-1 fyrir Filipseyjar, vann Magnús Sólmundarson og jafnaöi þar með stöðuna. Miklar deilur hafa risið i sam- bandi við þá ákvörðun Albana að mæta ekki til leiks gegn tsrael á dögunum og Israel var i fyrstu dæmdur sigur i öllum skákunum. Hins vegar mótmæltu aðrar þjóðir i riðlinum þeim úrskurði Málinu var skotiö til dr. Euwe, aðaldómara mótsins, og ákvað hann, að Albaniu skyldi vikið úr keppninni. Þvi mótmæltu Albanir og sögðu, að „tæknilegar ástæöur” hefðu legið til grund- vallar þvi, að sveit þeirra mætti ekki gegn tsrael. Afrýjunarnefnd mótsins tók rök þeirra til greina og ákvað að nýr leikur skuli fara frammilli Albaniuog tsrael hinn 13. október. t gær tefldu tvær efstu þjóðirnar i l.riðli saman, Sov- étrikin og Júgóslavia. Smyslov vann Ljubojevic á 1. borði, en Tal og Matanovic gerðu jafntefli. Tvær skákir fóru i bið. önnur úrslit urðu þau, að Sviþjóð og Hol- land hafa 1.5 vinninga hvor þjóð. Pólland hefur 2 gegn 1 vinning Sviss. Danmörk-Búlgaria 1.5-1.5, Vestur-Þýzkaland-Bandarikin 2- 1, Spánn-Ungverjaland 0.5-2.5, Argentina-Rúmenia 0.5-3.5. Eftir 11 umferðir var staðan þannig i 1. riðli. Sovétrikin 30 vinninga og 2 biðskákir. Ung- verjaland 28.5 (1), Júgóslavia 27 (2), Rúmenia 25.5, Vestur-Þýzka- land 24.5 (1), Tékkóslóvakia 23 (2), Búlgaria 22.5 (1), Holland 21 (1) , Spánn og Bandarikin 20.5 (1), Pólland 19 (2) Austur-Þýzkaland 18 (3), Sviþjóð 18 (1), Argentina 17.5, Danmörk 15 (1), og Sviss 12 (2) . t B-riðli urðu þessi úrslit i gær- kvöldi. Mongólia-Filipseyjar 1-1, Perú-Grikkland 2-2, Albania - Kolombia 1.5-1.5, Belgia-Austur- riki 0.5-2.5, Indónesia-Italia 2.5- 0.5. Kúba-lsrael 1.5-1.5, Kanada - England 1.5.-1.5. t tiundu umferð urðu úrslit þessi i 1. riöli. Ungverjaland - Bandarikin2.5-1.5, Sovétrikin-Dan- mörk 3.5-0.5, Pólland-Sviþjóð 2-2, Austur-Þýzkaland-Sviss 2-1 og ein skák fór aftur i bið. Þá vann Argentina Holland 2.5-1.5, og Spánn vann Rúmeniu 2.5-1.5. Það vakti athygli i þessari um- ferð, að Hug, Sviss, vann Uhlman, Austur-Þýzkalandi. Vestur-Þýzkaland og Júgóslavia gerðu jafntefli og þar vann Hilbner Cligoric á 1. borði og hefur Gligoric staðiö sig lakast júgóslavnesku skákmannanna. Hins vegar náði Matanovic jöfnu meö þvi að sigra Hecht. Sovét- rikin juku þá enn forskot sitt i riðlinum. Eftir 4-0 sigur gegn Sviss i 9. umferð unnu þeir svo Dani með 3.5 vinningum i þeirri tiundu. Loksins er nú kominn skriður á sovézku skáksveitina á sama tima og Júgóslavar hafa gefið eftir. t riðli 2 er okkur kunnugt um þessi úrslit i 10. umferð. Filips- eyjar-lsland 2-2, Kanada-Noregur 2.5-1.5, (Þar vann Yanofsky Wibe), tsrael-Indónesia 3.5-0.5, Austurríki-Albania 2-1 og ein skák fór aftur i bið. Eftir elleftu umferð i 3.riðli er Astralia efst með 32 vinninga og i riðli 4 er Frakkland efst með 34 vinninga. Færeyingar eru þar i miðjum hóp með 21 vinning og tvær biðskákir. Þing Alþjóðaskáksambandsins stendur nú yfir i Skopje og þar hlaut Guðmundur Arnlaugsson i gær viðurkenningu sem alþjóð- legur dómari i skák. KR-ingar léku illa af sér i bikarleiknum viö ÍBK á laugar- dag. Eftir að hafa verið betri aðilinn i leiknum náöi KR marki yfir, 2-1, i byrjun siöari hálfleiks og þá lagðisi liðið I vörn og ætlaði að reyna að halda þvi, sem náðst hafði. En það brást illa. Keflvik- ingar mögnuðust, þegar þeim voru færð yfirtökin á miöjunni — skoruðu þrjú slðustu mörkin i leiknum og unnu verðskuldað 4-2 I bráðskemmtilegum leik. KR-ingar voru miklu ágengari framan af og fengu nokkur góð tækifæri áður en Atli Þór Héðins- son, sem var mikill ógnvaldur fyrir vörn IBK, skoraði fyrsta markið á 19. min. Hann lék lag- lega i gegn frá miöjum vallar- helmingi tBK og renndi svo knett- inum framhjá Þorsteini. En að- eins min. siöar jafnaöi Steinar Jóhannsson fyrir tBK. Litlu munaði að KR næði aftur forustu, þegar Sigmundur bakvörður átti hörkuskot i þverslá af 30 metra ,færi. Staðan i hálfleik var 1-1 og á 2. min i siðari hálfleiks tókst Jóhanni Torfasyni, að ná forustu fyrir KR, þegar hann skallaði i mark fyrirgjöf Atla. Rétt á eftir fékk Atli inn I vitateig tBK og voru margir á þvi, aö þar hefði átt að dæma vitaspyrnu, en svo var ekki gert — og aftur voru Keflvik- ingar heppnir, þegar Einar Gunnarsson bjargaði á marklinu á 16. min. En eftir þetta fóru KR-ingar að draga sig i vörn og þeir misstu þá Jóhann útaf vegna meiösla, sem var skaði fyrir liðið — en Friðrik Ragnarsson kom inn hjá IBK og voru það góð skipti, þvi hann hleypti nýju lifi i framlinu IBK. A 23. min. jafnaði Jón Ólafur fyrir IBK og eftir markiö náðu Keflvikingar yfirhöndinni. Einar Gunnarsson skoraði 3ja mark liðsins eftir hornspyrnu á 27. min. og ólafur Júliusson innsiglaöi sigurinn með góðu marki á 41. min. eftir sendingu Friöriks. Fast var fylgt eftir. Jöhann Torfason hefur skoraö annaö mark KR gegn Keflavik og hann hangir i þverslánni eftir afrekiö. Ljósmynd Bjarnleifur. LEIRTAU UNGA FOLKSINS Sœnsk úrvalsvara SERSTAKLEGA AFERÐAFALLEG MATAR OG KAFFISTELL. ALLIR HLUTIR SELDIR 1 STYKKJATALI TIL AÐ SAFNA UPP 1 STELL. TILVALDAR BRÚÐAR- OG TÆKIFÆRIS- GJAFIR, SEM KOMA UNGA FÓLKINU VEL. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT. Sími 12527 GLERVORUR Laugav. 22 - Hafnarst. 1 - Bankast. 11 - Reykjavík Margir með 11 rétta! Þegar starfsfólk getraun- anna hafði farið yfir um helm ing seðlanna laust fyrir hádegi höfðu 10 seölar með 11 réttum fundizt og 51 með 10 réttum lausnum. Hins yegar hafði þá enginn með 12 komið i Ijós eða verið til- kynnt um tólf rétta. Misheppnaður varnar- leikur gaf ÍBK sigur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.