Vísir - 11.10.1972, Síða 3

Vísir - 11.10.1972, Síða 3
Miðvikudagur 11. október 1972. 3 sem nú verður brátt lokið, verð- ur salur, átján sinnum þrjátiu og þrir metrar i gólfflöt, sem er sama stærð og á iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. I salnum er gert ráð fyrir áhorfendasvæðum fyr- ir þrjú til fjögur hundruð manns. Salinn er hægt að hólfa niður i þrennt, með þvi er mögu- legt að kenna þrem bekkja- deildum samtimis. Auk salarins verða i þessari nýbyggingu búningsherbergi sem nægja eiga fyrir salinn og væntanlega sundlaug. Með byggingu þessa húss er ekki eingöngu verið að uppfylla óskir forráðamanna Kennara- skólans, heldur hlýtur sú von að hafa brunnið i brjósti margra nemenda skólans á liðnum ar- um, að hafa iþróttahús á skóla- lóðinni. Við lauslegan útreikn- ing kemur það nefnilega i ljós, að sé nemendum reiknað lægsta verkamannakaup fyrir þann tima, sem farið hefur i ferðir til og frá þeim stöðum þar sem iþróttir hafa verið á vegum skólans, verður heildarupphæð- in u.þ.b. fimm milljónir króna. : Þegar hús það er risið, sem á þessum grunni mun standa. sparar það nemendum Kennaraskólans fimm miljónir króna árlega. ÓFREMDARÁSTAND i ÚTJÖÐRUM BÆJARINS VEGNA KINDA ,,Um 1400-1500 fjár voru á fóðrum i Reykjavik þegar talið „Sóum ekki einu sinni Plltinn — segja varnarfíðsmennirnir Rannsókn máls varnarliðs- mannanna þriggja, sem úrskurð- aðir voru i gæzluvarðhald vegna meintrar likamsárásar, er nú lokið. Lokayfirheyrslur fóru fram i málinu i gær. Sér 441 aðstoðar höfðu varnarliðsmennirnir tvo. lögfræðinga, annan bandariskan og hinn islenzkan. Bandarikjamennirnir neita staðfastlega ákærunni. Tveir þeirra neita að hafa nokkurntima séð piltinn, sem þeir eru sakaðir um að hafa lagt hendur á. Einn viðurkennir að hafa lent i orða- hnippingum við hann. Að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar fulltrúa lögreglustjórans á Keflavikur- flugvelli, sem hefur annazt rann- sókn málsins, mun þó eitthvað hafa borið á milli í framburði hinna grunuðu. A þessu stigi málsins verða öll gögn, sem fram hafa komið, send saksóknara. Hann ákveður siðan hvort opinbert mál verður höfðað. —LÓ— var við sfðustu sauðfjárböðun. Að visu er það allt á sérstöku landi, en flækist viða um þar sem ekkert er girt, en viða vantar girðingar". sagði Páll Pálsson yfirdýralæknir i viðtali við blaðið. Þessi talning fór fram i fyrra, en ekki hefur verið talið i ár. „Það þyrfti að girða um það bil 4 kilómetra, en það litur út fyrir að það sé ekki hægt. Ef það væri gert myndu kindurnar ekki valda leiðindum og skemmdum eins og komið getur fyrir, en þær þekkja aðsjállsögðu ekki muninn á finni plöntu og grasi”. Að þvi er skógræktarstjóri, Hákon Bjarnason tjáði blaðinu, hafa kvartanir borizt frá ibúum i Breiöholtshverfi og Arbæjar- hverfi og frá fólki i útjöðrum bæjarins. Segir Hákon ófremdar- ástand rikja, og þvi sjálfsagt að vekja athygli á þessu, en bréf hans viðvikjandi málinu hefur verið lagt fyrir borgarráð. —EA Annríki hjá dráttarbrautum Þegar einn fer þá kemur annar í staðinn „Þcgar einn bátur fer, kemur annar ihans stað. Nú sem stendur eru tuttugu og fjórir bátar uppi hjá okkur i dráttarbrautinni.” Þetta sagði Björn Einarsson framkvæmdastjóri skipasmiða- stöðvar Njarðvikur, i viðtali við Visi i gær. Astandið kvað hann vera þannigaf tveim meginástæðum. 1 fyrsta lagi væri skortur á sérhæfðu vinnuafli, þ.e. skipa- smiðum. beir i Njarðvikunum hefðu nú að visu niu lærlinga, en hefðu viljað taka tólf. I öð'ru lagi hefðu margir dregið að koma með báta sina til lagfæringar i vor vegna humarveiða, sem þá voru stundaðar. En vor og haust láta útgerðarmenn helzt lagfæra þær skemmdir sem orðið hafa á skipum þeirra á aflasælli timum ársins. Það mun þó verða til að draga úr ásókn i dráttarbrautirnar, að áliti Björns, að eftir lélegan sumarafla væru margir litt af- lögufærir til að kosta dýrar við- gerðir. „Hja okkur eru bátar á bið- lista.” sagði Þórarinn Sveinsson forstjóri Slippstöðvarinnar i Reykjavik. En þar er sömu sögu að segja og úr Njarðvikunum, Skipasmlði vantar. LÓ ■■•■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■•■■■' Grunnur hjónagarðanna rís brátt úr jðrð Unnið er af kappi við undirbúning að byggingu hjónagarða við Háskóla tslands. Er að mestu búið að grafa fyrir grunninum. Hefur orðið að sprengja mikið, þar sem mjög grunnt er niður á klöpp þar sem húsin eiga að standa. Vonazt er til að sprengingum og greftri fyrir grunninn verði lokið eftir um það bil viku. Þá mun strax verða hafizt handa við að slá upp mótum fyrir sökklum. Aætlað er að sjálfar byggingar- framkvæmdirnar, frá sökkli, verði boðnar út um næstu áramót. Það gæti jafnvel orðið i desem- ber. Framkvæmdir ættu þá að getá hafizt næsta vor. Ekki er samt reiknað með að ibúðirnar verði tilbúnar um haustið. Þessi hluti sem fram- kvæmdir eru hafnar við er fyrsti hlutinn af þremur, sem fyrir- hugaöar eru. 1 hverju hinna þriggja húsa, er reiknað með 57 - 60 ibúðum. Flestar ibúðirnar eru tveggja herbergja ibúðir, um 40 fermetrar að stærð. Það er fram- kvæmanlegt að bæta við einu her- bergi, svo að ibúðarfjöldinn fer eftir þvi hversu margar þriggja herbergja ibúðir verða i hverju húsi. 1 þvi húsi sem nú er að rísa verða ibúðirnar 57, þar at eru sex þriggja herbergja. Verður leiguupphæðinni fyrir ibúðir þessar stillt mjög i hóf. Upphæðin mun ekki verða ákveðin fyrr en ibúðirnar eru að mestu tilbúnar. -ÞM. Unnið að greftri fyrir grunn hjónagarðanna. Tvívegis rœndur sðmu þúsundunum - lónaði þjófunum það sem þó vantaði þegar þeir höfðu skilað þýfinu „Hvernig á að taka þvi, þegar tveir ókunnugir menn, allsgáðir, ganga allt i einu að manni og byrja að lumbra á manni hér og þar stutta stund án nokkurs sýni- legs tilgangs?” Þannig spurði Arnór Jónsson verkamaður um leið og hann kom inn úr dyrunum hjá okkur á Visi i gær. „Ég,” hélt hann áfram „botnaði að minnsta kosti hvorki upp né niður i neinu — fyrr en ég sá annan mannanna troða seðlabúnti i vasa sinn eftir að barsmiðinni lauk”. „Einhvern veginn fékk ég hug- boð um að seðlarnir — 5000 krónur samtals — væru min eign. Og það stóð heima þegar ég gætti að. Annar mannanna hafði laumað hendi i brjóstvasa minn meðan á barsmiðunum stóð. Einkar samæfð aðför, vil ég segja”. Og Arnór andvarpar. „Ég gekk að sjálfsögðu þegar á manninn með að skila pening- unum og fékk ég þá illindalaust. Hann vildi útskýra ránstilraunina á þá leið, að þá félaga vantaði svo tilfinnanlega peninga fyrir leigu- bil”. „Það var i húsi hjá kunningja minum, strætisvagnabilstjóra, sem þetta átti sér stað”, útskýrði Arnór. „Mennirnir tveir höfðu komið til hans nokkru á undan mér og þá i fylgd meö kunningja vinar mins. Þar sem ég sá að hvorki strætisvagnabilstjórinn, vinur minn, eða kunningi hans kærðu sig fremur en ég um nær- veru bófanna tveggja, þá sletti ég i þann, sem hafði reynt að ræna mig, eitt eða tvö hundruð krónum og fóru þeir þá að vörmu spori”. En saga Arnórs er ekki öll. „Þegar mennirnir tveir voru farnir, uppgötvaði félagi minn, að þeir höfðu áður komizt i skrifborð hans og náð að brjóta þar upp tvo peningakassa, sem höfðu að geyma bæði peninga og strætis- vagnamiða, samtals um tuttugu þúsund krónur. Það var allt- saman horfið. Félagi minn kærði þjófnaðinn vitanlega strax, en þegar mennirnir tveir náðust skömmu siðar, voru þeir búnir að eyða öllum peningunum og gátu ekki skilað til baka nema ein- hverju af strætisvagnamiðun- um”. Og nú er eiginlega komið að þriðja kafla sögunnar hans Arnórs: „Það var greinilegt, að seðlarnir minir áttu ekki að loða við mig”, sagði hann. „Það var aðfaranótt næst siðasta sunnu- dags, sem gerð var tilraun til að ræna þeim af mér þarna i húsi kunningja mins. A mánudeginum þar á eftir vildi ég koma megninu af peningunum i örugga geymslu, og fékk því vin minn gamlan úr Vestmannaeyjum til að fara með 4000 krónur fyrir mig i banka”. Arnór daprast enn um leiö og hann bætir við: „Ég hitti þennan vin minn á balli um helgina. Hann bar sig þá afar aumlega. Sagðist vera búinn að eyða öllum þeim peningum, sem ég hafði beðið hann fyrir i bankann. Og nú væri hann staurblankur....” —ÞJM :s:ssssssssssssssssssss55ss5SSSEaSssssssssssssss&ssssssssssiss:s:sssss::ssB:s::ssssssssss:s8sss Hvernig er líf barnsins? Erindi fyrir almenning í Kópavogi. Almenningi i Kópavog gefst nú kostur á þvi að fræðast betur en áður um uppeldismál og böcn sin. Það er ný tilraun sem Kven- félagssambandið i Kópavogi hyggst gera, sem reyndar hefur verið gerð i Breiðholti, en reyndist þar svo vel að sama cfnið flyzt yfir i Kópavog. A hverju mánudagskvöldi i sex vikur, gefst bæjarbúum kostur á að hlusta á fræðsluerindi, og hefst það fyrsta nú á mánudaginn 16. október. Þá verður flutt erindi um trúarlif barnsins. Annað erindið fjallar um hversdagslifið, þriðja erindið um leikföng og bækur, þá verður erindi um tónmennt litilla barna, erindi um kvöldvökur á heimilinu og að siðustu fermingarundirbúningur barns- ins. Þeir sem koma fram þessi kvöld eru m.a. séra Arni Pálsson, séra Þorbergur Kristjánsson, Gýða Ragnarsdóttir, Lena Rist, Hrefna Tynes og fleiri. öll fluttu þau erindi á fræðslufundunum I Breiðholti. An efa munu margir hafa gaman af að fræðast betur um barn sitt eða börn, en. sem áður segir er almenningur velkominn. —EA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.