Vísir


Vísir - 11.10.1972, Qupperneq 6

Vísir - 11.10.1972, Qupperneq 6
6 VÍSIR Miðvikudagur 11. október 1972. vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaðaprent hf. Ríkiskapp án forsjár Rikisvaldinu finnst stundum einkaframtakið vera tilviljanakennt og skipulagslitið og telur sig geta náð betri árangri með rikisframkvæmdum. Venju- lega fara slikar tilraunir jafnilla og hjá Fram- kvæmdanefnd byggingaáætlunar, þegar hún byggði og seldi nokkrar blokkir i Breiðholti. Þær framkvæmdir áttu að lækka byggingakostnað með þvi að innleiða fjöldaframleiðslu. Niðurstaðan varð sú, að nefndínní tókst ekki að koma verði húsanna niður fyrir visitöluverð, en það gátu hins vegar byggingameistarar einkaframtaksins, sem byggðu og seldu á sama tima. Ekki voru öll kurl komin til grafar, þegar ibúðir Framkvæmdanefndar voru seldar. Frágangur húsanna var lélegur á ýmsum sviðum, innréttingar losaralegar og sprungumyndun mikil, og kom það i ljós strax i upphafi. Enn eru að finnast gallar, t.d. i frágangi lóða. Loks hefur eldvarnareftirlitið gert margvislegar athugasemdir við þessi hús. Þegar búið er að lagfæra húsin, verða þau orðin langtum dýrari en önnur hús frá sama tima. Svona dauð getur hönd rikisvaldsins verið. En af- skipti þess geta lika lánazt vel, ef það er ekki með fingurna of mikið i kafi i einstökum atriðum. Ef rikisvaldið reynir t.d. að hlúa með óbeinum að- gerðum að æskilegri þróun i atvinnulifinu, getur það gefizt vel. Sem dæmi má nefna iðnþróunaráformin, sem frá- farandi stjórn vann á sinum tima og núverandi rikisstjórn vinnur að núna. Þáttur rikisvaldsins i þeim áformum er að útbúa sem vandaðastar spár um framtiðina og setja fram markið til að keppa að. Ennfremur að veita fjármagni til efnilegra iðn- greina og skapa að öðru leyti góð vaxtarskilyrði. Slikt er hægt að gera með góðum árangri. Slik rikisafskipti eru til bóta. En áætlunargerð rikisvaldsins getur lika gengið of langt. Þar má nefna sem dæmi áætlunina um endurnýjun togaraaflans. í henni var gert ráð fyrir að tvöfalda islenzka fiskveiðiflotann á nokkrum árum. Rikisvaldið bauð upp á svo há lán, að allir virtust geta keypt skuttogara, svo sem frægt er orðið. Hins vegar gleymdist alveg að gera ráð fyrir sjó- mönnum á þennan nýja flota. Það er ekki einu sinni hægt að manna þann flota sem fyrir er. Ennfremur gleymdist að gera ráð fyrir nauðsyninni á aðtak- marka veiðar við ísland. Sérfræðingar telja að við verðum að draga úr veiðum á næstu árum, — þótt við verðum einir um hituna innan 50 milnanna, — til þess að tryggja viðgang fiskstofnanna. Menn sjá nú,að tilkoma nýju skipanna leiðir til þess, að öðrum, nýlegum og góðum skipum, verður lagt. Þar með hefur geysilegt fjármagn farið i súg- inn. Þvi fé hefði betur verið varið til að efla iðnaðinn i landinu, svo að hann geti betur gegnt þvi hlutverki, sem iðnþróunaráform stjórnvalda ætla honum. Ef þróunin hefði fengið að vera sjálfráð, hefði ofT fjölgun fiskiskipa ekki orðið neitt stórvandamál. Þetta er dæmi um, hve dýrt spaug áætlanagerð getur verið, ef hún gengur of langt, ef hún er of ein- strengingsleg. Við vitum, að skjótt skipast veður i lofti og að allar spár og áætlanir reynast rangar, þegar til kastanna kemur. Þess vegna mistekst rikisvaldinu yfirleitt, þegar það ætlar að fara að taka til höndunum i atvinnulifinu. Sósíalismi hvorki grýla né paradís sem Brandt muni koma á, lætur þriðji hver kjósandi flokks Bar- zels sér „fremur illa lika” slikt oröbragð foringja sins. Aistaða til sósialisma ier lítið eftir efn- um manna Meirihluti manna, um tveir þriðju, álitur, að flokkur Brandts stefni að þvi að koma á þjóðskipu- lagi sósialismans i Vestur-Þýzka- landi. En rúmur þriðjungur stuðningsmanna flokks Brandts álitur ekki, að flokkur hans stefni i þá átt. Tæpur þriðjungur stuðnings- manna kristilegra demókrata álitur ekki, að jafnaðarmenn stefni að þvi að koma á sósial- isma. Afstaða manna til spurningar- innar, hvort jafnaðarmenn stefni að sósialisma eða ekki, er að kalla óháð þvi, hvar menn eru i stétt. Alrangt er að telja, að hinir efnameiri landsmanna séu and- stæðingar sósialisma og hinir efnaminni fylgjendur. Þvert á móti sýnir könnunin, að fylgjend- ur sósialisma er hlutfallslega ámóta margir meðal þeirra sem hafa hærri tekjur og hinna sem hafa lægri tekjur, og sama gildir þá um andstöðuna gegn sósial- isma. Meðal bænda og atvinnurek- enda er meirihluti að visu andvig- ur sósialisma, en mjög stórt hlut- fall þessara stétta er fylgjandi sósialisma. Á sama hátt er meirihluti verkafólks að visu fylgjandi sósialisma en mjög stór minni- hluti er andvigur. Sá hópur er m jög litill, sem sér i þessu hugtaki annaðhvort félags- legt réttlæti eða eignamissi og skerðingu lifskjara sinna, sam- kvæmt þessari könnun. Grundvöllur finnst ekki fyrir ,,róttæka” Kjósendur munu vafalaust gera upp við sig, hverjum flokki þeir fylgja samkvæmt hugmyndum um, hvor : Brandt eða Barzel væri betri leiðtogi þjóðarinnar og hvort lifskjör muni batna eða versna á næstunni, ef þesSi eða hinn ræður málum, hvort verðlag muni hækka meira eða minna og slikt. Að þvi leyti, sem hugsjónalegur ágreiningur kemur til sögunnar, óttast flestir kjósendur„ að jafnaðarmannaflokkur Brandts sé of undanlátssamur við ,,þá rót- tæku”. Þess ber að gæta, að i þvi stóra riki Vestur-Þýzkalandi er ekki spáð, að aðrir flokkar eða brot muni fá nokkurn mann kjör- inn á þing en þessir þrir, sem hafa verið nefndir. t Vestur-Þýzkalandi hefur ekki verið grundvöllur fyrir flokka „róttækra”, til dæmis róttækra sósialista, og það er ekki vegna þess, að einræðisaðferðum sé beitt gegn slikum flokkum, ef ein- hverjir fyndust, sem vildu leiða þá fram. Er þriðjungur Sjálfstæð- isflokks „fremur fylgj- andi” sósialisma? Engu siður ber að telja vist, að Brandt vilji skapa það „sænska samfélag”, sem hann oft talar um og sem andstæðingar hans núa honum um nasir. Vestur-Þjóðverjum sýnist sitt hvað um hið sænska sósialdemó- krati. Sumum finnst það til fyrir- myndar i flestum efnum. Oðrum finnst það til hrellingar. Könnun þessi er athyglisverð fyrir fslendinga, þar sem ekki er ósennilegt, að ámóta niðurstaða yrði af slikri athugun á skoðunum kjósenda, afstöðu til hugtaksins sósialismi, i hinum ýmsu flokkum hérlendis. Við vitum það ekki, .eri eiga menn von á, að þriðjungur Al- þýðuflokks sé „fremur andvigur” sósialisma eða þá þriðjungur Sjálfstæðisflokks „fremur fylgj- andi sósialisma”? Brandt skjátlast, ef liann heldur, að hann vinni kosningar með loforð- um um „sósialisma." Orðið sósialismi vekur mis- munandi kenndir i sálum is- lcndinga. Sumir munu hugsa til fyrirheitna landsins, aðrir sjá helviti gina við. Vafalaust er staöan viðast svipuð, en kannanir i Vestur-Þýzkalandi benda þó til, að yfirleitt valdi hugtakið sósial- ismi þar ekki lengur hræðsluskjálfta eða fagnaðartitr- ing i brjóstum flestra. Menn hafa tekið við þvi hugtaki eins og öðr- um með meira jafnaðargeði en áður fyrr. Kosningar fara i hönd, og for- ingjar beggja fylkinga telja, að sósialismi sé harla gott hugtak i kosningabaráttu og flokkar þeirra muni græða á þvi að veifa þvi sem mest, með og móti. Varla hafa báðir á réttu að standa Sennilega hvorugur flokkanna, flokkur Brandts eða flokkur Bar- zels og Strauss. . Willy Brandt heldur, að jafnaðarmenn hafi hag að loforð- um um sósialisma. Hann lýsir þvi yfir, að flokkur hans stefni að lýð- ræöissólsialisma og muni beita sér fyrir honum, ef hann haldi velli. Kristilegir demókratar, stjórnarandstaöan, sem nú stefna að þingmeirihluta og falli Brandts, telja, að þeir hafi hag af að ógna kjósendum með þvi, að Brandt stefni að sósialisma. Kosningarnar munu ráðast af þvi, hvernig margir kjósendur, sem enn tvistiga, munu greiða at- kvæði á kjördegi. Skoðana- kannanir benda til, að fylkingar séu nokkuð jafnar, annars vegar jafnaðarmenn og frjálslyndir og hins vegar kristilegir demókrat- ar. Skoðanakönnun Marplan- stofnunarinnar á vegum timarits- ins Der Spegel leiðir i ljós, að „sósialismi” muni engum úrslit- um ráða i kosningunum, hvorki með né móti. Kjósendur munu upp til hópa greiða atkvæði eftir nærtækari hugmyndum sinum. Raunar muni allt taliö um sósial- isma sama og engu breyta um af- stöðu manna. Kjósendur skiptast i þvi sem næst jafnar fylkingar i afstöðu til hugtaksins. Yfirleitt finna menn ekki til rikrar and- stöðu eða velvildar, og skipting manna innan flokkanna er eink- um athyglisverð. Þriðjungur þver gegn löringjunum i þessu Þannig er næstum þriðji hver kjósandi kristilegra demókrata „fremur hlynntur” sósialisma, og þriðji hver kjósandi jafnaðar- manna „fremur andvigur” Barzel skjátlast, ef hann heldur, að hann vinni kosningar með hót- uiiuin uni „sós ialisma ”.- sósialisma, samkvæmt skoðana- könnunni. Af kjósendum frjálslynda flokksins, sem er miklu minni flokkur en hinir, eru 55 af hundr- aði frekar hlynntir sósialisma og 41 af hundraði fremur andvigir. Meirihlutinn i kristilega demó- krataflokknum, sem er megin hægri flokkur vestur-þýzkra stjórnmála, er fremur andvigur sósialisma og tveir þriðju jafn- llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason aðarmanna fremur fylgjandi. En merkilegt má teljast, að þriðjungur manna sem styðja þessa flokka hvorn um sig, séu á þessu atriði þverir gegn foringj- um flokkanna. Þetta þýðir, að þegar Brandt talar um sósialisma á kosninga- fundum, mun þriðji hver kjósandi flokks hans láta sér „fremur illa lika”, og þegar Barzel, kanslara- efni andstæðinga hans, ógnar mönnum með sósiaiismanum,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.