Vísir - 11.10.1972, Side 7
VÍSIR Miðvikudagur 11. október 1972.
7
cyVíenningarmál
MAÐKAR I
MYSUNNI
Nú hefur sjónvarpiö enn
einu sinni haft þessa sér-
stæðu kaffidrykkju, sem
þaö kallar flutning
islenzkra leikrita.
Þessi listf lutningur á
mánudaginn áréttar enn þá
staðreynd, aö sérstakur
leikstill sjónvarpsins stend-
urorðið traustum fótum og
breytir sér ekki mikið frá
ári til árs.
Það vefst raunar fyrir manni að
finna orð sem gæti náð að lýsa
þessu sérstæða fyrirbæri.
Tungumálið kann ekki að marg-
falda.
Hljóðupptakan er fúsk.
Klippingin er fúsk.
Myndatakan er fúsk.
Leikstjórnin er fúsk.
Leikurinn er fúsk.
Hvernig væri þá að finna eitt
orð yfir menningarfyrirbærið i
heild?
eftir
Þorgeir
Þorgeirsson
Hver kann orð sem gæti náð þvi
að merkja fimm sinnum fúsk,
plús allt það sem æxlast þegar
eitt fúskið hórast með öðru?
Útkoman er semsé miklu stór-
skornari en fimmtalt fúsk.
Eiginlega er þetta fyrirbæri svo
gjörsamlega búið að sprengja
alla mælikvarða að eina lögmæta
viðbragðið er að taka það sem
góða og gilda vöru.
Áhorfendur — eða kannski
fremur hlustendur — islenzka
sjónvarpsins standa orðið i sömu
sporum og forfeður okkar fyrrum
stóðu gagnvart einokunarkaup-
mönnum sem buðu þeim maðkað
mjöl. Eina leiðin var að éta bara
heilu kássuna og reyna að nýta
fóðurgildi maðkanna, engu siður
en þess sem þeir áttu óétið af
mjölinu.
Ætti ég að nefna eitthvert
megineinkenni á fyrrnefndum
listflutningi sjónvarpsins, þá
kemur mér fyrst i hug þessi
barnalega og sérgóða afstaða til
textans. Allir virðastsamtaka um
að láta sér nægja að tjá það sem
yfirborð textans segir og leita
hvergi eftir neinum undirtónum i
honum —svo ekki sé talað um að
gefa honum nýja undirtóna. Enn
fjarlægari er hugmyndin um að
láta persónurnar lýsa sér i ein-
hvers slags athæfi.
Kaffidrykkja, bóklestur og
hlaup i flæðarmáli eru um það bil
allur lagerinn af þess' háttar
tjáningaráhöldum.
Kemur þó fyrir litið, þegar
þessi atriði verða fremur
gtandardiseruð sameinkenni
allra eða flestra sjónvarpsleikja-
persóna en sérkennni einnar og
einstakrar.
Þegar leikari sem er heill
heilsu og i fullu fjöri leggur alla
sina krafta i svo litilvæga og
þrönga tjáningu, þá fer ekki hjá
þvi að útkoman verði einhvers
lags óftjáning.
Nú er texti leikritsins einmitt
mjölið sem einokunarkaupmenn-
irnari i LSDeildinni eru að selja
okkur. Þegar svokallaður leik-
stjóri hefur ekki annað til mál-
anna að leggja en að láta leikara
sina éta upp textann, þá eru þau
öll orðin likust möðkum sem eru
að éta þetta mjöl frá okkur.
Sárgrætilegast er þegar gott
mjöl er svona fordjarfað eins og
gerðist með ..Postulin” Odss
Björnssonar um árið.
Minna gerir til um þriðja fíokks
vöru — og þó. Hungrið er kannski
mikið.
Listamenn i
boðhlaupi.
Mér sýnist einokunarfram-
leiðsla LSDeildarinnar á leiklist i
hreyfanlegri mynd orðin svo
gjörsamlega stöðnuö og stjörf —
sömu maðkarnir i sömu mysunni,
mánuð eftir mánuð og ár eftir ár,
leikrit eftir leikrit og milljón eftir
milljón af almannafé — að til-
gangslaust sé orðið að fjalla um
hvert einstakt.
Um verksmiðjuframleiöslu er
ekki fjallað stykki fyrir stykki,
þótt beyglurnar og gallarnir séu
með sinum hætti á hverju þeirra.
En i framhaldi af þessum al-
mennu vangaveltum kemur mér
það i hug hversu gjörsamlega
þjóðnýttir listamenn atvinnu-
leikararnir okkar eru að veröa.
Þeir æfa og leika aðalvinnuna
sina hjá Þjóðleikhúsi ellegar
hálfgerðu Borgarleikhúsi frá 10
til 14 og 20 til 24. Frá klukkan 14 til
19 eru þeir á þönum milli tveggja
deilda i einu rikisútvarpi þ.e.a.s.
hljóðvarps og sjónvarps.
Tiltölulega fámennum hópi
tekst ennþá að komast yfir þetta
með einhverslags boðhlaupsfyr-
irkomulagi, sem ofvaxið er
mannlegum skilningi.
Þessi snúningalipurð hefur
komið stéttinni i alveg eindæma
kringumstæður. Leikarar eru nú
eini listamannahópurinn, sem
gjörsamlega er að verða þjóð-
nýttur — nema þeir sem kjósa að
standa utan við þessar boð-
hlaupasveitir og ganga atvinnu-
lausir mestan part.
Þessi sérstaða leikara gerir það
m.a. að verkum að stofnun eins
og RIKISútvarpið — sjónvarp
hefur umbunað þeim með mann-
sæmandi samningum, sem að
visu teldust ekki nein ofrausn, ef
um sómasamleg vinnubrögð
verkseljandans væri að ræða.
I.SDeildl Sjónvarpsins: SAMSON eftir örnólf Arnason. Leikstjóri: GIsli Alfreðsson. Leikendur I aöal-
hlutvcrkum: Agúst Guðmundsson og Helga Jónsdóttir.
Þannig fær leikari fast að tvöfalt
meira greitt fyrir að leika
miðlungshlutverk i leikriti en
höfundurinn fær fyrir að semja öll
hlutverkin i sama leikriti — þvi
enn er ekki búið að þjóðnýta höf-
undana.
Eins og komið er, hafa stór-
leikararnir okkar og stórleik-
stjórarnir ekki neinn tima aflögu
til aö setjast niöur og hugleiða
stöðu sina. Það er þvi ekki til
neins að biðja þá um að gera það.
En hinir sem timann hafa haft
eru nú aö hugsa þetta:
Hverju hafa atvinnuleikararnir
okkar fórnað fyrir það að fá að
vera maðkarnir i opinberri leik-
listarmysu þessa lands? Þeir
skyldu þó ekki hafa afsalað sér
sjálfri leiklistinni fyrir alla þessa
mysu sem þeir eru komnir i?
Eða þó fremur bara týnt henni
i óðagotinu máske?
Væri nú svo, þá þurfa einhverj-
ir nýir aðilar að taka að sér
munaðarleysingjann.
Greióasta
leióin
er i lofti
Flugfélagið tengir alla landshluta með tíðum
áætlunarferðum fyrir farþega og vörur.
Það er fljótt, þægilegt og ódýrt að ferðast með
hinum vinsælu Fokker Friendship skrúfuþotum
félagsins innanlands og það erfyrir
farþegann og vöruflytjandann sem við högum
áætlunarferðum okkar, flugvélakosti og
þjónustu á öllum sviðum.
35 ára reynsla Flugfélagsins og landsmanna
sýnir, að greiðar samgöngur í lofti eru
þjóðarnauðsyn.