Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 8
8 VtSIR Miövikudagur 11. október 1972. Geir R. Andersen: Stœrsta vandamálið efnahagsöngþveiti Lausnina að finna m.a. i jafnræði i skattskiluin, nýju peningakerfi og haldbetra sambandi við mikilvægar viðskiptaþjóðir. Loksins, eftir aö allir fram- kvæmdasjóöir, hvort sem er i einkaeign eöa opinberri, hafa svo aö segja veriö þurrausnir til út- þenslu rikisbáknsins og til útaust- urs i ýmis óþurftarverk, svo sem auknar fjölskyIdubætur og niöur- greiðslur I landbúnaöarhitina, var skipuö „nefnd” til aö gera til- lögur um nýjar leiöir í efnahags- málum. Þvi miöurer þó hætt viö, aö sá skaðvaldur, sem hingaö til hefur leikið lausum liala i efna- hagskerfinu, ef kerfi skyldi kalla, þ.e.a.s. stjórnlaus veröbólga, ásamt gegndarlausum hrá- skinnaleik atkvæöasmalanna pólitisku, sem ávallt halda uppi áróöri, leynt eöa Ijóst, fyrir gcngisfellingu, sé nú oröinn svo magnaöur, aö meira þurfi til en „tillögur” einar saman, sem skil- aö er inn til stjórnvalda, sem siöan viröa slikar tillögur aö vett- ugi og gripa til ávanalyfsins „gengisfellingar” — til bjargar höfuöatvinnuveginum, sjávarút- vegi. Svo mjög hefur áróður hinna pólitisku atkvæöasmala veriö rekinn fyrir gengisfellingu, að al- menningur er farinn að trúa, að hún sé raunveruleg lækning á efnahagsvandamálum á islandi. Sannleikurinn er hins vegar sá, að gengislækkun er aldrei nein lækning, en bjargar einungis hin- um stærstu skuldakóngum i einkalifi og þeim aöilum innan sjávarútvegsins, sem alltaf sýna taprekstur og eru fyrir löngu fast- ir i fúafeni fjármálaóreiðu og skulda. Skattar hafa nú hækkaö svo á fleslum mönnum, sem áður voru bjargálna, að ekki sé minnst á liækkun skaltanna hjá elztu borg- urunum, aö fólk sér ekki fram á annað en uppgjöf i öllum einka- l'ramkva'mdum venjulegrar fjöl- skyldu. Það er slaðreynd, að fleslum einkafyrirtækjum sem ekki hala hal't þvi meiri umsetn- ingu, helur verið ofþyngl svo i sköttum nu, að þau munu ekki geta risið undir greiðslum, og af- leiðingin verður sú, að fjöldi fyr- irta-kja mun leggja niður starf- semi sina nú að liðnu sumri og stór hópur launþega mun verða að láta skrá sig atvinnulausan, þar sem nú er ekki heldur svo vel, að „rjóminn” i atvinnulifinu, sjávarútvegurinn, taki við auknu atvinnuafli. Þar er, bókstaflega talað, allt á floti, rekstrarstöðv- un frystihúsa i nánd , engin raunveruleg vertið i gangi, eins og var raunin fyrr á árum, og aðeins uppi „bollaleggingar” um endurbyggingu togaraflotans, án þess þó, að sú uppbygging hafi verið skipulögð að nokkru ráöi. Fáránlegasta ráðstöfunin i sam- bandi við sjávarútveginn er þó sú, að veita skuli lán til frystihúsa til bættrar „hreinlætisaðstööu” vegna framleiðslu á fiskafurðum til Bandarikjanna. Er þetta ekki sjálfsagður hlutur, sem á að vera i lagi, og hver aöili fyrir sig skyld- ugur að sjá sjálfur um bezta hreinlæti og aöbúnaö i meðferð fiskafuröa? A aö veita fé úr rikis- sjóði til handa aðilum, sem hafa vanrækt svo sjálfsagða skyldu að hafa snyrtilegt umhverfi i kringum frystihús sin? Þaö er staðreynd, að siðast- liðna áratugi, hefur engin raun- hæf framkvæmd verið gerð i þá átt, sem miöar aö aöhaldi eða umbyltingu i islenzkum efnahagsmálum, og er þvi að vonum nokkur eftirvænting að frétta af tillögum sjö-manna nefndarinnar, sem skipuð var. Þar eru menn, sem hafa áður lagt sig fram um að leysa af hendi við- fangsefni af þessu tagi af heilind- um og meö þekkingu á vandan- um, þótt oft hafi farið svo, að þegar tillögum hefur verið skilað, hafa þær ekki fengið náð fyrir augum þeirra stjórnmálamanna, sem alltaf hafa þurft að hafa „samráð” við stéttarfélögin til aö skerða ekki atkvæðaöflunar- möguleikana og vekja ekki and- stöðu, sem allir framámenn i stjórnmálum virðast óttast i siik um mæli, að stappar nærri brjálæði. Má þvi i sjálfu sér vænta nokk- uð heilbrigðra tillagna frá meiri- hluta nefndarinnar, nema ef vera kynni frá nýliðum, sem virðast hafa verið settir i hana fyrir at- beina verkalýðsforkólfa til að geta látið koma upp ágreining innan nefndarinnar, og sem gæti allt eins orðið til að skapa „minni- hluta tillögur”, sem svo siöar yrði stuðzt við, ef svo heldur fram sem horfir um stjórn landsins. Hvað sem liður mismunandi áliti og flokkadráttum i þessu fámenna þjóðfélagi eru þrjú at- riði, sem ekki mega gleymast, ef taka á efnahagsmálin föstum tök- um og sem eru mjög mikilvæg i siðferðilegu aðhaldi i fjármála- kerfinu, ásamt þvi aö spara þjóðarbúinu sifellt aukinn óþarfa kostnað. Hið fyrsta er að koma i veg fyr- ir, að mikill þorri skattgreiðenda sleppi við að standa full skil á sköttum sinum, fyrr en seint um siðir, ef til vill um áramót, oft siðar, þegar aðrir standa full skil um leiö og launagreiðslur fara fram. Þetta er mikil mismunun og óréttlæti, sem hefur viðgengizt óátalið allt of lengi, auk þess sem þetta dregur úr eðlilegri greiðslu- getu borgar og rikis og raskar fyrirfram gerðum áætlunum hins opinbera. Annað atriðiö er það, og ekki siður mikilvægara, að stuðla að þeirri aðkallandi framkvæmd að breyta peningakerfinu islenzka sem fyrst i það form, að hver ein- ing verði verðmeiri, þannig að 1000 kr. verði að 100, og 100 kr. að 10, o.s.frv. — Verði þetta gert hér skapast strax ákveðið siðferðilegt jafnvægi i fjármyndun hjá fólki, ekki sizt yngri borgurum lands- ins, nú á barnaskólaaldri, sem munu taka til viö stofnun fjöl- skyldu og heimilis eftir svo sem áratug eða svo, og leggja þar með drjúgan skerf af mörkum i dag- legu veltufé i athafnalifinu. Þar sem þessi aöferö hefur ver- ið reynd hefur hún sannað gildi sitt, einmitt i þeim málum, sem við íslendingar erum veikastir, þ.e. fjármunalegu tilliti og virö- ingu fyrir verðmætasköpun og sparnaði. Það mun hafa tvisýnar afleiöingar aö draga ákvörðun um endurskoðun gjaldmiöilsins á langinn. Þjóðin mun siöar meta þá menn aö verðleikum, sem sýna þann manndóm að hafa frumkvæðið um skjóta ákvörðun i þessum málum, en dæma þá, sem sporna á móti og bera ábyrgð á að stinga undir stól jákvæðum og heilbrigðum úrræðum, sem vitað er að til þess eru fallin, að efna- hagslegri þróun megi koma á i landinu, eftir áratuga langa vanþróun á þessum sviðum. Það mætti að skaölausu taka upp notkun islenzks „rikisdals” með krónum sem einingum, 100 kr. = 1 dalur. í dag er krónan komin þannig, að hún jafngildir næstum einu bandarisku „centi” og við Bandarikjadal er islenzka krónan enn miðuð. ómar vill gjarnan vera „hátt uppi" tþróttafréttamenn verða ýmis- legt á sig að leggja, til að koma fréttum sem bezt til skila til les- enda sinna. Hér er einn þeirra, Omar Ragnarsson ásamt tækni- manni sinum uppi á þaki stúk- unnar á Melavellinum. Það er greinilegt að Ómar kann vel við sig svo „hátt uppi” og situr makindalega fremst á þakbrún- inni. Eins gott að æsa sig þó ekki um of i hita leiksins. Stjórnin vegur aö námsmönnum, segir Vaka Stefna fyrrverandi rikisstjórnar hefur verið brotin niður gróflega með fjárlagatillögum núverandi stjórnar, telur Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta við Há- skóla Islands. Atelur stjórn Vöku harðlega hina nýju stefnu rikis- stjórnarinnar i lánamálum náms- manna. „Svokölluö" norræn fræöi Vinnuaðferðir þær sem tiðkast hafa i nær hálfa öld i „svokölluð- um” norrænum fræðum eru tekn- ar til meðferðar i nýútkominni bók Einars Pálssonar, Timinn og eldurinn, en bókin er þriðja bindið i bókaflokknum „Rætur islenzkr- ar menningar”. Hefur verið grunnt á þvi góða milli Einars og stuðningsmanna hans i félaginu Eddu og norrænufræðingum, og greinir þá á um hvaðeina i forn- rannsóknum. Fjailar einn kafli hinnar nýju bókar um þessi „svo- kölluðu” norrænu fræöi, segir i fréttatilkynningu frá stuðnings- mönnum Einars. Búðardalur í það beina Þá er sjálfvirka sambandið (blessað/bölvað) komið til þeirra i Búðardal. Menn hringja i svæðisnúmer 95, en notendur hafa númerin frá 2100 til 2199. 1 notkun eru nú 62 númer, en stöðin er gerð fyrir 100 númer. Nú er það bara að láta nýjungagirnina ekki leiða sig of langt, — margur hefur brennt sig á of löngum simtölum við kunningja i ööru landshorni, og hlotið ógnarháan simareikning i staöinn. Risinn æfir sig á Reykjavikurflugvelli Ósjaldan hefur „Glaðværi, græni risinn”, þyrlurnar þeirra á Kefla- vikurflugvelli komið i góðar þarf- ir. 1 gær undruðust margir Vesturbæingar yfir stöðugu flugi þyrlu af þeirri gerð yfir fjörum vestur á Seltjarnarnesi. Skýring- in á þessu var sú, að hér fór fram æfingaflug. A sólardögum hefur þetta stundum vakið reiði kvenna þar vestur frá. Þær hafa hringt i flugturninn og kvartað yfir þvi að verið væri að kikja á sig i sólbaði. En æfingar þessar eru nauðsyn- legar, — og flugmennirnir hafa um annað að hugsa en kvenfólk. September er líka túristamánuöur Það er enginn vafi á þvi að ferða- mannatimabilið er að lengjast i báða enda. Þannig var september talsvert hagstæður i ár, 5894 út- lendingar komu til landsins i mánuðinum, en tslendingar til landsins voru 6700 eða þar um bil. Að venju voru Bandarikjamenn fjölmennastir eða 2910 talsins, Bretar656, Þjóðverjar 473, en sið- an komu Danir og Sviar með samanlagt svipaðan fjölda og Þjóðverjarnir. Flugið er vinsæl- asti ferðamátinn, 12221 kom til Is- lands með flugvélum, — 365 með skipum. Á myndinni okkar eru tvær ungar dömur, ferðamenn i Reykjavik, en ekki vitum við hverrar þjóðar þær eru. Iðnaður, sem ekki er leyft að vaxa upp „Hraöfrystiiðnaðurinn hefur jafnan verið hornreka, — hann hefur ekki fengið að fjármagnast á eðlilegan hátt”, segja sam- bandsfiskframleiðendur, sem sátu á aukafundi um helgina i Reykjavik. A fundinum kom m.a. fram að fundarmenn töldu verð- jöfnunarsjóð engin efni hafa á þvi að leggja fé út til að auka hlut sjó- manna, tekjur útgerðarmanna og bæta grundvöll fyrir rekstri frystihúsa stuttan tima. „Fundurinn litur svo á, að fisk- vinnsla, útgerð og sjómenn skuli hafa full umráð yfir sjóðnum og aö stjórnvöld landsins geti ekki tekið sér vald til þess að ráöstafa honum til úrlausnar i dýrtiðar- málum, eða öðrum heimatilbún- um rekstrarerfiðleikum,” segir i frétt frá fundinum. Er þar og gagnrýnt skipulagsleysi i ráðstöf- un fjár til fjárfestingar i fisk- iðnaðinum, ófá dæmi séu um lánsfé, sem veitt var til að stofn- setja fiskiðjuver, þar sem full- komið fiskiðjuver var fyrir. Fá mikið og gott vatn í jólagjöf Undanfarin ár hafa Akureyringar orðið að notast við yfirborðsvatn þegar álag á vatnsveituna hefur verið hvað mest. Ný vatnsveita verður „jólagjöf” bæjaryfirvalda til borgaranna, 52 milljónir kost- ar nýjá veitan i Vaglalandi á Þelamörk og hefur fjár verið afl- að m.a. með 30 milljón króna lán- töku hjá Hambros-banka i London.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.