Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 11.10.1972, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 11. október 1972. T3 SIDHÆRÐUR KENNEDY Það hefur löngum þótt skemmtilegt sport, að henda grin að siðhærð- um piltum. Ekki er okkur kunnugt um hversu mikið aðhlátursefni Robert F Kennedy yngri hefur verið fólki, en hann er kominn með siðara hár en jafnvel gengur og gerist meðal pop-hljómlistarmanna. Myndin hér að ofan sýnir vel hversu sitt hár piltsins er orðið. Hann sést hér sitja við bjórdrykkju, horfandi á tennisleik milli frænda sins Ted Kennedy og frænkunnar Eunice Shriver. — Nei, við höfum ekki minnstu hugmynd um hvernig leikar fóru.... SEGJAST HAFA SETT MET Boeing 707 lenti i fyrradag á Gatwick-flugvelli við London, eft- ir að hafa flogið án viðkomu frá Honolulu á Hawai. Talsmaður Air-Canada (en frá þvi flugfélagi var vélin) telur þetta flug, sem tók 13 klukkutima og 39 minútur, og spannar yfir 7770 milur, vera nýtt met fyrir flugvél af þessari gerð. „Við vorum búnir að undir- búa þetta flug i nokkra daga og biða eftir hagstæðu veðri,” segir talsmaðurinn. I Tiu ára gamall drengur lézt i fyrradag sökum áverka, sem hann haut þegar hann hugðist fela sig inni á bilaþvóttastöð i London, er hann var i feluleik með félögum sinum nokkrum. ■ Starfsmaður bilaþvotta- stöðvarinnar hafði ekki orðið drengsins var áður en hann setti hinar sjálfvirku þvottavélar af stað. Eigendur bifreiðanna sem átti að fara að þvo, horfðu þvi skelfingu lostnir á, hvernig þvottavélarnar léku drenginn án þess að geta hreyft legg né lið honum til bjargar. Eru Bangkok búar að sjólfum sér? Rikisstjórn Tailands hefur komið á fót tveim nefndum sem eiga að fjalla um hvort höfuð- borgin Bangkok sé að sökkva. Erlendir jarðfræðingar hafa komið fram með þá skoðun, að Bangkok sé hægt og sfgandi að sökkva. Orsökina telja þeir vera þá, að of miklu neðanjarðarvatni sé dælt upp um borholur til að fá drykkjarvatn. Ekki er það djúpt sem borgin þarf að sökkva, til að yfir fljóti. Hún er aðeins einn og hálfan metra yfir sjávarmáli i dag. — Og mundu nú Kalli minn, að segja ekki konunni minni, að ég hafi verið að djúsa”. Þeir beztu velja beztu gítarleikarana: HENDRIX ENN VINSÆLASTUR Tveim árum eftir and- lát gitarsnillingsins Jimi Hendrix kjósa vin sælustu gitarleikarar heims hann ennþá þann bezta i faginu. Svo enn er ekki hægt að tala um að strengir blökku mannsins séu hættir að „vibra”. Samkvæmt vinsældakosningu pop-ritsins New Musical Express á gitarleikur Hendrix að hafa verið helmingi betri en gitar- leikur spilarans, sem næst honum kemur, nefnilega Erics Clapton, sem þó hefur aldrei verið talinn neinn aukvisi. Var sjálfur viður- kenndur sá bezti fyrir mestu vinsældatíö Hendrix. Nú — i þriðja sæti vinsælda- kosningar NME hafnaði John nokkur McLaughlin, i fjórða sæti sitursjálfur Jeff Beck og Bitillinn George Harrison i þvi fimmta, en félagi hans fra Beatles-tið, John Lennon var i þessari sömu vin- sældakosningu kjörinn vin sælasti söngvari veraldar, eins og við skýrðum frá hér a siðunni, s.l. miðvikudag. t sjötta sæti er gitarleikari sem heitir Django Reinhardt. Sjöunda sætið skipa aftur á móti þrir gftarleikarar jafnir að stigum, en þeir eru: Jimmy Page (Led Zeppelin) B.B. King og Lesley West. Og loks kemst svo hinn bandóði gitarleikari WHO á blað, en hann heitir alltaf Peta Townshend. Og enn á New Musical Express eftir að birta vinsældakosningar bassaleikara, trommara og orgelleikara, en við munum birta úrslit þeirra kosninga jafnharðan og pop-magasinið birtir þær. VINSÆLDALISTAR r NEW MUSICAL EXPRESS þessa vikuna ENGLAND 2 1 HOW CAN IBESURE Oavid Casaidy (Ball) 5 2 MOULDY OLD DOUGH Lrautanant Pigaon (Dacca) 1 3 CHILDREN OFTHE REVOLUTION T. Rax(EMI) 8 4 WIGWAMBAM .... Swaat (RCA) 4 5 TOO YOUNG Donny Osmond (MGM) 3 6 MAMA WEER ALL CRAZEE NOW Slada (Polydor) 19 7 YOU'RE A LADY Patar Skallam (Dacca) 16 8 1 DIDN'T KNOW 1 LOVED YOU (TILL 1 SAW YOU ROCK 'N' ROLL) Gary Glittar (BaN) 13 9 COME ON OVER TO MY PLACE Drifars (Atlantic) 22 10 BURNING LOVE Elvis Praslay (RCA) AMERIKA 2 1 BABY DON'T GET HOOKED ON ME Mac Davis 1 2 BLACKAND WHITE .........3 Dog Night 4 3 EVERYBODY PLAYS THE FOOL Main Ingredient 6 4 DING-A-LING ............Chuck Berry 7 5 GOALLTHEWAY ..........Raspbarrias 3 6 SATURDAY IN THE PARK ....Chicago 9 7 BEN Michael Jackson 13 15 12 20 14 11 8 9 10 11 12 13 BURNING LOVE .........Elvis Presley USEME ................Bill Withers GOOD FOOT—PART 1 James Brown NIGHTS IN WHITE SATIN . . .Moody Blues POPCORN ...............Hot Butter RUNTOME ................BeeGees DAVIDCASSÍDY 5 14 19 15 BACK STABBERS . SPEAK TO THE SKY ........O'Jays Rick Springfíeld Bjóðum oðeins það bezta Mini — midi — maxi ilm- spray Miss Robert spray Soft skin spray Soft skin baðkrem Soft skin baðolia Soft skin baðskúm Jane Hellan cologne 1,2 og 3. Glæsilegt úrval af stórum snyrtitöskum. Litlar snyrtitöskur i miklu úrvali. Coty handáburðurinn kominn. - auk þess bjóðum við viðskiptavinum vorum sérfræðilega aðstoð við val á snyrtivörum. SNYRTIVÖRUBOÐIN Laugavegi 76, simi 12275. Tvö Ijóðskáld sem þýtt hafa hvor annars ljóð á móður- mál sitt, EINAR BRAGI og KNUT ÖDE- GARD lesa úr ljóðum sinum i Norræna húsinu fimmtudaginn 12. október kl. 20.30. Ljóðin verða lesin toeði á islenzku og norsku. Knut ödegárd leikur einnig á flautu. Umræður. Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIÐ TILKYNNING UM INNHEIMTU ÞINGGJALDA í HAFNARFIRÐI OG GULLBRINGU- 0G KJÖSARSÝSLU Lögtök eru nú hafin hjá þeim gjaldendum er eigi hafa staðið að fullu skil á fyrirframgreiöslu og mánaðarlegum greiðslum þinggjaida 1972, svo og þeim er skulda gjöld eldri ára. Skorað er á gjaldendur að greiöa nú þegar áfalinar þing- gjaldaskuldir svo þeir komist hjá kostnaði vegna lögtaka. Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Tilboð óskast i tvo Land-Rover bila, sem eru til sýnis að Smiðshöfða 5. Bilarnir eru ekki ökuhæfir og seljast i þvi ástandi. Tilboðum sé skilað að Suðurlandsbraut 6, fyrir kl. 16, hinn 12. þ.m. ÍSTAK. íslenzkt verktak h.f. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið vill ráða stúlku til sendiferða og aðstoðar á skrifstofu strax. Hálfsdagsstarf kemur til greina. Upplýsingar á skrifstofunni i Arnar- hvoli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.