Vísir - 21.10.1972, Side 1

Vísir - 21.10.1972, Side 1
Hvað segja lesendur brezkra blaða um landhelgisdeiluna? — sjó bls. 6 ★ Prímadonnuleikur í landhelgismólinu — sjó bls. 6 ★ Burtu með öll aukakílóin! — sjó INN-síðuna á bls. 9 ★ Kynferðisfrœðsla í sjónvarpi Sjó baksíðu ★ Safnað í alþjóð- legan titil Anægjulegt var að fylgjast nieð Jóni Kristinssyni á Olympiuskákmótinu i Skopje á dögunum. A mótinu safn- aði Jón i alþjóðlegan skák- meistaratitil. i blaðinu f dag birtum við athyglisverða skák, þar sem Jón leggnr að veiii einn Norðmannanna og þar hlutum viö okkar eina vinning gegn Norðmönnum. Og til að sigra notaði Jón gamalt afbrigði, sem eignað liefur verið sjálfum dr. Euwe. —Sjá bls. 3 íslenzk saga um allan heim Dagatal frá hinu heims- þekkta fyrirtæki Kodak kcmur eins og venja er út um næstu áramót. Þetta þætti víst ekki frétt i Visi ef þar með væri öll sagan sögð. Dagatal þetta hefur að geyma islenzka sögu. Þeir Kodakmenn hafa undanfarin ár prýtt dagatöl sin hvert ár með sögu frá einu landi. Sagan fyrir árið 1973 er af Snæfellsnesinu, þar segir í máli og myndum frá ungumdrengog sjómanni, sem kominn er til ára sinna. Dagatali þessu verður dreift til allra viðskiptalanda Kodak, en það munu vera flest þjóðlönd veraldar. Þess má geta að i gervi gamla sjómannsins er Þórður llalldórsson frá Dagverðará, en hann er að setja upp málverkasýningu i Hamragörðum. Sjá sfðu 2. ,,Við vorum staddir um það bii eina milu frá Geirólfi, þegar við sáuin aö bátnum hvolfdi skyndi- lega og sökk eftir tvær til þrjár minútur. Við settum strax á fullt og vorum komnir á staðinn sjö til átta minútum eftir að bátnum hvolfdi. Það sást ekkert til mann- anna, aðeins brak sem flaut á sjónum”, sagði Hjörtur Bjarna- son skipstjóri i samtali við VIsi i gærkvöldi. Það var um klukkan fjögur i gærdag, sem rækjubáturinn Geir- ólfur frá Bolungarvik fórst á ísa- fjarðardjúpi. Um borð voru tveir menn, búsettir á Hnifsdal, og drukknuðu þeir báðir. Rækju- báturinn Einar, sem Hjörtur er skipstjóri á, var staddur næst Geirólfi, en náði ekki að bjarga mönnunum þrátt fyrir skjót við- brögð. ,,Það hefur eitthvað skeð fyrst báiurinn hélzt ekki á floti i nokkrar minútur”, sagði Hjörtur skipstjóri. Þegar slysið skeöi var veður gott, aðeins andvari og gott i sjóinn. Geirólfur fórst út af Bjarnar- núpi, þar sem dýpi er um 70 faðmar. Á þessum slóðum liggja nokkur skipsflök á botninum. Þar á meðal flakið af Heiðrúnu og brezkum togara, en þessi skip fórust fyrir þremur árum þegar ofviðri gerði þar vestra. Siðan hafa bátar af og til verið að festa vörpuna i þessum flökum og þá einkum Heiðrúnu. Er það tilgáta manna aö Geirólfur hafi togaö yfir flakið, fest virana i þvi og siðan hafi skipinu hvolft og það dregizt i kaf. Hjörtur sagði að fyrir nokkrum árum hefði hann sjálfur orðið fyrir þvi að festa vörpuna i þessu skipsflaki og hvolfdi þá bátnum undan honum og skipsfélaga hans. Þá var bátur staddur þar rétt hjá og bjargaði Hirti og hinum skipverjanum. Geirólfur var liölega 6 tonn að stærð, eöa álika og bátur Hjartar. Þeir sem fórust með Geirólfi voru skipstjórinn, maður á sex- tugsaldri og hjálparmaður hans liðlega tvitugur. Of litlir bátar „Þetta eru alltof litlir bátar sem stunda þessar veiðar hér i Djúpinu. Að minum dómi er 12 tonn algjör lágmarksstærð”, sagði Guðmundur Guðjónsson vélstjóri i Hnifsdal i samtali við Visi. Hann sagði að fjórum sinnum hefði það komið fyrir nú i haust að litlir rækjubátar heföu fest vörpuna i skipsflökum og litlu munaði að illa færi. Misstu sumir vörpuna en aðrir náðu henni i tætlum upp. 1 fyrra fórst einn bátur, þegar varpan festist i flaki en þá voru margir bátar nálægt sem björguðu áhöfninni. Taldi Guðmundur stærri bátana hafa mun meiri möguleika á að rifa sig lausa þegar svona kæmi fyrir. Minni bátar færu á hvolf sam- stundis án þess að áhöfn fengi rönd við reist. Lik skipverjanna á Geirólfi voru ófundin þegar siðast fréttist i gærkvöldi. —SG „HANN FRÍKKAR STÖÐUGT . . ." ,,Já, hann frikkar stöðugt”, sagði borgari einn, sem biaða- menn Visis hittu i gærkvöldi þegar þeir voru að bardúsa við myndatöku af hinni nýju uppljómun á Hallgrímsturni. „Maður fer nú að hætta að skilja allt þetta andóf gegnum árin gegn byggingu kirkjunnar. Lik- lega verður þetta oröið okkar helzta stolt, sagði maöurinn og hvarf út i náttmyrkriö”. Og nú eru þeir byrjaðir skipulagða fjársöfnun til að standa við sfn orð, byggingamennirnir i Hall- grímssókn. Turninn skal verða tilbúinn 1974. i borginni Uim i V-Þýzkalandi státa þeir af turni, sem er öliu veglegri á hæöina, rúmlega 170 metrar, eða þrefaldur Hall grimsturn og mun hann stærst- ur kirkjuturna i Evrópu, enda þótt borgin sé aðeins á stærð við Heykjavik. Þennan turn sá borgarstjórinn okkar i sumar, þegar hann fór til Ulm að sjá island leika handknattleik þar gcgn Tékkum. — JBP — Tveir fórust þegar rœkjubátur dróst í kaf á ísafjarðardjúpi — skipsflök ógna rœkju- flotanum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.