Vísir - 21.10.1972, Síða 9

Vísir - 21.10.1972, Síða 9
Visir Laugardagur 21. október 1972 9 Umsjón: Edda Andrésdóttir Hvernig losnum við helzt við aukakílóin? Megrunaraðferðir eru alltaf varhuga verðar, sérstaklega fyrir þá sem ekki eru alveg heil- ir heilsu. Mjög strangar megr- unaraðferðir, sem viðkomandi aðili tekur aðeins upp hjá sjálf- um sér, geta verið mjög hættu- legar heiisu manna, þvi að lík- aminn þarfnast ákveðins vita- minmagns og vissra næringar efna dag hvern. Enginn ætti þvi að reyna að missa mörg kiló án þess að leita læknis fyrst. Að halda i við sig er þó allt annað mál og ætti ekki að þurfa að skaða einn eða neinn. Sú megrunaraðferð.sem við birtum hér á siðunni er gérð af sænsk um lækni, Nils Brage Nordland- er, og gengur sú aðferð að mestu út áJ>að að nóg og mest sé borðað af ávöxtum. Þessa að- ferð til þess að losna aðeins við nokkur kiló, eða með henni, að reyna að halda i við sig, má nota i eina viku en ef viðkomandi sér að honum fellur þessi aðferð vel, er óhætt að bæta einni viku við til viðbótar. Enginn skyldi þó gera hina minnstu tilraun til þess að losna við kilóin, nema að vera heill heilsu eða að öðrum kosti að hafa leitan læknis fyrst. Grapefruit og appelsinum mælir þessi sænski læknir sér- staklega með. Grapefruit er sérstaklega heppilegt þeim sem vilja halda i við sig, þar sem það er mjög seðjandi. Það er einnig mikil næring i þvi og það er gætt þeim kosti, að um leið og lokið hefur verið við að borða það, er lystin á mat miklum mun minni. Þvkir ráðlegt að borða Grape- fruit áður en snædd.er heii mál tið. Grapefruit hefur einnig þótt tilheyra sem veizlumatur, og er þá borið á borð sem forréítur. Þakka það sennilega margir sem reyna að halda i við sig. Allir ávextir eru einnig mjög vitaminrikireins og allir vita og er þvi gott að borða sem allra mest af þeim. Reglulegar mál- tiðir og engir aukabitar eru eitt af þvi allra mikilvægasta fyrir þá sem óska að grenna sig. Dæmi um eins dags fæði með grapefruit. Um leið og farið er á fætur: Eitt glas af sitrónusafa úr hálfri sitrónu út i vatn. Morgunverður: Hálft grape- fruit, eitt soðið egg, ein sneið af hrökkbrauði og ósætt kaffi eða te. Hádegisverður: Hálft grape- fruit, kjöt eða fiskur og salat blöð með. Kaffi (ósætt) eða te á eftir. Kaffitimi: Ein appelsina, eða eitt glas af ósætum appelsinu- drykk. Kvöldverður: Hálft grapefruit, kjöt eða fiskur með salatblöð- um, mögrum osti og ósætu kaffi. Áður en farið er i rúmið: Ein appelsina eða glas af ósætum appelsinudrykk. Forðizt: Spaghetti, hris, mjöl og grjóna- rétti. Einnig ber að reyna að borða ekki mikið brauð, en hrökkbrauð er leyfilegt. Tertur og slik sætindi eru að sjálfsögðu alveg óleyfileg. Sósur, majones og ýmis salöt ber að forðast, svo og hnetur, möndlur og sæta eftirrétti. Smjör, mjólk og feit- an ost ber einnig að forðast. Leyfilegt: Munið að grillað er heppilegra en steikt. Veljið mjólkurvörur sem innihalda minnsta fitu- magnið, svo sem undanrennu og magran ost. í stað smjörs má viðkomandi aðili er ekki þeim mun strangari við sjálfan sig á eftir, þvi að þeim sem fara i megrun svo stuttan tima hættir mjög við að falla i sama farið aftur. Ber þvi að sneiða fram Hjá sætindum og forðast fitu i öllum matvælum áfram. Með þessu verður það að lokum orðið svo eðlilegt að hættan minnkar á þvi að aftur verði fallið fyrir freist- ingunni. Ef haldið er áfram að borða stöðugt næringarrikan, reglulegan og fitulausan morgunverð, ætti sú freisting að fá sér eitt vinarbrauð eða sæta köku með kaffinu að hverfa. Ef byrjað er á þvi að borða rjómapönnuköku eða súkkulaði- tertu aftur, gerir það ekki annað en að metta örstutta stund, en hungrið sverfur fljótt að aftur. En má þá aldrei bragða á sætindum aftur? Jú, slikt verður sennilega ekki bannað.en eftir að sætindin hafa verið borðuð, er hægt að bæta það upp með meiri hreyfingu þann sama dag. Til dæmis að hlaupa þrisvar sinnum i kring- um húsið, i stað tvisvar vana- lega. Að lok.um bætum við þvi við, að Grapefruit er gott að borða áður en máltið er hafin og ósætt kaffi og te að lokinni máltið. — EA er að matreiða fisksalat úr fisk- afgangi frá kvöldinu áður, það er að segja fyrir þá sem borða fisk. B’isksalatið má matreiða úr, ásamt fiskinum, tómötum, hráu finskornu hvitkáli, salat- blöðum, safa úr einni sitrónu og ef kostur er að krydda með dilli. Ef kjúklingur hefur verið i máltið, þá er gott að borða kald- an kjúkling með sveppum, bragðbættum með lauk eða kryddi. Kryddtegundir eru óteljandi og þær má nota að vild eftir smekk hvers og eins. Annað dæmi um hádegisverð- er kalt roastbief eða sneið af mögru kjöti, en roastbief þykir nokkuð dýrt, og þvi ákjósan- að borða annað hrátt kjöt. eð kjötinu má svo til dæmis fa salatblöð, hvitkál og , eða það hráa grænmeti, sem handhægast er og það sem fellur bezt. Bezt er sem áður segir að ljúka máltíðinni með ósætu kaffi eða tei. Ef kjöt- réttur er hafður i hádegisverð er bezt að hafa fisk i kvöldverð og siðan öfugt. Grænmetið er ákjósanlegra með matnum en kartöflurnar. - Ef að náðst hefur tilætlaður »» '»árangur eftir að aðferð með »• þessum leiðbeiningum hefur verið reynd, ber að reyna að halda sér i réttu formi. Það skal tekið fram að megrun i eina wm viku hefur ekkert að segja, ef nota magran mjúkost og i stað majoness má nota sýrðan rjóma. Ef kartöflur eru borðaðar, en kartöflur eru frekar fitandi, verður að hafa þær soðnar eða ofnbakaðar, alls ekki oliusteikt- ar. Þó ber að reyna að forðast kartöflur en borða heldur græn- meti með matnum. Byrjið allar máltiðir með grapefruit og drekkið ósætt kaffi eða te að lokinni máltið. Fisk og alls slags kjöt er nauðsynlegt að borða, en varast verður þó að hafa kjötið eða fiskinn feitan. Lifur og nýru eru holl og næringarrik. Salaíblöð, hvitkál, blómkál. tómatar, agúrkur og paprika eru heppileg. Dæmi um máltíðir og matarkaup. Áætlið matarkaupin fyrir nokkra daga i einu, þvi þannig er auðveldara að fara eftir sett- um reglum. Aætlið daglegar iþróttir, svosem að fara i kvöld- göngu sem allir hafa gott af, hvort sem þeir eru i megrun eða ekki. Ef tækifæri gefst til ,er skiðaiþróttin mjög sækileg, einnig að fara á skauta. Mjög gott er að iðka leikfimi i nokkrar minútur dag hvern heima fyrir, eða þá ef kostur er, að sækja leikfimitíma. Leikfimin þyrfti ekki að vera meiri en að hlaupa nokkra hringi i kringum húsið eða nokkrar ferðir upp og niður stigana. Reglusemi viðvikjandi mataræði og leikfimiiðkun gefur tvöfaldan árangur. Það getur vissulega verið erfitt i fyrstu að halda sér frá þvi að borða á milli mála eða að narta i gómsæta og ljúffenga kökusneið. En slikt dugir ekki og ætti ekki að koma til greina, ef áhugi fyrir þvi að missa kiló er fyrir hendi. Með þvi að hafa með sér há- degisverðinn i vinnu sparast bæði krónurnar i pyngjunni og svo þarf fólk ekki að standast allar þær freistingar sem fyrir- finnast á matsölustöðunum. Hvort sem máltiðin er snædd heima fyrir eða á vinnustað, er gott að drekka eitt glas af vatni eða ósætum ávaxtadrykk eða þá grapefruit .áður en máltiðin er snædd. 1 flestum tilfellum verð- ur að segja skilið við heitar mál- tiðir ef maturinn er hafður með i vinnuna, en þó er hægt að taka með sér súpu, og setja hana þá aðeins i hitabrúsa, þar sem hún helzt heit. Þann daginn sem aðeins súpa er snædd, ætti ekki að saka að borða góða og þykka brauðsneið með til dæmis osti en ekki neinu sem inniheldur fiturik efni. Dæmi um það sem hægt væri að borða i hádegisverð er til dæmis mögur, soðin skinka, salatblöð, harðsoðið egg og tómatar. Gott Grapefruit, vatn eða ávaxtadrykkur (ósœtur) fyrir máltíð minnka lystina

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.