Vísir - 21.10.1972, Page 10

Vísir - 21.10.1972, Page 10
Þeir leika í Luxemborg! Unglingalandsliðið i knattspyrnu hélt tii Luxemborgar i gær. Á morgun leikur það fyrri leikinn við Lux- emborg i hinni árlegu aljóðlegu unglinga- keppni, sem Evrópu- sambandið gengst fyrir. Leikurinn er i riðiakeppninni, en úr- siitin verða háð á ítaliu næsta sumar. Norðmenn hafa þegar unnið sér rétt i úrslitakeppnina. Þeir léku á miðvikudaginn siðari leik sinn við Finna. Leikið var i Fredrikstad og sigraði norska liðið 1-0. Fyrri leikurinn var 27. september i Hangö og lauk með jafntefli án þess mark væri skorað. tsland er aðeins i riðli með Luxemborg og það liðið sem sigrar i leikjunum tveimur, kemst i úrslitin. Allar likur eru á, að það verði islenzka liðið, sem náð hefur mjög góðum árangri sl. tvö sumur i keppni við erlend lið og liðið er orðið svo samæft, að þar gjörþekkja piltarnir hvern annan. Næstum allir fslenzku piltarnir leika i beztu liðum félaga sinna — margir i 1. deild i sumar. Leikur Luxemborgar og Islands hefst kl. 13,30 og verður á Mayrisch leikvellinum i Esch- sur-Alzette. Hann verður for- leikur að leik Luxemborgar og Tyrklands i riðlakeppni heims- meistarakeppninnar i knatt- spyrnu 1974 og má þvi búast við miklum fjölda áhorfenda. Það verður til hagræðis fyrir heimamenn, sem verða hvattir mjög af áhorfendum. En hvað um það — við trúum á islenzkan sigur. Siðari leikurinn verður hér heima — sennilega i april 1973. Piltarnir hér á myndinni leika i fyrsta sinn i landsliðinu þarna úti — eru nýliðar hvað landsleiki snertir, þó þeir hafi góða reynslu að baki með islenzkum úrvalsliðum, þeir heita Leifur Helgason, Hannes Lárusson og Logi ólafsson — bráðefnilegir leikmenn. Bjarnleifur tók myndina á Melavellinum á siðustu æfingu liðsins fyrir utanförina. kílómetra Piltarnir hér til hliöar höföu mikinn áhuga á þvi að sjá Olympiuleikina en peningaráð þeirra eru litil, svo þeir gripu til þess ráðs að ganga 14000 — fjórtán þúsund kilómetra — til þess að láta draum sinn rætast. Sennilega var þessi mara- þonganga þeirra meira afrek en þau, sem flestir unnu á Olympiuleikunum, þó ekki hafi þeir hlotið gullverðlaun að launum. Þeir gengu sem sagt frá Madagaskar til Miinchen og hófu ferö sina 7. júni — fóru um Kenýu, Úganda, Mið-Afriku, gegnum Kamerún, Nigeriu og Niger, og yfir Saharaeyðimörk- ina til Miöjarðarhafsins i Alsir. Siðan til Marseille, Avignon og Strassborgar. Til Miinchen náðu þeir 24. ágúst — rétt fyrir opnun leikanna. Piltarnir heita Jules Raza- findrakoto, skólastjóri, Jean Armand Rajaonarison, iþrótta- kennari, og Leon Dorat, prestur, og framkvæmdanefnd Olympiuleikanna fannst svo mikið koma til áhuga þeirra og dugnaðar, að þeim var boðið að dvelja i Olympiuþorpinu meðal keppenda 122 þjóða. Einnig fengu þeir frimiða tuttugu sinnum á helztu viðburði leik- anna i Múnchen. Gengu 14000

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.