Vísir - 21.10.1972, Blaðsíða 13
Vlsir Laugardagur 21. október 1972
13
BURTON OG
DELON í
MYND UM
TROTSKY
Nei, þeir eru ekki tveir um að leika Trotsky I kvikmyndinni, sem lokið
er að gera um ævi þess fyrrum nánasta samstarfsmanns Lenins.
Richard Burton fer með hlutverk hans i myndinni, en það er aðeins
vaxbrúða, sem situr á hnjám hans....
i vikulegum þætti brezka
útvarpsins BBC, sem fjall-
ar um leikhús og kvik-
myndir, var i síðustu viku
viðtal við leikstjóra kvik-
myndarinnar um Trotsky,
Joseph Losey, og einnig
mátti heyra kafla úr mynd-
inni þar sem Richard
Burton fór með hlutverk
Trotskys.
Sagði Losey að sér hefði verið
boðið handritið að kvikmyndinni
fyrir þremur árum en ekki haft
áhuga á þvi þá. Seinna hefði hug-
myndinni skotið upp á ný, og hann
farið að hugsa málið af alvöru.
Þegar gerð myndarinnar fór að
mótast i huga hans, hefði honum
strax dottið Alain Deioni hug sem
morðinginn og Burton i gervi
Trotskys.
t myndinni er aðallega fjallað
um sjálft morðið á Trotsky og at-
burðirnir, sem leiddu til þess að
hann var ráðinn af dögum, eru
raktir.
Sagði Losey að hann hefði reynt
eins og hægt var að fylgja sögu-
legum staðreyndum, með þvi að
skoða bréfaskipti Trotskys
skömmu fyrir morðið og annað
sem sagnfræðingum hafi tekizt að
grafa upp um það.
Lev Davidovich Trotsky var á
sinum tima einn nánasti sam-
starfsmaður Lenins og ritstýrði
þekktasta blaði byltingarmanna
ISKRA (Neistanum). Seinna varð
hann utanrikisráðherra bylting-
arstjórnarinnar.
Eftir lát Lenins fór að halla
undan fæti fyrir honum og Stalin.
Zinoviev og fleiri réðust harðlega
gegn honum. Hann missti stöðu
sina sem varnarmálaráðherra og
svo kom að lokum, að hann var
rekinn úr flokknum fyrir and-
flokkslega starfsemi.
í janúar 1928 var hann rekinn úr
landi. Eftir það bjó hann i Tyrk-
landi, Noregi 1936 og til Mexico
fór hann i janúar 1939.
Hann var ráðinn af dögum 20.
ágúst i húsi sinu i útjaðri Mecico-
borgar, af „vini” sem talinn var
útsendari stalinista.
LÍKUR SÆKIR LÍKAN
HEIM.......
Maður einn sótti um starf hjá
dýragarðinum, en fékk þau svör,
að hans væri ekki þörf þá
stundina. Hann var aftur á móti
beðinn um að koma aftur vikuna
eftir —- en þá fékk hann sömu
svör.
I þann mund, að hann var að
hafa sig á brott kom forstjórinn á
harðaspretti og kvartaði undan
þvi, að görilla dýragarðsins hefði
dáið rétt i þessu. — Og þar sem
garðurinn opnar eftir aðeins tiu
minútur, eru góð ráð dýr.
Skyndilega flaug honum sú
hugmynd i hug, að sá er þarna
var staddur i aivinnuleit brygði
sér einfaldlega i ham górillunnar
og yrði lokaður inni i apabúrinu.
Maðurinn gekk að þessu, og
honum var umsvifalaust brugðið i
górillu-gerfið og hann læstur inni
i búrinu.
Fljótlega fór fólk að tinast inn i
garðinn og vakti þá górilluapinn
einna mestu athyglina fyrir sakir
ólátanna og óhljóðanna, sem
hann lagði sig allan fram um aö
gera sem eðlilegust.
Svo mikill var bægslagangurinn
að skyndilega féll hann niöur úr
gólfinu — og i ljónabúrið.
Vitstola af hræðslu byrjaði
manntetrið að hrópa á hjálp
þegar ljóniö ýfði makkann og
æddi af stað i áttina til hans.
Maðurinn hélt að ævi hans væri
öll. þegar ljónið hvislaði allt
i einu að honum: — Góði bezti,
þegiðu. Annars verðum við báðir
reknir!
Auglýsing:
Páfagaukur til sölu strax —
sökum þess að ég er orðinn leiður
á að rifast við hann um fjárlaga-
frumvarpið og skattana....
ÖKUÞÓRINN
BRESJNEV!
Fremsti maður
Sovétrikjanna, Leonid
Bresjnev, sem nú er
orðinn 65 ára gamall, er
hinn mesti ökuþór. Hann
liefur sex bifreiðar i
takinu: svartan Rolls-
Royce, Kádilják,
Citroén og þrjár
tegundir rússneskra bif-
reiða.
Lconid Bresjnev á veiðum i Ung-
verjalandi.
Þegar hann situr sjálfur undir
stýri er hann i essinu sinu — og
hann hefur yndi af þvi að aka
hratt. „Þegar ég geysist eftir
vegunum fyllist ég sjálfsöryggi,”
segir Bresjnev. „Og þvi hraðar
sem ég ek, þeim mun öruggari
verð ég með sjálfan mig.”
Bresjnev fer oftlega I langar
veiðiferðir. Og ökuferðanna til
veiðisvæðanna nýtur hann engu
minna en sjálfra veiðanna.
Annars eru það helzt villisvin og
hreindýr sem hann eltist við. I
Moskvu ekur Bresjnev aldrei
sjálfur, það gerir einkabilstjóri
hans.
Einkabilstjóri Bresjnev er sami
ökuþórinn og hann, og knýr öku-
tækið ætið vel áfram á leiðinni
með hann til Kreml. Slik er
keyrslan á þeim þá, að yfirvöldin
hafa bannað alla keyrslu inn á
leið þeirra frá hægri á þeim tim-
um, sem þeir eru á ferðinni
Kádiljákur Bresjnevs er gjöf
frá Nixon, Citroénbifreiðina færði
Pompidou honum að gjöf, en
enginn veit hvaðan hann fékk
svarta Rolls-Roysinn.
OTTO SIGVALDI
hefur flutt inn i nýtt hús i Gentofte
ásamt konu sinni, Kirsten
Delholm, eftir að hafa selt sinn
helming villunnar sem hann bjó i
áður. Og bókaútgefandinn með
barnavagninn er ekki auralaus
fremur en fyrri daginn: hann gaf
sem næstfimm milljónir isLkróna
fyrir nýja húsið.
,/RAUÐA SKIKKJAN"
var frumsýnd i Bandarikjunum,
nánar tiltekið á Broadway, i
miðri þessari viku. Gitte Hænning
var viðstödd frumsýninguna — og
sneri svo strax heim til
Danmerkur að lokinni sýning-
unni. „Mér likarekki New York”,
sagði hún við komuna til Kaup-
mannahafnar.
Hvers vegna ertu svona viss
um að það sé Ólafur, sem hafi
iogið þvi i alla, að það hafi verið
þú, sem stalst kartöflum úr
kjallara nágrannans?
— Hann var sá eini, sem sá tii
min.
JAPÖNSKU KOKKARNIR BEZTIR
m ibb. * ¥ S
í *
JÍl%; K\ v 1 J 1
Þeir eru alvörugefnir yfir
matseldinni þessir fjórir
matreiöslumenn, enda er
til óvenju mikils að vinna
aö maturinn verði nú sem
beztur, nefnilega gull-
verðlaun.
Myndin er tekin i siðustu viku i
risastóru eldhúsi, sem slegið var
upp i Frankfurt, til aö hægt væri
að halda þar i borg „Olympiu-
kokkakeppni”.
Kokkarnir á myndinni eru frá
Noregi, en þeir komust i fjórða
sæti með veizlu sina. Fyrsta sætið
skiðuðu Japanir, og opnuöu þann
ig austurlenzkum mat greiðari
lcið á borð Evrópubúa.
Vestur-Þjóðverjar nældu sér i
annað sætið, en það voru samtals
23 lönd, sem sendu matreiðslu-
menn i keppni þessa.semer
sú fyrsta af þessu tagi.
Rollsvagninn dró alla athygli
fró lúxus-Benz Playboy-kóngsa
sina var sá hinn sami og segja má
aö hrundiö hafi Buggy-æðinu af
stað. Nefnilega Joe Troiani, sem
orðinn er leiöur á' að aka um á
buggy-krili og ekur nú um á
Fólksvagni, sem hefur á sér yfir-
bragö heldrimanna-bila.
Joe segir frá þvi, þegar hann
eitt sinn sá sér færi á að leggja
Rollsvagninum sinum á bilastæði
við hlið hinnar heimsfrægu
Mercedes-limo-luxuskerru
PLAY-ritsljórans Hugh Hefners,
sem búinn er öllu þvi markverð-
asta, sem einn bil má pr.ýða.
„Þegar ég kom til baka ætlaði
ég ekki að komast að bilnum
minum fyrir forvitnu fólki, sem
hópazt hafði utan um hann”,
rifjar Joe upp. „Aftur á móti hefði
ég auöveldlega getað ekiö burt á
vagninum hans Hefners. Það
hefði enginn veitt þvi athygli, þó
að honum hefði verið stolið þarna
afstæöinu”.
En lalsmenn Rolls-Royce eru
ekki eins hrifnir, þegar þeir lýsa
áliti sinu á fyrirbrigðinu. Þeir
virðast miklu fremur sármóðg
aðir: „Húdd af Rolls-Royce á
Volkswagen er rétt eins og herða-
slá af risa komin yfir herðar
dvergs.”
Þeir hjá Rolls-Royce cru ekkert hrifnir af þessu fyrirbrigði.
Nú þegar hafa Rolls-
vagen-húdd selzt í
þúsundavís í Bandaríkjun-
um og víðar. Hér um götur
borgarinnar er meira að
segja einn slíkur á ferðinni.
Það er að segja: Folks-
vagen með húddi með
sama lagi og er á Rolls
Royce.
Sá sem var einna fyrstur til að
setja Rolls-húdd framan á bifreið