Vísir - 17.11.1972, Síða 1

Vísir - 17.11.1972, Síða 1
<!2. árg. — Föstudagur 17. nóvember 1972 — 264 tbl HVÖSS GAGNRÝNI SENDIHERRA Á UTANRÍKISÞJÓNUSTUNA Sjá bls. 3 Svíar „syntu" til tunglsins — tíu sinnum kringum jarðarkringluna Yfir SOO þúsund Sviar syntu 200 metrana i Norrænu sundkeppninni. En þó þeir ..syntu” til tunglsins dugði það skammt. i frétt frá Stokkhólmi segir, að ís- lendingar hafi sigrað með yfirburðum i kcppninni. Sjá iþróttir i opnu. Boðið fjögurra milljóna órslaun — sjó íþróttir í opnu Viltu forsíðufrétt í stórblaði um ÞIG? Þú gætir komið kunningjum þinum skemmtilega á óvart með þvi að fá „forsiðufrétt i stór- blaði” um ÞIG. Til dæmis með inynd. Eða stór a u g lýs i n g a sp j öl d um eitthvert „afrek” sem þú hafir unnið. Erlendis eru fyrirtæki, sem sinna þessu skemmtilega verkefni, og er sagt frá sliku á NÚ-siðu. SJABLS. 12. Kvcnþjóðin við stýri í ,nemendauppreisn' Sjá Innsiðu bls. 9 Fréttir j siVijiili á bls. 4 og 13 Hvað er fugl? „Rithöfundar eru ekki á einu máli um „skilgreiningu” á þvi, hvað fugl sé og fleira. SJA MENNINGARSÍÐU BLS.7. Stöðumœlasektir fara í körfuna Sjó bls. 2 „Hótekjumenn skammta sjólfum sér laun" llátekjumennirnir skammta sjálfum sér launin, og þeir skammta öðrum þjóðfélags- horgurum launin. Þannig geta þeir hækkað sin að vild en setzt á hækkanir hinna. Þetta segir Þorsteinn Thorarensen i föstudags- grein. SJA BLS. 6. Mjólkurbrú mynduð fró Reykjavík til ísafjarðar — greiða verður 5 krónur í flutningsgjald af hverjum mjólkurpotti sem fer flugleiðis isfirðingar munu i vetur drekka mjólk frá Reykjavik. i morgun flaug Ingimar Svcinbjörnsson, flugsljóri, fyrstu áætlunarferðina með fragt til isafjarðar, alls 5 tönn af vörum, en þar af var lyrsta sendingin af mjólk, rjóma og öðrum mjólkurafurðum til is- firðina, um 2 tonn. „Astæðan fyrir þessu er eingöngu sú, að á tsafirði hefur verið og er mjólkurskortur, einkum að vetrarlagi”, sagði Pétur Sigurðsson, mjólkurtækni- fræðingur hjá framleiðsustofnun landbúnaðarins i morgun. Ekki vissi hann hversu miklir flutningarnir yrðu i vetur, en reiknað er með að senda mjólk fjórum sinnum i viku vestur. Kostnaður við að senda mjólkurlitra er 5 krónur eða þar um bil, en neytandinn á Isafirði kaupir sina mjólk á sama verði og annars staðar. Sérstakur sjóður, verðmiðlunarsjóður, sem fær 23 aura af hverjum mjólkurlitra sem kemur frá mjókurbúunum, borgar þann mismun, sem verður vegna flugsins. t sjóð þennan koma árlega um 20 milljónir og er þvi fé einmitt varið til að jafna verðlagið á einstökum svæðum, eins og hér hefur orðið nauðsyn- legt. Pétur Sigurðsson kvað mjólkurskort ekki vera annars staðará Vestfjörðum en á tsafirði og nágrenni, sem stafaði af minnkandi framleiðslu. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugfélags tslands, kvað flugið i morgun mikinn áfanga fyrir flugið hjá félaginu, þar sem hér væri um að ræða fyrstu áætlunina með vörur eingöngu, en oft skapast vandamál með stærri vörur, sem hefði reynzt erfitt að taka i farþega- flugi. Mjólkurflutningarnir hefðu ýtt undir það að gera sérstaka áætlunarferð til Isafjarðar á fimmtudögum og eflaust yrði framhald á i þessum efnum siðar. JBP. Kristján Egilsson, aðstoðarflugmaður hampar hér einni fernunni, sem þeir fá frá Reykjavtk með mjólkurbrúnni, sem opnuð var f morgun til isafjarðar. Ljósmynd Vísis BG. Eftirlitsskip kom til ísafjarðar LÓÐSAÐI SKIPIÐ INN ÁN LEYFIS BÆJARYFIRVALDA „Skipið fékk enga afgreiðsiu hér i landi, hvorki vatn, vistir eða viðgerð enda ekki farið fram á slikt. En hvort það sé brot á samþykkt hafnarstjórnar að lóðsa skipið inn veit ég ekki,” sagöi Bolli Kjartansson, bæjar- stjóri á ísafirði, i samtali við Visi. Vestur-þyzka eftirlitsskipið Frithjof kom inn til ísafjarðar f fyrradag og setti einn mann i land, sem þurfti að komast utan. Hafnsögumaður lóðsaði skipið inn og lagðist það við bryggju fyrir framan varðskipið Tý. Eftir klukkustundar viðdvöl hélt það burt. Hafnsögumaðurinn hafði ekki samband við bæjarstjóra, sem jafnframt er hafnarstjóri, áður en hann lóðsaði skipið að bryggju. Liggur ekki ljóst fyrir hvort hér er um að ræða brot á afgreiðslu- banni hafnarstjórnar tsafjarðar eða ekki. Hafsteinn Hafsteinsson hjá Landhelgisgæzlunni sagðist ekki sjá að skipið hefði þurft leyfi gæzlunnar til að setja manninn á land. Það væri á valdi hafnar- stjórna út um land að taka ákvörðun um hvaða þjónustu eftirlitsskipin fengju. -SG. EKKERT LÁT Á ÚTGÁFU BÓKA UM DULSPEKI Sjá bls. 8 Ráðizt á ungbarn Sjá baksíðu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.