Vísir


Vísir - 17.11.1972, Qupperneq 5

Vísir - 17.11.1972, Qupperneq 5
Visir. Föstudagur 17. nóvember 1972 5 AP/IMTB' í morgun útlöndí morgun útlönd í morgun utl Umsjon Guðmundur Pétursson Kosningaslagur Wiily Brandt, rikiskanslari V- Þýzkalands, ávarpar hér uni 10.000 manna fund socialdemókrata i Frankfurt fyrir kosningarnar á sunnudaginn. Kosningabaráttan hefur verið i algleymingi þessa dagana, þar sem ber hæst tvö mál: Austurstefna Brandts, sem ávann honum Nóbelsverð- launin, og svo verðbólgan. Skoðanakannanir benda til þess, að stjórnarflokkarnir, socialdemokratar og frjálsir demokratar, muni halda velli, en niðurstöður eru þó svo naumar, að þessar kosningar eru taldar cinhverjar þær tvisýnustu sem cfnt hefur verið til i V-Þýzkalandi. ,Viljum engor breytingar ó vopnahlés- uppkastinu" — segja N-Víetnamar, en S-Víetnamar vilja ekki sœtta sig við A sama tima áttu fulltrúar Bandarikjamanna undir forystu Ellsworth Bunkers, ambassa- dors i Suður-Vietnam, viðræður Xua,. Thuy, lýsti þvi SLJSSf Aðaisamningamaður Ilanoistjórnarinnar i viöræðunum i Paris, yfiri gær, á 167, fundin- um sem haldinn hefur verið þar, að Norður- Vietnam geti ekki sætt sig við neinar tillögur að hugsanlegum breytingum á vopna- hlésuppkastinu. Þessi yfirlýsing Thuy þykir varpa nokkrum skugga á þær vonir, sem menn gerðu sér um, að friður væri á næsta leyti í Vietnam. Vafi þykir nú leika á þvi, hvort nokkuð verður af fundi Le Duc Tho frá Norður- Vietnam, sem er væntanlegur frá Moskvu til Parisar núna um helgina, og Henrys Kissinger. Þess hafði fastlega verið vænst, að þeir hittust i Paris um helg- ina, til þess að reka smiðshöggið á vopnahléssamningana, sem þeir sömdu um i siðasta mánuði. Skömmu áður en Xuan Thuy gaf út sina yfirlýsingu, hafði aðalsamningamaður Saigon- stjórnarinnar, Nguyen Xuan Pong, endurtekið fyrri mót- mæli stjórnar Suður-Vietnam varðandi ýmis atriði vopnahlés- uppkastsins. Svo að ekki fer á milli mála, að stjórn Suður-Víetnam hefur ekki hnikað til i fyrri afstöðu sinni, og er ennþá andsnúin þvi samkomulagi, sem Kissinger náði við Le Duc Tho. máli utanrikisráðherra Suður Vietnam, Tran Van Lam, en i fyrradag átti Bunker viðræður við Thieu forseta. — Ekkert var látið uppi um þessar viðræður i gær. Kissinger hefur verið undan- farna daga gestur Nixon-hjón- anna i fjallakofa forsetans i Maryland, en þangað var hann kvaddur á miðvikudaginn til viðræðna við forsetann. Hefur almennt verið talið, að þeir væru að bera saman bækur sin- ar fyrir lokaatrennuna i friðar- samningunum, áður en Kissing- er hittir Tho. Einn aðalfulltrúi Bandarikj- anna i Suður-Vietnam, sem unn- ið hefur þar að friðarumleitun- um i sex ár, William Chambers, sagði af sér störfum núna i vik- unni. Sagði hann ástæðuna fyrir afsögn sinni vera „algera and- styggð á stefnu og afstöðu Bandarikjanna i viðleitni þeirra til að binda enda á styrjöldina”. Samstarfsmenn hans og yfir- menn heima i Bandarikjunum hrósuðu honum fyrir störf hans, en vildu ekkert láta hafa eftir sér um yfirlýsingu Chambers. „Hann hefur rétt á þvi að hafa sinar skoðanir, eins og aðrir”. Einn þeirra sagði: „Hann er afar áhugasamur og kappgjarn og svo virðist, sem hann hafi ekki sætt sig við, að hlutirnir voru ekki framkvæmdir á þann hátt, sem hann hafði helzt kos- ið”. KENYA VISAR UKA ASÍUMÖNNUM ÚR LANDI Kenya ætlar að fylgja fordæmi Amins, forseta Ugapda og visa úr landi öllum Asiu-mönnum, sem ekki eru rikisborg- arar. G.M.Matheka, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins, tilkynnti i gær, að öllum verzlunareig. af Asiuþjóðerni verði fyrir desem- berlok gert að afhenda rikisborg- urum i Kenya verzlanir sinar innan þriggja mánaða. En lög- gildir borgarar Kenya muni verða styrktir af rikinu til þess að taka að sér rekstur þessara fyrir- tækja. Martin Shikuku, innanrikis- málaráðherra Kenya, réðst harkalega á Asiu-menn, sem hafa rikisborgararéttindi i ræðu, sem hann flutti á þingi Kenya i gær. „Þeir, sem imynda sér, að það, sem gerðist i Uganda, muni ekki ske hér — blekkja sjálfa sig. Það er aðeins spurning hvenær”. Asiumenn i Kenya eru komnir af járnbrautaverkamönnum og kaupmönnum, sem Bretar fluttu inn i nýlendu sina fyrir nær 75 ár- um. Margir þeirra kusu að vera áfram brezkir rikisborgarar, þegar nýlendunum var veitt sjálf- stæði, vegna þeirra upplausnar og óöryggis, sem gætt hefur hefur i stjórn nýrikja Afriku. Afrikumenn saka Asiumenn um klikuskap og um að lauma undan fjármunum inn á bankareikninga i Evrópu og Asiu. Um leið og Matheka ráðuneytisstjóri tilkynnti, hvað framundan biði Asiumanna, kvartaði hann undan þvi, að þeg- ar hefðu margir Asiumenn lokað verzlunum sinum og neitað að af- henda þær borgurum Kenya. Barnarœning- jarnir teknir Litla telpan, sem hrifsuð var úr höndum móður sinnar úti á miðri götu i Paris i fyrradag, fannst i gær heill á húfi • Skilaboð höfðu borizt frá ræningjunum i fyrradag, að þeir krefðust 5 milljóna króna lausnargjalds, og varði faðirinn gærdeginum til þess að reyna að skrapa saman fé til að kaupa fjögurra ára dóttur sina úr höndum ræningjanna. En lögreglan fékk ábendingu um, hvar ræningjarnir væru, og handtók þrjá menn, sem voru i ibúðinni, þar sem barnið var falið. P'jórði maðurinn var einnig handtekinn, grunaður um að vera viðriðinn barnsránið. Móðir barnsins þekkti aftur einn mannanna fyrir sama manninn, sem hrifsaði barnið úr höndum hennar og hafði reyndar þann 20. okt. reynt að ræna syni hennar aðeins 4ra mánaða gömlum. Hafði hann þá ætlað að svæfa móðurina með eter, en ná- grannakona fældi hann i burtu. 1 h’rakklandi varðar mannrán alll að lifstiðarfangelsi. Heath fór sjólfur til írlands LÆRIÐ AÐ HLUSTA JAFNT OG AÐ TALA — sagði Heath við stjórnmólaleiðtoga ó N-lrlandi í gœr i stormviðrinu sem geysaöi i Mið-Evrópu i vikunni strandaöi kinverska flutningaskipiö, Wan Chun, skammt frá Bakkum i Hollandi en linu var skotið út i skipiö og áhöfninni bjargaö, eins og þessum háseta á myndinni, i björgunarstól i land. Edward Heath, forsætisráðherra Bret- lands, fer i dag i nokkrar snöggar ferðir með þyrlu um Norður-irland til að hitta að máli heima- stjórnarmenn og hvetja þá til þess að binda endi á blóðsúthellingar og finna lausn á stjórnmálavanda landsins. Gert er ráð fyrir, að Heath hafi viðkomu i Londonderry, annarri stærstu borg Norður-lrlands, og fleiri óeirðarstöðum, áður en hann snýr aftur lil Belfast og slær botninn i viðræðurnar. Þessar tveggja daga viðræður Heaths við háttsetta kirkjunnar menn, stjórnmálamenn og yfir- menn öryggissveitanna, eru hans fyrstu á írlandi, siðan hann tók sæti 1970 sem forsætisráðherra. Tilgangurinn er að reyrra að íá meirihlutann (mótmælendur) til að mynda með minnihlutanum (rómversk kaþólskir) nýja heimastjórn. Eftir að Heath fer frá Irlandi i nótt, mun William Whitelaw, aðalsamningamaður Heaths á Norður-lrlandi, halda áfram við- ræðunum. En ef upp úr slitnar, er talið fullvist, að stjórn Heaths sé staðráðin i að gripa til eigin ráða við breytingar á heimastjórn ÍRA, og það sennilega fljótlega upp úr áramótunum. í harðorðri ræðu, sem Heath flutti i Belfast i gær, gerði hann það ljóst, að Breta væri að bresta þolinmæðin, þar sem ekkert lát virtist ætla að verða á ofbeldis- verkum i Norður-Irlandi, en á siðustu þrem árum hafa 630 manns látið þar lifið i átökum. „Timi er til kominn,” sagði Heath, „til að byrja á nýjum enda, og stjórnmálaleiðtogar hér verða að læra að hlusta jafnt og að tala, og þeir veröa að gefa eftir, en ekki bara að leggja fram kröfur.” Heath hvatti ibúa N-lrlands til þess að sýna vilja sinn til friðar með þvi að gera öfgasinnum það ljóst, „að byssur og sprengjur eru engin lausn.” „Það er ekki nóg að sitja bak við læstar dyr og biðja til Guðs, að byssubófarnir fari framhjá,” sagði hann. „ofbeldi verður þvi aðeins.stöðvað, að þeir sem eru á móti ofbeldi snúist gegn þvi og yfirbugi það. Hermdarverka- mönnum má ekki gefa vonir eða hvetja þá. Það verður að neita þeim um fé, og það verður að neita þeim um griðastað, þar sem þeir geti leitað skjóls i, til þess siðan að ráðast aftur á sam- félagið.” Þetta mun Heath hafa endur- tekið i einkaviðræðum við trúar- og stjórnmálaleiðtoga, en hins vegar undirstrikaði hann andúð sina á baráttusamtökum mót- mælenda og kaþólskra með þvi að neita að ræða við fulltrúa þeirra.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.