Vísir


Vísir - 17.11.1972, Qupperneq 6

Vísir - 17.11.1972, Qupperneq 6
6 Visir. Föstudagur 17. nóvember 1972 VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Tarsan snýr aftur Margar hetjur hafa snúið aftur, kannski út úr óbyggðunum eða jafnvel upp úr gröfinni, og tekið i lurginn á illræðismönnum. Ein sú hetja er Tarsan. í heiminum er nú urmull af hetjum, sem biða færis að snúa aftur til hásætanna gömlu. Margir eru uppgjafarkóngar, sem hafa verið hraktir úr löndum sinum. í þeim hópi eru einnig fyrrverandi forsetar og forsætisráðherrar og önnur fyrirmenni. Sumir hafa raunverulegar vonir um að snúa aftur. Aðrir lifa i draumi. Einn þessara manna er að snúa aftur. í sæg uppgjafareinræðisherra rómönsku Ameriku er einn, sem hefur tollað i sviðsljósinu i langri út- legð. Juan Peron, fyrrum einræðisherra i Argen- tinu. Mikill hluti þjóðarinnar telur hann enn vera þann Tarsan, sem geti tekið i lurginn á illræðis- mönnunum. Argentina hefur ekki verið minna tindátariki en önnur i rómönsku Ameriku. Vist var Peron steypt af stóli með fögrum fyrirheitum um lýð- ræði. Lýðræði var reynt, en það samrýmdist ekki valdafikn herforingja. Siðan hefur hver fulltrúi hersins tekið við af öðrum. Stjórnmálabarátta hefur annars vegar verið valdatafl herforingja hvers gegn öðrum og hins vegar ofbeldi skæru- liðaflokka öfgamanna til vinstri og hægri. Stjórnin i Argentinu hefur að visu verið farsælli en herforingjastjórn Brasiliu eða Paraguay, en hún hefur verið ógæfustjórn engu að siður. Spill- ing er rikjandi. Valdaklikur maka krókinn, en allur almenningur hefur litið bætt kjör sin, siðan Peron var steypt. Uppgefnir á spilltu stjórnkerfi ogstöðnunhafamennmænt á sinn Tarsan i útlegð og séð ofsjónum kosti hans. Peron hefur verið guð margra alþýðumanna, sem hafa látið sig litlu skipta fréttir af svalli hans og sukki. Þeir hafa talið sig eiga bjargvætt i þeim manni, sem helzt hefur leitað skjóls undir handarkrika afturhalds- sömustu einræðisherranna. Á Spáni og i Portúgal. Stjórn Argentinu leyfir Peron nú fyrst að snúa aftur, og ekki er alveg ljós, hvað hún hyggst fyrir. Peron hefur alla tið haft mikið fylgi. Stuðnings- menn hans hafa margsinnis sett allt á annan end- ann i baráttunni fyrir endurkomu hans. Það hefur ekki komið til mála fyrr en nú, af þvi að valdhaf- ar hafa verið of hræddir við Peron. Nú þykjast þeir hafa einhver þau tromp, sem geti eyðilagt spil Perons. Hann hefur enn mikið fylgi, en kannski ekki nóg. Ef til vill telja valdhafar, að þessi Tarsan sé orðinn of máttlaus og gamall til að duga i nokkru og muni hann bezt afhjúpa eymd sina i eigin persónu. Peronisminn var einstök stefna. Kannski mætti segja, að hann hafi verið sambland fasisma og sósialisma á þjóðlegum grundvelli. Dýrð Perons átti uppsprettu i ástsæld konu hans Evitu, fremur en vinsældum verka hans. Þegar hún dó urðu valdadagar hans skammir. Evita fór milli fátæklinga og útbýtti ölmusu. Hún sagði lika margt fallegt um umbætur. En þær urðu mestar i orði. Peron hefur nú endurheimt lik konu sinnar, sem stjórnin hafði haldið leyndu. Hann bindur miklar vonir við atkvæðaveiðar i afli þessa konu- liks. Tarsan snýr aftur til að vinna bug á ill- virkjunum, en hann hefur litinn mátt nema likið af Jane. Verðbólga herrann Edward Heath, sem skaffaði sér sjálfur 40% kjara- bætur með einu pennastriki. Hann hækkaði laun sin i einu vet- fangi úr 2,8 millj. isl. kr. uppi i 4 milljónir. Samsvarandi hækkun varð á launum foringja stjórnar- andstöðunnar, og er það fagurt fordæmi, að Harold Wilson foringi Verkamannaflokksins þróun sem fyrst i stað verður þegjandi og sjálfkrafa og óbeizluð af þvi að hún gengur þvers i gegnum alla flokka og verkalýðs- skipun. Þvi vita menn fyrst i stað ekkert, hvaða tökum á að taka þessu vandamáli, og er nauðsyn- legt að menn reyni að skilja hvaða öfl eru hér að verki og hvar þau er að finna. Edward Heath varð þvert ofan i gefin loforð að setja á 3 mánaða launa- og verðstövöun. Sama vandræðaveinið heyrist viða úr löndum yfir verðbólgu. Alls staðar eiga rikisstjórnir við erfiðleika að striða vegna vcrð- bólgunnar. Þjóðirnar hafa ætlað sér almennar lifskjarabætur með aukinni tækni og framleiðni, en svo kemur verðbólgan og étur það allt jafnóðum upp. Áællanir eru gerðar um að koma á heilbrigöis- þjónstu og velfcrðarríki, en verð- bólgan étur allt jafnóðum upp, skerðir jafnóðum örorku- og elli- lifcyri, svo minna verður til skipt- anna, gcrir lieilbrigðisstofnanir og sjúkrahús svo dýr i rekstri að bað ætlar allt að sliga, en almenn- ingur situr uppi ineð lélegri heil- brigðisþjónustu en áður. Verðbólguvofan fer ekki eftir neinum flokkum, hún sækir á hvort sem hægri eða vinstri öfl eru við völd. Hér á landi höfum við nú helzt haldið okkur uppi á þvi að fiskur hefur hækkað á Bandarikjamarkaði um helming — 100% á svo sem tveimur árum. Sú hækkun hefur verið dásamleg fyrir okkur, en hvað þýðir hún fyrir hinn bandariska neytanda? Svo ryðjast allar stéttir hér á landi inn i bardagann að reyna að hrifsa til sin þennan Amerfku- gróða i óskaplegum darradansi, og ekki liður á löngu áður en allt er uppétið af verðbólgu. Fremur ihaldssöm stjórn Nixons forseta hefur ekki getað komið i veg fyrir þessa 6% meðal- talsverðbólgu á ári. Undir stjórn jafnaðarmannsins Willy Brandts bryddir jafnvel á verðbólgu hjá agahlýðnum Þjóðverjum og kom upp missættti i stjórninni, þar sem Karl Schiller vildi ekki sætta sig við að gáttir yrðu opnaðar fyrir verðbólgubylgjunni. Við íslendingar höfum að visu ekki staðið okkur vel i iþrótta- keppnum upp á siðkastið. En i einu sporti erum við alltaf fyrstir með glæsilegustu metin. Það er i verðbólgukapphlaupinu. Þar höfum við slegið öll Evrópumet siðasta árið. Næst okkur i verð- bólguafrekum koma Bretar og er talið að verðbólgan hafi numið þar árlega um 8.% Þar sem hún hefur verið fáeinum prósentu- stigum meiri en i flestum öðrum Evrópulöndum, hefur allt smám saman orðið hærra og dýrara þar. Þvi hefur svo fylgt æ meiri spenna i kjarabaráttu með löngum skaðræðisverkföllum, svo efnahagslif Bretlands er komið fram á hengiflug með sifelldum greiðsluhalla út á við og vaxandi atvinnuleysi. Er það sérstaklega alvarlegt nú, þegar Bretar eru um það bil að ganga i Efnahags- bandalagið. t siðustu viku neyddist ihalds- stjórn Heaths til að gripa til mjög róttækra aðgerða til að forðast efnahagshrun. Var það niður- lægjandi fyrir Heath að gripa til verðstöðvunar, þvi enginn hafði gumað meir en hann af þvi og gefið fyrirheit um það i siðustu kosningabaráttu, að stjórn hans skyldi varðveita frjálsa kjara- baráttu oj> verðmyndun. Nú mátti hann éta hattinn sinn og ofan i sig öll sin orð. En það var ekki um neitt annað að ræða. Spennan i kjaramálunum var orðin svo mikil að upp úr ætlaði að gjósa óðaverðbólga. Heath gerði siöustu tilraun til að viðhalda skynmynd frjálsrar kjaramyndunar með þvi að kalla til sin foringja verkalýðs og atvinnurekenda. Var þjarkað um það heila nótt i Downingstræti 10, en báðir sátu fastir við sinn keip. Verkalýðsmenn heimtuðu stór- hækkað kaup en atvinnurekendur verðhækkanir. Þá sendi hann þá heim og var nú ekki um annað að ræða en að taka einhliða stjórnar- ákvörðun um 3 mánaða launa- og verðstöðvun. Kjaraspennan i Bretlandi kom hvað greinilegast i ljós i sumar, þegar starfsmenn á sporvögnum og járnbrautum fóru i verkfall og lömuðu samgöngur i lengri tima. Það var harösótt vekfall, sem endaði með þvi, að „skalinn” var sprengdur með um 15% kaup- hækkun. En það var ekki talað um neinn skala, þegar aörar stéttir útveguðu sér kjarabætur með enn stærri prósentuhækkunum. Efst á blaði er sjálfur forsætisráð- þarf heldur ekki að fórna miklum tima i verkföll til að hramsa 40% launahækkun, enda getur hann'nú lifað eins og herramaður, sem sjálfsagt er. Þingmenn brezka parlamentsins, yfir 600 manna stétt ákvaö sér sömuleiðis snöggt um 40% hækkun uppi i 900 þús. kr. árslaun i stað 650. þús. áður. En nú þegar lögreglumenn fara fram á 20% kauphækkun, raf- virkjar 37% og landbúnaðar- verkamenn 54% kauphækkun, þá er von að mönnum finnist heimurinn vera að farast og skelli á þriggja mánaða launastövðun. Siðasta árið hefur kjaraspennan i Bretlandi ekki vaxið einungisiibapáttuverkalýðs- félaga, þó mest hafi borið á henni. Þegjandi og hljóðalaust hafa hálunastéttir Bretlands tekið sér stórfelldar kjarabætur. Dæmi skulu tekin: Derek Barnes for- stjóri byggingarfélagsins Northern Development ákvað aö hækka eigin laun um 67% úr 1,2 millj. ísl. kr. i 2 millj. Og Sir Leonard Crossland stjórnarfor- maður Ford-bilaverksmiðjanna fékk 20% hækkun uppi i 7,2 millj. kr. árslaun. Þessarar sérkenni- legu hreyfingar til að hækka við- stöðulaust hálaun, meðan smáhækkanir á láglaunum kosta harðvitug verkföll, gætir nú viöa á Vesturlöndum og sýnist þaö muni færast i aukana á næstunni með þvi vinstristefnuhruni, sem nú blasir við m.a. eftir forseta- kosningarnar i Bandarikjunum. Hér er á ferðinni ný samfélags- Hálaunaþróunin sem lika hefur gætt talsvert hér á landi er mjög varhugaverð. Að visu skal ekki hafa a móti þvi i sjálfu sér að dugnaðar og afreksmenn fái umbun verka sinna. Slikt er i sjálfu sér eðlilegt til uppörvunar til stærri átaka og verka. En eins og aðstaðan er núna i þjóð- félögunum með kjaraspennu og kröfum i allar áttir, er hætt við að hálunaþrýstingurinn valdi þjóð- félagsranglæti. Hann hefur jafn- framt þau áhrif að ýta stórkost- lega undir verðbólgu og er meginorsök hennar. Hann lamar ennfremur getu rikisvaldsins til að framkvæma umbætur á öllum sviðum. Hann veldur þvi að svo mikill þrýstingur er i neyzlu og eyðslu að allir sjóðir tæmast og brýnar félagslegar úrbætur verða að sitja á hakanum. Við höfum þegar orðið fyrir skakkaföllum af þessum hálaunaþrýstingi. A s.l. ári eftir að vinstri stjórnin var nýkomin að völdum var reynt að bæta úr ranglæti með þvi að flýta hækkun tryggingarbóta og kjarasamn- ingar gerðir um hækkun lægstu launa, svo hægt væri að lifa af þeim. Allt hefur það nú orðiö að engu og meira en það, mest af þvi að hálaunastéttirnar fóru af stað á eftirþegjandiog hljóðalaust og heimtuðu sér margfalt meiri hækkanir. Spennan hefur aldrei verið meiri en nú. Ef kjara- samningarnir i fyrra hefðu ekki verið bundnir til tveggja ára, myndu láglaunastéttirnar nú sennilega þurfa 30% hækkun til að standa jafnar. Sést það m.a. i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.