Vísir - 17.11.1972, Page 12

Vísir - 17.11.1972, Page 12
12 Visir. Föstudagur 17. nóvember 1972 o Joseph Kennedy ill., elzti sonur Roberts F. Kennedy: „Síða hárið og götuóeirðirnar líða undir lok" Robert Kennedy (til hægri) ræðir við blaðamann og spáir nýjum bar- nttuaðfcrðum ungs fólks gegn óréttlæti í heiminum. ,,Dagar amerískrar æsku, sem dregur að sér athygl- ina með fáranlegum klæðaburði, siðu hári og götuóeiröum eru að líða hjá", segir Joseph Kennedy þriðji, tvítugur sonur Roberts Kennedy og elztur sona hans. ,,Þetta er allt saman að hverfa", segir hann. ,,Og við skulum bara viðurkenna það, þetta varð alls ekki til neins góðs", segir hann. Hins vegar segir Joseph að það sé fjarri lagi að æskan hafi ,,kælt sig”. ,,Æskan vill skipta sér af vandamálum kynþáttanna og misrétti i þjóðfélaginu. Fátækt oe styrjaldir eru lika mál, sem æsk an mun skipta sér af”, er álit þessa unga manns á þeim mál um, sem talin eru þurfa breytinga við. ,,Ung fólkið hefur lært talsvert um valdatafliö og stjórnmála- flækjurnar siðustu árin. Uað veit hvernig er hægt að sameinast og skipuleggja hlutina, — og unga fólkið er rétt nýbyrjað að gera sér grein fyrir afli atkvæðis sins við kjörborðið. Uað veit að við búum við þetta kerfi, hvort sem mönn- um likar betur eða verr, — og kerfinu má einmitt breyta með atkvæðinu”. Blaðamaður frá blaðinu Enquirer hafði viðtal þetta við Joseph III þegar Kennedy-fjöl- skyldan kom saman við tennis- keppni atvinnum. sem öfluðu fjár til minningarsjóðs um Robert heitinn Kennedy. Og enda þótt Joe hinn ungi telji siða hárið og fáránlegu fötin á förum, skartaði hann þó sjálfur sinum gullnu lokkum og var klæddur að hætti ungs fólks eins og það klæðist i dag. ,,Siða hárið gerði þó einn hlut”, viðurkennir hann, ,,það dró at- hygli manna að unga fólkinu.” ,,Eg gæti trúað að ástæðan fyrir þvi að ungt fólk fór að hafa sig i frammi hafi verið sú, að heimur- inn stóð ekki frammi fyrir nein- um stórvandamálum eins og heimstyrjöldunum tveim. Það skapaðist meiri timi til að hug- leiða alla þá galla, sem kerfi okkar hafði leitt af sér”. ,,Eldra fólkið og stjórn- málamennirnir eru nú farnir að gefa skoðunum ungs fólks meiri. gaum en áður var. Það er farið að skilja að þarna er valdamikill kjarni kjósenda”. PRINS PHILIP TAPARFRÚNNI í RÚLLETTU-SPILI PRINS PHILIP TAPAR FRONNI í RÚLETTU SPILI. Blaðamann Visis rak i roga- stanz er hann leit þessa fyrir- sögn á forsiðu dagblaðs i Lond- on. Og hann bölvaði hátt og i hljóði yfir að sitja nú ekki heima við ritvélina og „skúbba” ær- lega með þessa frétt. En tortryggni blm. var vakin þegar hann leit fyrirsögn næsta blaðs þar fyrir neðan i rekk- anum á veggnum: Mikki mús kveðst reiðubúinn til að mæta Cassiusi Clay stóð þar skýrum stöfum. Og nú fór að vera ástæða til að staldra ögn við. Hið rétta kom lika fljótt i ljós. Sá hárprúði og skeggjaði ná-' ungi, sem stóð með einfeldn- ingslegan svip við afgreiðslu- borð verzlunarinnar var ekki beinlinis blaðsali. Hann hafði þó stafla af blaðinu London Glean- er við höndina, en þau eintök voru þó ekki eins og dagblöð gerast flest; á forsiðunni var nefnilega óútfyllt eyða, þar sem þeir sem áttu leið hjá gátu feng- ið nafn sitt prentað á meðan þeir stöldruðu við. Og voru fyrir- sagnir sem á undan er getið sýnishorn af útkomunni. Þannig var t.d. hægt að fá snarað upp fyrirsögn þvert yfir forsiðu blaðsins þar sem segði: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚS- SON í BINDINDI — FIMM KNÆPUR GJALDÞROTA. En möguleikarnir voru fleiri: ÞJM kemur nakinn fram á sviði i West End, ÞJM kjörinn Miss World, ÞJM kaupir allar verzl- anirnar við Carnaby Str., ÞJM snæðir i Buckingham höll, ÞJM orðinn aðalkanina Playboy- klúbbanna og loks ÞJM kosinn forsætisráðherra Englands. ÞJM lét þó ekki verða af þvi, að láta prenta þannig nafn sitt á forsiðu The London Gleaner. En mikið sá hann eftir þvi að nota ekki tækifæriðsem honum gafst i vaxmyndasafninu. Þar hefði hann getað fengið prentað vegg- auglýsingu, að hryllingsdeild vaxmyndasafnsins hefði þann heiður að tilkynna, að þar væri búið að koma fyrir vaxmynd af fréttastjóra VISIS i fullri likamsstærð. „Viltu fá nafn þitt i fyrirsögn, væni?” Við hlið þessa einfeldningslega náunga er einföld maskina, þar sem hann gat prentað fyrirsagnir frainan á The London Cleanerað vild. Ljósm: ÞJM. Fonda leikur í Brúðuheimilinu Þeir fengu heldur en ekki góða heimsókn i Röros i Noregi á dög- unum. Þangað kom fljúgandi engin önnur en hún Jane Fonda. Þangað er hún komin þeirra er- inda að leika aðalhlutverkið i kvikmynd, sem gerð verður af Brúðuheimili Ibsens. Á myndinni er leikstjórinn Joseph Losey ásamt kvikmyndastjörnunni, og eins og sjá má er orðið kuldalegt hjá Norðmönnum ekki siður en hér hjá okkur. Liklega ferst Jane Fonda það vel úr hendi að túlka kvenréttinda- konuna Nóru, sem vill ekki una þvi að vera stássbrúða á heimil- inu. RYMINGARSALA • SKYNDISALA Vegna flutnings ó Teppahúsinu í Skeifuna 15, verða ógölluð Wilton teppi seld á niðursettu verði. Gerið góð kaup á meðan birgðir endast. Teppahúsið - Húsgagnaverzlun Guðm. Guðmundssonar Skeifan 15 __________TEPPI SÍÐASTI DAGUR TEPPI

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.