Vísir - 17.11.1972, Side 13

Vísir - 17.11.1972, Side 13
Visir. Föstudagur 17. nóvember 1972 13 Fermingarbörnin i /,næturiífi" meö prestinum Nýstárleg næturvaka var hald- in i Skagafirði i sumar með ferm- ingarbörnum þar nyrðra. Segir frá þessu i nýútkomnu Kirkjuriti. Mótið var sett kl. 10 á laugar- dagskvöld i júlimánuði og stóð fram á morgun. Umsjón með mótinu höfðu prestarnir sr. Sigfús J. Arnason og sr. Tómas Sveins- son, en með þeim störfúðu Sigur- páll Óskarsson, sr. Ágúst Sig- urðsson og frú Unnur Halldórs- dóttir. Rætt var um frelsi kristins manns, leikin hljómplatan um Jesúm súperstjörnu og farið var i innileiki á árdagsstund, en pylsu- veizla mikil var að sjálfsögöu stórt atriði i vökunni. Þá var ekið i Viðimýrarkirkju og haldin guðs- þjónusta með altarisgöngu. Alls 36 fermingarbörn tóku þátt i vök- unni og þótti hún takast hið bezta. Myndin er af þátttakendum við Viðimýrarkirkju. Veröa eigendur að viö- skiptabankanum Samvinnubankinn er nú að auka hlutafé sitt úr 16 milljónum króna i 100 milljónir og var samþykkt á aðalfundi bankans að gefa öllum félagsmönnum samvinnufélag- anna kost á að eignast hlut i bank- anum. Verða hlutabréfin seld i bankanum og útibúum hans og i kaupfélögum um allt land. Mikil innlánsaukning hefur verið hjá bankanum á þessu ári, eða rúmur þriðjungur, Innlánin eru orðin 350 milljónir króna. Bankinn hefur á liðnum starfstima yfirtekið 12 innlánsdeildir hjá kaupfélögun- um og 2 sparisjóði með alls 94 milljóna innlánsfé. Fimm sækja um verðlags- stjórann Viðskiptaráðuneytið auglýsti fyrir nokkru stöðu verðlagsstjóra lausa til umsóknar. Fimm um- sóknir bárust. Þessir sóttu um starfið: Arsæll Júliusson, fulltrúi i rikisbókhaldi, Haraldur Jóhannsson, hagfræðingur, Högni Helgason, fulltrúi hjá Rafmagns- veitum rikisins, Sigurður Elias- son, verzlunarmaður og Ægir Ólafsson, framkvæmdastjóri. Stærsta frimerkjasýningin til þessa Hluti af hinu fræga Hans Hals- safni verður á stærstu frimerkja- sýningu, sem haldin hefur verið hér á landi, en hún verður á næsta ári haldin i tilefni af 100 ára af- mæli fyrsta islenzka frimerkis- ins. Sýndir verða um 300 rammar og verður sýningin i sýningarhús- inu á Mikiatúni. Verður hún opn- uð 31. ágúst og stendur i 10 daga. Form. sýningarnefndar er Jón Skúlason, póst og simamála- stjóri. ☆ KVEÐJA Sigurliðí Kristjánsson Urúpir dagur með duldan svip, fiytur oss fregn, sem fæðir kviða. Brugðið er birtu á borgarstrætum. Sefur nú sveinn svefninum langa Fallinn er frækinn forystumaður, iþróttum efidur og athöfnum stórum. Mun hans merki mönnum geymast, setti hann svip á sjálfan bæinn. Hófst af sjálfum sér svipmikili drengur, framdi fimleika af fegurð og snilli. Valdist valmenni til vegs og forystu ungrar æsku IR-inga Flytja félagar forystumanni þúsund þakkir, þrungnir harmi Lék hann þá list með léttum hætti: tvinna og treysta tryggðaböndin aldinna og ungra iþróttamanna. Rétti hjálparhönd er hans var leitaö! Far þú heill og hreinn um himinbrautir! Lýsa lofstir þinn leiftrin blikandi! iþróttafélag Reykjavfkur. RUGGUSTOLAR komnir aftur í ýmsum litum OPIÐ TIL KL. 10 I KVOLD SÍMI 11940 HÚSGAGNAVERZLXJN REYKJAVTKUR BRAl TARHOI.Tl 2 Þessir vinsœlu BÚNAÐARBANKINN Annar stœrsti viðskiptabanki á íslandi Veitir alla almenna bankaþjónustu: SPARI-INNLÁN VELTI-INNLÁN ÚTLÁN INNHEIMTA víxlo og verðbréfa LAUNAREIKNINGAR GÍRÓÞJÓNUSTA GEYMSLUHÓLF NÆTURHÓLF SPARIBAUKAR Varanleg innlónsviðskipti opna leiðina til lónsviðskipta BANKINN ER BAKHJARL Bónaðarbanki íslands 5 útibú í Reykjavík — 12 afgreiðslur úti ó landi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.