Vísir - 29.11.1972, Blaðsíða 3
Yísir. Miitvikudagur 29. nóvember 1972
3
Ert þú tilbúinn að hjálpa þeim
þessum við baðmullartinsluna?
Ef svo er, þá hringdu i sima 94-
:SI19.
heimili „The Ghetto”, „sagði
Sigurður, þegar talið barst að
húsnæðinu.
„Húsin eru litil , en i hverju
þeirra eru tvö herbergi. Eitt stórt
fyrir þrjá ibúa og eitt litið fyrir
einn ibúa. I þeim eru beddar og
borð, og er hverjum og einum
heimilt að skreyta húsnæðið að
eigin vild. Okkur voru meira að
segja fengnir i hendur penslar og
málning til að geta látið til skarar
skriða strax og við komum
þangað”
„Og hvað gera menn sér til
skemmtunar á samyrkjubúinu?”
„Synda meðal annars. Það er
útisundlaug á staðnum, sem er
alltaf opin og þarna er lika körfu-
knattleiksvöllur.
Kvikmyndasýningar eru að
minnsta kosti einu sinni i viku
hverri og eru annaðhvort úti
undir berum himni eða inni i
borðsalnum. Kvikmyndirnar eru
ekki af verri endanum, en sem
dæmi get ég tekið þrjár myndir,
sem við sáum i sumar og kvik-
myndahúsunum hér heima þykja
sér lika boðlegar: nefnilega
myndirnar „Sjónarvotturinn” ,
„Alice’s Restaurant” og Get
Carter”.
Og það má ekki gleyma
dansleikjunum, sem alltaf eru
haldnir öðru hverju. Til þeirra er
gjarnan boðið sjálfboðaliðum af
öðrum samyrkjubúum. Tónlistin
er leikin af segulböndum og er
þar jafnvel að finna islenzk lög.”
„Að lokum Sigurður: hvað
þurfa umsækjendurnir um starfið
að hafa á reiðum höndum?”
„Átján ára aldur, 30 til 35
þúsund krónur i ferðakostnað
fram og tii baka og sæmilega
enskukunnáttu. Landsmálið er
annars hebreska, en það er
tæpast hægt að ætlast til að hún sé
lærð”.
Sigurður gat þess, að
lágmarksdvöl á samyrkjubúinu
væri einn mánuður, en hann teldi
æskilegast, að þar væri dvalið i
þrjá mánuði. ÞJM
Rikisútvarpið fær fyrir sama
landsvæði hjá útvarpsnotendum.
Það er sú upphæð, sem Kefla-
vikurútvarpið á að greiða
islenzka útvarpinu.
Þess væri óskandi, að ein-
hverjir af okkar alþingismönnum
vildu taka upp þetta mál.
— Sjónvarpið
Og svo ennfremur þetta.
Það er búið að birtast svo margt
á prenti frá óánægðum sjón
varpsnotendum. að ég ætla engu
við það að bæta. En það hefir
aldrei heyrzt orð frá ráða-
mönnum sjónvarpsins. en þrátt
fyrir það hlýtur þeim að vera
ljóst. hvern hug fólk ber til
þessarar stofnunar. Ég vil þvi
skora á þá Magnús og Eið að
hlutast til um, að fram fari
umræðuþáttur um dagskrána.
þar sem mættur væri dagskrár-
stjóri sjónvarps og svo einhverjir
úr hópi ..neytenda” Þetta gætu
orðið mjög þarflegar umræður
fyrir báða aðila. Um það hver ætti
að velja mehn úr hópi sjónvarps-
notenda. þá vil ég stinga upp á
Neytendasamtökunum. þvi að ég
veit ekki til þess. að hér sé til
lengur neitt félag sjónvarps-
notenda.
Sveinn Jónsson
Nýju olíuhreinsunartœkin
lítt nothœf?
inni til þess að ræða aðstæður á
Neskaupstað. En 1. janúar næst-
komandi kemur maður til með að
taka við þvi starfi að sjá um að
l'rekara öryggis verði gætt við-
vikjandi oliu, og einnig verður
það i hans verkahring að athuga
um móttökuskilyrði i höfnunum.
—EA
Móttökuskilyrði verða oð vera fyrir hendi
„Trúlega hefðu nýju olfu-
hreinsunartækin komið að notum
á Neskaupstað”, sagði siglinga-
málastjóri. Hjálmar R. Bárðar-
son, i viðtali við blaðið í gær, en
sem kunnugt er fóru 150 tonn af
oliu i sjóinn á Neskaupstað fyrir
skömmu. Aðeins hluti af oliu-
breinsunartækjunum er þó
kominn til landsins, svokölluð
girðing, en prammi, sem dælir
oliunni upp, er ókominn.
Girðing sú, er hér um ræðir.
hefði þó reynzt of stutt til þess að
girða af oliuna i sjónum á Nes-
kaupstað, þar sem hún er ekki
nema einn kilómetri á lengd, en
olian hafði dreifzt um 3—4 km
svæði. Ef til girðingarinnar hefði
verið gripið strax, hefði hún þó ef
til vill komið að gagni.
En móttökuskilyrði verða að
vera fyrir hendi i landi, sagði
siglingamálastjóri, til þess að
oliuhreinsunartækin geti komið
aðgóðum notum. Móttökuskilyrði
fyrir oliuna fyrirfinnast þó ekki
hér á landi, nema að þeim verði
komið upp á einhvern hátt, þegar
svo illa tekst til.
Oliuhreinsunartækin er ekki
hægt að nota nema i tiltölulega
lygnu veðri, þvi ef sjógangur og
mikið rok er, fer olian upp fyrir
eða undir girðinguna, sem á að
girða hana af i sjónum.
Siglingamálastjóri gat þess, að
daginn áður hefði verið sendur
maður frá Siglingamálastofnun-
Óvenju mikið af
jólavörum í geymslu
„óvenjumikið af vörum cr nú
liggjandi i pakkhúsununt. en
innf lytjendur munu liklega
drifa vöru sina heim um
mánaðamót”, sagði Haukur
Sveinbjörnsson hjá Eimskip i
viðtali við blaðið. Svo virðist
sem kaupmenn séu nokkuð
seinir á ferðinni i ár með jóla-
vörur sinar, og litið hefur verið
auglýst frá þeim.
„Á siðasta ári leystu inn-
flytjendur vöruna út um
mánaðamótin nóvember-
desember, og við búumst við
þvi, að það verði svo nú”, sagði
Haukur ennfremur.
Hann sagði þó, að fyrir nokkr-
um árum hefði hreyfing i
þessum málum hafizt miklum
mun fyrr, og sagði hann að sá
nóvembermánuður, sem nú er
að liða, hefði verið óvenju-
rólegur og litil hreyfing átt sér
stað viðvikjandi vörur.
Litill jólabragur hefur verið á
bænum enn sem komið er. og þó
að ekki sé nema mánuður til
jóla, virðast l'áar jólavörur á
markaðnum. En sem fyrr segir
má búast við þvi, að úr rætist
um næstu mánaðamót, þó að
óvenjudræmt hafi verið á
ýmsum stöðum, eins og Haukur
sagði. KA
Hross flutt út
fyrir 50 millj-
ónir ó þessu úrj
Hrossaútflutningur er orðinn
góð tekjulind fyrir islendinga.
Búvörudeild Sambandsins hafði
um mánaðamótin október —
nóvember flutt úr hross fyrir um
38,5 milljónir króna frá siðustu
áramótum. Allt útlit er fyrir, að
þessi útflutningur geti numið um
50 milljónum króna á þessu ári.
Það er Fragtflug, sem hefur séð
um flutninginn á hrossunum, og
enn eru eftir tvær til þrjár ferðir
með hross fyrir áramót. Að sögn
Magnúsar Ingvarssonar hjá bú-
vörudeildinni má segja, að algjör
bylting hafi átt sér stað i þessum
flutningum siðan farið var að
flytja hrossin með flugvélum.
Þegar þau eru flutt með flug-
vélum er hægt að flytja þau á
öllum timum árs,og öryggi hross-
anna ér miklu meira. Ef hrossin
voru flutt sjóleiðis, voru þau oft
illa á sig kom.in eftir ferðina, en
yfirleitt eru þau vel á sig komin,
ef þau eru flutt flugleiðina.
Yfirleitt munu vera flutt 38 til
46 hross i ferð, en fjöldi þeirra fer
mjög eftir þyngd. Langmest fer
af hrossunum til Þýzkalands,
Danmerkur og Noregs. Þá fer
einnig mikið af hrossunum til
Hollands.
Verb hrossanna er mjög mis-
jafnt. Fer verðið eftir þvi, hvort
hesturinn er taminn eða ekki,
hvort hann er töltari eða ekki,
einnig fer verðið eftir stærð
hrossanna.
—ÞM
Hver saknar hjólsins síns?
Það kemur _oft fyrir að
cinhverjir óprúttnir náungar taki
reiðhjól traustataki og skilji þau
svo eftir á viðavangi.
Siðastliðinn fimmtudag tók Páll
Kolbeins, Túngötu 31, eftir þvi, að
nýtt reiðhjól stóð uppi við
girðinguna umhverfis garð hans.
Páll hélt að einhver. sem býr við
götuna, ætti hjólið, og tók það og
setti inn fyrir girðinguna. svo að
það yrði siður tekið af einhverjum
óheiðarlegum náunga, en lét
hjólið standa þannig, að
eigandinn gæti hæglega séð það.
Enginn hefur vitjað um hjólið og
virðist þvi sem enginn ibúi Tún-
götunnareigi það, þvi þá væri lik-
legt að hann hefði séð það.
Daginn eftir var komið annað
hjól þarna og stendur það einnig
inni i garðinum við Túngötu 31, en
það er minna en hitt. Bæði eru
hjólin blá að iit, og ef einhver
saknar hjólsins sins, getur hann
haft samband við Pál og gengið
úr skugga um, hvort þarna sé
um rétta hjólið að ræða.
Og skóflan glotti
við tönn..........
Það cr ekkert sem heitir „elsku
mamma” þegar timans tönn er
annars vegar. Þó cr liklegt, að
rauða húsinu, sem nefnt var Upp-
land og stóð að Sogamýrarblctt 45
(lláaleitisvcg), hafi þótt það
heldur súrt i broti að vera vikið
úr vegi á bezta aldri. Það var orð-
ið litið meira en 30 ára, en hafði
horft upp á hverja hlokkina á fæt-
ur annarri spretta upp i kringum
sig — og brátt samræmdist litla
rauða húsið ekki skipulaginu.
Á tekiniborðum verkfræðinga
borgarinnar varð til opið svæði
þar sem húsið stóð og dagar þess
þar með taldir. Vélskófla var
send á staðinn i fyrradag, og með
„glott við tönn” gekk skóflan svo-
leiðis i skrokk á húsinu, að nokkr-
um stundum siðar hafði það verið
jafnað gjörsamlega við jörðu.
Pjakkarnir litlu úr nágrenninu
höfðu lika veitt vélskóflunni fulla
aðstoð. Þeir létu grjóti rigna yfir
Upplands-húsið af þvilíkum
eldmóð, að lengi vel mátti vart á
milli sjá hverjir hefðu betur —
skóflan eða strákarnir.
Siðast bjó i húsinu Hallsteinn
Sveinsson, bróðir Ásmundar
Sveinssonar myndhöggvara, og
einnig listfengur mjög. Hafði
hann m.a. málað á húsgaflinn
listaverk það sem sést á mynd-
unum hér meðfylgjandi.
— ÞJM/BOGGl.