Vísir - 29.11.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 29.11.1972, Blaðsíða 4
4 Visir. Miðvikudagur 2!l. nóvember 1972 Barnard brœður vilja breyta um stjórn! — fara ef til vill í framboð í ntestu kosningum „fcg trúi þvi statt og stiiðugt, að breytinga sé þörf á stjórninni hér i Suður-AI'riku” er haft cftir hjarlaskurðlækninum Iræga Christian Barnard, í blaði þeirra ibúa Suður-Alriku er mæla á tungu hvitra afrikaas, blaðinu DIK BUItOKIi. Það hefur komið til álita, að Barnard og bróðir hans Marius Barnard, sem einnig er læknir, verði i framboði i næstu þing- kosningum og þá fyrir Sam- einingarílokkinn, sem er i stjórnarandstöðu. Ekki er búizt við kosningum i Suður-Afrfku fyrr en i fyrsta lagi árið 1975. Barnard sagði það ekki enn vist, hvenær hann myndi taka virkan þátt i stjórnmálum, en að minnsta kosti yrði það ekki nú þegar. Samkvæmt stöðu sinni i íramkvæmdastjórn sjúkrahúss- ins i Höfðaborg telst hann opin ber starfsmaður, og þar af leið- andi gelur hann ekki tekið virkan þátt i stjórnmálum. Sá flokkur, sem nú heldur um stjórnartaumana i Suður-Afriku, Þjóðernissinnaflokkurinn, hefur gert það siðasliiðin 24 ár. Ósigur þeirra i kosningum væri það eina, sem bætt gæti álit um- heimsins á stjórninni i Suður Afriku. Suður-Afrikubúar af hvitum stofni styðja að meirihluta yfir- ráð hvitra manna framyfir jafn- rétti hvitra og svarta og fylgja þvi núverandi stjórn að málum. Þrátl lyrir að-þeir bræðurnir teljist til hvita stofnsins (Alrikaas), þá hafa þeir ávallt fylgt Sameiningarflokknum að málum. „Það er aðeins nýverið, að við fórum að taka virkari þátt i stjórnmálum”. „Sem þingmaður gæti ég haldið skurðlækningum áfram, með þvi að reisa einka- sjúkrahús”, sagði Barnard að lokum. Elísabet Taylor Þegar Klísabel Taylor og Kiehard Burton tala um heimili sitt, er alls ekki svo vist, að þau eigi við bústaði sina i Mexikó, Kanarieyjum eða irlandi, liús sem vitað er um i eigu þeirra. Þau gætu allt cins átt við skálann, sem þau ciga i (istaad i Sviss. á tali við einn nágrannanna, Ernest Scherz. „Skálinn i Sviss má teljast eina fasta aðsetur Burton-hjónanna”, upplýsir talsmaður þeirra i London. Hann getur þó ekki sagt til um, hversu miklu af tima sinum hjónin eyði þar. ,,En það eru þó sjaldnast minna en þrir mánuðir á ári,” segir hann. Talsmaðurinn, Marjorie Lee, segir, að Elisabet Taylor hafi keypt skálann fyrir 12 árum og gefið þá 500 þúsund dollara fyrir hann. Og hann fullyrðir, að hann sé orðin tvöfalt verðmeiri i dag. „Okkar raunverulega heimili er i Gstaad”, segir Elisabet og dregur enga dul á dálæti sitt á bústað þeirra þar. Mynin hér að ofan sýnir skálann, sem telur fjögur eða fimm herbergi. En myndin lil hliðar sýnir leikkonuna llér má sjá tæki, sem gerir blindum kleift að lesa á bók — sér- prentaða raunar. 1 sluttu máli sagt er þetta tæki þannig gert, að litill kubbur, sem við það er tengdur, rennur eftir linunum og myndar jafn- harðan útlinur stafanna á flötinn, sem visifingur hvilir á. Hugmyndin er komin frá Hollandi, og er fjöldaframleiðsla að hefjast þar á tækinu. Sömuleiðis er verið að hefja prentun á bókum lyrir þessa gerð lækja. Maður gæti imyndað sér, að margan nemanda heimavistarskólanna fýsti að verða sér úti um lestrartæki af þessu tagi. — Svona rétt til að gela lesið áfram i reyfurunum eftir að ljósatiminn er úti Tom Jones óttast það nú mest að glata rödd- inni, áður en langt um liður — ósköp skiljanlegt, þar sem röddin er einmitt hans lifibrauð. Já, réttara sagt: sætabrauð Mia Farrow ól honum Andrew sinum Previn tvibura fyrir nokkru, drengi. Previn hefur ekki haft tækifæri til að kynnast afkvæmum sinum svo náið ennþá. Skömmu eftir fæð- ingu þeirra var hann lagður af stað til Kaupmannahafnar til að eiga viðskipti við konunglegu sin- fóniuhljómsveitina. Greta Garbo var staðin að þvi að læðast um götur Milanó fyrr i mánuðinum. Hún var eins og venjulega með dökk sólgleraugu og,barðastóran hatt — kannski að þessu sinni vegna þess, að i fylgd með henni var herramaður. Það upplýstist, að hin 67 ára gamla fyrrverandi leikkona haföi nælt sér þarna i einn innfæddra., Massimo Garciaað nafni. — En við ætlum ekki að giftast, fannst Garbo vissara að láta fréttamenn vita, þegar þeir höfðu náð færi á henni og vininum. Iloger Moore dýrlingur, fóstbróðir og nú siðast 007 — veitti viðlesnu kvennablaði nýlega leyfi til að taka mynd af sér til að birta i þriggjasiðna opnu blaðsins. Maður skyldi ætla, að leikaranum hafi þótt hlýða að munda byssu á myndinni, en hann svaraði: — t minu tilfelli hefði vélbyssa helzt átt við, svo ég féll frá þeirri hug- mynd.... Gata dagsins: Laufásvegurinn Faufásvegur l.aufásvegur, dregur, sem kunnugl er, nafn sitt af l.aufási, luisi Þórhalls Bjarnarsonar, biskups, en það hús slendur enn við I.aufásveg milli Njarðargötu og Bragagiitu l.aufásvegur dregur, sem kunnugt er, nafn sitt af Laufási, búsi Þórhalls Bjarnarsonar biskups, en það hús stendur enn við l.aufásveg milli Njarðargötu og Bragagötu. i bók- inni Keykjavik eftir dr. Jón Hclgason segir svo: „Syðst i Þingiiollunuin var býlið Móliús, þar sem um miðbik aldar- innar (19. aldar) bjó Simon Sveinsson, garðyrkjumaður laðir Daniels Simonarsouar söðlasmiðs. Ilafði G. Lam- bertsen grætt þar út hcilmikið tún er náði niður að tjörn. Kltir 1S90 eignuðust þeir Þórhalldur Bjarnason (siðar biskup) og Geir Zocga (siðar rektor) Móbús með allri þeirri lóð, sem að þeim lá. Varsr. Þórhallur skömmu sið- ar einn eigandi, lét rifa Móhúsabæinu og reisa ibúðarhús á grunni lians, sem bann nefndi l.aufás". Kinkenni Laufásvegar eru breytileg og skal hér ein- göngu rætt um syðsta hluta hans frá Barónsstig að Braga- gölu en sá hluti byggðist að mestu á árunum um og eftir 1920. Þessi hluti lokast til norðurs af hinu tignarlega húsi (ialtafelli. Það er eitthvað þægilegt við þessa götu. Hún liggur vel við sól. Hefurðu gengið eftir Laufásvegi og fundið, hvernig gróðurinn, sem er sérstaklega grósku- mikill, umlykur þig? Húsin neðan við götuna eru vinsam- leg gagnvart gangandi fólki þau standa við götuna.cn á bak við gróðurinn ofan við götuna eru lika hús, þótt fjar- lægari séu og gengið sé að þeim í gegnum garðana. Ahrifa efri húsaraðarinnar gætir ekki eins sterkt i götumyndinni og neðri húsaraðarinnar. Lengi vel var Laufásvegurinn einn af fáum götum sem hægt var að ferðast öruggur um i hálku og vetrarhörkum þvi hitaveituleiðslan, sem lá um götuna, sá um, að alltaf væri þar auö jörðfyrir gangandi vegíarendur Slikur munaður ætti að vera fyrir hendi viðar i bænum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.