Vísir - 29.11.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 29.11.1972, Blaðsíða 16
vísm Miftvikudagur 2i). nóvember 1!)72 Fó Selfoss- hljómsveit ó fagnoðinn í Svíþjóð íslendingar búsettir erlendis undirbúa nú islendingafagnaði vctrarins af kappi. Nú siftast frcttum vift af islcndingafélögun- um tveim i (iautaborg, sem um næstu helgi ætla aö koma saman til fagnaöar. Að hætti Islendingalélaganna i New York, Luxemburg og viðar fá samlandar okkar i Gautaborg íslenzka hljómsveit til að leika lyrir dansi. Leir ætla að fá hljóm- sveit Lorsteins Guðmundssonar frá Selfossi. og til aö kynda undir kætina verður ómar Ragnarsson i för með hljómsveitinni. Svona i leiðinni má láta þess getið að plata hljómsveitarinnar, sem gefin var út i haust ætlár að verða söluhæzta tveggja-laga plalan á árinu. Kr þar að öllum likindum að þakka laginu „liifs- l'lótti”, sem setið hefur i efstu sætum vinsældalistanna i útvarp- inu undanfarnar vikur. — t>JM Stöðugar órósir ó skólana að Laugum — ungir drukknir menn þar að verki, segir einn kennaranna Nemeudur og kcnnarar i skól- unum á Laugum eiga ekki sjö dagana sæla. að siign I’áls Jóns- sonar kennara þar. Arásarlýður sækir stöðugt að þeim og kvöld el'tir kviild safnast menn við skólahcimilin, trufla vinnufrið og gera alls kyns óskunda. Ilafa þessi ungmcnni, sem l'lest eru iinian lögráða aldurs reynt að tæla unglinga á skólanum upp i bíla til sin, reynt að gel'a þcim áfengi og reynt að fá unglingana til þess að brjóta rcglur skólans. Skólastjóri og kennarar hafa reynt eftir megni að varna þess- um mönnum icið að skólanum, en þeir hafa þá komið vopnaðir stór- um sveðjum, sem þeir hal'a sagzt ætla að ,,skera skólastjórann” með og þræöa nemendur upp á sveðjurnar. llal'a þeir ráðizt á kennara og valdið meiðslum og einnig hala þeir valdið skemmd- um á húsum skólans. Var tekið lil bragðs að ,.vig- girða” skólalóðirnar með læstum girðingum og varð um leið að láta stöðugt standa vörð i hvaða veðri sem er. Varð að taka til þessa bragðs, til þess að þeir gestir sem eiga eðlileg erindi i skólann kæm- ust leiðar sinnar. Lessir menn eða unglingar sem óskundanum hafa valdið að Laugum eru frá Húsavik flestir hverjir, og koma þeir þaðan til þess að komast inn á skólann. Ef ekki inn um dyrnar, þá glugga. Leitað hefur verið lögreglu á Húsavik, þegar mest gengur á, en þangað er 40 km vegalengd. Lög- regluvarzla á staðnum hefur ekki fengizt, en virðist litið veita af henni. Húsmæðraskólinn að Laugum hefur heldur ekki farið varhluta af öllum ósköpunum, þvi að þar hefur einnig veriö barið á dyrnar eða hreint og beint verið ætt inn. Einum af munum skólans var stolið, þegar ekki var hlustað á viðkomandi aðila sem inn fór. Gengur árásarlýðurinn undir nafninu „Húsvikingar” á staðn- um, en þó eru þeir sem fyrr segir ekki allir frá Húsavik. — EA. DÆMDUR TVISVAR — saksóknari og fjármálaróðherra FYRIR SAMA BROT aœmdir tii ao greiða sekt Öllum má vera ljóst að ekki er leyíilegt að dæma mann fyrir sama brotið tvisvar sinnum. t»etta hefur þó gerzt i lleykjavik og á Siglu- firði. IVIaður þessi höfðaði mál á hendur saksókn- ara rikisins og fjár- málaráðherra f.h. rikissjóðs og var dóm- ur kveðinn upp mann- inum i hag. Stendur i málsskjölum meðal annars, að „ljóst sé, að i hér umræddu tilviki hafi ákæru- valdinu orðið á mjög alvarleg mistök með þvi að ákæra stefn- anda fyrir refsivert brot, sem hann þá þegar hafði verið dæmdur til refsingar fyrir”. Meðan á refsingunni stóð hafði maður sá er hér um grein- ir oft komið að máli viö hlutað- eigandi aðila og bent þeim áxþau rangindi, sem hann væri beitt- ur, en án árangurs. Hann var bara sagður ljúga þessu. Málið er þannig til komið að maður þessi var dæmdur fyrir nokkur skyld brot og eftir dóms- skjalinu hlaut umtalað brot þar að vera innifalið. En þegar hann i seinna skiptið var dæmdur var þetta umrædda brot aftur inni- falið i þeim dómi. I dómsorðum i þessu máli segir svo um réttindi hins al- menna borgara i tilviki sem þessu: „Hinn almenni borgari á að geta treyst þvi að verða ekki dæmdur tvisvar fyrir sama brotið, enda séu skýr ákvæði i 153. gr. laga um meðferð opin- berra mála um miskabætur til handa hinum dæmda, þá er slikt komi fyrir, þar sem telja verður að hann hafi þolað refsingu sak- laus með þvi að hafa afplánað refsingu fyrir brot sitt áður, svo sem átti sér stað um stefnanda. Dómsorðin i málinu hljómuðu á þá leið, að stefndu, saksóknari rikisins og fjármálaráðherra f.h. rikissjóðs, greiði stefnanda 35.000 krónur ásamt vöxtum og þar að auki allan málskostnað. — i.ó. Ilér eru tveir menntaskólapiltanna úr Hamrahlið I gær að skoða grind körfunnar, þar sem þeir munu lialda lil meðan belgurinn svífur um loftin blá — þ.e. eftir að lofthæfnisskirteini hefur verið gefið út fyrir loftfarið. (Ljósmynd VIsis BB) Þjóðverj- ar betri eftir klipp- inguna Þjóöverjarnir á miðunum fyr- ir austan hafa róazt mikið, síðan klippt var á togvir togarans Ar- cturus fyrir helgina. t>eir höfðu sýnt frekju og yfir- gang gagnvart islenzku bátun- um og valdið spjöllum. Siðan þeim var veitt „ráðning” hafa þeir hins vegar gjörbreytt hegð- un sinni. Þeir eru að visu all- nokkrir innan markanna, en þeir hafa látið islendinga i friði og virðast halda sig utan þeirra svæða, þar sem islenzku skipin eru helzt að veiðum. Er talið sennilegt, að Þjóð- verjar hafi fengið fyrirmæli frá eftirlitsskipi um að bæta ráð sitt. —HH ENN VANTAR FLUGLEYFIÐ | — og gasafgreiðslan stöðvuð Enn er allt á huldu um hvenær loftbelgurinn Vindsvalur kemst i loftið. Það inun hafa verið ætlunin að prófa belginn i dag, cn ekki getur ueitt orðið úr þvi, þar sem enn hel'ur ekkert leyfi verið gefið til flugsins. Grétar H. Óskarsson, verkfræðingur hjá Loftferðaeftir- litinu, tjáði blaðinu að enn væri ekki búið að gefa út slikt leyfi. Grétar sagði að loftbelgs- mennirnir hefðu enn ekki látið skoða belginn, en hann hefði sagt þeim, að þegar þeir væru tilbúnir, yrði það gert, og ef allt væri i lagi, væri hægt að gefa leyfið út. Ef belgurinn verður ekki skoðaður af loftferðaeftirlitinu er ekki hægt að gefa leyfi til flugsins nema þá viðkomandi ráðherra gefi sér- staka undanþágu til flugsins. Loftferðaeftirlitið getur ekki gefið slika undanþágu. . Þá hafði blaðið samband við Runólf Þórðarson, verksmiðju- stjóra Aburðarverksmiðjunnar og tjáði hann blaðinu, að afgreiðsla á vetni til loftbelgs- manna hefði verið stöðvuð, þar til öll nauðsynleg leyfi væru fyrir hendi. Um helgina hefði eitthvað af vetni verið afgreitt þar sem loftbelgsmenn hefðu sagt að þeir myndu fá leyfin. t gærkvöldi hefðu þeir beðið um vetni, en verið sagt að ekki væri hægt að afgreiða vetnið, þar til leyfin væru fyrir hendi. -ÞM. 3ja daga leit að fíknilyfj- um í tœkjum hljómsvertar Miklar eru raunir tollgæzlunn- ar. Ilver vorkennir þeim ekki að liafa þurft að gera saumnálarleit að hugsanlcgum fiknilyfjum i sterklegum herbil af gerðinni I)odge (arryall? Þeim til allrar óhamingju vaknaði sá grunur, að i bil þeirrar tegundar og i eigu b I j ó m s v e i t a r i n n a r I c e c r o s s kynnu að felast einhver ósækileg efni. Sömuleiðis var billinn úttroðinn af hljóðfærum er honum var skip- að á land i Reykjavik fyrir fáein- um dögum. En hljómsveitin var að koma heim að aflokinni nokk- urra mánaða dvöl i Kaupmanna- höfn. „Við erum ekki óvanir þvi að gera smyglleit i bifreiðum. sem koma til landsins. Og hljóðfæri skoðum við oft," sagði tollgæzlu- stjóri i viðtali við Visi i morgun. „Það er einmitt i slikumgripum eða öðrum þeim viðloðandi, sem tollgæzlurnar erlendis finna svo oft smyglvarning og fiknilyf,” sagði hann ennfremur. „Hér hef- ur það lika komið fyrir, að i hljóð- færum og hátölurum þeirra hol- um við fundið eitthvert magn af hassi. Raunar aldrei nein býsn. Og það er rétt að komi skýrt l'ram. að við leitina i eigum Ice- cross kom alls ekkert fram.” „Það var i þrjá daga, sem þrir til fjórir tollgæzlumenn unnu við leitina,” sagði tollgæzlu- stjóri næst. „Leit þeirra mun hafa verið all nákvæm, en þó ekki gengið eins hart fram og starfs- bræður þeirra erlendis gera oft og tiðum. Það er ekki óalgengt, að þeir jafnvel taki sundur saman- soðin stykki — hvað þá annað". Gitarleikari Icecross. Ómar Óskarsson. brosti aðeins þegar fiknilyfjaleitin i eigum hljóm- sveitarinnar bar á góma i viðtali við hann i gær. „Við urðum ekki fyrir neinu eignatjóni af völdum leitarinnar. svo að okkur mætti standa á sama,” sagði hann. „Og þó ekki...," bætti hann við. „Við höfðum þurft að biða i viku eftir að fá hljóðfærin heim á eftir okk- ur og á þessum dögum sem þau töfðust i tollinum vorum við ráðn- ir til að spila á einum dansleik. Til að geta staðið við það loforð þurftum við að fara á stúfana og fá lánuð hljóðfæri til að spila á. Það var ægilegt verk, Sem ég vildi helzt ekki þurfa að leggja á mig aftur.” Um flutningstæki hljómsveitar- innar hafði Ómar það að segja. að það væri þeim félögum nauðsyn- legt. „Billinn sparar okkur all) að 18 þúsund krónur i flutnings- kostnað þegar við þurfum að fara norður á land að spila. Já, og við þurfum ekki nema bara upp i Borgarfjörð til að hann spari okk- ur um sex þúsund krónur. Það er svo dýrt að leigja sendiferðabila til flutninganna”. „Við köllum bilinn „Grodda” af eðlilegum ástæðum,” sagði Ómar að lokum. „Við keyptum hann, skömmu áður en við fórum út, af manni hér i Reykjavik. Bilnum hafði þá ekki verið ekið i næstum tvö ár og við þurftum að gera hann upp með ærnum tilkostnaði. — Og núna þurfum við að fá okkur kerru aftan i hann. Það er soddan magn af hljóðfærum, sem við not- um....” —Þ.IM óttalegt böl hlýtur það að vera þegar grunsemdir vakna um að fíkni- lyf felist i ökutæki þessarar tegundar...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.