Vísir - 29.11.1972, Síða 6

Vísir - 29.11.1972, Síða 6
6 Visir. Miftvikudagur 29. nóvember 1972 vísm Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fr^ttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnárfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Harka eða hrun Alþýðusambandsþinginu er lokið og fulltrúarnir hafa dreifzt til sinna heimabyggða. Þar með hefur tundurþráðurinn i efnahagsmálunum verið losaður frá að sinni. Rikisstjórnin mun nú telja óhætt að leyfa nefnd hinna hagfróðu að skila áliti sinu á þvi, hvernig beri að bregðast við vandræðum efnahags- lifsins. Er þessa álits að vænta hið bráðasta. Rikisstjórnin fær áreiðanlega góð ráð hjá nefnd- inni, enda skipa hana margir færir menn. Okkur er þvi óhætt að vona, að senn verði hætt að láta reka á reiðanum og i þess stað hafizt handa við að fram- kvæma eitthvað af þvi, sem hinir hagfróðu leggja til. Það er fyllilega orðið timabært að taka efna- hagsmálin föstum tökum eftir hálfs annars árs ráð- leysi. Tillögur nefndarinnar verða vafalitið drákonsk- ar, enda býður ástandið ekki upp á annað. Þjóðin á ekki annars úrkostar, úr þvi sem komið er. En það þýðir litið fyrir rikisstjórnina að kenna nefndinni um þær fórnir, sem þjóðin verður að færa á næsta ár^Það er viti, sem rikisstjórnin hefur sjálf skapað með vangetu sinni til að hafa stjórn á efnahagsmál- unum það hálft annað ár, sem hún hefur verið við völd. Af skýrslu hagrannsóknadeildar Framkvæmda- stofnunar rikisins má ráða, hve hrikalegur sá vandi er, sem búinn hefur verið til á þessu hálfa öðru ári. Þár er þvi m.a. spáð, að gjaldeyrisforðinn, sem á að nema um 4,4 milljörðum króna um næstu áramót, verði kominn niður i 1,1 milljarð ári siðar, ef þróun- ip verði áfram sú, sem nú stefnir. í skýrslunni er svo bætt við, að i reyndinni geti hrun gjaldeyrisforð- ans ekki orðið svona mikið, þvi að sá samdráttur i atvinnulifi og bankaútlánum, sem fylgdi þessari þróun, mundi draga verulega úr innflutningi og gjaldeyrisnotkun vegna hans. En dæmi Fram- kvæmdastofnunarinnar sýnir, hve hátt er lifað um efni fram um þessar mundir. 1 sömu skýrslu kemur fram, að fjárvöntun opin- berra fjárfestingarlánasjóða og opinberra fram- kvæmda geti orðið um það bil þrir milljarðar á næsta ári, þegar tillit hafi verið tekið til þekktrar eða nokkuð öruggrar fjáröflunar. Óliklegt sé, að með nýjum innlendum og erlendum lánum megi afla nema þriðjungseða helmings þessa fjár. Bend- ir stofnunin á, að á þessu ári hafi ekki gengið of vel að ná i innlent lánsfé, og að greiðslubyrði vegna er- lendra skulda sé þegar orðin mjög mikil næstu árin. Einnig kemur fram i skýrslunni, að rikið vantar á fjárlög rúmlega einn milljarð króna, ef halda á áfram næsta ár þeim niðurgreiðslum, sem nú er beitt til að halda visitölunni niðri. Þar kemur einnig fram, að það mun á næsta ári kosta tæpan milljarð króna að halda þvi verði, sem nú er á fiski upp úr sjó. Samt stefni sjávarútvegurinn að öllu óbreyttu i mjög erfiðan rekstur og sé auðsætt, að án verulegr- ar tekjutilfærslu til hans verði öruggur rekstur hans ekki tryggður á næsta ári. Svipaða sögu sé að segja af öðrum atvinnugreinum, sem starfa fyrir erlend- an markað, eða séu i samkeppni við erlenda aðila. Þessar upplýsingar sýna, hve valt gengi islenzku krónunnar er orðið, alveg eins og upplýsingarnar um rýrnun gjaldeyrisforðans gefa til kynna. Þessar opinberu upplýsingar sýna hve hrikalegur vandi hefur hlaðizt upp að undanförnu, og að gagn- ráðstafanirnar, þegar þær loksins koma, hljóta að verða sérdeilis harkalegar. EINVALDUR í 33 ÁR Francisco Franco, hershöfðingi, kann að vera farinn að gerast stirður til gangs, en það er engin hnignun á veidi hans núna, þegar áttræðisafmæii hans er að renna upp þann 4. desember næstkomandi. — i meira en þrjá áratugi hefur hann verið einvaldur á Spáni. Þeir, sem til Francos þekkja, búast við þvi, að hann muni verja afmælisdeginum á dæmigerðan hátt fyrir sinar athafnir. Nefni- ,lega i skauti fjölskyldu sinnar á hóglátan hátt og án nokkurra opinberra hátiðarhalda. En með þessum kyrrláta hætti speglast vel það öryggi og vald, sem Franco hefur notið, siðan hann komst til valda 1939. Og ekki er þar með búið. Þvi að svo horfir, að þessi digri hátiðlegi ,,E1 Caudillo” sé búinn að hagræða málum þannig i framtiðinni, að riki hans muni standa i nokkur ár til viðbótar, þótt hann félli frá á morgun. Ellimörk A hinn bóginn minnir þó sér- hver afmælisdagur hans á það, að hann á ekki langt ófarið á sinu æviskeiði. Og af sendimönnum, sem notið hafa áheyrnar Francos, má heyra, að heilsu hershöfðingjans hefur farið hrakandi, og hún sé breytileg frá degi til dags. t vor neyddi skemmd tönn hann til þess að aflýsa fjölda viðtala i nokkra daga. Og menn þóttust sjá þess gæta i fyrra, þegar hann kom opinberlega fram, að gamli maðurinn er orðinn óstöðugur á fðtunum Enda er eiginkona hans, Dona Carmen, ævinlega við hlið hans, hvar sem hann kemur fram. F'ramtiðin. En i fyrra lagði Franco siðasta steininn i þá framtiðarbraut, sem hann hefur markað riki sinu, þegar hann tilgreindi eftirmann sinn, varaforsetann, Luis Carrero Blanco, aðmirál. Carrero Blanco hefur um fjölda, fjölda ára verið nánasti ráðgjafi Francos, og fáir liklegri til þess að taka við, þegar ,,E1 Caudillo” nyti ekki lengur við. Eins og kunnugt er hefur þó Franco lagt grundvöllinn að þvi að vekja upp konungdæmið á Spáni með þvi að tilnefna Juan Carlos de Borbon, prins, sem yfirmann rikisins eftir sinn dag og sem fyrsta konung Spánar, siðan afi prinsins, Alfonso konungur, afsalaði sér völdum 1931. Sem yfirmaður rikisins mun prinsinn auðvitað hafa völd til þess að tilnefna sinn eiginn for- sætisráðherra. En fæstir imynda sér, að prinsinn komi til með að vikja aðmirálnum frá, áður en fimm ára valdatimabil Carreros Blanchos er útrunnið. Og liklegt þykir þvi, að þessir tveir menn muni sitja saman að völdum á Spáni, þegar Franco er fallinn frá. Leikur golf og veiöir lax. Fulltrúar yfirvalda halda þvi statt og stöðugt fram, að Franco sé við beztu heilsu og hinn mesti vinnuhestur, þrátt fyrir aldurinn. — Franco kemur af og til opin- berlega fram, og hann situr flesta fundi rikisráðsins, sem haldnir eru hálfsmánaðarlega, Franco slundar enn veiðar, en fer sér nú orðið hægar við það. en nú orðið standa þeir aðeins i tvær klukkustundir miðað við tólf stunda fundina, sem rikisráðið hðlt jafnan fyrir svona 15 árum. Og þess á milli hittast þeir Carrero Blanco og Franco reglu- lega á miðvikudögum og ræða málin, áður en rikisráðið kemur saman til fundar. Franco, sem er maður hóf- samur i nautnum, reykir ekki og drekkur hóflega, lifir kyrrlátu — Franco áttrœður 4. desember mmmm Umsjón: Guðmundur Pétursson heimilislifi. Á kvöldin heldur hann kyrru fyrir heima hjá sér og lætur ekki ónáða sig, nenia mikið liggivið. Gjarnan hallar hann sér út af og litur i bók. A daginn leikur hann golf, veiðir lax eða skýtur fugla, en ekki gengur hann þó að þvi af sama áhuganum og hér áður. Og alltaf hefur hann nú orðið aðstoðarmann sér við hlið. Breyttir þjóðhættir. Ferðamönnum, sem til Spánar koma( þeir skipta milljónum ár lega, þvi að undir stjórn Francos hefur Spánn orðið mesta ferða- mannaland Evrópu) kann að þykja margt i dagfari lands- manna með forneskjulegum blæ. Engu að siður er sá Spánn, sem Franco stýrir 1972, i flestu gjör- ólikur þvi fátæka riki, sem hann tók við stjórninni á að borgara- styrjöldinni lokinni. Himinháar ibúðarblokkir.þekja nú baðstrendurnar, borgar- strætin éru að drukkna undir um- ferð, sjónvarp á flestum heimilum o.s.frv. Þjóðarfram- leiðslan er ár frá ári ein sú mesta i Evrópu. Spánn hefur tekið upp utan- rikisverzlun við Sovétrikin sem var höfuöfjandi þeirra i borgara- styrjöldinni og búizt er við þvi, að á næstunni byrji Spánverjar að skipta við Kina. Kommúnismi þykir þó ennþá ljótt orð á Spáni, en samt hefur stjórnin snúizt margar gráður til vinstri frá þeim tima, þegar Adolf Hitler gaf Franco Mercedes Benz á fimmtugsafmælinu 1942. Helmingur þeirra 33 milljóna Spánverja, sem landið byggja núna, voru ekki fæddir, þegar borgarastyrjöldinni lauk með eina milljón manna i valnum. Fylgismenn Francos segja, að styrk hönd hans hafi stýrt landinu i gegnum hafsjó andúðar er- lendra rikja vegna fasistaorðsins, sem af Spáni fór og einangraði landið upp úr lokum seinni heims- styrjaldar. En andstæðingar Francos kalla stjórnarhætti hans harðstjórn og afturhald. En þjóðin virðist einhvern veginn hafa glatað áhuga sinum á stjórnmálalegu frelsi, ef undan eru skildir nokkrir ofstækisfullir Baskar, hundrað menntamenn eða svo og svo nokkrir stjórn- málamenn. Hár framfærslu kostnaður, skortur á skólahús- næði. ioftmengun og siðgæði unga fólksins virðast fólki ofar i huga en prentfrelsi og frelsi til að stofna stjórnmálaflokka. A hátiöisdegi hins heilaga Francisco de Asis i sumar komu þau saman, Franco (t.h.). kona hans Carmen og prins Juan Carlos og Sofia prinsessa (lengst t.v.) en Franco hefur gert ráöstafanir til þess að Carlos verði fyrsti konungur Spánar siðan Alfonso afsalaði sér völdum 1931. Franco tilnefndi Carrero Blanco, aðmirál, eftirmann sinn, en hann er varaforseti Spánar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.