Vísir - 02.12.1972, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 2. desember 1972
3
„Okkur reyndist erfitt að fá viöunandi æfingapláss fyrir reviuna. Oft urðum við að gera okkur að góðu
kaffislofu vörubílastöðvarinnar og annað þvi umlikt,” segja þau Þorsteinn og Hrefna. „Rjúkandi ráö”
cr tiunda leikhúsverkið, sem Þorsteinn tekur þátt i, en Hrefna á aðeins að baki eina sýningu. Hlutverk i
siðasta viðfangsefni L.K., „Kjarnorka og kvenhylli”.
„Vissum ekki okkar
rjúkandi róð...."
KOMIÐ NU AÐ
kveðast á
„Það mátti svo sannarlega
segja, að við i Leikfélagi Kefla-
vikur vissum ckki okkar rjúk-
andi ráð þegar einn aðalleikar-
inn i reviunni „Rjúkandi ráð”
veiktist á frumsýningunni, sem
var á þriðjudaginn var,” sagði
Þorsteinn Eggertsson, einn
leikaranna i reviunni, þegar
Visir ræddi við hann i gær-
kvöldi. „Þegar svo sýnt var, að
hann mundi ekki ná sér á strik
fyrir sýninguna kvöldið eftir var
leitað til leikstjórans, Bjarna
Steingrimssonar. Þá var stutt i
sýninguna, en hann snaraði sér
sér af stað suöur eftir með rút-
unni og rifjaði hlutverkið upp á
lciöinni. Það stóð á endum, að
þegar hann sté inn úr dyrunum
á Kélágsbiói vannst honum rétt
timi til að komast i búninginn
áður en hann sté inn á sviðið.”
Og Þorsteinn dregur ekki af
sér þegar hann bætir við:
„Bjarni stóð sig framúrskar-
andi vel og komst i gegnum
reviuna án þess að hnekkjast
nokkurs staðar á. Ætli hann
verði ekki með i leiksýningum
okkar fram yfir helgi.”
Revian „Rjúkandi ráð” er
sem kunnugt er eftir þá bræður
Jónas og Jón Múla Árnasyni, og
starfsbróður Jóns Múla úr út-
varpinu, Stefán Jónsson frétta-
mann.
„Ég held ég fari með rétt mál,
þegar ég segi, að Leikfélagið i
Borgrnesi hafi eitt tekið leikinn
til sýninga siðan hann var á
sviði Framsóknarhússins i
Reykjavik 1958,” segir Þor-
steinn næst.
„Þarsem margt skopið i revi-
unni var stilað upp á dægurmál
ársins, þegar það var samið,
tókum við okkur til og yngdum
þá suma hverja upp. Og eins
gerðum við okkur gott úr sumu
þvi, sem Hilmar Jóhannsson,
mjólkurfræðingur lagði þvi til,
þegar hann bjó það til flutnings
fyrir Leikfélag sitt i
Borgarnesi.”
Það eru samtals tólf leikendur
i „Rjúkandi ráð”, en þar fer
Þorsteinn Eggertsson með hlut-
verk braskara, sem stjórnar
fegurðarsamkeppni, en Hrefna
Traustadóttir, sem sést með
honum á meðfylgjandi mynd,
fer með hlutverk eins keppand-
ans af fjórum i fegurðarsam-
keppninni. Faðirhennar, sem er
eigandi nokkurra veitingastaða,
leggur mikið kapp á að koma
henni i fyrsta sæti keppninnar
og telur þar liggja beinast við að
brenna einn veitingastað sinn og
hafa þannig út tryggingafé, sem
svo nota má til mútustarfsemi.
Sýningar á þessari fjörugu
reviu hafa gengið mjög vel og
telur Þorsteinn það ekki
óliklegt, að farið verði með þær
eitthvað um nágrennið þegar
fram liður.
—ÞJM
Um langan aldur liafa tslend-
ingar iðkað þá andlegu iþrótt að
setja saman ljóð og stökur, að
visu með misgóöum árangri, en
svo er lika einnig um aðrar
iþróttir.
Stundum er sagt um iþrótta-
menn, að margir séu kallaðir en
fáir útvaldir. Slikt hið sama má
segja um Ijóða- og visnasmiöi
fyrr og siðar. Sá gamli.góði og
skemmtilegi leikur, að kveðast
á, hefur oft veitt óteljaudi
inörgum ómælanlegar ánægju-
stundir. Auk þess að vera bæði
þroskandi og mannbætandi fyrir
þá scin tóku þátt ileiknum, svo og
hina, sem á lilýddu.
Víst er algengt, þegar kveðizt
er á, eins og það er kallað, að
leikendur gerist stóryrtir,
skömmóttir og jafnvel ósvifnir.
Sjaldan ristir slikt þó djúpt, enda
er skáldfákurinn Pegasus
stundum glettinn og jafnvel
hrekkjóttur.
Eitt sinn kom Bólu-Hjálmar að
bæ e:num i Húnavatnssýslu siðla
kvölds og baðst gistingar. Var
það auðsótt mál. Hjálmari var
visað i rúm hjá vinnumanni á
staðnum: það var svokallað
háarúm. Hjálmar hjúfraði sig
fyrir ofan vinnumanninn,
þreyttur og syfjaður, en vinnu-
maður var i grið og erg að
kveðast á við vinnukonu i næsta
rúmi. Vinnukonan hafði með
fyrripartana að gera, en vinnu-
maðurinn hafði með höndum
hlutverk botnarans. Vinnukonar
leit upp til hins háa rúms og
sagði:
Kinatt til þin upp ég lit,
ertu likur fifli.
Virtist vinnumaðurinn eiga i
vandræðum með að botna, en þá
reis Hjálmar upp við dogg og
hreytti útúr sér:
Andskotinn með úldnuni skit
á þér kjaftinn stifli
önugur hefur Bólu-Hjálmar
verið þá, enda lék hann vist
sjaldan á alls oddi um ævina.
öllu meiri léttleikablær hvilir
yfir eftirfarandi hendingum en
þar leiddu saman ljóðfáka sina
Sigurður Ivarsson, oft kallaður
Spegil- skáld, og Hjálmar frá
Hofi. Munu báðir hafa verið
nokkuð við skál.
Hjálinar greiðir hispurslaust
úr hverjum vanda,
biuggað hefur ljóð og landa,
Lagtækur til munns og hands
Ekki stóð á svari Hjálmars:
Léttist Sigga ljósa brún, þá
skenkt er skálin,
þó lögnuin syrti lifs i álinn,
leikur á nótur Braga sálin.
I dag hefst i Visi visnaþáttur. I
þættinum munu koma fram
fyrripartar visna, sem lesendum
blaðsins er ætlað að botna. Jafn-
framt væri mikill fengur i að fá
sendar visur, sem ekki hafa birzt
á prenti áður. Mjög gjarnan
mættu umsagnir og frásagnir
fylgja visunum, t.d. upplýsingar
um höfunda þeirra, tilefni og til-
drög visnanna ofl.
Einnig yrði það vel þegið, að
lesendur kæmu fyrripörtum til
blaðsins: gangandi, akandi, sim-
andi eða á annan hátt.
Ætlunin er, að þáttur þessi eigi
sér staö og stund hvern laugardag
hér eftir. — Hve lengi? Þið ráðið.
Efni i þáttinn þarf að berast i
siðast lagi n.k. fimmtudag.
Komið nú að kvcðast á,
kappar fjær og nær.
Ljóð og visur létta brá.
Leikinn núna iicfja má.
Og botnið nú:
Varðskip okkar veittu
Bretum verðskuldaða
ráðningu.
Utanáskriftin er:
Dagblaðið Visir „Komið nú að
kveðast á” Siðumúla 14
— LTH Reykjavik
Þögn gefin út á hljómplötu!
— í innsigluðu og furðulegu umslagi....
Komin er á markaðinn liljóm-
plata, sem trúlcga er sú fyrsta,
sem seld er I innsigluöu umslagi.
Kn livað getur ein 45 snúninga
hljómplata hafl svo leyndar-
dómsfullt að flytja? Jú, víst er
það óvcnjulcgt, nefnilega dauða-
þögn á annarrihliðinni og glamur
á brotinn gitar hinum megin.
Þvi ekki að furða, þó að útgef-
endur plötunnar hafi látið þau orð
falla áður en platan kom til lands-
ins, að hún yrði ábyggilega ekki
spiluð i útvarpinu. Þeim fannst þó
vissara að tryggja hana hjá
STEF og taka það skýrt fram á
báðum plötuhliðum, að „allur
réttur sé þeim áskilinn”.
Of snemmt er að segja til um
sölu plötunnar, en vist er, að flytj-
andinn, Jóhann G. Jóhannsson, á
sér marga dygga aðdáendur sið-
an hann var i hljómsveitinni Óð-
menn, sem m.a. afrekaði þvi að
fá viðurkenningu fyrir beztu L.P.-
plötu ársins 1970, en þá var
Jóhann jafnframt útnefndur
lagasmiður þess sama árs.
Lögin á plötunni heita „Þögnin
rofin” og „Brotinn gitar” og
verða að teljast harla ólik fyrri
lagasmiðum höfundar. „Þó þau
túlki mig ábyggilega betur, en
flest önnur hljómplötulög min
fyrr og siðar, þvi þessi lög áttu
aldrei að fara á plötu,” sagði
Jóhann, þegar hann var krafinn
sagna um plötuna núna nýverið.
Hljómplatan er gefin út af þeim
Jóhanni og Amunda umboðs-
manni Ámundasyni, en Amundi
hafði ekki gert svo litið sem að
hlusta á hljómplötulögin áður en
þau voru send á segulbandi út til
pressunnar á plötu. Hann heyrði
lögin þá fyrst er þau komu á plöt-
unum til landsins fyrr i þessari
viku. Hvernig honum varð við
fylgir ekki sögunni.
Um þessa helgi lýkur sýningu á
myndlist eftir Jóhann, en hún er
til húsa i Hamragörðum við Há-
vallagötu. Siðasti sýningardagur
er á morgun, sunnudag.
Þar er liklegt, að höfundur
„þagnarinnar” sitji við að útdeila
sýningarskrám og selja nýju plöt
una sina, en annars vinnur hann
að þvi hörðum höndum um þessar
mundir að búa sig undir hljóðupp-
töku fyrir næstu hljómplötu sina,
sem tekin verður upp i London og
verður með átta til tiu lögum.
— ÞJM
W.W.,.,.V.,.V.V.,.V.,.VAV.W.V.V.W.V.VA\ViV.VW/AV/^W.V.,.V.VWAVJ.VAVAVW/W.V.,.V.VAV.V.VAV.V.V.V.VAV.V.V.VJ
Anatoly Karpov:
Á ÞÁ ÓSK HEITASTA AÐ
NÁ HEIMSMEISTARATITLI
simwm
Úr hópi yngri skákmanna
Sovétrikjanna er Anatoly
Karpov sá sem hvað mestar
vonir eru-bundnar við. Tuttugu
og eins árs að aldri hefur hann
unniðslfka sigra, að hann hlýtur
að teljast einn allra hættulegasti
keppinautur heimsmeistarans,
Fischers, á næstu árum. Likt og
Spassky varð Karpov
heimsmeistari unglinga og nú á
liann sér þá ósk heitasta, að feta
i fótspor hans og ná sjálfum
heimsmeistaratitlinum.
Karpov er fæddur i Zlatourst,
stáliðnaðarborg i Úralfjöllum,
og lærði mannganginn fjögurra
ára gamall af föður sinum. Tólf
ára þótti hann slíkt efni, að hann
var fenginn Botvinnik i hendur,
sem leiðbeindi drengnum og
miðlaði lionum af rfkulegri
revnslu sinni. Að mati Botvinn-
iks.voru byrjanirnar helzti veik-
leiki Karpovs. Til að ráða bót á
þessu var honum fenginn til
þjálfunar stórmeistarinn
Furman, mikill kunnáttumaður
i taflbyrjunum. Hann hefur ver-
ið þjálfari Karpovs siðaii og átt
mikinn þátt i skjótum framför-
um hans.
Af eldri ineisturunum hefur
Capablanca haft mest áhrif á
Karpov, og hann segist dá mjög-
hinn kristaltæra skákstil
Capablanca. Ahrifa frá hon-
um gætir reyndar mjög i tafl-
mennsku Karpovs. Hann teflir
freinur rólega af svo ungum
manni að vera og öryggið situr i
fyrirrúmi. Nái hann hinsvegar
stööuyfirburöum er ekkert gefið
eftir og andstæðingurinn þarf þá
ekki um sárt að binda.
Þetta sést glöggt I eftirfarandi
skák, sem tefld var á siðasta
ólympiuskákmóti.
Hvitt: Karpov, Sovétrikin.
Svart: Ungureanu, Rúmenía.
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5
2. Rf3 Rc6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 d6
6. Bg5 e6
7. Dd2 Be7
8. 0-0-0 0-0
(Talið bezt. Veikara framhald
er 8... Rxd4 og 8... h6, en báðar
þessar leiðir gefa hvitum hag-
stæðara tafl).
9. f4 Rxd4
10. Dxd4 Da5
11. Bc4 Bd7
12. e5!
(Skarpasta framhaldið. Á Opna
meistaramóti Bandarikjanna
1968, lék Byrne gegn Larsen 12.
Kbl Bc6 13. Hh-Fl h6 14. Bh4 Dh5
15. Bg3 Dc5 16. Bh4 Dh5 og hér vai
samið jafntefli).
12. ... dxef
13. fxe5 Bcf
14. Bd2
(Betra en 14. Df4 Rh5 15. Dh4
Bxg5+ 16. Dxg5 Rf6 og svartur
þarf ekkert að óttast).
14. ... Rd7
15. Rd5 Dd8
16. Rxe7+ Dxe7
17. Hh-el Hf-c8?
(Betra er 17... Dc5 18. Df4 Bb5
19. Bb3, þó hvitur hafi vissulega
frumkvæöið).
18. Df4 a5
19. Kbl Rb6
20. Bd3 Rd5
21. Dg4 • Dc5
22. He4 b5
23. Dh3 Rb4
24. Be3!
£ £
1 1 i
JL i
i i # i
* s
#
i & i t i
s
(Við þessum leik á svartur nán-
ast ekkert svar. Ef 24... De7 25.
Hxb4 Dxb4 26. a3 Da4 27. Dxh7+
Kf8 28. Bc5+ Ke8 29. Dg8+ Kd7
30. Dxf7+ Kd8 31. De7 mát.
24...
25. Bxe4
26'. Dxh7 +
27.Bxa8
Bxe4
Dxe5
Kf8
Ke7
(Eða 27... Hxa8 28. Dh8+ Ke7
29. Dxa8 Dxe3 30. Dd8 mát).
28. De4 Dc7
29. Db7! og svartur gafst upp,
Jóhann Örn Sigurjónsson.