Vísir - 02.12.1972, Page 7
Vísir. Laugardagur 2. desember 1972
cTVlenningarniál
Ný alþjóðleg bókmenntaverðlaun:
Imyndun og uppreisn
Gabreel Garcia Marquez: ný rödd frá Suður-AmeriKu
Rithöfundur frá Kólom-
biu, Gabriel Garcia
Marquex, hlaut hin ný-
stofnuðu Books Abroad-
Neustadt bókmenntaverð-
laun sem úthlutað var fyrir
skemmstu í Bandaríkjun-
um. Alþjóðleg dómnefnd 12
rithöfunda og gagnrýnenda
ráðstafar verðlaununum,
og átti Thor Vilhjálmsson
rithöfundur að þessu sinni
sæti í dómnefndinni.
Gabriel Garcia Marqez er lik-
ast til litt kunnur höfundur hér á
landi þótt hann hafi á undanförn-
um árum vakið mikla athygli i
Evrópu og Ameriku, einkum og
sér i lagi fyrir skáldsögu sina
Kinmana öld sem út kom árið
1967. Hún er mesta verk höfund-
arins til þessa og jafnframt talin
eitt höfuðrit samtimabókmennta i
Suður-Ameriku: annáll Buendia-
fjölskyldunnar og frumskóga-
þorpsins sem hún stofnar,
Macondo, um hundrað storma-
söm ár.
Reyndar var fyrir tveimur ár-
um eða svo flutt i islenzka útvarp-
inu ýtarleg dagskrá um og upp úr
þessari miklu skáldsögu, upphaf-
lega saman tekin af Halldóri Sig-
urðssyni handa danska útvarpinu
Halldór er sérfróður maður um
málefni Suður-Ameriku og skrif-
ar jafnan mikið um þau efni i
dönsk blöð, en bækur að auki. En
undarlega notfæra menn sér verk
hans litið hér á landi...
Þessi dagskrá um og frá
Kólombiu varð með minnisstæð-
asta útvarpsefni. Og i minning-
unni verður hún að dæmi þess
hvers útvarpið er megnugt i bók-
menntalegum efnum — þegar það
bara vill. En meir halda menn
hér heima upp á Gunnár M eða
Flosa.
Eilif
náttúruöflin...
Gabriel Garcia Marquez er
ekki nema hálf-fimmtugur
maður, fæddur 1928 i litlu þorpi á
strönd Kólombiu. Að loknu há-
skólanámi gaf hann sig að blaða-
mennsku og birti um svipað leyti
sinar fyrstu smásögur. 1955 kom
fyrsta skáldsaga hans út,en hann
hefur siðan birt tvær aðrar skáld-
sögur og safn smásagna fyrir ut-
an Einmana öld.Hún vakti brátt
athygli á höfundinum — sem
væntanlega mun aukast og marg-
faldast með verðlaunum hans i
ár. Sagan hefur verið talin bezta
skáldsaga sem út hefur komið i
allri Suður-Ameriku undanfarin
20 ár, ef slik einkunnagjöf hefur
þá einhverja raunhæfa merkingu
. En svo mikið er vist að Carcia
Marquez hlýtur þessi verðlaun á
meðal annars sem fulltrúi þeirra
miklu uppgangs-tima sem sagt er
að séu um þessar mundir i suður-
amerisku bókmenntalifi.
Eins og fram heur verið sagt
var það Thor Vilhjálmsson sem
stakk upp á Garcia Marquez til
verðlaunanna, einn manna i dóm-
nefndinni. Hver nefndarmanna
ber upp tillögu um einn höfund, en
dómnefndin ræður málinu til
lykta á fundi sinum i Oklahoma-
háskóla.
í ræðu fyrir tillögu sinni komst
Thor Vilhjálmsson meðal annars
svo að orði:
Gabriel Garcia Maequez er
gæddur framúrskarandi málgáfu
sem borin er uppi af þróttmikilli
imyndun, einn þeirra höfunda
sem heilla lesandann i glimu sinni
við eilif náttúruöflin sem ráða ævi
okkar... Hjá honum fer saman
hlutlægt raunsæi mikill næmleiki
á hið ævintýralega og óvænta og
frábær sögumannsgáfa. Hann
málar upp miklar mvndir sem
auðkennast af siðferðislegri
vandlætingu, uppreisn gegn kúg-
un og ofbeldi, sviksemi og niður-
lægingu... Skop og harmur fer ná-
ið saman i sögum hans þar sem
þær risa hæst, mál og myndir
óaðgreinanlegt i stil hans...
Alþjóðleg bókmenntaverðlaun
á ekki einungis að veita fyrir um-
liðin afrek, sagði Thor Vilhjálms-
son ennfremur. Þau eiga einnig
að vekja athygli á þvi sem nú er
að gerast nýtt og mikilsvert i bók-
menntunum. Garcia Marquez er
höfundur i blóma starfs sins: nú
er einmitt timi til að sæma hann
verðlaunum...
Garcia Marquez er óumdeilan-
leg einn af mikilhæfustu skáld-
sagnahöfundum samtiðarinnar
vegna skáldsögunnar Eimana öld
sagði Thor Vilhjálmsson að lok-
um. Mérerheiðurað hafa átt hlut
að kjöri hans til verðlaunanna:
það gleður mitt islenzka hjarta!
Ný nóbels
verðlaun?
Bokks Abroad-Neustadt bók-
menntaverðlaunin eru ný af nál-
inni, fyrstu alþjóðlegu bók-
menntaverðlaun sem stofnsett
eru i Bandarikjunum. Þau voru
stofnuð sameiginlega af timarit-
inu Books Abroad og Oklahoma
háskóla, en munu kostuð að
mestu af hinni auðugu Neustadt-
íjölskyldu i Oklahoma. Verðlaun-
in voru veitt i fyrsta skipti árið
1970, italska skáldinu Giuseppe
Ungaretti, og verða veitt á
tveggja ára fresti eftirleiðis. Þau
nema 10.000 dollurum hverju
sinni, og munu ganga næst
nóbelsverðlaununum að fjárhæð.
Hin alþjóðlega dómnefnd sem
verðlaunin veitfr er skipuð af
Titstjórn Books Abroad og
Háskólanum i sameiningu, en dr.
Ivar Ivask, ritstjóri Books
Abroad á einn fast sæti i nefnd-
inni.
Verðlaunin verða afhent
Gabriel Garcia Marquez i febrúar
næsta ár.
Sig. Egill Gcrðarsson skrifar um tónlist:
UPPLJÓMUN
Sinfóniuhljómsveit islands 5. tón-
leikar — :!0. nóvember 1972
Stjórnandi: Jean-Pierre
JacquiIIat
Einleikarar: Halldór Ilaraldsson
og Rögnvaldur Sigurjónsson.
Lýsingarorð munu ná
skammt til þess að lýsa
þeirri uppljómun og feg-
urð, er kom fram i leik
og túlkun Sinfóniu-
hljómsveitar íslands á
siðustu tónleikum henn-
ar. Stjórnandinn Jean
Rögnvaldur Sigurjónsson
Pierre Jazquillat dró
fram fjársjóð þann, sem
stundum virðist vera
falinn og reynist viðs
fjarri, þegar eingöngu
„dauðar” nóturnar eru
spilaðar. En þannig hef
ur þvi miður stundum
farið fyrir flutningi á
tónsmiðum Mozarts, svo
eitt einstakt dæmi af
mörgum sé tekið.
Sinfónía Mozarts nr. 29 í A-dúr
(K-201) er ein af fyrstu sinfónium
hans í sérflokki, þ.e.a.s. útvikkun
formsins miðað við fyrri sinfóniur
hans. Hér var listilega gengið frá
smáatriðunum mikilvægu og allir
núansar hárfinir i sinum blæ-
brigðum. Stengir náðu svo ein-
staklega góðu jafnvægi og
samræmi i leik sinum, að ekki er
munað eftir öðru eins, siðan i
byrjun starfsársins, og þvi má
b'æta við, að Mozart hafi ekki áður
verið svo vel fluttur af hljóm-
sveitinni i langan tima. Hér er
ekki um einskæra tilviljun að
ræða, þvi æfingar stjórnandans
fyrir tónleikana stefndu að þessu
marki.
Verk Francis Poulenc heyrast
ekki oft hér á landi, og mun kon-
sert hans fyrir 2 pianó og hljóm-
sveit ekki hafa verið leikinn hér
byrjaði feril sinn sem góður
pianóleikari. Á unglingsárum sin-
um kynnist hann Eric Satie er
hafði langvarandi áhrif á tón-
smiðar Poulenc og fleiri. Furðu-
fuglinn Satie er að margra áliti
einn af fyrstu framúrstefnu-
mönnunum (avant-garde), en fá
frönsk tónskáld frá aldamótum
hafa ekki orðið fyrir einhverjum
áður. Francis Poulenc (1899-1963)
Halldór Haraldsson
áhrifum af verkum og hugsana-
gangi Saties.
Konsertinn fyrir tvö pianó og
hljómsveit er- skemmtilegt verk
en ristir þó ekki djúpt, samt sem
áður er það alls ekki auðvelt i
flutningi. Hér er á ferðinni gáska-
fullt glens, stundum með háði og
trega, en siðast en ekki sizt mjög
svo vafið franskri rómantik.
Ýmsir tæknilegir gallar eru á
verki þessu er verða að stór-
hættulegum gildrum i flutningi,
en þvi má kenna sjálfmenntunar
tónskáldsins.
Einleikararnir: Halldór
Haraldsson og Rögnvaldur Sigur-
jónsson skiluðu verki sinu með
mikilli prýði. Tónverk þetta gefur
alls ekki fullnægjandi kynni af
kunnáttu og leikni þeirra Hall-
dórs og Rögnvaldar. Hér kom þó
fram mjög gott jafnvægi i þvi
hvernig þeir skiptu með sér aðal-
atriðum i leik sinum, þar sem
þeir hafa m jög ólfkan stil i áslætti
sinum. Pizzicato strengja var
ekki alveg «amstiga i fluginu
(ivið of hratt) Margþættu slag-
verki var skilið með mikilli prýði
af Reyni Sigurðssyni.
Siðast á efnisskránni var
sinfónia nr. 4 i d-moll eftir Robert
Schumann. Dýpt i speglun styrk-
Jean-Pirre Jucquillat
leikabreytinganna var i algjöru
hámarki i þessu verki, sem var
frábærlega flutt og fékk frámuna-
lega góðar viðtökur hjá áheyr-
endum.
Stjórnandinn, Jean-Pierre
Jacquillat, verkar sem lyftistöng
á hljómsveitina. Vonandi verður
eitthvað gert i þvi að fá hann aft-
ur hingað til starfa, við fyrsta
tækifæri.
Rýmingarsala
Verzlunin hættir. Allt á að seljast 10-20% afsláttur af öllum
vörum. Opið til kl. 4 i dag.
Hnotan.
Ilúsgagnaverzlun, Þórsgötu 1,
Simi 20820.