Vísir - 02.12.1972, Side 9

Vísir - 02.12.1972, Side 9
Vlsir. Laugardagur 2. desember 1972 9 ÍIINIIMl = 5ÍÐAN I Edda Andrésdóttir Jólainnkaupin eru hafin. Það sézt greinilega þegar gengið er um bæinn. þvi að allar verzlanir eru fullar af fólki sem er að kaupa jólagjafir, jólafatnað eða eö.a annað fyrir jólin. Að minnsta kosti var það þannig þegar Innsiða leit við i nokkrum barnafata- og skóverzlunum i gærdag. Þar voru mættar mæður með börnin sin, og allir voru að máta Kauðir og hvitir skór eru vin- sælastir á litlu telpurnar, en svartir og brúnir á piltana. Verð er um 500-900 krónur, en mis- jafnt eftir stærðum og gerðum. Gata dagsins Hvað kosta jólafötin ó Litið við í þremur verzlunum jólakjólinn eða jólabuxurnar. Enda er ekki seinna vænna, þvi að það er ekki gott að vera á sið- ustu stundu með fatnaðinn, þvi að margt annað á eftir að gera siðustu dagana fyrir hátiðina. Við litum við i verzlununum Sisi, Melissu og Skóglugganum, og spurðumst fyrir um það hversu mikill peningur úr pyngjunni getur farið i jóla- fatnaðinn á börnin, svo og hvað á boðstólum er. Það virðist litið gert fyrir drengina á móts við stúlkurnar. Alls kyns fallegir kjólar eru á markaðnum, svo sem buxna- dress og fleira, en á drengina er litið boðið upp áannaðen buxur og skyrtur. Þannig að ekki er hægt að segja að það riki jafn- rétti i þeim efnum. Það er tizka hjá smáfólkinu eins og hinu eldra, og þó að litlu stúlkurnar hafi kannski ekki beinlinis vit á slikum hlutum, þá eru matrósakjólarnir einna vinsælastir, en einnig skipa finir kjólar háan sess. Það er að segja kjólar úr þunnum efnum, skreyttir pifum og öðrum múnderingum. Rauðir og hvitir skór eru vinsælastir hjá stúlk- unum, enda fer hvitur litur við næstum hvað sem er. Hjá piltunum virðist ekki rikj- andi neinn sérstakur litur, en blár litur er þó alltaf vinsæll og svartir eða brúnir skór. Einnig mislitir rúskinnsskór. Matrósakjólar eru sennilega einir ódýrustu kjólarnir sem á markaðnum eru. Hjá verzlun- inni Sisi fengum við þær upplýsingar að verðið á þeim væri frá 1.210-2000 krónur, það er að segja á aldurinn þriggja ára til 12 ára. Þeir fást i mörg- um litum. Finir kjólar eru nokkru dýrari, eða frá 1800-2400 krónum á aldurinn þriggja til átta ára. Kápur eru á verðinu 3.800-5000 krónur á aldurinn tveggja ára til 11 ára, þær eru enskar og vattfóðraðar, með skinnköntum á ermum. faldi og i hettu. Sisi býður upp á jólaföt fyrir eins tjl þriggja ára börn. Það eru flauelsföt með skyrtu, i grænum, rauðum og bláum lit- um og er verðið 1540-1700. Þessi kápa er úr flaueli með hvitu nylonskinni. Verðið er 2793 á tveggja ára aldur. : Miðstræti ^ettaTrMiðstTæti, einafþeimHugötum i Reykja- vik frá fyrri tið, sem heldur heilu og upprunalegu svipmóti. Það er gætt þeim notaleika og lifi, sem er raunar umfram alla útlistun. Hér gefst vegfarend- um, sem ekki eru um of að flýta sér, gott tækifæri að lesa hús, einkum það sem blasir við til vinstri á myndinni. Húsið allt og einstakir hlutar þess bjóða upp á óvanaiega gleði þvi auga er kætist við hátt- bundin leik ljóss að formi. Stakar buxur á eldri drengi kosta um 930 krónur upp að 1400 krónum, en skytur 630 krónur til 800 krónur. 1 Melissu litum við á jólakjóla fyrir stúlkur á aldrinum 6-10 ára og siðan á aldurinn 10-14 ára. Það eru kjólar úr acryl efni, mislitir og skreyttir með bindi, beltum eða öðru. Verðið á ald- urinn 6-10 ára eru um krónur 1556 upp að 1956 krónumA eldri stúlkurnar eru kjólar frá 1950- 2225 krónum. Þá kjóla má þvo. Jólakápurnar eru islenzkar flauelskápur á aldurinn 2-13 ára. Þær eru til i ýmsum litum og eru með hvitu nylonskynni. Verðið er misjafnt eftir stærð- um, frá 2.793-3969 kr. Vesti úr gervirúskinni verður hluti af jólafötum drengins þar. Þau eru islenzk og þau má þvo. Buxur og skyrtur eru siðan jóla- fötin á drenginn, og er sá fatnaður á mjög svipuðu verði og til dæmis i Sisi og öðrum verzlunum. 1 skóverzlunum virðist jólaös- in hafin, enda er ekki gott að vera á siðustu stundu þegar að þeirri hliðinni kemur, svo að heppilegir skór fáist. Verð á skóm er mjög mis- jafnt, en eftir þvi að dæma sem við sáum i Skóglugganum, sem verzlar með barnaskó, geta þeir verðið allt frá 500 krónum upp i næstum 1000 krónur. Það fer þó eftir stærðum og gerðum eins og anað, hve kostnaðurinn er hár. Og nú eru framleiddir skór á allan aldur, jafnvel fyrir þau yngstu sem ekki erú einu sinni byrjuð að ganga. En allir verða að fá sitt fyrir jólin, jólaskó, jólakjól, jólabuxur, og allir verða að vera finir og vel útlit- andi, svo að enginn fari nú i jólaköttinn. Þetta var aðeins litið dæmi af þeim kostnaði, sem getur verið i sambandi við fatnaðinn á börn- in, enþó rétt. fyrir foreldrana til þess að átta sig á verðlaginu. — EA Þcssi kápa cr á 11 ára stúlku og kostar 5000 krónur.liún er með skinnbryddingum á hettu og faldi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.