Vísir - 22.12.1972, Side 9

Vísir - 22.12.1972, Side 9
Yisir. Köstudagur 22. desember 1!)72 9 Gleymdist að kaupa merkimiðana? Eða nægja þeir gömlu ekki frá því um síðustu jól? Það ætti þá ekki að gera svo mikið til, og einhver ráð má finna þvi til bjargar. Þessir skemmtilegu merkimiðar hér á síðunni ættu að hjálpa til með að gera jólapakkana skraut- lega. Þá má gjarnan klippa út og lima siðan á þykkan pappa eða þá að lima miðana beint á pakk- ann, eftir að búið er að pakka honum inn i jólapappirinn. Einnig er hægt að leggja gegn- sæjan pappir á myndirnar og teikna þær upp og siðan á litrikt karton. Nú, og sjálfsagt er hug- myndaflugið nógu vel starfandi til þess, að ekki þarf einu sinni að styðjast við þessa merki- miða, heldur teikna einhverjar skemmtilegar myndir sjálfur á jólagjafirnar. -Klippið litið gat efst i merki- miðana, eftir að búið er að ganga frá þeim, svo hægt sé einnig að þræða þá upp á band, ef slikt er sett á pakkann. Liklegast eru engin takmörk fyrir þvi sett, hvað gera má við jólapakkann. Við höfum nú þeg- ar komið með nokkrar skemmtilegar hugmyndir um það, hvernig pakka má gjöfun- um inn, til dæmis i skókassana, i teiknimyndasögur Visis og fleiri og fleiri. Og það má lika koma með fleiri hugmyndir um það hvernig merkja má pakkana til og frá, i stað þess að setja á merkimiða. Ef einlitur pappir er settur ut- an um pakkann er hægt að skrifa einfaldlega utan á pappirinn og þá t.d. með ein- hverjum skrautstöfum. Glimm- er fæst i verzlunum hér i bænum i lausu, og þó að oft geti verið ákaflega erfitt að eiga við það og koma þvi þokkalega fyrir, má gera tilraunir til þess að mynda úr þvi stafi og lima það snyrtilega utan á pappirinn eða pakkann. Úr garni má svo gera stafi, eða til hvers pakkinn er og frá hverjum hann er. Garn er til i svo miklu úrvali, að hægt er að gera stafina i öllum breiddum og lengdum i öllum litum. Og kosturinn við það að föndra sjálfur, og kosturinn við merkimiðana hérna á siðunni er svo sá að sáralitill kostnaður, ef þá nokkur, ætti að vera við þá, og þeir eru ákaflega fljót- gerðir. Þrátt fyrir litið jólaskraut i bænum virðist jólaundirbúning- ur almennings ekki vera með minna móti en undanfarin jól. Þó að það sé básúnað öðru hverju, að jólagjafir séu hrein og klár vitleysa og allt dinglum- danglið hreinn óþarfi, þá kemur það i ljós núna siðustu dagana fyrir jólin, að jólatréssalan er sifellt að aukast, og spilar þar sjálfsagt inn i fleiri heimili, en fólk vill um leið fá stærri jólatré i stofuna til sin en áður tiðkað- ist. Sölumennskuæðið svokallaða og þá liklegast um leið kaupæðið hefur gripið um sig nú sem endranær og náð tangarhaldi á hverjum og einum. Laufa- brauðsbaksturinn heldur áfram sinn vanagang, jólagjafirnar eru skreyttar áfram, og i skól- unum tiðkast nú orðið sá siður, að börnin kaupi jólagjafir fyrir einhverja vissa upphæð og gefi hvert öðru. Skyldi jólahaldið og þeir jóla- siðir, sem skapaðir hafa verið, nokkuð breytast á komandi ár- um , enda ætti reyndar að vera undir hverjum og einum komið, hvernig jólin eru haldin á hverjú heimili. Eftir allt saman eru jól- in einu sinni fremur öðrum dög- um sá timi, sem við leyfum okk- ur flest að lifa i vellystingum og hrista okkur upp frá hversdags- leikanum. —EA Umsjón: Edda Andrésdóttir Hér koma merki- miðarnir ó iólapakkann! KARLMANNA SKÓR nýkomnir DRENGJASKÓR NÝJAR GERÐIR SlMl 17345 SKÓGVERZLUN Péturs Andréssonar Laugavegi 17 SALAMANDER Karlmannaskór fyrir þá vandlátu Skóverzlunin Framnesvegi 2 Gjafavörur Dönsku borðóróarnir C'ampagne Bubbles — llaindrop Iljartaglösin Kertastjakar Sænski Kkenos kristallinn Vasar-Bakkar- Kertastjakar Kerti Norðurljós llreinskerti Japönsk kerti Pólsk kerti Jólatrésskraut Toppar og kúlur i ö 11 u m 1 i t u m, stærðum og gerð- um. A1 d r e i m e i r a úrval. Blóm og skreytingar Jólastjarna Aðventukransar Krossar Leiðisgreinar Kertaskreytingar frá 190/- Jólatré (ireni-Sypres-Fura Nœg bílastceði — góð aðkeyrsla. Opið í kvöld til kl. 10, aðfangadag tii kl. 14. SENDUM HEIM ooöSflfía _ _GLw & Q Q & ©ö

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.