Vísir - 22.12.1972, Síða 20
Föstudagur 22. desember 1972
Skuttogar-
arnir hœkka
um 650
milliónir
Gengislœkkunin
bœtir myndarlega
við skuttogaraverðin
Fiskveiðasjóð skortir
ó annan milljarð
Ljóst er, að gengis-
lækkunin bætir myndar-
lega við verð skuttogar-
anna 49, sem koma
munu til landsins, eða
smiðaðir verða og þegar
eru komnir til landsins.
Af þessum 49 togurum
eru 39 erlendis frá fyrir
samtals um 4.782 mill-
jónir króna á gamla
genginu, að þvi er
Bjarni Bragi Jónsson
hjá Framkvæmdastofn-
un rikisins sagði Visi.
Skuttogararnir, sem áætlaö er
að smiða innanlands, voru áætl-
aðir um 1230 milljónir króna.
Gengislækkunin mun bæta við um
575 milljónum við verð logaranna
erlendis, en ei' reiknað er með þvi,
að um helmingur verösins á inn-
lendu togurunum sé ai' erlendum
toga spunninn, hækkar gengis-
lækkunin verð innlendu skuttog-
aranna 10 um 75 milljónir króna.
Alls hækka þvi skuttogararnir um
650 milljónir króna vegna gengis-
lækkunarinnar.
Ekki verður þetta til að bæta úr
íyrir Fiskveiðasjóði islands, sem
ætlað er að íjármagna i'lesta
þessa togara að verulegu leyti.
Ljóst var i'yrir gengislækkun, að
sjóðinn skorti eitthvað á annan
milljarð króna i'yrir gengislækk-
un tilaðgeta staðið undir væntan-
leguni skuldbindingum sinum á
næsta ári, en enn er óljóst,
hvaðan sjóðurinn ætlar að ná i
þetta fjármagn. —VJ
Elding
skall
á þotu
,,Við vorum yfir Keflavikur-
i'lugvelli uin sexleytið i gærdag,
þegar eldingin skall á okkur,”
sagði llenning Bjaruason l'liig-
stjóri i morgun, þegar Visir hafði
samband við liaiin.
Henning kvað enga hættu vera
á ferðum þó eldingu slægi niður i
flugvél, þær væru allar byggðar
þannig, að elding getur ekkert ai'
sér gert, sagði hann.
,,Það kemur býsna mikill há-
vaði, þegar eldingin skellur á vél-
inni og bjart ljós, svo að maður
hálfblindast i smá tima á eftir.
Það er lika talsverður hnykkur
sem kemur á vélina, en það
furðulega er, að það koma sjaldn-
ast nema smá rispur á vélarnar
eftir að þær hafa fengið á sig
eldingar.” Og Henning talar um
vélarnar i fleirtölu vegna þess, að
þetta er ekkert einsdæmi. Hann
sagði okkur, að hann hefði nýlega
blaðað i gegnum skýrslur varð-
andi þetta efni, og komst að þvi,
að hver flugvél, sem á loft fer,
verður að meðaltali fyrir tveimur
eldingum á ári.
Hœsti mögulegur vind-
stigafjöldi ó Stórhöfða
10 og 11 vindstig víða um landið
Þaö, sem orsakaöi
þetta mikla hvassviöri
i gærkvöldi og i nótt,
var kröpp lægð, sem
iór noröaustur yfir
landiö og var yfir
Ilvammsfirði um mið-
nætti i nótt.
Hvassast varð á stórhöfða, en
þar voru 89 hnútar sem teljast
12 vindstig, en það er hæsta tala
yf'ir vindstig, sem hér er notuð á
Veðurstoi'unni. 60 hnútar óg allt
þar yfir er kallað vindstig.
Af öðrum stöðum mætti nefna
77 hnúta á Rauíarhöfn og 70 i
Nýjabæ. Hér er um að ræða
lölur yfir stöðugan vind.
Stöðugur vindur var mestur 59
hnútar i Reykjavik, en i vind-
hviðum komst hann upp i 85
hnúta.
Tvær flugvélar Flugfélags
tslands urðu að lenda i Keflavik
3g láta þar fyrir berast. Einnig
rarð ein önnur flugvél i innan-
landsflugi innlvksa á Akurevri.
—LÓ
Kauplagsnefnd og hagstofa eiga að höggva
á hnútinn
Ný lög heimila að reikna út vísitölu fró 1. janúar
Kauplagsnelnd og nagstoiu-
stjóra er uú að ætlað að skera úr
iiin, livort 2.5 visitölustig, scin
Irestað var að greiða vegna verð-
stöðvunarinnar, skuli borguð frá
1. janúar, þegar núverandi verð-
stiiðvun rcnuur út, að þvi er
llannihal Valdimarsson, félags-
málaráðberra, sagði Visi i
morgun.
Kauplagsnei'nd og hagstofu-
stjóri töldu sig ekki hafa heimild
lil þess að reikna út visitöluna
aftur i'yrr en ei'tir 1. febrúar fyrir
visitölu, sem gilda átti frá 1.
marz, en bundið er samkvæmt
lögum, að visitöluna skuli reikna
út á þriggja mánaða fresti. Þess
vegna var i gærkvöldi samþykkt
á alþingi með hraði ný lög, sem
gera kauplagsnei'nd skylt og
kleift að reikna framíærslu
visitöluna út núna með tilliti til
þessara 2.5 visitölustiga, sem
frestað var. Hannibal sagði, að
algjör samstaða hefði náðst milli
verkalýðshreyfingarinnar, at-
vinnurekenda og rikisstjórnar-
innar að láta kauplagsnefnd og
hagstofustjóra skera úrum, hvort
þessi 2.5 visitölustig skyldu koma
til greiðslu að fullu nú 1. janúar,
en rikisstjórnin telur, að ýmsar
ráðstafanir sem gerðar voru,
valdi þvi, að eðlilegt væri að
draga 1/2 til 1 1/2 stig frá. Þarna
mun helzt hafa komið til verð á
búvöru, eða það atriði, að frestað
var að endurskoða búvöruverð. —
Þetta þýðir það, að kauplags-
nefnd er falið að taka hreina,
faglega afstöðu til málsins. —
-VJ
AÐALVANDAMÁLIN AÐ META
EIGNAHLUTFÖLL FÉLAGANNA
segir Hannibal Valdimarsson, samgöngurúðherra um sameiningarmúl
flugfélaganna
llel/.ta vandainálið i samein-
ingarviðræðum flugfélaganna
er l'yrst og fremst að mcta rétt
eignahlutföll félaganna við
sameiiiiiigu. sem nú er helzt tal-
að uin, sagði llannibal Val-
dimarsson, samgönguráðberra
i viðtaii við Visi i morgun uin
sameiningar- og samstarfsvið-
ræður þær, sem fram fara á
veguni ráðuneytis hans milli
Flugl'élags islands' og Loftleiða.
Ilaniiibal sagði, að vel horfði
með viðræðurnar og vilji sé hjá
háðum aðilum. að þær leiði til
árangurs. Fyrst var talað um,
að sameining flugfélaganna
tveggja i eitt flugfélag gæti orð-
ið á sjö árum, en nii væri talað
um, að það gæti orðið á miklu
skemmri tima. Siðasti viðræðu-
fundur flugfélaganna verður
lialdinn i dag. —VJ
Allir vegir
— en fúir
fara úr bœnum fyrir
þessa stuttu jólahelgi
,,Við hér á Umferðarmið-
stöðinni erum satt að segja að
furða okkur á þvi, hversu rólegt
ætlar að verða hér fyrir þessi
jól,” sagði afgreiðslustúlka þar
i viðtali við Visi skömmu fyrir
hádegi. Þá kvað hún ekki fleiri
en 100 manns hafa lagt upp frá
stöðinni, sem væri harla fátt
miðað við þann fjölda, sem búizt
hafði verið við, að þar færu um i
dag. ..Kannski svona mörgum
finnistekki taka þvi að leggja á
sig langferðir fyrir svo stutta
jólahelgi sem nú”, stakk
afgreiðslustúlkan upp á.
Hún sagði hópferðabila hafa
lagt af stað strax upp úr
klukkan átta i morgun og þá
samkvæmt fullri ákvörðun. ,,Að
þvi er Vegagerðin segir, eru
allir vegir færir um landið”,
sagði stúlkan, en bætti þvi við,
að Holtavörðuheiðin væri sögð
eitthvað varhugaverð — en þó
ekki ófær.
Meðfylgjandi mynd sýnir
nokkra þá fyrstu sem búast til
brottferðar frá Umferðarmið-
stöðinni i morgun. ______ÞJM