Vísir - 11.01.1973, Side 7

Vísir - 11.01.1973, Side 7
Seint hættir maður að undrast. Það er eiginlega sama hvað ösiað er eða buslað í gegnum mörg bókaflóð fyrir jólin — ævin- lega sýnist það jafn undra- vert, þegar sjatnar, að slík- ir viðskiptahættir skuli virkilega borga sig. Er það annars alveg víst að þeir borgi sig í raun og veru? Þótt einkennilegt megi virðast eru flestar tölur um bókaútgáfu hér á landi fjarska óglöggar, hvort heldur er um upplag og sölu bóka, meðal-upplag, meðal-sölu, eða bókaútgáfu og bóksölu i heild. Þá mun árlegur bókafjöldi, tala útgefinna titla, hafa verið svipað- ur um mörg undanfarin ár, þetta 400-500 bækur á ári, samkvæmt tölum Landsbókasafns, og er þá hvorttveggja talið, frumútgáfur og endurprentanir. En „bók” telst vera að minnsta kosti 49 bls. að stærð, rit sem eru þrjár arkir að stærð eða minni, 5-48 bls., teljast „bæklingar”. Að þeim við- bættum nemur útgáfan i heild 600- 700 titlum á ári. Af þessum bóka- fjölda eru kannski 300-500 bækur á „almennum markaði”, langflest- ar útgefnar á fáeinum vikum fyr- ir jólin. Um hitt er enn minna vitað hversu mikið er prentað og selt af þessum bókum um hver jól, hverri um sig eða öllu samanlagt. En séu bókaútgefendur og bók- salar spurðir svara þeir þvi jafn- an til að upplög bóka minnki jafnt og þétt enda sé bókaútgáfan i landinu rétt að segja komin á kaldan klaka. Úr þvi að upplög bóka eru alltaf að minnka en bókafjöldinn á markaði stendur i stað, hlýtur bóksala lika að fara siminnkandi — þrátt fyrir fólks- fjölgun og siaukna menntun i landinu. En sé þetta allt rétt, þá er áreiðanlega eitthvað meira en litið bogið við viðskiptahætti á bókamarkaðnum. Vara, auglýsingarsala Engu að siður er ekki neitt peningaleysi að sjá á útgefendum um jólin. Það væri fróðlegt ef ein- hver reikningsglöggur maður yrði til þess að kasta tölu á aug- lýsingakostnað þeirra, t.a.m. á bókakauptiðinni núna i vetur. Areiðanlega reyndist það furðuhá upphæð, og það þótt aðeins væru taldar auglýsingar i sjónvarpi. Ætla skyldi maður að óreyndu að þeir útgefendur sem ekki leggja i verulegan herkostnað af þessu tagi yrðu heldur en ekki útundan sölu. Og það er reyndar annað at- riði sem fróðlegt væri að sjá leitt i ljós: samhengið á milli aug- lýsingakostnaðar, annars til- kostnaðar og bóksölu. A hinn bóginn er fjarska hætt við þvi að mikið af öllum þessum bókaauglýsingum um jólin falli máttlitið niður i harðvitugri samkeppni við aðra útgefendur um hinn ástkæra jólamarkað og við aðrar auglýsingar um aðra vöru. En enginn leiðir svo vitað sé hug að þvi hvort hinn sami til- kostnaður gæti ekki komið að margfaldlega meira gagni aðra tima ársins — þegar ekki tiðkast að hafa bækur á markaði. Það er ekki sjáanlegt verksvið i þvi að ætla sér að selja 300 bækur á 30 dögum fyrir jól, upplag sem all- ténd nemur 450-600.000 eintökum. Engu að siður starfa bókstaflega öll islenzk bókaforlög innan ramma jólamarkaðarins, allt frá Almenna bókafélaginu ofan i Ægisútgáfuna og Orn og örlyg. Það skyldi þó ekki vera að minnk- andi upplög, þverrandi bóksala stafi af þessu, af þvi að útgefend- um hefur ekki tekizt, enda ekkert til þess reynt, að gera bækur að almennri neyzluvöru sem fólk kaupi og noti árið um kring? Hér er reyndar um flókið mark- aðsmál að ræða sem varðar bæði verðlag og útlit bóka ekki siður en efni þeirra, forlags- og prent- smiðjurekstur og bóksölukerfið i landinu, en umfram allt neyzlu- venjur á bókamarkaðnum. En mergurinn málsins er og verður æ hinn sami: hvort er hagkvæm- ara, eða arðvænlegra, að selja bækur sem almenna neyzluvöru eða fyrst og fremst sem gjafa- og munaðarvöru? Er liklegra að fólk kaupi bækur fyrir meira fé i einu lagi fyrir jól, t.a.m. vikuna 17- 23ja desember, eða allt árið um kring, frá nýári til jóla? En á þvi leikur enginn vafi hvernig útgefendur mundu svara þessum og öðrum þvilikum spurningum. Forlög koma ofan að... Hvað sem markaðsmálum að öðru leyti liður má augljóslega greinasundurforlögin á markaðn um, alveg eins og markaðsvör- una, eftir efnisvali og öðrum út- gáfuháttum þeirra. Þar eru i fyrsta lagi bókaforlög sem vilja starfa sem menningar- stofnanir. En þvi fer fjarri, sem stundum er látið i veðri vaka, að allt útgáfustarf sé menningar- eftir Ólaf Jónsson starfsemi, nema i þeim skilningi að bókaútgáfan i heild, bók- menning i landinu er á hverjum tima auðvitað þáttur i þjóðmenn- ingunni. Slik forlög miða ekki rekstur sinn einvörðungu og kannski ekki einu sinni fyrst og fremst við arðsvonir á markaðn- um heldur við þá menningarlegu skyldu eða verksvið sem hvert um sig telur sig eiga að rækja. f þessum flokk má sjálfsagt telja bókafélögin þrjú, Almenna bóka- félagið, Mál og menning, Bókaút- gáfu Menningarsjóðs, og auðvitað Helgafell. t öðrum flokki eru forlög sem fyrst og fremst eru rekin sem verzlunarfyrirtæki, miða bókaval sitt við liklegar vinsældir og út- breiðslu bókanna, en reyna jafn- framt að vanda til meðferðar efnisins og útgáfu bókanna og lúta ekki að ruslasölu. Hér má teljá forlög eins og t.a.m. Iðunni, Setberg, Skuggsjá. í þriðja lagi eru loks þau forlög sem lifa svo til einvörðungu á jólamarkaðnum, stila fyrst og fremst upp á skyndisölu bóka sinna og velja sér þvi einkum það efni til útgáfu sem þeim þykir bráðendis sölulegt. Mikill fjöldi smá- og einkaforlaga dafnar á þessum markaði um hver jól, en af stærri fyrirtækjum sem eink- um stunda hann má nefna örn og örlyg, Ægisútgáfuna, Hildi. Nú er þessi skipting auðvitað ekki jafn einföld og hér er gefið til kynna. t raun blandast verksvið allra forlaga meira og minna saman: forlag af „fyrsta flokki” kann að fikjast i skyndigróða af skemmtibók á jólunum, forlag af „þriðja flokki” á þaö til að gefa út vandaða bók, svo sem skrautfjöð- ur i hatt sinn þó ekki væri annað, forlögin i „öðrum flokki” standa i rauninni með sinn fótinn i hvorum herbúðum. Og öll forlög eru auð- vitað verzlunarfyrirtæki i þeim skilningi að ætlazt er til að starf- semin standi undir sér og skili a.m.k. arði til frekari fjár- festingar. Þar hygg ég að flokkunin sé i meginatriðum góð og gild, og hún varðar ekki aðeins bókaval útgef- enda heldur einnig og ekki siður bókagerðina sjálfa og söluhætti þeirra. Rétt eins og fjallað er um bækur og höfunda á jólamarkaðn um, eins væri eðlilegt að reyna til að leggjá mat á starfsemi forlag- anna. Án þess að fara öllu lengra út i þá sálma hygg ég að þá mundi koma á daginn að það eru tiltölu- lega fá forlög sem umtalsvert gildi hafa fyrir framvindu bók- menntastarfs og bókmenningar i landinu — rétt eins og það eru að- eins fáar bækur og höfundar ár fyrir ár sem hafa umtalsvert bók- menntagildi tii að bera. Þetta er ekki til þess sagt að vanmeta þann „lággróður bók- menntanna” á hverjum tima sem vel má vera að sé sá jarðvegur sem meiriháttar skáldskapur sprettur úr. Hitt er miklu var- hugaverðara hversu mikið fer fyrir alls konar undirmálsverk- um, hraðsaumuðum til jólanna hverju sinni. Mikið af þessu er allskonar útlent rusl, oftast i ósæmilegum islenzkum búningi, en einnig innlend framleiðsla, hvort heldur er anda- eða sjó- mannabækur, mannraunasögur, svokallaðar æviminningar eða ruslaskrinur „þjóðlegs” fróð- leiks. Þessi efni geta verið góð og gegn: það er meðferð þeirra sem öllu skiptir. Ef meta á bók- menninguna i heild verður einnig að taka tillit til þessara bóka, hins ruddalega efnis, óvönduðu vinnubragða, fullkomna virðing- arleysis margra slikra bóka, höfunda, útgefenda fyrir lesend- um og kaupendum sinum. Eru lesendur asnar? Á bókamarkað jólanna mætist öll þessi vara i meiriháttar ringulreið. En hvert sem forlagið er, hvernig sem útgáfu þeirra annars er háttað virðist þeim öll- um lifsnauðsyn að gefa út bækur sinar á nokkrum siðustu vikunum fyrir jól. Það er meira en minum sálar- gáfum er gefið að skilja hvers vegna t.a.m. bókafélögin þrjú taka þátt i þessum hégómlega markaði: obbann af bókum sin- um selja þau án efa i áskriftasölu sem ekki kemur gjafamark'aðn- um neitt við og væri þeim og lesendunum sælla að þessar bækur kæmu i annan tima árs. En jafnvel Almenna bókafélagið sem áður fyrr gaf út bækur árið um kring að kalla virðist i ár taka að mestu mið af jólamarkaðnum. Einhver æðri máttarvöld hafa ákveðið að bækur Menningar- sjóðs skuli jafnan koma út seinni part desember — ef þær koma þá út. En Mál og menning stóð óneit- anlega upp úr flóðinu i ár, útgáfa forlagsins meiri og betur til hennar vandað en oft áður, og bækurnar komu út allt árið. Af þeim þrenns konar forlögum sem fyrr voru nefnd eru það áreiðanlega „þriðja-flokks” for- lögin sem i langmestan kostnað leggja fyrir jólin. Bækur þeirra margra auðkennast af þvi að jafnilla er til þeirra vandað yzt sem innst. Oft hefur ekki bara gleymzt að semja bókina held- ur var prófarkalestri lika sleppt, pappir eins slæmur og verða má, bandið gróft og groddalegt. Hins vegar er kostað upp á skinnilega kápu. Og þegar kemur að auglýsingum þarf ekki að horfa i aurana — væntanlega i þeirri trú að lesendurnir séu asnar sem auðvelt sé að ginna út i hvaða bölvaða vitleysu sem er! En eru þeir það i verunni? Hvernig væri að önnur forlög létu „jólaforlögunum” eitthvert sinn jólabókamarkaðinn eftir, gæfu bækur sinar út alla aðra mánuði ársins en i desember, kostuðu auglýsingafé sinu i raun- hæfa kynningarstarfsemi i staðinn fyrir að kasta þvi i súginn. Hvernig væri að prófa hvort fólk sé ekki til með að lesa bækurnar sem það kaupir? En á þvi hafa forleggjarar vist litla trú. Enda ber ekki á öðru en rekstur þeirra standi sig frá ári til árs, jól fyrir jól. Um hitt er ekki spurt hversu hagkvæmar þessar kringumstæður séu bókmenntun- um, bóklestri, bókmenningu i landi. Afgreiðslumaður óskum eftir að ráða ungan reglusaman mann i málningarvöruverzlun okkar. Uppl. daglega frá kl. 4-5 (ekki i sima). ORKA h.f. Laugavegi 178. Vörubifreið til leigu Til leigu Scania Vabis árg. ’66 til lengri eða skemmri tima. Væntanlegir leiguhafar leggi tilboð inn á augld. Visis merkt „3095”. Frá vöggu til grafar Fallegar skreytingar Blómvendir i miklu úrvali. Daglega ný blóm Mikið úrval af nýjum vörum. — Grjórið svo vel að lita inn. Sendum um allan bæ EÖSIN GLÆSIBÆ, simi 23523.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.