Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 23.01.1973, Blaðsíða 3
Vísir. Þriöjudagur 23. janúar 1973 3 Blaðamaður Vísis í Eyjum í morgun: „EINS OG Í DRAUGABORG" — þegar eldbjarminn lék um yfirgefínn athafnabœinn Frá Eddu Andrésdóttur, Vestmannaeyjum í morg- un: Blaðakona Vísis var víst eina kvenveran á ferli á götum Vestmannaeyja í morgun. Bærinn var einna líkastur draugabæ, þegar blaðamenn Vísis komu á staðinn í morgunsáriö. Ibú- arnir flestallir farnir, að- eins um 500 manns voru taldir eftir, en aðrir höfðu yfirgefið heimili sín og haldið til Reykjavíkur. Yfir bænum hvilir einhver undarlegur roði frá jaröeldunum i útjaðri bæjarins og hér vellur og smellur öðru hvoru með miklu braki i gosstöðvunum. Göturnar eru þaktar öskulagi, og ef komið er nálægt gosstöðvunum, mætir manni gosmökkur og eiturgufur. Bóndinn i Kirkjubæ, sem er skammt fyrir utan aðalbyggðina, er verst staddur, en hann yfirgaf heimili sitt núna fyrir skömmu, eða um hálfátta. Var húsdýrum sleppt, en talið er að hestar hafi oröið fyrir hraunflóðinu og farizt i morgun. Vitað var a.m.k. um einn hest örugglega, en óttazt um aö margir aðrir hafi jafnvel hlotið sömu örlög. Við hittum formann hafn- arnefndar aö máli skömmu eftir komuna. Hann var vongóður um að skip og bátar gætu tekið fólk frá Eyjum, ef svo skyldi fara að hraunflóðið lokaðihöfninnieins og vel gæti gerzt. Tehir hann að bát- ar geti siglt inn á svokallað Eiði og athafnað sig þar, eins og gert var áður fyrr i Eyjum. t höfn i morgun var Herjólfur og fyrir ut- an lónaði Laxfoss, en á flugvellin- um biðu 2 eða 3 flugvélar þess að fyllast af farþegum, en raunar er orðið fátt um fólk hér, og þeir sem eftir eru, vilja ekki fara fyrr en i lengstu lög. Talað er um það hér að flytja allt verðmætt, bila, verðmæta inn- anstokksmuni og annað af hættu- svæðinu, en ekki veit ég nánar um hvaða áætlanir yfirvöld hafa á prjónunum i þvi efni. Ég hitti Sigurð Þórarinsson, jaröfræðing, að máli áðan, en hann var að koma hingaö. Hann sagði, að hann þyrði ekki að spá neinu um framhald gossins, en hann kvaðst gizka á að sprungan væri um hálfur annar kilómetri á lengd, en rifan er fremur mjó að þvi er viröist. Sagði Sigurður að þetta mundi fyrsta gosið i Eyjum i 5500 ár eða allt frá „fæðingu” Eyjanna. Sagði hann og greini- legt, að eldsvæðið væri að færast til af Reykjanesskaganum að Vestmannaeyjum. — EA — Þessi ótrúlega sjón mætti Vfsismönnum er þeir komu fljúgandi til Eyja i nótt jaröeldurinn bullar og kraumar rétt viö bæjarmörkin og varpar undarleguin roöa á byggöina. (Ljósmynd Vfsis BG) Bandaríkjamenn bjóða aðstoð Bandarikjastjórn sendi samúðarkveðjur til rikisstjórnar íslands i nótt, eftir að fréttir bárust viða um heim um hamfarirnar i Vest- mannaeyjum. Bauð Bandarikjastjórn bráðabirgðafjárhagsað- stoð, ef islenzka stjórnin þarf á að halda. Þá bauð Varnarliðið hús- næði og alla aðstoð sem tiltæk var, en Upplýsingaþjónusta Bandarikjanna bauð Rauða krossi íslands húsnæði sitt við Nesveg til umráða, ef á þyrfti að halda. — JBP— Um 70 manns yfir- fara skýrslurnar! Skattskýrslur, sem sendar eru út aö þessu sinni, eru 100.133.00 að tölu og er það i fyrsta sinnið sem skattskýrslurnar fara yfir hundraöiö, að þvf er rikisskatt- stjóri, Sigurbjörn Þorbjörnsson sagði i viðtali við blaðið. I fyrra voru sendar út 97.600.00 skýrslur. i Reykjavik eingöngu voru sendar út 42.800 skýrslur í ár, en 41,800 í fyrra. Nokkrar breytingar hafa orðið á skattskýrslunni að þessu sinni frá þvi sem áður var. Liðir sem ekki eru lengur frádráttarbærir hafa fallið úr, en einn nýr liður kominn i staðinn, og á sá við sjó- menn. Það er frádráttarliður, 8% af beinum tekjum sjómanna af fiskveiðum. Fjórir frádráttarliðir hafa fallið út, það eru gjöld sem ekki eru lengur til i skattalögum. Það er eigr.aútsv?'", almanna- tryggingagjald, iúkrasamlags- gjald og eignaskattur. Eignaskattur er að visu ekki af- numinn, en þar hafa orðið á nokkrar breytingar. Ekki hafa orðið breytingar á formi skattskýrslunnar sjálfrar og er hún sett upp eins og venju- lega. Hins vegar hefur orðalagi á stöku stað verið breytt. -EA. — segja sjómenn svartsýnir í morgun itt aö fá fólk bingað á ver- tið”, sögðu sjómennirnir, sem töldu jafnvei að Kyjabú- um sjálfum mundi hér eftir finnast erfitt aö búa á staö þar sem búast mætti viö ööru eins og þvi, scm þcir uppliföu I nótt. ,,fig held aö þetta sé allt búiö”, sagöi einn þeirra armæöufullur. — Eitthvaö mun hafa boriö á svartsýni meöal þeirra, sem yfirgáfu Eyjarnar í morgun, einkum hinna eldri, sem höföu á oröi að þeir mundu vart snúa aftur. — EA — Edda Andresdó 11 ir , Vestmannaeyjum: Sjómenn I Vestmannaeyjum voru heldur svartsýnir, þeg- ar.ég talaöi viö þá niður viö höfn i morgun „Við erum hræddir um að þaö veröi erf- ,VILL NOKKUR KOMA HINGAÐ EFTIR ÞETTA?' Þannig þckkjum viö Eyjar, þannig eru þær, voru og verða vonandi áfram og áreiðanlega vona allir, aö beimamenn geti aftur flutt til sins heima og aö náttúruöflin muni ekki fara eins óbliöum höndum um byggð þeirra eins og margir óttast. (Ljósmynd Mats Wibc Lund)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.