Vísir


Vísir - 23.01.1973, Qupperneq 9

Vísir - 23.01.1973, Qupperneq 9
Visir. Þriöjudagur 23. janúar 1973 9 Herjólfsdalur Kirkjubær ilUrðarviti HELGAFELL Flugturn Skarfatangi metrar 0 aðstoðar við löggæzlu þar. Alls um 20 lögregluþjónar. Einnig voru gerðar ráöstaianir til aðstoðar við brottflutning fólks.en bátafloti Vestmannaeyja var að sjálfsögðu strax nýttur i þeim tilgangi. Varnarliðið sendi þyrlur til flutnings sjúklinga. Einnig sendi Flugfélag Islands flugvélar sinar til Vestmanna- eyja og fjölmargar einkaflug- vélar fóru þangað. Skipum Landhelgisgæzlunnar, svo og nærtækum skipum Skipaútgerðar rikisins og Eimskipafélags Is- lands var beint til Vestmanna- eyja, einnig öðrum skipum og bátum á nálægum slóðum. Gerðar voru ráðstafanir til að senda tiltækar áætlunarbifreiðir og strætisvagna í Reykjavik og nágrenni til Þorlákshafnar til flutnings á fólki til Reykjavfkur, þar sem Rauði kross Islands ann- ast skipulagningu á móttöku fólksins i Árbæjarskóla, Mela- skóla, Stýrimannaskóla, Hamra- hliðarskóla og Austurbæjarskóla. Einnig hafa læknar og annað að- stoðarlið verið sent til Þorláks- hafnar ti) aðhlynningar á fólki.” Gott veður hjálpaði mik- ið Þess skal getið, að mjög gott veður var i Vestmannaeyjum, þegar gosið hófst i nótt og alveg fram á morgun. Má nærri geta, hve það auðveldaði mikið allt björgunarstarf. Sérstaklega var þetta mikilvægt við flutninga á öllu veiku og lasburða fólki, sem annars hefði orðið að fara sjóveg. Flugvélarnar tóku alls um 60 sjúklinga, en margt af þvi fólki var illa haldið, að sögn ólafs Ólafssonar, landiæknis. — Sumt af þessu fólki var ósjálfbjarga og miður sin. Nokkrir þeirra voru fluttir á Landakot, en annars var sjúklingum skipt á Borgarspital- ann og Landsspitalann, þar sem aðrir sjúklingar minna veikir voru látnir vikja fyrir þeim. Töluverður viðbúnaður var hjá heilbrigðisyfirvöldum. Þannig. voru sjö læknar og hjúkrunarfólk sent til Þorlákshafnar til að annast fólk, þegar það kæmi i land. Fyrstu bátarnir með fólk úr Eyjum voru að koma þangað um kl. 7.20 i morgun. Margt af þvi fólki var miður sin, sjóveikt og slæpt og var hlynnt að þvi. 34 rút- ur voru tiltækar til að flytja fólkið til Reykjavikur. Vestmannaeyingum komið fyrir En það er ekki nóg að koma ibúum Vestmannaeyja til lands. Ekki er sennilegt, að þeir geti snúið aftur til heimila sinna fljót- lega. Þvi er fyrst og fremst ætlast til þess að skólarnir fimm, sem fólkið hefur verið flutt til, verði dreifingarstöðvar. Reiknað er með þvi að ættingjar og vinir hér á höfuðborgarsvæðinu muni hýsa mikinn meirihluta Eyjabúa. Fyrir þá, sem ekki hafa slika að- stöðu eru tilbúin um 500 rúm á hótelum borgarinnar. Mikið starf var þó augljóslega fyrir höndum að koma öllum málum i höfn i morgun. Þannig þarf að koma upp skrá yfir alla Vestmannaey- inga, hver hýsir þá o.s.frv. Rauði kross Islands tekur þetta verkefni að sér. Að þvi er stjórnarmenn Almannavarna i morgun sögðu blaðamönnum, fær Björn Tryggvason, formaður Rauða krossins, ýmsa starfsmenn bank- anna og fleiri menn, sem vanir eru skipulagningu til að taka að sér þetta verkefni. Mikill og alinennur hjálparvilji Stjórn Almannavarna lýsti yfir sérstakri ánægju sinni yfir þvi, hve auðvelt hefði verið að fá fólk til hjálpar. Um leið og fréttist af eldgosinu i Eyjum komu allar björgunarsveitir borgarinnar með allan sinn útbúnað,, en mikil þörf var t.d. fyrir teppi, dýnur og annan útbúnað til að hlynna að fólki, þegar það kemur til borgar- innar Auk skipulagðra hjálpar- sveita hafði fjöldi almennra borgara samband við almanna- varnir til að bjóða fram hjálp sina. Fyrrverandi Vestmannaey- ingar voru þar sérstaklega áber- andi. Talsamband við útlönd í hættu Að þvi er Jón Skúlason, póst og simamálastjóri, en hann á sæti i Almannavarnaráði, taldi i morgun, var allmikil hætta á þvi, aö simasamband við útlönd rofn- aði vegna gossins. Radióstöðin, sem tekur við talsambandinu frá Reykjavik, er i Sæfjalli, sem er rétt við suðurenda gossprungunn- ar. Stöðin sjálf er i mikilli hættu. En auk þess er jarðstrengur, sem liggur frá stöðinni að Klauf við Stórhöfða i hættu. 1 morgun var veriðað gera ráðstafanir til að ná ritsimasambandi við útlönd. Ef strengurinn eða stöðin skemm- ast, verður ekki unnt að notast við jarðstrengina, sem liggja bæði austur og vestur um haf. Neyðaráætlun var tilbúin Það er litill vafi á þvi, að það var til mikils hagræðis við björgunarstarfið i nótt, að neyðaráætlun var til um það hvernig bregðast skyldi við hættu af völdum náttúruhamfara i Vestmannaeyjum. — Þetta skipu- lag á brottflutningi ibúa Vest- mannaeyja er að visu ekki alveg nýtt; en Jón Böðvarsson, iðnaðar- verkfræðingur, gerði j)að á sinum tima fyrir dr. Agúst Valfells, þeg- ar hann var forstöðumaður Al- mannavarna. I lokaorðum skýrslunnar, sem var gerð i febrúar 1964 segir m.a.: „Likur fyrir brott- flutningi litlar” „Tilgangur þessarar skýrslu er fyrst og fremst sá aö gera grein fyrir nausynlegustu ráöstöfunum og aðgerðum, ef flytja þyrfti ibúa Vestmannaeyja brott. Likur fyrir brottflutningi ibúanna vegna náttúruhamfara eru, sem betur fer, taldar mjög litlar. Skipulag ráðstafana og aðgerða miðast við þær aðstæður, sem helzt mætti búast við. Ef þær tillögur, sem hér eru settar fram, ættu að halda gildi sinu, þyrfti að endurskoða þær með vissu millibili.” Við fljótan lestur á skýrslunni' verður ekki betur séð en að þær áætlanir, sem þar voru gerðar hafi staðizt mjög vel. I skýrslunni er gert ráð fyrir, að mest mundi taka um 24 klukkustundir og minnst 15 klukkustundir að flytja alla á brott, frá þvi að hjálparkall berst. Nú tók hinsvegar aðeins fjórar klukkustundir að flytja alla þá á brott, sem vildu fara. Neyðaráætlun til fyrir 2 bæi og 2 flugvelli Enginn vafi er á þvi, að Al- mannavarnaráð hefur aflað sér dýrmætrar reynslu i nótt. Til allrar hamingju hefur þeirrar reynslu verið aflað, ekki af mis- tökum, heldur af farsælu starfi. Þessi reynsla ætti að koma að notum við neyðaráætlanir, sem ekki eru til fyrir flesta staði landsins. Aðeins eru til neyðar- áætlanir fyrir Vik i Mýrdal (vegna Kötlugoss) og Húsavik (vegna jarðskjálftahættu) og svo tvo flugvelli landsins, Reykja- vikurflugvöll og Keflavikurflug- völl (ef stórslys bæri að höndum ). Hætta af eldgosum og öðrum náttúruhamförum er þó auðvitað á miklu fleiri stöðum og þá ekki sizt hér á aðal þéttbýlissvæði landsins. _yj Mikið efnahagsáfall Eldsumbrotin i Vestmannaeyj- um er ekki aðeins mikið áfall fyrir Vestmannaeyinga, heldur gæti það einnig verið mikið efna- hagslegt áfall fyrir landið i heild. 1 Vestmannaeyjum eru fjögur stærstu frystihús landsins, en alls eru húsin þar fimm. Útflutnings- verðmæti hraðfrystra sjávaraf- urða 1972 i Eyjum varð alls 1020 milljónir króna, eða einn fimmti {af öllum útflutningi frystihúsanna : innan SH, en öll frystihúsin i Eyj- urri eru innan SH. Alls voru fram- leidd þar i fyrra 12.719 tonn af frystum sjávarafurðum, en alls voru þá framleidd um 85 þús. tonn á landinu öllu. Nú eru frystar birgðir fyrir 134 milljónir i húsun- um. Auk hraðfrystingarinnar er töluverð saltfiskverkun i Eyjum og þar er einnig helzta loðnuver- stöðin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.