Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 06.04.1973, Blaðsíða 6
6 Yisir. Föstudagur (i. apríl. 197:5 VtSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Riistjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611 (7 línur) Askriftargjald kr 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Hagurinn af Haag Eins og nú horfir má búast við úrskurði al- þjóðadómstólsins i Haag i landhelgismáli okkar i lok þessa árs eða i byrjun næsta árs. Dómstóllinn tekur landhelgisdeiluna til efnis- legrar meðferðar i haust með þvi að hlýða á mál- flutning andstæðinga okkar. Siðan vilja dómararnir hlusta á rök íslendinga i desember. Ef við segjumst ekki vilja neyta þess mögu- leika, getur dómstóllinn hvenær sem er kveðið upp úrskurð eftir málflutning andstæðinga okkar i september. Sá dómur yrði birtur öðru hvoru megin við næstu áramót. Og enn sem komið er heldur rikisstjórn okkar, að einum ráðherra undanskildum, fast við þá stefnu að láta ekki flytja mál okkar i Haag. Sumir eru bjartsýnir á niðurstöðu dómstólsins, en aðrir svartsýnir. í fyrri formsatriðaúr- skurðum dómstólsins i þessu máli kemur ekki neitt fram, sem varpað geti ljósi á viðhorf hans til efnisatriða málsins. Vitanlega hefur úrskurður alþjóðadómstólsins i Haag töluvert gildi, þótt annar hvor deiluaðila segist ekki taka mark á honum. Þess vegna eru Islendingar spenntir að vita, hvernig málstað þeirra reiðir af i Haag. Þvi miður vantar okkur enn sterkasta vopnið i landhelgisbaráttu okkar. Það er niðurstaða haf- réttarráðstefnunnar, sem upphaflega átti að halda á þessu ári, en verður væntanlega frestað fram á næsta ár. Komið hefur i ljós, að mikill meirihluti rikja heims fylgir mun viðari landhelgi en við höfum tekið okkur. Hugmyndin um 200 milna hag- nýtingarlögsögu, þar á meðal fiskveiðilögsögu, mun hafa mest fylgi á ráðstefnunni. Þessi meirihluti fer stöðugt vaxandi, auk þess sem æ fleiri riki gripa til aðgerða til verndunar landgrunnssvæðum sinum. Það er alveg hugsan- legt, að tvö hundruð milna kenningunni aukist svo íylgi á einu ári, að tveir þriðju hlutar af rikjum ráðstefnunnar greiði henni atkvæði og geri hana þar með að alþjóðareglu. En jafnvel þótt meirihlutinn verði aðeins ein- faldur, mun niðurstaðan valda þáttaskilum. Ráðstefnan er haldin af Sameinuðu þjóðunum með þátttöku flestra rikja heims. Og dómstóll Sameinuðu þjóðanna, dómstóllinn i Haag, er vitanlega verulega bundinn af niðurstöðunni, ef hann á þá enn eftir að kveða upp úrskurð sinn. Þess vegna eigum við að stefna að þvi, að alþjóðadómstóllinn kveði ekki upp úrskurð fyrr en eftir hafréttarráðstefnuna. Það veitir aukið öryggi i jafn tvisýnu máli og landhelgisdeilu okkar. Þetta getum við gert með ýmsu móti, ef við aðeins látum flytja mál okkar i Haag. Við getum óskað eftir frestum á fresti ofan, ýmist til öflunar gagna eða hreinskilnislega til að gögn hafréttar- ráðstefnunnar liggi fyrir. Munnlegur málflutningur okkar i Haag þarf auðvitað að vera með þeim stöðuga fyrirvara að islenzk stjórnvöld viðurkenni ekki löesöeu dómstólsins. Það hafa önnur riki gert fyrir þeim sama dómstóli og samt unnið mál sin. Við höfum þegar tekið þátt i skriflegum mál- flutningi með þvi að senda nokkur gögn til Haag. Við höfum hvorki með þvi né með öðrum mál- flutningi, munnlegum eða skriflegum, viður- kennt eitt né neitt, ef við aðeins gætum fyrirvara okkar. Þó styrjöld geysi áfram i Kambodju, bardagarnir aldrei verið harðari, var þvi formlega lýst yfir nú i vikunni, að styrjald- arþátttöku Bandarikjanna i Viet- nam væri lokið. Þeir hafa þar með flutt allt herlið sitt burt frá landinu, og geri kommúnistar enn tilraun með hernaðaraðgerðum til að sölsa allt landið undir sig, þá kvað Saigon-stjórnm eiga aö reyna aö standa sig sjálf, i hæsta lagi að hún fái einhverja loft- hernaðaraðstoð frá fjarlægum flugstöðvum. Nixon forseti tilkynnti banda- risku þjóðinni sjálfur með út- varpsávarpi að striðinu væri lok- ið. Um leið sagði hann, að nú ætlaði hann á siðari kjörtimabili að snúa sér með þvi meiri krafti að innanlandsmálunum. Þar hefur allt veriö i hálfgerðum ólestri. Efnahagskerfið hefur verið lasburða, sem greinilega hefur sézt af margendurteknum gengislækkunum dollarans, sem hefðu þótt ganga guölasti næst fyrir nokkrum árum. Þá hafa tiðum borizt fregnir vestan um haf af kynþáttavandamálum með stórvexti glæpa og eiturlyfja- neyzlu, jafnframt þvi sem Banda rikin, mesta tækniveldi heims hefur staðið á mjög lágu og van- þróuðu stigi á sviði félagshjálpar og heilbrigðisþjónustu fyrir sauð- svartan almúgann og húsnæðis- mál verið i hroðalegum ólestri. Nú kemur Nixon fram i útvarp og sjónvarp og lofar bót og betr- un. Nú segir hann tima til kominn að taka innanlandsvandamálin upp til ýtarlegrar endurskoðunar og umbóta, aö endurreisa þjóð- félagskerfið svo það skapi þegn- unum öryggi og aukna hamingju. Fyrst má geta þess að flestir sérfræðingar. sem eitthvað þykj- ast hafa vit á málum, telja að nú sé að hefjast nýtt timabil mikils efnahagslegs uppgangs i Banda- rikjunum. Hvar sem þeir gægjast niður i atvinnulifið þykjast þeir evgja nýsköpun og viðreisn með stórátaki nýrra tæknilegra fram- leiðsluaðferða. og vænta þeir þess að áhrifanna fari að gæta á siðasta fjórðungi þessa árs, þá muni takast að veita japönskum og öðrum útlendum vöruinn- flutningi samkeppnisviðnám og bandarisk utflutningssókn muni þá befjast og hinn sisjúki greiðslujöfnuður hressast við og dollarinn fara að braggast. Ekki er þó vist að allt gangi svo greitt sem þessir spesialistar segja og er ekki gott að segja hvaða strik óðaverðbólgan i Bandarikjunum gerir i reikningana. en hún á sér la fordæmi. nema þá helzt i efna- hagslegum viðundrum eins og Islandi og Sile. Það var t.d. ein- kennileg tilviljun, að alveg á sömu dögunum og landbúnaðar- vörur voru að hækka hér um 40-50% þá hækkaði kjöt viða i Bandarikjunum lika um 40-50% og húsmæðrasamtök i mörgum héruöum og borgum vestanhafs gengust þá lika fyrir mótmælaað- gerðum, hættu að borða kjöt en sneru sér i staðinn yfir að fiski. En óneitanlega eykur það ekki trú á neinum gjaldmiðli, þegar verð- bólga grefur svo undan honum. t ávarpi sinu var Nixon mjög bjartsýnn og sumum þótti hann yfirlætisfullur. Hann hélt þvi fram að mikillárangurhefði náðst á liðnu kjörtimabili hans. Dró hann myndina upp þannig, að þegar hann tók við völdum i árs- byrjun 1969 hefði allt verið svo að segja i kaldakoli og allsherjar ringulreiö á öllu. Þá voru svæsnar og blóðugar kynþátta- og stú- dentaóeirðir svo að segja daglegt brauö, voru þá jafnvel heil borg- arhverfi brennd til kaldra kola og með allskonar lausung, hippamennsku og öðrum brjálæð- ishreyfingum hafði orðið óhugn- anleg aukning á eiturlyfjaneyzlu og margskyns alvarlegum glæp- um. Nú var öldin þó önnur, Nixon kvað þegar hafa orðið umskipti til hins betra, borgaraóeirðir sjald- gæfar, þó Indiána-aðgerðirnar við Wounded Knee séu undan- tekning þar frá. Ennfremur þótt- ist hann nú geta bent á að veru- legar umbætur hefðu oröið i hreinlætis og mengunarmálum, vegna þess að strangari reglum hefði verið framfylgt á þvi sviði. Þá þóttist hann geta sannað að á siðustu 2-3 árum hefði aftur tekið að draga nokkuð úr glæpum og eiturlyfjaneyzlu. En betur má ef duga skal, enda er þaö vist enn á almannarómi, að borgarstræti Bandarikjanna séu sizt tryggari en skuggar frumskóganna með hinum blóö- þyrstu rándýrum þeirra. Og nú lagði Nixon áherzlu á það aö her- ferð skyldi framkvæmd til að berjast við hverskyns glæpi og reyna að gera landið aftur sæmi- lega byggilegt fyrir friðsaman almenning. Herferðina á aö framkvæma með stórbrotnum umbótum á öllum sviðum réttar gæzlunnar, i refsilöggjöf, lög- gæzlu, dómsvaldi og refsivist. En sérstaka athygli hefur það vakið í hvaða átt Nixon ætlar að beina þessum viðtæku endurbót- um. Menn spyrja hvort komið sé að afturhvarfi frá þeirri frjáls- lyndu refsistefnu, sem rikjandi hefur verið i flestum menntuðum löndum á siðustu áratugum. Nixon lagði nú áherzlu á það, að taka yrði mjög fast i taumana og MEÐ ILLU SKAL ILLT ÚT REKA herða refsingar, þar tiltók hann jafnvel viss svið, þar sem taka skyldi upp skilyrðislausa dauða- dóma og yrði i vissum alvar- legum tilfellum jafnvel útilokað að beita náðunum. Afstaða Nixons var i stuttu máli sú, að með illu skal illt út reka. Hann orðaði það svo: „Eina rétta aðferðin gegn glæpastarfsemi er að beita gegn henni sama vopninu og hún beitir gegn almenningi, — það er miskunnarleysið”. Sérstaka athygli vakti það að Nixon lýsti þvi yfir að hann ætlaði að leggja fram frumvarp um að dauðadómi skuli beitt gegn flug- ránum og mannránum ef þau hafa manndauða i för með sér. Er það ætlun Nixons að þetta verði leitt i alrikislög og skuli þvi refsingin verða dauðadómur i öllum fylkjum Bandarikjanna. Með þessu synist verða tekin upp algerlega ný stefna, með þessu verður afturhvarf frá þeirri frjálslyndisþróun sem verið hefur i refsimálum, og dauðadómur sem mörg fylki hafa afnumið, sýnist nú muni verða tekinn upp viðar á miklu fleiri sviðum I ein- stökum fylkislögum. Má nú telja liklegt að dauðadómur verði tek- inn upp aftur i mörgum fylkjum, sem hafa verið að afnema hann, einkum fyrir brennuæði og morð á lögregluþjónum. Þessi aftur- þróun sýnist nú vart verða stöðv- uð og stafar af þvi ömurlega rétt- arástandi sem verið hefur i Bandarikjunum á siðustu árum. Það hefur auðvitað verið gersam- lega óviðunandi ástand, að al- menningur geti ekki verið örugg- ur um lif sitt á borgarstrætum eftir að skyggja tekur, eða að ránsmenn og nauðgarar og morð- ingjar æði um hús og hverfi, svo að allur almenningur lifir eins og mús undir fjalaketti. Þvi miður sýnist hin frjálslynda refsistefna ekki hafa leyst þau vandamál lögmál hennar um að endurbæta og uppala brotamennina hafa ekki borið árangur, i stað þess rikja lögmál frumskóganna. Þegar svo hefur staðið lengi, þá er óhjákvæmilegt að mótsvar komi fram. Hin skelfilega ógnar og glæpaöld hlýtur að leiða af sér stórharðnandi viðbrögð i réttar gæzlu. Og þegar ástandið er orðið slikt, að almenningur er kominn á þá skoðun, að engin réttargæzla sé til, afbrotamennirnir sleppi alltaf við refsingar og leiki laus- um hala, þá getur varla hjá þvi farið að taka verði i taumana. A þessa strengi spilaði Nixon mjög i ávarpi sinu. Hann fór m.a. hörðum orðum um dómstóla og dómara, sem hann sagði, að sýndu sakborningum, oft hinum svivirðilegustu glæpamönnum ótrúlega linkind. Hann tiltók sér-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.